Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Page 10
Verzlunarstaðurinn Seyðisfjörður 1882. Þá var mikil sigling til Seyðisfjarðar, enda ekki færri en 9 skip sjáanleg á myndinni.
muna, sáu flestir þeirra sér leik á borði að
hætta allri verzlun á íslandi. Það gerðu
raunar einnig Björgvinjarmenn á ísafirði
og Eskifírði og Altonamenn á ísafírði,
Grundarfírði og í Hafnarfirði, þótt fyrr-
nefndar tilskipanir kæmu ekki eins hart
niður á þeim er verzluðu hvort sem var í
kaupstöðunum. En með því að Hafnarfjörð-
ur taidist úthöfn frá Reykjavík, var þeim
sfðastnefnda gert að stofna einnig verzlun
þar, en það áleit hann ekki svara kostnaði.
Við allt þetta varð skyndilega samdráttur
í siglingum til íslands. Sést það bezt af
því, að árin 1789-1791 sigldu um og yfír
60 skip árlega til landsins, flest árið 1790
eða 66, samtals 2.400 stórlestir. Árin 1793-
1795 hefur hins vegar sigið á ógæfuhliðina,
mest árið 1794 er aðeins 38 skip, samtals
um 1.450 stórlestir, sigldu til ísiands. Nokk-
Amarstapi á Snæfellsnesi, mikill verzlunarstaður frá 15. öld og „autoriseraður
uð tók þó að rætast úr ánð 1796, þanmg
að næstu árin eða allt fram á 1803 voru
siglingar til landsins svipaðar og verið hafði
á fyrmefndum fyrstu árum fríhöndlunar.
Eftir það drógust þær aftur saman ár frá
ári fram á 1807, en þá keyrði um þverbak
er Danir lentu í styrjöldinni sem bandamenn
Frakka gegn Bretum. Þetta hafði í för með
sér svo stijálar og stopular siglingar til ís-
lands næstu sjö árin, að verzlunin varð víða
á landinu lítið annað en nafnið eitt. Með
friðarsamningunum í Kiel 1814 misstu svo
Danir Noreg til Svía og við það minnkaði
viðskiptasvæði íslands nokkum veginn um
þriðjung. Það tók því langan tíma að verzl-
un landsins rétti við eftir styijöldina, enda
var það t.d. ekki fyrr en um 1830 að sigling-
ar þangað komust í svipað horf og þær
höfðu verið kringum aldamótin 1800. Nokk-
urt frekara líf færðist svo loks í íslenzku
verzlunina á síðasta skeiði fríhöndlunar.
Aukin einokun í verzluninni
Við brottför fyrmefndra kaupmanna á
árunum 1792-1793 urðu fastakaupmenn um
tíma nær einráðir í íslenzku verzluninni.
Þeir höfðu á hinn bóginn misjafnlega mikið
bolmagn til að starfrækja hana svo sem
nauðsyn krafði. Flestir höfðu þeir byijað
verzlun á eigin spýtur með þá þekkingu og
reynslu eina að veganesti, er þeir höfðu
öðlazt sem nemar og starfsmenn einokunar-
innar. Eftiahagur sumra þeirra var auk þess
afar bágborinn svo að þeir þoldu ekki
minnstu áföll. Stjómin varð því hvað eftir
annað að veita slíkum mönnum greiðslu-
frest og aukalán til að halda verzlun þeirra
gangandi. Sífelld styijaldarátök ollu líka
margháttuðum erfíðleikum þó að fyrst kast-
aði tólfunum er Danir lentu sjáifir i þeim.
Þótt ýmsir hinna fyrstu fríhöndlunar-
kaupmanna ættu í sífelidu basli og sumir
þeirra yrðu að lokum að gefast upp á verzi-
uninni, voru þeir þó fleiri sem vegnaði sæmi-
iega eða vel. Nokkrir hinna duglegustu virð-
ast hafa grætt á tá og fíngri, enda leið ekki
á löngu unz þeir færðu út kvíamar til ann-
arra verzlunarstaða og náðu sumum þeirra
aiveg í sínar hendur er stéttarbræður þeirra
lögðu upp iaupana. Þannig náði t.d. Johan
Christian Sunckenberg í Reykjavík eignar-
haldi á Eyrarbakkaverzlun árið 1795 og
verzlaði síðan á báðum stöðum. Um sama
leyti komst Jens Lassen Busch á Djúpavogi
yfír fyrrverandi eignir konungsverzlunar á
Isafirði og um aldamótin yfir verzlanimar
á Skagaströnd og í Kúvíkum. Voldugasti
kaupmaður á Austuriandi og austanverðu
Norðurlandi á fyrstu tveimur áratugum
fríhöndlunar var Georg Andreas Kyhn.
utliggjarastaður" frá 1816.
