Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 18
M HVERFIÐ Hvers vegna er áníðsla á sumum ferðamannastöðum? Skáli Ferðafélaga íslands í Herðubreiðalindum inu á hálendið. Sú hugmynd hefur verið rædd að auðveldast sé að fjár- magna uppbyggingu og rekstur ferðamannasvæða með að- gangseyri. Hvað viltu segja um þetta? Ég tel afar varhugavert að loka svæðum og selja aðgang að þeim. Slíkar aðgerðir eru atlaga gegn almannarétti, sem Náttúruvemd- arráð á að standa vörð um. Miklu betra væri að taka á einum stað „nefskatt" af ferðamönnum sem koma til landsins. Reyndar gera ferðamálalögin ráð fyrir, að 10% af árlegri sölu í fríhöfn Keflavíkur renni til uppbyggingar á ferða- mannastöðum. En um árabil hefur flárveitingavaldið staðið gegn þessari fjármögnun og Ferða- málaráð varið því litla, sem þang- að hefur runnið, til landkynning- Það vantar hnitmiðaðri stjórn- un á ferðamannastraumnum, meiri dreifingu yfir fleiri svæði til að jafna álagið, fulikomnari uppbyggingu á ferðamanna- og útivistarstöðum. Þetta fæst að- eins með MARKVISSRI FJÁR- MÖGNUN og HNITMIÐAÐRI LANGTÍMA FERÐAMÁLA- STEFNU. Ferðamaðurinn hef- ur ekkert á móti þvi að láta stjóma sér, ef hann fær betri þjónustu í staðinn, segir Gisli Gíslason, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs. Hvert er hlutverk náttúru- vemdarráðs á sviði útivistar- og ferðamála? Hlutverk Náttúruvemdarráðs er að stuðla að jákvæðum sam- skiptum manns og náttúru. í lög- gjöf um náttúruvemd er ráðinu falið að standa vörð um rétt al- mennings til ferða um landið. Ráðið stendur einnig að móttöku ferðamanna á friðlýstum svæðum víðsvegar um landið og í þjóðgörð- unum eru byggðar þjónustumið- stöðvar fyrir gestina. í uppbygg- ingu emm við lengst komin í þjóð- garðinum í Skaftafelli, en hafin er uppbygging í Ásbyrgi i þjóð- garðinum við Jökulsárgljúfur. Á að loka landsvæðum sem hafa orðið fyrir of miklum ágangi? Það þarf að huga miklu betur að uppbyggingu hér innanlands, áður en ferðamenn em laðaðir til landsins í stómm stfl. Til þess að mögulegt sé að stunda „ferða- mannaútgerð" til langframa, þarf að veija „slitfleti" og stýra straumnum. Það er löngu tíma- bært að meta hversu marga ferða- menn ýmis hálendissvæði þola. Jafnvel getur orðið að grípa til tímabundinnar takmörkunar eða lokunar á nokkmm stöðum — ef ekki verður gripið tafarlaust í tau- mana og ákveðnar úrbætur gerð- ar á móttöku ferðamanna. Oft er sagt að ísland þoli ekki nema ákveðinn fjölda ferðamanna. Er það rétt? Hér skiptir meginmáli hvemig svæðin em í stakk búin til að taka á móti fólki. Vel uppbyggð tjaldsvæði, merktir og malbomir göngustígar, virkt eftirlit ásamt fræðslustarfi á staðnum em lykil- atriði. Einnig er mikilvægt að ferðamannaaðstaða sé byggð á svæðum er þola mikið álag — á láglendi eða við jaðar hálendisins. Þannig má draga stórlega úr álag- ar. Hvemig er staða almenn- ingsréttar hérna, miðað við nágrannaþjoðir? Fáar þjóðir í heiminum hafa jafngrejðan aðgang að landi sínu og við Islendingar. Þó stórir hlut- ar landsins séu í einkaeign er lítið um höft eða lokanir á einstökum svæðum. Nágrannar okkar, Norð- menn em til dæmis að reyna að Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Náttúruvemdarráðs í Dimmuborgum eiga aldnir oft erfitt með gang Hálf stífir gönguskór. TIVIST Skófatnaður Landslag getur í sannleika sagt orðið harla lítils virði þeim göngumanni sem er illa útbúinn. Islenskt landslag er síður en svo slétt og fellt. Víða er um klungur að fara og þá er ömggast að vera vel búinn til fótanna. Vellíðan ferðalanga byggist oftar en ekki á góðum skóm. Blöðmr á fæti, bleyta og fleira gera ferðalöngum oft gramt í geði, en þannig þarf það ekki að vera. Fyrirhyggja er lykilorðið eins og svo oft áður. Gönguskóm er yfirleitt skipt í þijá flokka eftir gerð sólans: lina, hálfstífa og alstífa (klifur- skór). Fyrir okkur, hið venjulega göngufólk, er mælt með linum eða hálfstífum skóm. Hefð- bundnir gönguskór eiga síðan að uppfylla nokkur gmndvallar- skilyrði. 1. Þeir eiga að halda hita á fótunum. 2. Þeir eiga að vera vatn- svarðir. 3. Þeir eiga að hlífa fótunum og styrkja í erfíðu landi. Hagkvæmast er að velja reim- aða gönguskó úr leðri. Víða fást glæsilegir, smelltir gönguskór úr plasti, en þeir em einkum ætlaðir fyrir klifur eða harð- sækna göngumenn. Áhugafólk um gönguferðir er hvatt til að nota ekki strigaskó, stígvél eða svipaða skó. Brýnt er að skómir hafí nokkuð stífan sóla og styðji vel við öklann. Stífír sólar auðvelda göngu, mis- fellur í landinu finnast síður og fóturinn verður síður fyrir skaða. í fyrstu kunna gönguskór að vera þungir, en það venst. Upp á síðkastið hafa komið fram nýj- ar, léttari skótegundir, sem gefa þeim eldri ekkert eftir hvað gæði varðar. Mikilvægt er að klæðast rétt- um sokkum í gönguskóm. Varast ber sokka úr gerviefnum. Göngu- skór verða að vera rúmir, hag- kvæmast er að klæðast einum þunnum bómullarsokkum og að auki þykkari ullarsokkum utan- yfir. Sumir velja tvenna þunna sokka og eina þykkari til að koma í veg fyrir blöðmmyndun. Að lokum skal á það minnst, að illa hirtar neglur em oft til skaða og því mikilvægt að klippa þær fyrir gönguferð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.