Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Page 10
Allar myndir sem bömin mála eiga sér langa forsögu og endurspegla margskonar reynslu og uppgötvanir. Hér eru það niðurstöður langtíma verkefna um sebrahest
ogfugla, en vangasvipurinn er afrakstur rannsókna á eigin spegUmynd, sem síðan var mótuð í stálvír. Leikurá blómstrandi valmúaakri hafði augfjóslega sterkábrif.
í öndvegi. Hlutverk fullorðinna er í því fólg-
ið að örva forvitni og ímyndunarafl og opna
hinar ýmsu flóðgáttir tjáningar og þekking-
ar án þess að beina flæðinu í fyrirfram
ákveðinn farveg. Þetta er óður um böm,
vitsmunalega og tilfinningalega greind
þeirra og ríka sköpunargáfu og sýnir mikil-
vægi þess að böm fái tjáð reynslu sína,
ekki einungis með orðum heldur öllum til-
tækum tjáningarmátum, tungumálunum
hundrað.
Sýningin hefur farið víða um Evrópu og
Norður-Ameríku eftir að hún var fyrst sýnd
á Modema listasafiiinu í Stokkhólmi 1986
og hvarvetna hlotið mikla athygii og aðsókn.
Sjonrænt Uppeldi
Þyngdarpunktur starfsins í Reggio Emilia
er á þjálfun augans. Aðal frumkvöðullinn
og hugmyndasmiðurinn er uppeldisfræðing-
urinn Loris Malaguzzi sem í meira en þrjá
áratugi hefur barist fyrir hugsjón sinni sem
forstöðumaður dagvistunar. Titill sýningar-
innar er upphaf á ljóði hans um auðlegð
bama og möguleika málanna hundrað.
Malaguzzi gagnrýnir hart vestræna menn-
ingu og skóla sem afneita lfkama og tilfínn-
ingum bamanna og upphefur kerfíshugsun,
rökhyggju og talað mál. í Reggio Emilia
vildu menn fínna nýjar leiðir sem væru
andstæða við þröngsýni og fordóma ríkjandi
viðhorfa og völdu að byggja á sjónskynjun
og tengslum augans við höndina. Rauði
þráðurinn í starfinu er að virkja augu bam-
anna og kenna þeim að skilgreina hlutina,
sjá þá innanfrá og frá öllum hliðum, skilja
maigbreytileik þeirra, igrunda og taka að
lokum afstöðu. Þannig þróast gagnrýnin
hugsun og rótgróið sjálfsöryggi byggt á
eigin þekkingu og vissu og er andstæða
þess yfirborðsöryggis sem felst í stöðutákn-
um og eftiröpun.
Sjónin gegnir stöðugt mikilvægara hlut-
verki á okkar tfmum en sjónrænt áreiti
auðmýkir oft augað og skerðir hæfrii þess,
gerir það sljótt og óvirkt. Augað getur ekki
varið sig gegn ágengni sjónvarps og auglýs-
ingaskrums sem veldur streitu og skerðir
næmi. Augað verður fangi í vítahring áreit-
is sem krefst stöðugt meiri hraða, gianna-
legri lita og ómennskari tæknibrellna. Á
bamaheimilunum vilja menn auka mót-
stöðuafl bamanna með alhliða þjálfun skynj-
unar og tilfínninga sem eflir sjálfsvitund
og trú á eigin getu.
Sjónrænt uppeldi er andstæða þess að
vera sljór viðtaJcandi og hvetur til virkrar
og skapandi hugsunar.
Aðferðafræðin
Aðferðafræðin er hvort tveggja í senn
lifandi og frumleg um Ieið og hún er mark-
viss og skipulögð. Bömunum er raðað á
deildimar eftir aldri í þeim tilgangi að geta
unnið í takt við þroska hvers aldurshóps.
