Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 6
Rithöftindurinn
semdó
Rithöfundurinn rauk upp með andfælum. Sólin
var ekki alveg komin á loft, en hvað með
það, hann sem átti von á bréfi frá stjórn Launa-
sjóðsins. Rakhnífurinn lauk nú samt ekki
morgunverkunum. Rithöfundurinn var gæddur
Þar sem hinn látni var
frægur rithöfundur,
fylltist Stjórnarráðið
strax uppúr hádegi af
fréttamönnum og um
kaffileytið varð
eftirlifandi kona
rithöfundarins að taka
símann úr sambandi,
hún mætti samt við
jarðarförina, ekki svo
mjög áhyggjufull á svip,
því að minnsta kosti þrjú
útgáfufyrirtæki höfðu
gert henni tilboð um að
rita um samlífið með
hinum látna
SMÁSAGA EFTIR
ÓLAF M. JÓHANNESSON
afar næmri heym og smellurinn frá bréfal-
úgunni stöðvaði feril stálblaðsins um grán-
andi myrkvið skeggstubbanna: Því miður
getum við ekki orðið við umsókn yðar um
styrk að þessu sinni. Fyrir hönd stjómar
Jónas W. Mýrdal. Rithöfundurinn losaði um
strenginn á náttbuxunum og pissaði á nokk-
ur nývöknuð blóm í bakgarðinum. Blúndu-
gardína hreyfðist lítillega í næsta húsi: Þetta
hlýst af því að vera ekki í helvítis Rithöf-
undasambandsinu ... tuldraði söguhetja vor
og krækti annarshugar sanasólflöskuna af
efstu hillu ísskápsins: Pabbi þú ert alls-
ber... æpti yngsta dóttirin af stigapallin-
um ... fæ ég sopa?
Rithöfundurinn hengdi haus það sem eft-
ir lifði dags. Hann starði út um glugga
vinnuherbergisins á skáldleg þök húsanna
í Þingholtunum verða óskáldleg, sum leyst-
ust hreinlega upp í ijósaskiptunum. Við svo
búið mátti ekki standa og þegar rithöfundur-
inn labbaði uppábúinn framhjá bréfalúgunni
á fyrstu hæðinni mælti hann stundarhátt:
Nöturlegir afturúrkreistingar og skítseyði
með tölu allir saman og eilíflega. Innan úr
eldhúsinu barst aðeins fnykurinn af óupp-
vöskuðu leirtauinu svo hann áræddi að grípa
sparisvínið.
Niðrá Torfu var fátt um fína drætti, þó
sátu skammt frá honum út við miðgluggann
nokkrir ráðherrar í fýlgd borðalagðra
bflstjóra. Rithöfundurinn missti ilmandi
tannstöngulinn ofan í sykurkarið en hann
tók eftir því að ráðherramir potuðu flestir
í bamaskammta af gratíneruðum smálúðu-
flökum, en bílstjóramir stungu hins vegr
hníf og gaffli í blóðhráar risasteikur —
smjattandi. HVAÐ VAR ÞAÐ FYRIR YÐ-
UR? Hálfan skammt af gratínemðum smá-
lúðuflökum takk. EITTHVAÐ AÐ
DREKKA? Kannski eitt glas af víni hússins.
Rithöfundurinn beið þess að samræðumar
lifnuðu við ráðherraborðið, þá árædd’ann
loks að fiska upp sparisvínið. Svínið opnað-
ist um trantinn en allt kom fyrir ekki, tennt-
ur stálhnífur veitingahússins vann ekki á
örsmáum málmtönnum, er glottu í
svínskjaftinum. Rithöfundurinn sló spari-
svíninu við borðfót. Smápeningamir skopp-
uðu út um allt en enginn virtist taka eftir
því er landsfrægur rithöfundur lagðist á
fjóra fætur, á mitt gólf hins þekkta veitinga-
húss og það á matmálstíma.
