Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Side 2
Arabísk Palestínukona í hinum dæmigerða útsaumaða fatnaði.
Barist með grjóti á
móti gínandi byssukjöftum
Um páskaleytið var
höfundur þessarar
greinar á ferð í Jórdaníu
og hitti þar konu sem
búsett er á Vesturbakka
Jórdan og spurði hana
um daglegt líf í litla
þorpinu þar sem hún
býr. Frásögn konunnar
fer hér á eftir.
Eftir ODDNÝJU
B J ÖRG VINSDÓTTUR
ú spyrð mig um daglegt
líf. Eg vil segja þér að
daglegt líf okkar allra
sem búum á þessu svæði
snýst aðeins um mannleg
réttindi bömunum okkar
og okkur sjálfum til
handa. Við getum ekki
lengur sætt okkur við að búa sem þriðja
flokks þegnar eða útlagar f flóttamannabúð-
um f landi sem tilheyrði okkur upphaflega,
undir stjóm hervalds er þröngvað var upp
á okkur af Sameinuðu þjóðunum sem telja
markmið sitt vera að stuðla að friði á með-
al þjóða heimsins.
Eg spyr þig, af hveiju megum við ekki
vera með friðsamlegar mótmælagöngur?
Okkar mótmæli vom fyrst friðsamleg. Þau
vom barin niður með hörku svo að við vor-
um neydd til að svara fyrir okkur að ein-
hveiju leyti. Mótmælagöngur em leyfðar í
Bandarfkjunum og öðmm löndum. En af
hveiju megum við ekki mótmæla því mikla
misrétti, sem við emm beitt í okkar eigin
iandi? Eg skal lýsa fyrir þér síðustu mót-
mælagöngu, rétt áður en ég fór að heiman,
í byijuðum apríl.
Eg stóð úti í garðinum heima og sá ná-
granna mfna, vini mína og ættingja koma
gangandi marga saman. Þau gengu aðeins
friðsamlega eftir götunni, en auðvitað vora
þau að mótmæla eins og við öll emm að
mótmæla — að láta taka landið frá okkur
— að fá ekki að njóta sömu mannréttinda
eins og þeir.
Ungu drengimir vora skyndilega sprottn-
ir upp úr skjóli nætur. A nætumar fela
þeir sig úti í kjarri, úti í grasi, á milli steina.
Þeir geta ekki sofnað eða hvílt sig rólega
stund að næturlagi heima í rúmum sínum,
af þvf að hinir geta skyndilega brotist inn
um miðja nótt og dregið þá á brott með sér
og síðan sjást drengimir okkar ekki framar.
Konumar vom allar klæddar sínum hefð-
bundnu hátíðaklæðum, svörtum útsaumuð-
um kjólum. Það tekur okkur að minnsta
kosti sex mánuði að sauma þá út, við giftum
okkur í þeim og síðan em þeir okkar helstu
sparikjólar. Pilsin á þeim em svo víð og
dúkurinn svo vænn, að þau nýtast vel und-
ir bardagavopnin, gijótið, sem drengimir
okkar veija sig með.
Ég stóð og horfði í gegnum hliðið og sá
þegar hinir komu í humátt á eftir. Þeir
vom svo fullir af grimmd, svo fullir af heift,
svo reiðir að við skulum ekki láta að stjóm
— en þeir em líka hræddir. Ungur drengur
tók sig skyndilega út úr hópnum. Hann vildi
útskýra fyrir þeim hveiju við væmm að
mótmæla. Ég heyrði greinilega hvað hann
var að byija að segja, hópurinn var fyrir
framan hliðið hjá mér.
En þeir vildu ekki hlusta heldur skutu
hann beint í munninn. Þegar hann lá í valn-
um fóra drengimir okkar að grýta þá, tóku
steina úr svörtu kjólpilsunum. Éinn af okk-
ar drengjum var barinn í höfuðið, blóðið
lagði úr honum þegar hann féll upp að garð-
veggnum hjá mér. Annar var barinn mörg-
um sinnum í magann. Ég reyndi að forða
einum inn fyrir hliðið hjá mér. En þeir náðu
í hárið á honum og lömdu höfðinu mörgum
sinnum við steinvegginn. Hann var fljótur
að missa meðvitund. Það vom margir sem
við þurftum að hjúkra og flytja í sjúkrahús
þennan dag, þegar þeir vom famir.
