Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 5
mannlega stjómanda eigi að finnast augu og hendur robbans vera eins og viðbót við sinn eigin líkama. Verkfræðifyrirtæki í Japan em að vinna að neðansjávarrobbum eins og þeim, sem eiga að rannsaka sjávarbotn, og fjarstýrðum jarðvinnsluvélum, sem nota á þar sem menn geta ekki komizt. Um 250 framleiðendur róbóta í Japan vinna nú að því að skapa þriðju róbótakyn- slóðina. Fyrsta kynslóðin, sem leit dagsins ljós fyrir um 20 árum, var gædd minni og gat endurtekið einföld verk. Onnur kynslóð- in hafði nokkra aðlögunarhæfni og gat lag- að sig að minni háttar breytingum í um- hverfi sínu. Þeir róbótar hafa verið notaðir í iðnaði. Hin þriðja kynslóð róbóta á, í stað þess að endurtaka forritaðar hreyfíngar, að „gera sér grein fyrir" umhverfi sínu og geta brugðist við því á viðeigandi hátt. Slík greind myndi gera það mögulegt að fela þeim hvaða verk sem væri í verksmiðjum og senda þá út í heiminn sem könnuð eða til að vinna heimilisstörf. H. Yoshikawa, prófessor við Tokyo- háskóla, spáir því, að eftir 10-20 ár verði farið að nota í verksmiðjum hugsandi rób- óta, sem muni skynja breytingar, þegar þær eigi sér stað, og annast lagfæringar sjálf- krafa. Þessir robbar þurfa að vera mun meiri manngervingar en þeir eru yfírleitt nú, því að þeir munu starfa í verksmiðjum og verða að ná milli véla. Á tæknisýningu 1985 vakti tónlistarrobbi feikilega athygli gesta. Það var fjöltengdur róbóti í mannsmynd, sem las nótur og lék þær með höndum og fótum á rafeindaorg- el. Fingur hans gátu slegið nótur allt að því helmingi hraðar en mannsfingur. Orgel- leikararobbinn, sem kallast WABOT-2, var hugarfóstur Ichiro Katos við Waseda- háskóla, en hann hefur verið kallaður „fað- ir róbótatækninnar" í Japan. HlýðirTalmáli Það tók starfshóp við Waseda í samvinnu við vísindamenn hjá Sumitom Electric Ind- ustries nokkur ár að búa til þennan róbóta, sem hefur raddgreiningarkerfi, sem gerir honum kleift að hlýða fyrirmælum á talaðri japönsku. Hann getur einnig annast undir- leik fyrir söngvara og skipt yfir í hærri eða WHL-11, gangandi róbótí frá Hitachi í Japan, getur fyrir mátt tölvu og vökva- dælu gengið og snúið sér við á sléttu gólfi. að nota robbavagna til að taka við og skila pósti, og í framtíðinni munu forstjórar geta mælt bréf af munni fram við tæki, sem gengur frá því prentuðu. Nokkrir japanskir róbótasmiðir hafa fundið upp róbóta, sem getur með sjónrænum hætti greint tegundir og stærðir ávaxta og flokkað þá og sett í mismunadi kassa með vélstýrðum armi. Senn kemur einnig að því, að læknar muni nota tölvustýrðan róbótahönd við heilaskurðlækningar. í framtíðinni munu skurðlæknar geta sett upp sérstaka hanzka, sem gera þeim kleift með fjarstýringu að láta vélræna hendi framkvæma uppskurð í mörg hundruð km fjarlægð. Við munum hafa næga tækniþekkingu til að búa til slíkt vélmenni snemma á næsta áratug. VÉLMENNIFYRRITÍMA Það er sagt, að almáttugur guð hafi skap- að manninn í sinni mynd. Maðurinn hefur svo aftur fylgt þessu fordæmi með mörgum tilraunum til að skapa „gervimann" og þeg- ar á öldinni fyrir Krists burð smíðaði gríski stærðfræðingurinn og eðlisfræðingurinn Heron, kenndur við Alexandríu, „vélknúnar gyðjur". ( Hann reyndar fann einnig upp slökkvidælu og smíðaði sjálfsala, sem fór í gang, þegar mynt var stungið í hann. Fræg varð einnig gufukúla hans, sem var nokk- urs konar gufuhverfill í frumstæðri mynd.) Þróun nákvæmrar véltækni á síðari tímum leiddi til þess, að smíðuð voru vélmenni í Evrópu, sem gátu líkt eftir einstökum hreyf- ingum mannsins með nákvæmu samspili flókinna kambhjóla og gorma. Meldog- róbóti, sem gegnir hlutverki hunds og gerður til þess að aðstoða blinda. Þessi fjarstýrði róbót er á myndarlegum hjól- um og til þess gerður að fara í sendiferðir