Þú bætir kannski við hálfflösku af
rauðvíni... nei, nei góða, gerir ekkert,
bara vín hússins .. . Já, Chablis ’86 hentar
prýðilega. Yngri krakkamir bám út dag-
blaðiðvísi og sjóðurinn nægði greinilega
þessa vikuna fyrir ágætri máltíð á miðlungs-
dým veitingahúsi: Mmmm prýðilegt
góða ... 276 sléttar... þau spjara sig,
krakkamir, læra að vinna fyrir sér, ekki
satt, og heiðra babba gamla á afmælis-
daginn eins ... Gengilbeinan geispaði og
setningin strandaði í talfæmm rithöfundar-
ins, því rétt í þessu brosti sjálfur mennta-
málaráðherrann til hans frá ráðherraborð-
inu: Skál frændi og lifí lýðveldið!
Hvenær urðu þeir nú frændur og ekki
kitlaði aldeilis Kalifomíurauðvínið bragð-
laukana, fremur en ávísanir launasjóðsins,
en þær höfðu þó hingað til borist álíka reglu-
lega í póstkassann og ástarbréfin frá gjald-
heimtunni. Rithöfundurinn seig aftur í stól-
inn, í maga hans skoppaði smálúðan í
sístækkandi rauðvínshafínu. Brost mennta-
málaráðherrans hríslaðist enn um hvekkt
taugakerfið líkast íshröngli; hvenær hafð’-
ann eiginlega fyrst komið auga á þennan
gullsmurða tanngarð, þegar þeir settust,
skólabræðumir, í illa þefjandi leðursófann
uppí ráðuneyti og ráðherrann bað hann,
ungskáldið, að yrkja erfiljóð: „Þú varst nán-
asti vinur konu minnar" átti kvæðið að
heita, en daginn áður hafði púddletík
menntamálaráðherrafrúarinnar dmkknað í
gestaklósetti ráðherrabústaðarins... nei,
asskotinn hafi það, yfír rauðvínshafíð sigldi
önnur og bjartari mynd, myndin af nýbökuð-
um inspector scholae þar sem hann stendur.
að baki íþöku og sver við nafn Pallas Aþenu
að virða til hinstu stundar hina helgu gyðju:
ÞAÐ SVER ÉG FÓSTBRÓÐIR OG VIN-
UR ... tvö kristalstær þriðjubekkingartár
blandast hjartablóðinu, þar sem það drýpur
undan egg vasahnífsins, í fótspor allra þeirra
þúsunda embættismanna er þama hafa
skeiðað yfír máðar steinhellumar í átt að
musterishliði skólans eina: OG GASTU SVO
EKKI LÁTIÐ MIG HAFA ÞESSA HUNG-
URLÚS PÓLITÍSKA SMÁBORGARA-
VIÐRINI! Rithöfundurinn starði í gegnum
grafarþögn veitingahússins á skólabróður
sinn og eilífðarfrænda. Rauðvínsglasið gal-
tómt og flöskumar þijár sömuleiðis, svo
hann gat ekki skvett framan í valdsmanninn
eins og fyrirrennara hans forðum á rithöf-
undaþinginu ’68, þess í stað greip hann
blóm frá deginum áður er löfðu út úr ná-
lægri leirkmkku og kastaði yfír ráðherra-
borðið.
Þú beygir hjá Ölduseli og inn hjá Kögur-
hólum. Rithöfundurinn teygði úr fótleggjun-
um og geispaði makindalega í aftursæti
ráðherrabifreiðarinnar, hann var í sjöunda
himni, þrátt fyrir að smálúðuflökin ertu
magaveggina er Buickinn hoppaði yfír
hraðahindmnina á Kleppsveginum. Að venju
var móðir hans heima á efstu hæðinn í
Kögurhólablokkinni: Ósköp er að sjá þig
elskan, varð þér illt? Er vídeóið í lagi
mamma? Já, já, elskan, ég kem alveg. Rit-
höfundurinn drakk exportkaffið er ekkjan
til margra ára færði honum íklædd náttkjól
úr frotté. Mamma, hún Guðríður er í sauma-
klúbb. Ég skil elskan, þú ert alltaf jafn
velkominn til hennar mömmu þinnar á nóttu
sem degi. MAMMA, ég þarf að vera einn,
íjandinn hafí það að skapandi listamenn
hafí frið til að hugsa heila hugsun í þessu
landi fyrir peningaleysi.