Hann eignaðist Reyðarfjarðarverzlun árið
1788, Vopnafjarðarverzlun fjórum árum
síðar og verzlaði einnig á Akureyri, Siglu-
fírði og víðar. Arftakar hans sem stórveldi
í verzlun eystra og nyrðra vom Örum &
Wulff, en það fyrirtæki byijaði feril sinn á
Eskifirði árið 1798. Ólafur Thorlacius á
Bíldudal færði út kvíamar til ísafjarðar er
Björgvinjarmenn hurfu þaðan og til Stykkis-
hólms árið 1807, og hann var ennfremur
athafnasamur útgerðarmaður.
Hér hafa aðeins verið nefnd fáein dæmi
af mörgum um verzlunarveldi ýmissa um-
svifamikilla kaupmanna á dögum fríhöndl-
unar og það, hvemig verzlun landsins komst
stöðugt í hendur færri aðila. Þetta sést líka
af því, að árið 1792 voru reknar 45 verzlan-
ir á 28 stöðum í landinu og eigendur þá
35 alls. Árið 1807 voru verzlunarstaðir orðn-
ir 25, verzlanir 38 og eignaraðilar 19. Og
árið 1816 voru verzlunarstaðir 24 og fasta-
kaupmenn ekki nema 16, þar af 4 íslenzk-
ir. Þeir dönsku áttu þá allir í reynd heima
í Kaupmannahöfn og hinir íslenzku voru
þar með annan fótinn og höfðu þar umboðs-
menn eða meðeigendur. Þá má geta þess,
að kaupstöðum var fækkað niður í fjóra við
endurskoðun fríhöndlunarlaganna árið
1807, og eftir endurskoðun þessara laga
árið 1836 hélt aðeins Reykjavík sessi sínum
sem kaupstaður.
Almenna bænarskráin
Óhætt er að segja að vankantar fríhöndl-
unarinnar hafi verið komnir að fullu í ljós
á fyrstu tveimur áratugum hennar. Á þessu
tímabili tók íslenzka verzlunin á sig í aðalat-
riðum það svipmót, sem hún hélt allt til
1855 og raunar lengur. Eftir að kaupendur
konungsverzlunareigna höfðu flestir setzt
að í Kaupmannahöfn og hið takmarkaða
verzlunarfrelsi fríhöndlunarlaganna hafði
auk þess verið skert með tilskipunum 1792
og 1793, var í rauninni nokkurn veginn ljóst
hvert stefndi, en styijaldirnar flýttu síðan
fyrir þeirri þróun.
Við hinn mikla samdrátt í verzluninni á
árunum 1793-1795 þótti flestum íslenzkum
ráðamönnum sýnt að hafin væri ný tegund
einokunar í höndum tiltölulega fárra kaup-
manna í Kaupmannahöfn, sem margir hveij-
ir hefðu ekki einu sinni bolmagn til að reka
verzlanir sínar af nauðsynlegum þrótti.
Þessi nýja einokun væri ennfremur að því
leyti verri en sú gamla, að nú hefðu lands-
menn ekki lengur neinn konunglegan verð-
lagstaxta við að styðjast og fyrra eftirlit
með vörugæðum og því að kaupmenn flyttu
inn brýnustu nauðsynjavörur hefði einnig
að mestu verið afnumið með þeim rökum
að það samræmdist ekki fijálsri verzlun.
Það var á þessum o.fl. forsendum sem
Magnús Stephensen, þá lögmaður norðan-
lands og vestan og settur landfógeti, og
Stefán Þórarinsson amtmaður í norður- og
austuramti, gengust fyrir því þegar fyrir-
menn landsins hittust á Alþingi við Öxará
sumarið 1795, að íslendingar sneru sér beint
til konungs með almennri bænarskrá undir-
skrifaðri af sýslumönnum og próföstum í
landinu. Þar var m.a. farið fram á fullt
verzlunarfrelsi við utanríkisþjóðir jafnframt
því sem stuðlað yrði með ýmsu öðru móti
að myndun raunverulegrar verzlunarstéttar
í landijau sjálfu.
