Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 11
Fjallganga, 1971. 115x120 sm. Blátt málverk, 1966. 135x135 sm. Á ströndinni, 1978. 85x120 sm. Hreinleiki Náttúrunnar Eg var mjög upptekinn af þessu geómetriska málverki þegar ég dvaldi í París um 1950 og þar gerði ég mína fyrstu abstrakt- mynd sumarið 1951. Myndir af þessum toga voru þá sýndar í Gallerí Denis Réne og þar kjmntist ég verkum listamanna eins og Herbin, Magnielli, Mortensen og Vasar- ely. Hugmyndalegur ásetningur þessa málverks heillaði mig, sem var fyrst og fremst að hreinrækta ákveðin gildi, form og lit og gera málverk málverksins vegna. En þrátt fyrir þessa hreinræktun og að því er virðist enga skírskotun til náttúrunn- ar þá var ég engu að síður mjög upptek- inn af og háður formum og litbrigðum í náttúrunni, sem ég stúderaði og þá ekki síst, sem kalla mætti hreinleika náttúrunn- ar. Þannig var hugmyndaleg afstaða mín eins og hún birtist í þessum verkum tvíþætt. Annars vegar að hreinrækta form og lit og hins vegar að yfirfæra náttúru- hrif í geómetrískan stíl. Staðrejmdin er sú, a.m.k. hvað mig varðar þá kemst ég ekki undan náttúrunni eða landslaginu, hvort sem því er umbrejrtt með þessum hætti eða tilbeðið á annan hátt. En þegar fram liðu stundir, þá gaf þessi stíll mjög lítið svigrúm fyrir það markmið mitt að jrfir- færa náttúruhrif og það var aðalástæðan k fyrir því, að ég gerðist fráhverfur þessari myndgerð. Stíllinn eða framsetningin var of þröng, það var í raun stíllinn sem hafði yfírhöndina en ég fékk ekkert rými fyrir það inntak eða þær náttúrutúlkanir, sem ég vildi takast á við. E.t.v. var í þessum geómetrísku myndum mínum eða í afstöðu minni ákveðin mótsetning, sem var erfítt að leysa, annars vegar að hreinrækta form og lit og samtímis að fást við túlkanir á náttúrunni. Dögun, 1964. 150x200 sm. Þessi skírskotun til náttúrunnar verður sterkari íþeim abstrakt-verkum, sem þú gerir í lok sjötta áratugarins, og öll formgerðin tekur miklum breyt- ingum. Pensiiskriftin ber með sér hvat- leika ogsnerpu handbragðsins ogfram- setningin er mjög svo ólík þeirri rann- sóknarhyggju, sem einkenndi geó- metrísku myndirnar. Var þessi breyting fyrst og fremst afleiðing af að finna nýja framsetningu fyrir náttúrutúlkun, að saméina form og inntak? Þegar þessar þrengingar í geómetríska málverkinu urðu áleitnar þá kjmntist ég verkum bæði franskra og bandarískra listamanna, abstrakt-expressionista, lista- manna eins og Soulages og Kline. Ég fann strax að þessi tjáning hentaði mér mjög vel, hvað varðar að nálgast umhverfíð sem málari, að sameina inntakið og framsetn- inguna. Verk af þessum toga sýndi ég fyrst á samsýningu 1957 og síðan á einka- sýningu í Listamannaskálanum 1961. í inntaki þessara verka lagði ég mikla áhersiu á að fanga eða grípa ákveðin augnablik, sem ég upplifði í náttúrunni, ákveðna stemmningu, birtuna eða veðrátt- una. Þessi hughrif augnabliksins eru jafn- vel af dulrænum toga, opinberun sem verð- ur að koma til skila á léreftið og þess vegna bera vinnubrögðin vott um hraða og átök og setja svo sterkan svip á fram- setninguna í heild. AðBrjótaUpp Myndflötinn Um 1970 birtist manneskja í mynd- um þínum, gjarna afmörkuð í ákveðnu rými á myndfletinum, en í óskilgreindu samhengi. Myndefnin hafa ekki ákveð- inn tíma eða stað, en þessi umfjöllun leiðir samt sem áður hugann að tilfinn- ingalegri tilvist manneskjunnar. Voru spurningar afþví tagi áleitnar á þessum árum? Fyrst þegar manneskjan kemur fram í mínum myndum í lok sjöunda áratugarins, þá var þetta tími mikilla umbrota og tii- rauna hjá mér. Það er mikið átak fyrir málara, sem hefur árum saman fengist við það sem kalla mætti að mála „á fletin- um“, að bijótast inn úr þessum fleti, mála í þrívídd og nota myndrýmið með allt öðr- um hætti en áður. í þessum tilraunum mínum notaði ég mjög mikið áfram af stílbrögðum abstrakt-expressionismans, af þeirri einföldu ástæðu að það er ekki hægt að hoppa fullþroskaður, ef svo má segja, milli ólíkra stílbrigða, alla vega kann ég það ekki. Stíllinn verður svo sam- gróinn persónu manns, trúin á það, sem maður gerir hveiju sinni, er svo sterk, sem LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. MAÍ 1988 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.