Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 3
fggPánr BBHSSiaaEHSHamiHHi] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Myndin er af nýju málverki eftir Eirík Smith, sem hann nefnir Fjallblót og er 200x200 sm. að stærð. Myndin er birt í til- efni sýningar, sem Eiríkur opnar í dag í nýju listasafni í Hafnarfirði, Hafnarborg við Strandgötu, sem um leið er tekið í notkun. Af þessu tilefni hefur Ólafur Kvaran list- fræðingur skrifað fræðilega grein um list- feril Eiríks, sem nefnist Náttúrutúlkun og dulhyggja og eru þar bæði gamlar og nýjar myndir með. Ljósm. Lesbók/ Ámi Sæberg. Róbóti er til í frumstæðri mynd frá 18. öld í Japan og einmitt nú eru Japanir í forystuhlutverki í þróun vélmenna, sem hafa m.a. tekið við ýmsum störfum í bflaiðnaðinum og geta verið til margra hluta nytsamleg. Gallen- Kallela er einskonar þjóðarlistamaður Finna og einn af risunum í norrænni myndlist. Hann mun lítt þekktur hér og því er fengur í að geta nú séð sýningu á hinni frægu myndröð hans við Kalevala-kvæðabálkinn í Norræna Hús- inu. Sýningunni lýkur á morgun. Feróablað Allt frá því útflutningsráð var stofnað, má segja að stafssvið þess hafi skarazt nokkuð við starfsemi ferðamálaráðs. Ferðablaðið spyr, hvort hlutur landkynningarþjón- ustunnar verði undir í starfseminni - verði ekki jafn áberandi og nauðsynlegt er fyrir svo mikilvæga atvinnugrein. Aftökuraar 3. maí. Málverk eftir Fransisco Goya. SEAMUS HEANEY Sumarið 1969 Karl Guðmundsson þýddi Meðan lögregluliðið bældi múginn skjótandi yfir’ í Fallshverfí, var ég aðeins að þjást undir ofríki Madrid-sólar. Síðdegi hvert, í soðketilssvækju kytrunnar þar sem ég bjó, að bijótast gegnum ævisögu Joyce, barst ódaunn af físksölutorgi sem fnyk legði af fúlli hör-tjörn. Að kvöldi á svölum, rautt vín, grunur einhver um böm í skuggakimum, konur með svart sjal við opna glugga; loftið og gatan, gljúfur niðandi spænsku. Við ræddum okkur heim um stimda vegu og leiftri sló af gljáleðri varðsveita sem af kviði físka á fíoti f fulu vatni. „Snúðu heim,“ sagði einhver, „reyndu að ná til fólksins.“ Annar særði Lorca fram úr haugi. Við sátum við sjónvarp undir fréttum af tölu fallinna og nautaati; frægt fólk kom þaðan sem allt var enn að gerast. Ég hörfaði inn f svala Prado-safnsins. Málverk Goya „Skotnir þriðja maí“ þakti þar vegg — upp teygðir armar uppreisnarmanns f krampa, heriiðið með bakpinkla, hjálmbúið; markvís skothríð skyttnanna. í næsta sal martraðir hans, grónar hallarveggnum — dimmir stormsveipir hrannast, sundrast, Satúmus glitskreyttur blóði sinna eigin barna. Tröllvaxinn Kaos snýr digrum daus við veröld. Og þá þessi hólmganga: tveir kylfu-berserkir lemja hvor annan til ólífís vegna síns heiðurs, öslandi í feni, að sökkva. Hann málaði hnúum og hnefum, sveiflaði skikkju ataðri eigin hjartablóði og sagan sækir fram. Seamus Heaney, f. 1939 á (rlandi, er meöal kunnustu skálda í hin- um enskumaelandi heimi og fer oröstír hans vaxandi. Hann kennir enskar bókmenntir við háskóla í Dyflinni og eftir hann hafa komiö út 7 Ijóöabækur. Óeiröir á Irlandi hófust 12. ágúst 1969, og Falls- hverfi er í Belfast. Þýöandinn er leikari í Reykjavik. Asíðum Þjóðskrár, en svo nefnist bókin, þar sem nöfnin okkar allra standa skrifuð, þar þarf ekki lengi að renna fíngri, lárétt út línu eða lóðrétt niður dálk, til þess að verða þess áskynja, að í þessu plaggi er ýmsar nýtileg- ar upplýsingar að fínna. Yfírlætislausir tölustafír gefa til kynna, hvar og hvenær ég er fæddur, hjúskapar- status minn og hvort bömin í húsinu eru mín böm eða einhvers annars. Loks má fínna sakleysilegan tölustaf við nafnið mitt, og gefur sá til kynna, hvort ég heyri til trúfé- lagi eða ekki, og ef svo er þá hveiju. Þeir, sem em utan trúfélaga, sem kallað er, fá töluna núll aftan við nafnið sitt, þjóð- kirkjufólk töluna einn, fríkirkjufólk töluna tvo, safnaðarfólk Óháða safnaðarins í Reykjavík töluna þijá, katólskir menn töluna sjö. Bókstafír eru líka notaðir í þessa vem. Þannig era ásatrúarmenn merktir með Á og vottar Jehóva með V. Við fæðingu gengur hver maður sjálf- krafa í trúfélag móður sinnar. Þaðan í frá er ekki gert ráð fyrir að menn skipti um trúfélag, nema til komi undirskrifuð yfírlýs- ing þeirra sjálfra þess efnis, að þeir vilji hér með hætta í einu trúfélagi og byija í öðm ellegar engu: vera utan trúfélaga, sem svo er nefnt. Þú skrifar