Það er rúmlega 50 ára kona úr þorpinu
sem talar. Hún er róleg, jrfírveguð kona
með tregafull augu. Hún er nýbúin að missa
manninn sinn, sem lést úr hjartaslagi. Hún
kom yfír til Jórdan til að hvíla sig hjá ætt-
ingjum, en hún ætlar að fara aftur heim í
þorpið sitt, þar sem allt hennar er. Hún
vill hvergi annarstaðar eiga heima.
Þú spyrð hvort ég sé hrædd. Nei, ég er
ekki hrædd. Þetta er daglegt líf hjá okkur
núna. Ég kippi mér ekki upp við það, er
orðin vön þessu. Ég trúi því að Guð standi
með okkur. En þetta er aðeins okkar hlið
á málinu. Þeir hafa líka sfna hlið. Þeir era
hræddir, trúa því að þeir séu að beijast
fyrir sínu lífí.
Frásögn unga mannsins
Ungur maður sem býr og vinnur í Jórd-
aníu, fékk leyfí til að fara yfír landamærin
til að ganga frá eigum látins ættingja. Frá-
sögn unga mannsins fer hér á eftir.
Konan, sem greinarhöfundur ræddi við
leyfði þessa mynd með þvi skilyrði, að
sett yrði yfir andlit hennar, þvíjafnvel
þótt myndin birtist norður á fslandi,
gæti það haft afdrifaríkar afleiðingar
fyrir hana, ef hún þekktist.
Á þorpsgötunni rakst ég á tvo unga vini
mína og frændur, bræður 17 og 21 árs sem
em búsettir í Bandarfkjunum. Þeir vom
aðeins í stuttri heimsókn í þorpinu og áttu
bókað far heim daginn eftir. Þeir vom að
kveðja ættingja og vini í þorpinu og ætluðu
að koma við í einu búðinni sem var opin,
til að kaupa eitthvað smávegis til að taka
með sér heim. Ég kvaddi þessa ungu vini
mína og gekk til kaupmannsins á hominu,
þar sem lyklamir af húsinu okkar vom
geymdir.
Ég settist aðeins niður til að spjalla og
við voram fímm saman í búðinni þegar við
sáum ungu bræðuma ganga brosandi í átt-
ina til okkar. En á eftir þeim gengu ísra-
elskir hermenn. Þeir höfðu veitt þeim eftir-
för, héldu víst að bræðumir væm að ganga
á meðal þorpsbúa til að hvetja til uppreisn-
ar. Þeir gáfu þeim ekki tækifæri til að út-
skýra málstað sinn, heldur réðust umsvifa-
laust að þeim.
Þeir lömdu þann 17 ára mörgum sinnum
með kylfu í höfuðið. Hinn bróðurinn börðu
þeir með byssuskeftum í bakið. Við horfðum
á þá báða hníga niður f blóði sínu. Við ætluð-
um strax að hlaupa út til hjálpar, en ekk-
ert var hægt að segja eða gera. Þeir gerðu
okkur skiljanlegt með bendingum, að ef við
hreyfðum okkur út úr búðinni yrðum við
skotnir miskunnarlaust.
Annar bróðirinn lamaðist fyrir lífstíð, hinn
hlaut varanlegar heilaskemmdir. Hvílíkar
fréttir fyrir móður þeirra í Bandaríkjunum.
Ungi maðurinn segir frá þessu æðmlaust,
án þess að skreyta málfar sitt með lýsingar-
orðum, en mikili þungi hvílir í frásögninni
og augun em heit.
Trúarlegt stríð
„Hvemig stendur á því að þið emð öll
svona róleg og æðmlaus?" — Við trúum
fast á líf eftir dauðann og synir okkar sem
falla fyrir hendi ísraelsmanna ganga sjálf-
viljugir út í dauðann. Feður em stoltir af
sonum sínum sem falla fyrir málstaðinn og
þó að okkur sé meinað að fylgja þeim til
grafar, er ekki hægt að koma í veg fyrir
helgiathafnir heima.
Israelsmenn reyna mikið að tala við gaml-
ar konur í þorpunum, fá þær til að koma
viti fyrir ungu mennina eins og þeir segja.
En þær em eitilharðar í bardögunum, allt
þorpið stendur saman á bak við mótmælin.
Við Palestínumenn stöndum saman eins og
ein stór fjölskylda, þar sem hver styður
annan í fæðuöflun. Við getum og ætlum
okkur að halda áfram að mótmæla þangað
til heimurinn vaknar — þangað til ákalli
okkar um réttlæti verður sinnt.
Höfundur hefur umsjón með Ferðablaði Les-
bókar.