Þessar óskir voru ekki aðeins rökstuddar
með því að fríhöndlunin hefði snúizt upp í
hina verstu einokun, heldur og með skírskot-
unum til þess að íslendingar ættu sömu
kröfur og þegnar konungs í Danmörku,
Noregi og hertogadæmunum til frelsis,
mannréttinda, borgaralegra réttinda og
þjóðarréttinda. Áhrifín frá upplýsingar-
stefnunni og nýlegum mannréttindayfirlýs-
ingum Bandaríkjamanna og Frakka leyna
sér því ekki, og í bænarskránni gætir mikill-
ar þjóðernishyggju. Þá er ráðizt harkalega
á kaupendur konungsverzlunareigna fyrir
að hafa flutzt úr landi, staðið bak við tilskip-
animar frá 1792 og 1793 o.fl. aðgerðir sem
stuðluðu að einokun þeirra. Kaupmenn em
ennfremur ásakaðir harðlega fyrir að flytja
inn allt of litlar, lélegar og skemmdar nauð-
synjavörur, okra á þeim o.s.frv. En hér var
þó t.d. einnig sumpart um að kenna dýrtíð
o.fl. erfíðleikum af völdum styijaldarinnar
og hins mikla bruna í Kaupmannahöfn um
þetta leyti.
Ekki var látið við það sitja að senda
bænarskrána rétta boðleið, heldur var hún
líka gefín út á prenti í skjóli þess prent-
frelsis, sem var þá í Danaveldi ásamt mergj-
aðri álitsgerð Stefáns Þórarinssonar og hóg-
værum meðmælum Joachims Vibes amt-
manns í vesturamti. Var þetta sagt vera
gert til tryggingar því að bænarskráin kæm-
ist óbrengluð fyrir augu konungs og þar
með látið í ljós vantraust á ráðgjöfum hans
í sölunefnd og rentukammeri, sem höfðu
vísað á bug kvörtunum íslenzkra embættis-
manna yfir þróun fríhöndlunarinnar.
Aðstandendur bænarskrárinnar höfðu
ekki af henni erindi sem erfiði. Þeir bökuðu
sér reiði fyrmefndra ráðgjafa og Friðriks
krónprins (síðar konungs 6.), sem fór með
konungsvaldið vegna geðveiki föður síns,
Kristjáns 7. Þá lentu og Magnús Stephen-
sen og Stefán Þórarinsson í illvígum rit-
deilum við kaupmenn. Friðrik krónprins var
að vísu að ýmsu leyti umbótasinnaður, en
sem einvaldur hataði hann eðlilega frönsku
byltinguna og allt sem bar keim af henni.
Honum mislíkaði því mjög hið stóryrta og
byltingarkennda orðalag bænarskrárinnar
og álitsgerð Stefáns Þórarínssonar. Og á
birtingu þessara plagga á prenti leit hann
sem eitt dæmið af mörgum um misnotkun
prentfrelsisins um þessar mundir, enda
skerti hann það til muna nokkrum árum
síðar. í samræmi við þetta fengu bænar-
skrármenn alvarlegar konunglegar áminn-
ingar með hótunum um embættismissi ef
þeir létu slíkt henda sig öðru sinni.
Ekki er að orðlengja það að beiðni bænar-
skrárinnar um fullt verzlunarfrelsi var alger-
lega hafnað og staðhæft, að íslenzka verzl-
unin væri frjáls eða a.m.k. eins fijáls og
framast gæti samiýmzt hagsmunum lands-
manna sjálfra og ríkisins í heild. Varðandi
kvartanimar yfír vöruskorti, dýrum, léleg-
um og skemmdum vörum var fullyrt, að hér
væri aðeins um að ræða tímabundna erfið-
leika sem rætast myndi úr að styijöld lok-
inni. Á þessu var auk þess hnykkt með til-
vísun í það ákvæði fríhöndlunarlaganna, að
samkvæmt eðli frjálsrar verzlunar væri ekki
hægt að bera fram neinar almennar kærur
yfír háu verðlagi og slæmum vömm.
Þannig var bæði við þetta tækifæri og
lengi eftir það neitað að viðurkenna hversu
þröngan stakk fríhöndlunarlögin sniðu
íslenzku verzluninni. Þá var algerlega horft
fram hjá þeirri staðreynd, að hinar feikna
erfíðu samgöngur við landið og innan þess
hlutu einnig að hafa í för með sér meiri og
minni einokun í þessari verzlun. Þar við
bættist lítil kaupgeta alls þorra landsmanna
og mörg fleiri vandkvæði, sem allt of langt
mál væri að fjalla um hér.
Höfundur er sagnfræöingur og skjalavöröur í
Þjóöskjalasafni.
Keflavík 1822. Þama þótti opið og illt skipalægi, en engu að síður er kominn
vísir að kaupstað.
10