Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Qupperneq 21
Ferðatryggingar
Kápan í skjóðunni
Margt verðmætt leynist í ferðatösku ferðamannsins og nota-
gildi kemur kannski fyrst í ljós, þegar hlutur eða flík er endan-
lega glötuð úti í hinum stóra heim. Lítil óhöpp geta leitt til
eignatjóns, sem erfitt er að bæta. Ferðablaðið mun í næstu
blöðum rekja nokkrar ferðasögur, sem tengjast eignatapi og
óhöppum á ferðalögum. Fróðlegt er að gera sér grein fyrir
af hveiju óhappið stafaði. Gat ferðamaðurinn gert eitthvað
til að koma í veg fyrir það? Brást hann rétt við aðstæðum?
Siðast en ekki sist — var viðkomandi ferðamaður að fullu
tryggður og náði ferðatrygging að bæta honum eignatjónið
að fullu? Við skulum gefa fyrsta ferðamanninum orðið!
Lestarferð
Eg kom mér vel fyrir lestar-
klefanum. Stóra ferðataskan mín
stóð fyrir framan sætið og minnti
vel á sig, þar sem ekki var hægt
að komast fram hjá henni, án
þess að sneiða hjá eða hnjóta
um hana. Hlýtt var í veðri og
ég fór úr ferðakápunni, braut
hana vandlega saman og lagði í
ferðaskjóðuna. Ferðaskjóða, sem
hægt er að kuðla saman í lófa
sér og leggja ofan í stærri tösku
— er handhæg í ferðalögum. Hún
er hentug til að leggja í blöð,
fatnað, nesti og það sem til fell-
ur, til dæmis í lestarferðum.
Núna setti ég hana upp á farang-
ursrekkann til að fá betra pláss
í 'sætinu.
Það fór vel um mig og ég
gleymdi mér. Skyndilega varð
ég þess vör að lestin hafði sam-
næmst á brautarpalli — á fyrir-
heitna staðnum — og ég ekki í
viðbragðsstöðu — klefinn á miðj-
um gangi — brautarstöðin lítil
og stutt stopp. Að sjálfsögðu
hentist ég upp úr sætinu, með
töskuna, þungu og stóru. Það
stóðst á endum, að þegar ég var
búin að drösla henni niður á
brautarpallinn — rann lestin af
stað.
„Kápan mín — góða ferða-
kápan mín,“ hrópaði ég — of
seint. Skjóðan með kápunni góðu
lá ennþá uppi á farangursgrind-
inni. í leiftursýn sá ég kápuna,
sem ég hafði nýlega keypt. Ég
hafði rekist á hana erlendis og
vissi um leið að einmitt þessa
kápu vildi ég eiga, þó að hún
væri kannski of dýr fyrir budd-
una. Kápan var sérstæð í stíl —
heppilegur litur — krumpaðist
ekki — sameinaði regn- og
skjólflík — í stuttu máli sérlega
góð ferðakápa. En þama hvarf
hún frá mér út í buskann.
Viðbrögð ferðamannsins
~S. _
Hvað á ferðamaður í framandi
landi að gera, sem horfir á lest
renna á brott með hluta af eign-
Fljúgandi ferðataskan
um sínum? Viðkomandi ferða-
maður fór á skrifstofu brautar-
varðar og skýrði frá málavöxt-
um. Brautarvörður hringdi á
næstu brautarstöð og leitað var
í lestinni, en skjóðan fannst ekki.
Haft var sambandi við „tapað —
fundið“ á öllum brautarstöðum
lestarinnar og týnda hlutnum
lýst, en án árangurs.
Hvað gerði ferðamaðurinn
rangt?
1. Var ekki með lestarkort,
sem sýnir leiðina og nöfn braut-
arstöðva.
2. Setti ekki á sig tímalengd
ferðarinnar.
3. Var ekki nægilega meðvit-
aður um farangur.
4. Lét umhverfi trafla sig.
5. Var með of dýra flík til að
ferðast með og leggja frá sér.
Málalyktir
Skýrsla var fengin frá braut-
arstöðinni, stimpluð í bak og
fyrir — henni skilað ásamt upp-
lýsingabréfí er greindi frá tjón-
inu til tryggingafélags, sem sá
um farangurstryggingu. í ljós
kom að viðkomandi ferðamaður
var „heppinn" í óheppninni. Flík,
skilin eftir í sæti — hefði aldrei
verið bætt. Aðeins týnd ferða-
taska fæst bætt. SJÁLFS-
ÁBYRGÐ ferðamanns er alltaf
að minnsta kosti 4.000 krónur.
Síðan er tjónið metið í hlutfalli
við heildarapphæð farangurs-
tryggingar. NIÐURSTAÐA:
Kápan fékkst bætt, en ekki að
fullu. Ódýrari flík var keypt.
Aðeins minningin lifír um flík,
sem aldrei fæst aftur.
BAKPOKAR
Bakpokar era mismunandi,
bæði að stærð og gerð, og veltur
gerðin á því hvernig á að nota
hann. Strangt til tekið skal ekki
nota sama poka í lengri og
skemmri ferðir, ekki sama pok-
ann í klifur og göngu, og oft
ekki sama pokann í göngu sem
í skíðagöngu.
Mannslíkaminn er ekki gerður
til burðar um langa vegu. Þegar
málið er kannað líffræðilega
kemur í ljós að mjaðmimar era
sá hluti líkamans sem best getur
borið aukaþyngd. Með því að
girða belti um mjaðmimar og
festa beltið við grind bakpokans
er nokkuð góðum aðstæðum náð.
Mjaðmirnar bera þannig megin-
hlutá byrðarinnar. Þeir vita, sem
reynt hafa, hversu sárt það getur
verið til lengdar að láta þyngdina
hvíla á öxlunum. Slíkt er einung-
is hægt ef um er að ræða léttan
dagspoka.
I bakpokann á allur farangur-
inn að komast. Reglan er sú að
meginþunginn hvílir á mjöðmun-
um með hjálp breiðs beltis. Axl-
arólamar eiga ekki að bera mikla
þyngd. Þær era fyrst og fremst
til þess að halda bakpokanum
uppréttum og stöðugum. Fyrir
vikið reynir nokkuð á þær en í
staðinn er hægt að slaka og
spenna á ólunum eftir þörf og
líðan göngumannsins.
Bakpokinn á að vera flatur,
Dagpoki með mittisól.
liggja þétt upp bakinu svo að
náttúraleg lögun líkamans breyt-
ist sem minnst. Að öðram kosti
verður að beita meiri áreynslu
við burðinn og hætta er á að
viðkomandi meiðist.
Bakpoka skal velja af kost-
gæfni, nauðsynlegt er að máta
hann vel, spenna mjaðmabeltið,
muna eftir að spenna það yfír
mjaðmimar en ekki mittið. Oft
vantar grind í dagspoka, en flest-
um þeirra fylgir mjaðmabelti og
skulu þeir pokar undanteknmg-
arlaust valdir.
Stærð bakpoka er yfírleitt
mæld í lítram. í langferðir era
50 til 70 Iítra pokar hagkvæmir,
en minni í styttri ferðir. Margir
reyndir ferðalangar kjósa frekar
stóran poka en lítinn í dags-
ferðir. Eigin þyngd pokans skipt-
ir litlu máli, meira skiptir að
geta komið öllum farangri fyrir
í pokanum án þess að troða hann
út.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. MAl 1988 21