undir þetta sjálfur, ef þú ert orðinn sextán ára, að öðmm kosti skrifar foreldri eða aðstandandi. Af sjálfu leiðir, að tilflutningur fólks milli trúfélaga á ekki að geta orðið, nema yfirlýs- Af tölvum og trúfélögum ingar þess sjálfs liggi fyrir undirritaðar. Þessi regla hefur þótt hafa að minnsta kosti eina, ankannalega snurðu. Það er þegar prestur skírir bam, sem er fætt af móður tilaðmynda múhammeðstrúar. Þá hefði manni fundist, að bamið ætti þaðan í frá að heyra til kristinni kirkju. En einnig hér þarf að útfylla eyðublað um breytingu trúfé- lags. Sú tilhögun hefur að vísu einnig sína kosti, þó ekki verði raktir hér að sinni. Þjóðkirkjufólki er samkvæmt lögum skipt niður í sóknir, en svo nefnast umdæmi hverr- ar kirkju. Sókn er afmarkað svæði á landa- bréfínu, og innan hennar býr tiltekinn fjöldi fólks. Fólk, sem býr til dæmis innan vissra marka í kringum Dómkirkjuna í Reykjavík, heyrir til dómkirkjusókn; þei^ sem eiga heima í Laugameshverfí, em sóknarfólk Laugameskirkju og svo framvegis. Þessu er öðm vísi varið í ftíkirlgusöfnuð- unum. Þar er aðild að söfnuði ekki eins bundin búsetu. Um Fríkirkjuna í Reykjavík, Óháða fríkirkjusöfnuðinn í Reykjavík og Fríkirkjusöfnuðinn í Hafnarfirði gilda þær reglur, að félagar í þessum söfnuðum geta búið í hinum ýmsu sóknum tveggja prófasts- dæma Þjóðkirkjunnar: Reykjavíkurprófasts- dæmi öllu og hluta Kjalamesprófastsdæmis. Þannig búa safnaðarmenn Fríkirkjunnar í Reykjavík og Óháða safnaðarins í sóknum Reykjavíkur, Seltjamamess og Kópavogs og fríkirkjumenn í Hafnarfírði búa í sóknum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Það er ástæða til þess að geta þess innan sviga, að fríkirkjusöfnuðimir em ekki sér- trúarflokkar í neinum skilningi þess orðs. Þeir byggja, alveg eins og Þjóðkirkja ís- lands, á játningum evangelísk-lúterskrar kristni og ástunda sömu helgisiði og hún. Munurinn er því stjómunarlegs eðlis. Þjóð- kirkjan er að hluta ríkisrekin en fríkirkju- söfnuðimir ekki. Kirkjugjöld fríkirknanna em innheimt með opinberam gjöldum alveg eins og í Þjóðkirkjunni. Hinn 1. janúar síðast- liðinn hækkuðu þessi gjöld til muna í báðum þessum trúfélögum, þjóðkirkju og fríkirkju, auk þess sem hætt var að fella niður kirkjugjöldin við aldursmörkin 67 ára. Flytji fríkirkjumaður heimili sitt út fyrir það svæði, þar sem kirkja hans starfar, er hann um leið sjálfkrafa skráður í Þjóðkirkj- una. Fríkirkjumaður í Reykjavík flytur upp í Mosfellsbæ og verður við það þjóðkirkju- maður. Fríkirkjumaður í Hafnarfirði flytur til Reykjavíkur og verður um leið þjóðkirkju- maður. Safnaðarmaður Óháða safnaðarins f Reykjavík flytur austur í Hveragerði og verður samstundis þjóðkirkjumaður. Með tilliti til þess, að Þjóðkirkjan og fríkirkjusöfnuðimir rísa á sömu trú og sið- um, má þetta að sumu leyti kallast eðlileg ráðstöfun. Það má segja, að óraunhæft sé, að íbúi í Stykkishólmi heyri til söfnuði í Reykjavík. En á þessu fyrirkomulagi er alvarlegur hængur. Og hann er í því fólginn, að flytji sami maður heimili sitt aftur á þann stað, þar sem hann bjó, meðan hann var skráður fríkirkjumaður, þá ferst fyrir að skrá hann í fríkirkjusöfnuð á nýjan leik. Hann heldur einfaldlega áfram að vera þjóðkirkjumaður á pappímum. Það er enginn reitur á seðlin- um um aðsetursskipti, sem spyr um trúfé- lag. Afleiðingin er sú, að fyrrum fríkirkju- maður er nú orðinn þjóðkirkjumaður, án þess það hafi komið neitt til tals, án þess að hann hafi hugsað neitt út í það eða heyrt minnst á það einu orði. Við, sem nú þjónum sem prestar fríkirkju- safnaðanna, höfum reynt að fylgjast með því að fólk, sem vill heyra til þessum söfnuð- um, sé rétt skráð í Þjóðskrá. Og þeir skipta hundmðum, sem á undanfömum ámm hafa verið endurskráðir í fríkirkjusöfnuðina af þeirri ástæðu, sem að ofan greinir. Tæp sex þúsund manns heyra nú til Fríkirkjusöfnuð- inum í Reykjavík, um tvö þúsund manns Óháða söfnuðinum og álíka fjöldi Fríkirkju- söfnuðinum í Hafnarfirði. Ef um sjálfkrafa streymi fólks úr þessum söfnuðum er að ræða í Þjóðskrá, þarf helst að stöðva þá framvindu. Gild rök em fyrir því að ætla, að þá væri illa farið, ef fríkirkju- söfnuðimir leggðust af. Þá mundi einfald- lega verða til eyða í íslensku kirkjulífi, sem ekki yrði fyllt. Gunnar Björnsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.MAI1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.