Gamla konan hverfur eins og svipur út
úr stássstofunni og rithöfundurinn punktar
athugasemdina í litla gula vasabók, þá seil-
ist hann í fjarstýritækið, á skerminum fær-
ist dálítið óljós mynd af tveimur velfeitum
stúlkukindum og afar stórskomum blökku-
manni er flatmagar allsnakinn upp á hey-
bing: Marokkóslaufan ... skríkir rithöfund-
urinn, en hann hafði gefíð þeirri gömlu
tækið er hann hlaut stóra styrkinn lýðveld-
isárið: Þu verður endilega að læra á þetta
tól, mamma... hversu oft hafð’ann ekki
tuggast á þessari setningu, en púh, því
miður... hann losar um axlaböndin og
leggur stjómtækið á innskotsborðið.
Næsta dag skellti rithöfundurinn hurðum.
Bömin Iæstu að sér og konan hringdi í átta
nánar vinkonur. Er leið að sjónvarpsfréttum
kysst’ann eiginkonuna heilum sáttum og
stökk út í búð eftir lítersemmess með anan-
asbitum, en eigi kom honum blundur á brá
þá nótt: Risavaxnar blóðhráar torfusteikur
bflstjóranna flögmðu um sálarþilið og vörp-
uðu skuggum á alsælt hold eiginkonunnar,
þar sem það gægðist á viðkvæmum stað
undan vattteppinu ... æ, jesússminn, Jói,
hættu þessi rausi strax og farðu að sofa.
Skal því engan undra að söguhetja vom
legði þungan gáfumannakollinn ofan á Yöst
Caligraph ritvélargarminn, elsta verkfæri
sinnar tegundar á landi vom — nánast á
því augnabliki er hún settist daginn eftir
við vinnuborðið með ijúkandi pípuna úr safni
Simenons, en þeir félagar höfðu skipst á
reykjarpípum á rithöfundaþinginu í Búkar-
est ’56 eða ’57 — og þegar blessaður maður-
inn rankaði við sér var skaðinn skeður. Áá
og Ææ höfðu límst saman og er rithöfund-
urinn reyndi að aðskilja lyklana brotnaði
Áá hreinlega af og hann sem hafði marg
lýst því yfír, bæði í útvarpinu og eins í tíma-
riti Máls og menningar, fjórða hefti ’83 bls.
404: Þið getið treyst því, félagar, að ég slæ
ekki framar staf á blað ef hún bregst, það
er nefnilega sál í þessum garmi, sál er tölvu-
menni nútímans skilja ekki, vilja ekki skilja
og geta ekki skilið. Tilvitnun lýkur.
Á ritvélaviðgerðarverkstæðinu varð
naumast þverfótað fyrir viðskiptavinum.
Rithöfundurinn hrifsar númer af snaga og
nuddar sér inn í hlykkjótta biðröðina. Ritvél-
in vegur hvorki meira né minna en 26 og
hálft kíló og hann freistar þess að drepa
tímann, með því að einblína á peningakass-
ann, er opnast og lokast framundan líkastur
fískmunni. Þessi tannlausi skoltur svelgir
gímgur síðustu geisla kvöldsólarinnar er
gægjast á krímugar gluggabomr verkstæð-
isholunnar, þess á milli virðist rithöfundinum
rykmettað óloftið stráð gullsagi.. . það er
svo sem eftir öðm að hingað leiti peningam-
ir, til þeirra er skrúfa sundur verkfæri and-
ans. Órþreytt læri rithöfundarins snertu
máðar brúnir afgreiðsluborðsins: Þið megið
eiga þetta fomaldarskrýmsli, þér gullgrafar-
ar tuttugustu aldar, ekki höfum við neitt
upp úr þessu glamri. Þögull manngrúinn
vék úr vegi og ritvélin umhverfðist í gló-
andi pýramíða uppá peningakassa skrif-
vélavirkjanna.
Köld og rök skýjaslæða slettist af ávölum