Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Síða 15
Eiríksjökull, ÓUa á striga, 1987. Ljósm/.i^sMk/Bja™
Margir hafa freistast
til að láta fegurð landsins
hjálpa sér í málverki
Iþessari viku, nánar tiltekið 12.mai, hófst í Gallerí
Borg sýning Sigurðar Kr. Ámasonar á olíu- og
pastelmyndum. Hann á feril að baki sem spannar
meira en 40 ár og hefur áður haldið 8 einkasýning-
ar í Reykjavík og víðar. í vinnustofu hans á Seltjam-
Rætt við SIGURÐ KR.
ÁRNASON í tilefni
sýningar, sem hann
opnaði þann 12. þ.m. í
Galleríi Borg.
amesi, þar sem hann býr, má sjá að lands-
lag er honum hugleikið myndefni. Auk þess
hefur hann málað mannamyndir og komið
við í abstraktlist, þótt ekki verði myndir af
því tagi með á sýningunnmi.
í símaskránni er Sigurður titlaður tré-
smiður og á sínum tíma lærði hann hús-
asmíðar og hefur sjálfur byggt sitt hús og
raunar yfír marga fleiri. Ferill hans sem
verktaki í byggingariðnaðinum hófst 1963,
eftir að lauk byggingu Bændahallarinnar,
sem almennt er nú kölluð Hótel Saga; þar
var Sigurður yfírsmiður hjá Guðbirni Guð-
mundsyni. Eftir það varð hann sjálfstæður
verktaki og byggði mest fyrir Hitaveitu
Reykjavíkur og Landsvirkjun. Ifyrir 6 árum
þótti honum tími til kominn að breyta til;
hann var með það í huga að fá meiri tíma
til að sinna málverkinu, sem verið hafði
aukabúgrein. Engu að síður hafði hann
ræktað þann garð án þess að þráðurinn slitn-
aði. Breytingin fólst í því að hann réðist til
Landsbankans og varð eftirlitsmaður í
skipulagsdeild bankans. Einnig er hann
Sigurður Kr. Áruason.
ásamt Jóhanni Ágústssyni, sem nýverið
hefur verið ráðinn aðstoðarbankastjóri, ráð-
gjafí um myndverkakaup bankans og hann
sér um skráningu á listaveraeign bankans.
Þetta er sagan af brauðstritinu. En hven-
ær hefst málarasagan og hvaðan er maður-
inn? Um það var Sigurður spurður í upp-
hafí spjalls okkar.
„Ég er fæddur í Vestmannaeyjum 1925
og átti þar heima fyrstu 7 árin. Þá flutti
ég með foreldrum mínum til Reykjavíkur.
Að alast upp í Eyjum var meiriháttar ævin-
týri; leið okkar hinna ungu Eyjapeyja lá oft
um björg og brimurðir, þar sem skimast var
eftir fugli og fiski.
Málarasagan hefst aftur á móti fyrir al-
vöru 1945, þegar ég var í trésmíðanámi og
fór þá jaftiframt í skóla frístundamálara,
sem síðar varð Myndlistarskólinn í
Reykjavík. Þá kenndi þar skozkur listamað-
ur. Og um tíma var ég í Handíða-og mynd-
listarskóla íslands, sem þá var við Grund-
arstíg.
Frá því ég man eftir mér hef ég haft
áhuga á myndlist, en ég held að umhverfíð
í Eyjum hafi ekki haft afgerandi áhrif á
mig; annars hafa Eyjarnar fóstrað nokkra
kunna myndlistarmenn. Úr bamæsku minni
þar man ég eftir Sveini Bjömssyni jafnaldra
mínum; einnig Engilbert Gíslasyni sem var
staðarmálari á sama hátt og Guðni Her-
mannsen hefur orðið síðar. Og á sama tíma
var Sverrir Haraldsson að alast upp í Eyj-
um, nokkmm árum yngri en við Sveinn.
Þótt Vestmannaeyjar séu fagrar og
myndrænar, held ég að það sem ég sá af
myndlist hafí fremur orðið til örvunar en
umhverfíð. Framar flestu man ég eftir þeirri
frægu sýningu Kjarvals í Listamannaská-
lanum 1945, þó ekki væri ég viðstaddur
hamaganginn við opnunina, þegar öll verkin
seldust á fáeinum mínútum.
Kjarval hefur alltaf haft mikil áhrif á
mig; einnig Ásgrímur Jónsson, Jón Stefáns-
son og Scheving. Mér fínnst þessir braut-
ryðjendur alltaf hafa staðið uppúr og það
er örvandi að sjá verk eftir þá, en landið
hefur líka haft sín áhrif. Þar að auki kemst
málari ekki hjá því að verða fyrir einhveijum
áhrifum af því sem er að gerast í myndlist
á hveijum tíma - án þess þó að maður þurfi
að tapa sér í eltingaleik við tízkubundnar
sveiflur."
„Margir myndlistarmenn nútímans líta á
landslagsmálverk sem úrelt þing og gamal-
dags, nema sem bakgrunn fyrir eitthvað
annað og margir sneiða hjá því að mála
landslag vegna þess að þeir koma ekki auga
á leiðir til þess að módemisera það og vilja
heldur sleppa því en fara í fótspor þeirra
sem búnir eru að vinna stórvirki ilandslags-
Frá Flúðum í Hrunamannahreppi.
Við Skorradalsvatn.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 14. MAl 1988 15