Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 13
Fallandi engill,
1923-47. Trúar-
legminnikoma
oft fyrir í verk-
um Chagalls,
bæði kristin og
gyðinglegog
stundum hvor-
tveggja ísenn
eins oghér.
Til konu minnar. Eitt af frægvstu verkum Chagalls og prentað í mörgum bókum um list hans.
og flýði til Pétursborgar með 27 rúblur í
vasanum og honum tókst að fá sig innritað-
an í keisaralega skólann til stuðnings list-
um. En hér var önnur hindrun á veginum,
og erfiðari viðfangs, sem var svo sem hann
segir sjálfur frá.“
... En til þess að geta búið í Péturs-
borg, þurfti ég ekki aðeins peninga heldur
líka sérstakt leyfi, því að ég var júði. Og
Zarinn hafði markað ákveðið svæði, sem
júðar máttu ekki yfirgefa. .. Efni mín
leyfðu mér ekki að leigja herbergi, ég varð
að láta mér nægja hom í herbergi. Ég hafði
ekki einu sinni rúm til umráða fyrir mig
einan ... í þessu sameiginlega homi vom
verkamenn og farandi grænmetissalar ná-
grannar mínir, frelsið takmarkaðist af því
að teygja úr mér á rúmbríkinni og hugsa
um sjálfan mig. Um hvað annað? Og draum-
amir yfirbuguðu mig: ferhymt, tómt her-
bergi, í homi eitt rúm og ég í því. Og það
er hálfrokkið og skyndilega opnaðist her-
bergisloftið og vængjaður skapnaður steig
niður með gný, sem fyllti herbergið af hreyf-
ingum og skýjum. Hávaði af sveiflandi
vængjum. Ég hugsaði mér: Engill. Ég get
ekki opnað augun, það er of bjart og lýs-
andi. Eftir að hafa rótast um allt herbergið,
hefur veran sig á loft aftur og hverfur í
gegnum rifu á loftinu. Hún tekur allt loft,
allt ljós með sér. Það verður aftur dimmt.
Ég vakna. Mynd mín „Opinberun" segir frá
þessum draumi."
Kennari hans, Léon Bakst, þekktur mál-
ari og leikmyndasmiður, kynnti Chagall fyr-
ir myndheimi Cézanne, van Gogh og Gaugu-
in. Myndir eins og „Hinn dauði" og „Brúður
með svarta hanska" urðu til. Þingmaður
nokkur, Vinaver að nafni, sem tekist hafði
að útvega Chagall leyfi til að búa í Péturs-
borg þrátt fyrir ákvæðin, fær áhuga á list
hans og kaupir Brúðkaupið og finnur kaup-
anda að Hinum dauða. Er Chagall hafði
mistekist í samkeppni og þarmeð að komast
í hóp aðstoðarmanna Léon Bakst við hönnun
leiksviðs í París, þá hleypur Vinaver undir
bagga með honum og borgar fyrir hann
farseðil til Parísar ásamt 125 franka mánað-
arpeningi.
„Þá hafði ég uppgötvað, að ég varð að
fara til Parísar. Jörðin, sem hafði nært
rætur listar minnar, var Vitebsk, en list
mín þarfnaðist Parísarsborgar jafn brýnt
og tréð þarfnast vatns. Ég hafði engar aðr-
ar ástæður til að yfírgefa heimaslóðir, og
ég trúi því, að ég hafí ætíð ræktað þær í
málverkum mínum."
Hér talar Chagall beint frá hjartanu, því
að það er rétt og auk þess var hann gyðinga-
dóminum, sem hann ólst uppvið, trúr í list
sinni, þrátt fyrir að hann væri sjálfur hlynnt-
ur öllum trúarbrögðum svo sem ráða má
af hinum mörgu skreytingum í kirkjur og
kapellur í Frakklandi — málaralistin og ást-
in til grómagna lífsins var guðstrú hans.
Þegar Chagall er að lýsa æsku sinni og
Iifunum sínum í Vitebsk í endurminningum
sínum, „Ma vie“ (Líf mitt), þá er hann allt
eins að skilgreina málverk sín, því að hér
er sami undirtónninn.
„Hið fyrsta sem augu mín litu var trog.
Einfalt, ferhymt, egglaga, holað. Trog frá
basamum. Þegar ég lá fyrst í því fyllti ég
það alveg. Ég man það ekki nákvæmlega
lengur, svo það er kannski mamma, sem
hefur sagt mér það. Á því augnabliki, sem
ég fæddist í nágrenni Vitebsk, í litlu húsi
þétt upp við þjóðveginn, á bak við fangelsi,
braust út mikill eldsvoði. Bærinn stóð í ljós-
um logum og það var hverfí hinna fátæku
júða sem brann. Menn bám rúmið og dýn-
una, móðurina og bamið til fóta henni á
öruggan stað hinum megin í bænum.
En framar öllu, þá er ég andvana fæddur.
Ég vildi ekki lifa — ímyndið ykkur hvíta
blöðru, sem ekki vill lifa. Líkt og að hún
hafí étið yfír sig af Chagall-myndum. Þeir
stungu í hana nálum, dýfðu í vatnsfötu og
loksins gaf hún frá sér veikt píp.
Nei, aðalatriðið er, að ég er andvana
fæddur.
Guð gefi, að sálfræðingamir dragi ekki
rangar ályktanir af því. ... Seinna, er ég
var á toppnum af mikilleika mínum í-Vitebsk
og varð hugsað til litla hússins, spurði ég
sjálfan mig: „Kom ég virkilega í heiminn
þama, hvemig gat það átt sér stað? Hvem-
ig nær maður andanum þar?“
En þegar afi minn með langa svarta
skeggið dó á skikkanlega vísu, keypti pabbi
nýja húseign fyrir nokkrar rúblur. Nú vomm
við ekki lengur nábúar geðveikrahælis eins
■h
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. MA( 1988 13