eftir ákveðnum leiðum. í bílaiðnaði hafa róbótar tekið við hlutverki rafsuðumanna. Hér er einn slíkur að sjóða saman boddýhluta. lægri tón í miðju lagi, ef sá, sem byijað var á, hentar ekki rödd söngvarans. Kato segir, að innan 30 ára muni hvert heimili hafa sinn eiginn perónulega robba. „ímynd vélmennisins hefur ekki breytzt, frá því er Charles Chaplin lýsti því í myndinni „Nútímanum", segir Kato. „Það á enn við, að fólk verði að laga sig að vélum. En verk- efnið framundan er ekki að gera menn að vélmennum, heldur að gera vélmenni mann- legri. WABOT-2 er fyrsti áfanginn á þeirri leið að þróa persónulegan róbóta." Roddinn, sem leikur á hljóðfæri, er árang- ur meir en 20 ára starfs, en aðeins einn af mörgum, sem Kato hefur þróað. Annað sköpunarverk Waseda-starfshópsins er tvífættur, gangandi robbi, WL-LORD. Árið 1984 sýndi róbótinn af sér fullkominn gang og var þá hinn fyrsti í heiminum, sem það gerði, og gönguhraðinn var um 1.3 sek. á 40 sm skref. Nú vinnur Waseda-starfs- hópurinn að því að búa til robba, sem getur gengið upp stiga. Ganga Eins Og Sjö ára Krakkar Gangandi robbi verður að geta gengið ftjálslega, og það má ekki vera hætta á því, að hann velti um koll. Kato segist ekki enn vera ánægður með þróun sinna gang- andi robba. „Við höfum getað látið þá ganga eins og sjö ára krakka,“ segir hann. En Kato vonast til að geta sameinað göng- urobbann og þann, sem leikur á orgel. Og þegar það verður, er hægt að gera sér í hugarlund, hvað muni gerast á tæknisýning- unni. Eftir að robbinn hefur leikið snilldar- lega á hljóðfærið, mun hann standa upp, hneigja sig og ganga virðulega af sviðinu. í samvinnu við Tokyo-háskóla hefur Toshiba þróað hreyfanlegan róbóta, sem kallast AMOOTY: Hann er á fjórum smára- laga hjólum og getur gengið upp og niður stiga. Slíkan robba væri hægt að nota til eftirlits og viðgerðarstarfa í kjamaofnum. Einnig hefur prófessor Umetani við Tækni- háskólann í Tokyo búið til „slöngu“-robba til að fara yfir óslétt yfirborð. Hann er sam- settur af sjálfstæðum liðum, hveijum með sérstakan vélbúnað. Fyrsta gerðin af persónulegum róbótum er hönnuð fyrir fólk, sem er líkamlega fatl- að. Þeir hlíta fyrirmælum frá lyklaborði eða forritunarhnöppum. Þeir eru búnir hljóðsjá (sonar) og öðrum tækjum til að nema ná- lægð hluta og forðast þá, en þeir geta að- eins farið fyrirfram ákveðna leið. Þannig hefur verið gerður róbóti til að vera sem fylgdarhundur blindra og er kallaður MELDOG. Að því verkefni var unnið á veg- um hins opinbera samkvæmt þeirri áætlun, sem áður er getið. Ýmsir róbótaframleiðend- ur vinna nú að smíði robba til að annast sjúklinga. Stöðugt er verið að taka í notkun nýja róbóta í Japan. í einni stórbyggingu í Tókýó annast robbar alla ræstingu á göngum um miðnætti og eru tíu sinnum fljótari að því en lifandi starfsfólk. Á skrifstofum er farið í Japan voru einnig smíðuð vélmenni, sem kölluð voru Karakuri ningyo, á 18. öld og þau voru knúin af vélbúnaði, sem samsettur var af tannhjólum og gormum og var að mestu úr tré. Frá þeim tíma er hin fræga „te-dúkka“. Þegar tebolli var settur á lófa vélvunnar (svo að notuð sé ein tillagan að nýyrði), tekur hún að þoka sér áfram og ber bollann með reisn. Dúkkan nemur stað- ar, þegar bollinn er tekinn af henni, og þegar gesturinn setur tóman bollann í hend- ur hennar, snýr hún sér við og fer til baka á sama stað og hún lagði frá. Þetta þóttu mikil tækniundur á sínum tíma, en þó að þetta sé mjög einfalt í augum nútíma- manna, má segja að hér sé um eina af fyrir- myndum hinna japönsku róbóta að ræða og tákn um þann ævagamla draum manns- ins að búa til vélmenni eða gervimanna, sem gæti gert það sama og hann. Sv. Asg. tók saman. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. MAl 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.