Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 4
T Æ K N I RÓBÓTAR Vélmenni, robbi, þræll, tilberi eða vélmi Iviðauka við 2. útgáfu orðabókar Menningarsjóðs er „vélmenni“ skýrt þannig: „Sjálfvirk vél sem get- ur unnið samsett störf eftir tölvuforskrift, róbóti, virkill.“ En menn hafa ekki verið alls kostar ánægð- ir með orðið vélmenni í þessari merkingu, þar sem Þeir fullkomnustu frá Japan nema mannamál og bregðast við eftir því sem þeir heyra. í bílaiðnaðinum hafa þeir tekið við rafsuðunni og öðru, sem menn urðu áður að gera við færiböndin. Nú er komin þriðja kynslóðin, róbótar sem m.a. annast ræstingar í stórbyggingum, taka við og skila pósti og í framtíðinni munu þeir jafnvel framkvæma uppskurði á fólki. ekki er um neitt annað en sálarlausa vél að ræða, hversu hugvitsamlega gerð sem hún kann að vera. Ýmsar tillögur hafa birzt um annað íslenzkt orð í staðinn og þá sér- staklega í þáttum Gísla Jónssonar um íslenskt mál í Morgunblaðinu á undanföm- um vikum og mánuðum, og nýlega var einn- ig fjallað um þetta efni í tveim þáttum í útvarpi um daglegt mál. Auk þeirra orða fyrir robot, sen nefnd hafa verið hér að ofan, hefur m.a. verið stungið upp á orðun- um vélva, véli og vélni. Hér á eftir fer útdráttur úr grein í jap- önsku tímariti, Mazda World, sem gefið er út í Hirósíma, og fjallar hún um sjálft fyrir- bærið róbóta eða vélmenni eða hvað það verður kallað á íslenzku í framtíðinni. Japan í Forustuhlutverki Japan er í fararbroddi í heiminum bæði hvað varðar framleiðslu á vélmennum og §ölda þeirra í notkun, enda þótt fyrstu iðn- aðarróbótamir hafi verið hannaðir í Banda- ríkjunum. Pyrstu japönsku róbótamir voru aðallega hannaðir í Bandaríkjunum. Fyrstu japönsku róbótamir voru aðallega logsuðu- robbar í vélaverksmiðjum, en nú á dögum nær sjálfvirkni færibanda einnig til úðunar- málningar og samsetningar eininga, sem hefur lækkað framleiðslukostnað japanskra bíla. í sumum háþróuðum verksmiðjum eru ekki önnur störf ætluð mönnum en eftirlit og viðhald, sem ef til vill verða einnig senn sjálfvirk. Tiltölulega jafn hagvöxtur og lítið at- vinnuleysi hefur auðveldað tilkomu vél- menna í japönskum iðnaði sem og góð sam- skipti starfsmanna og stjómenda atvinnu- fyrirtækja. Þetta hefur gengið sérstaklega vel hjá stórfyrirtækjum, þar sem starfs- mennimir treysta á æviráðningarkerfíð og eru fúsir til að taka að sér ný verkefni. En þrátt fyrir forustu Japans að því er varðar ijölbreytilega notkun róbóta og víðtæka reynslu í þróun þeirra eru stjóm- kerfín og annar hugbúnaður, sem nauðsyn- legur er til að stjóma vélmennum, erfíðara vandamál í framkvæmd en smíði vélbúnað- arins sjálfs. í Japan hafa því rannsóknir og hannanir í vaxandi mæli beinzt að hug- búnaði og að því, sem lýtur að sjón- og snertiskynjurum, til að gera róbótana „greindari". Með háþróuðum skynjurum og rafeinda- búnaði eru þessar „skynsömu" vélar búnar út til þess að bregðast við ytri áhrifum, álykta og skiptast á upplýsingum við starfs- fólk. Á vegum ráðuneytis utanríkisviðskipta og iðnaðar í Japan hefur verið gerð áætlun um smíði róbóta, sem hafa víðtækara verk- svið en þarfír markaðarins nú á dögum kalla á. I þessari átta ára áætlun er gert ráð fyrir róbótum í þrenns konar tilgangi: Til að starfa í kjamorkuverum, neðansjávar og þar sem mikl hætta er á ferðum. Megin- röksemdin fyrir afskiptum ríkisins í þessum efnum er sú, að kostnaðurinn og áhættan við þróun slíkrar tækni sé meiri en svo, að einkafyrirtæki geti tekið slíkt á sig ein og að markaðurinn fyrir sum vélmennin, svo sem þau, sem eiga að sjá um „ræstingu“ í kjamorkuverum, sé of lítill. Það er afar vandasamt að smíða róbóta, sem gæti komið að verulegum notum við gæzlustörf í kjamorkuverum. Eitt vanda- málið er hreyfíng. Róbótar á beltum eða hjólum fara illa á gólfum kjamorkuvera. Ráðið er að setja undir þá fætur, en gang- andi vélmenni nú á dögum verða að hugsa stíft til þess eins að halda jafnvæginu. Þau þurfa minni og hraðvirkari tölvur, áður en þau geta komið að virkilegum notum. Þriðja Kynslóðin í áætlun ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir neinni þátttöku að marki, eins og sak- ir standa, í þróun þeirrar vísindagreinar, sem kennd er við gervigreind og er enn skammt á veg komin. Aftur á móti er ætlunin að nota gervigreind, þar sem þess er kostur, til að láta robba ganga eða þekkja tákn, en síðan sé það stjómandi, sem taki hinar mikilvægu ákvarðanir fyrir robba úr hæfi- legri fjarlægð. Það á að stefna að því að bæta svo skynjara og stjómkerfí, að hinum Vélmenni eru ekki alveg ný af nálinni. Þessi^ véldúkka er japönsk og frá 18. öld. Á nútíma mælikvarða er hún mjög frumstæð tæknilega, en getur borið frnm te og stanzar þegar tebollinn er tekinn. Sé hann settur aftur á hendur dúkkunnar, snýr hún sér við oggengur með biinn til baka. Hér þótti sjálfsagt að líkja sem nákvæmast eftir mennsku útliti. Vélhendi i mynd mannshandar og hefur nákvæmni til að geta tekið upp blóm og haldið á þvi. í framtíðinni er talað um, að róbótar muni jafnvel annast upp- skurði á sjúkrahúsum. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.