Böm frá þríggja mánaða til þriggja ára em
á sérstökum ungbamaheimilum en á fjórða
ári flytjast bömin í „bamaskólana" en það
em bamaheimilin kölluð til að leggja áherslu
á uppeldis- og fræðsluhlutverk þeirra. Mikil
áhersla er lögð á að bamaheimilin em ekki
gæslustaðir þar sem tíminn er drepinn með
tilviljunarkenndu föndri, heldur er tímanum
varið á markvissan hátt til að nýta lífeðlis-
lega möguleika þessa fíjóa æviskeiðs.
Sjónrænt uppeldi flallar ekki einungis um
að sjá og upplifa hlutina það felur einnig f
sér þjálfun f að gera skynjunina sýnilega í
myndsköpun. Miðpunktur hvers „skóla"
þriggja til sex ára bama er stór og vel út-
búin myndlistarvinnustofa auk myndlistar-
króks á hverri deild. Myndmenntakennari
starfar í hveijum „skóla" §óra daga vikunn-
ar en fímmta daginn á heimili yngri bama.
Fastráðinn brúðugerðarmaður ferðast á
milli bamaheimila og „skóla" og kennir
bömum, starfsfólki og foreldmm brúðugerð
og leik.
Samstarf starfsfólks og foreldra er mikið
og hver starfsmaður notar fímm stundir
vinnuvikunnar til foreldrasamstarfs og
fræðilegrar eða verklegrar sfmenntunar. A
öllum deildum er unnið með þemaverkefni
sem spanna frá nokkmm dögum uppí marga
mánuði. Viðfangsefnið er ævinlega nákomið
baminu og tekur mið af nánasta umhverfi
þess og hversdagsvemleika. Áhersla er lögð
á að bamið skilji tilgang verkefnisins og
geti tengt það eigin reynslu. Frægt dæmi
er þemaverkefni um lauflslaðið. Þar könnuðu
bömin og tjáðu feril laufblaðs frá frævun
til moldar, frá ljósgrænu yfír í rautt og
brúnt, frá safaríkri mýkt til þurrar sölnun-
ar. Þau könnuðu æðastrengina í blaðinu sem
fluttu næringu frá innviðum til ystu laga
og bára saman við götur borgarinnar þar
sem aðalgötur greindust í smærri greinar
sem flutningabflar óku eftir og fluttu mat
frá miðborginni til smáverslana í úthverfum.
Þannig vom þau örvuð til forvitni og hvött
til að spyija spuminga eins og hvað væri
líkt eða ólfkt með borg og laufblaði. Þess-
konar verkefni þjóna þeim tilgangi að kenna
bömunum að nota augun og treysta á eigin
skynjun, þekkja blæbrigðin og geta tjáð
upplifun og innsæi í eigin myndsköpun,
sögugerð og ímyndunarleikjum.
1 ævintýmnum breytist froskurinn í prins,
í veruleikanum breytist laufblaðið í mold. I
Reggio Emilia umbreytist hugarheimur
bamsins í stórfenglegt flóð lita og forma í
myndverkunum sem skapað hafa uppeldis-
stefnunni í Reggio sérstöiðu og heimsfrægð.
í myndum bamanna má sjá ávöxt þeirrar
virðingar og trausts sem þeim er sýnt af
hálfu fullorðinna og er kveikjan að lífsnautn-
inni og tjáningargleðinni sem einkennir alla
myndsköpun þeirra. Augljós árangur og
vinnugleði starfsfólks myndar hringrás sem
hvetur böm, foreldra og starfsfólk til dáða.
Uppeldisstefnan er ekki fastmótuð heldur í
sffelldri endurskoðun og stöðugt er verið
að gera tilraunir og þróa nýjar hugmyndir.
Afstaða borgaryfírvalda er óvenjuleg og
til fyrirmyndar. Síðustu áratugi hafa mál-
efni bama og foreldra haft forgang og
bamaheimili rekin af borginni em þekkt
ekki einvörðungu fyrir uppeldisstefnuna sem
þar er rekin heldur og fyrir fagurt og ör-
vandi umhverfí og skynsamlega hönnun.
Sigrún M. Proppé