Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 16
 V-Þýskalandi, en auk þess að kynna íslenska menningu og ís- land sem ferðamannaland. Fróðlegt er að velta því fyrir sér, með tilvísun til greinar í Ferðablaðinu, þar sem raktar voru markaðsrannsóknir danska Ferðamálaráðsins samhliða mót- aðri markaðsstefnu ráðsins næstu þijú árin, hvort nokkur marktæk könnun hefur farið fram á því, hvað helst beri að le&gja áherslu á í Þýskalandi og hvemig samkeppnisstaða okkar er gagnvart öðrum þjóðum á sama markaði. Skyldi slík könn- un hafa farið fram í þágu íslenskrar ferðaþjónustu og/eða annarra útflutningsgreina? Hvaða „vörur" höfða til kaup- enda á þýska markaðnum? tsleaskur sýningarbás á alþjóðlegu ferðaþjónustusýningunni í Berlín. hafði á fyrstu árum forystu um samræmdar aðgerðir, þátttöku í ferðamála og markaðssýningum, í samstarfí við útflytjendur, ut- anríkis og viðskiptaráðuneyti og Útflutningsmiðstöð iðnaðarins, sem telja má forvera Útflutn- ingsráðs. Þetta samstarf virðist hafa gengið mjög vel og var meðal annars nýtt í opinberum heimsóknum forseta íslands eins og fram kom í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Ferðaþjónustan ekki eins áberandi vörukynning, sem áður var í tengslum við ferðalög forseta og við önnur tilefni, sé smám saman að færast inn á verksvið Útflutn- ingsráðs. Ekki skal hér dæmt um hvort þetta er jákvæð eða neikvæð þróun, en því miður virðist hlutur, ferðaþjónustunnar ekki vera jafn áberandi og áður, eða eins og eðlilegt mætti teljast fyrir jafn mikilvæga atvinnugrein. Einnig er sú hætta fyrir hendi, að skort- ur á samræmingu tryggi ekki jafn góðan árangur. íslenska merkið í forgrunni á vörusýningu útflutningsráðs. Sú stefna virðist vera að mótast, fyrir tilviljun eða at- burðarás, að Ferðamálaráð sé fyrst og fremst að verða vett- vangur fyrir faglega kynningu ferðaþjónustu á hinum ýmsu ferðaráðstefnum. Hin breiðari og alhliða þátttaka, almenn land og Er mótuð markaðsstefna í ferðaþjónustu? Samkvæmt upplýsingum frá Útflutningsráði eru tvær.mynd- arlegar íslandskynningar fram- undan; önnur í þessum mánuði í tengslum við ferð forseta ís- lands til Bandaríkjanna, þar sem hún veitir móttöku heiðursdokt- orsnafnbót við háskóla í Massac- hussets; hin í júlí í tengslum við opinbera heimsókn forsetans til V-Þýskalands. Tilgangur hinnar síðari er að efla núverandi og skapa ný viðskiptasambönd í Hveijir eiga að vera áhersluþætt- ir okkar þar? Eiga þeir að vera eins eða svipaðir og í Banda- ríkjunum, Noregi og Ítalíu, eða allt aðrir? Ef um mismun er að ræða, í hveiju er hann fólginn? Er annar áhersluþáttur í hefð- bundinni vörukynningu en í ferðaþjónustu? Allt er þetta at- hugunarefni, en ljóst er að, því fleiri, sem fást við framkvæmd landkynningar með mismunandi miklu samráði, því meiri hætta er á, að landkynningin nái ekki tilgangi sínum. íslandskynningin í Gautaborg Fyrr á árinu var myndarleg íslandskynning í Gautaborg á vegum Útflutningsráðs, með þátttöku Flugleiða sem eina ferðaþjónustuaðilans. Auðvitað verða menn að velja og hafna og útilokað að vera allsstaðar þar sem tilefni er til landkynn- ingar. En lítil þjóð þarf að koma mörgu á framfæri við umheiminn og aðeins er von til árangurs, ef unnið er í sameiginlegu átaki og með skipulögðum hætti. Sameining Flugfélags ís- lands og Loftleiða Það kann að þykja langsótt að vitna til þeirrar stöðu, sem ríkti í flugmálum okkar um nokkurt skeið þar til höggvið var á hnútinn með sameiningu flug- félaganna. Hvemig væri ástand- ið í flugmálum okkar nú, ef Flug- félag Islands og Loftleiðir væru enn að fljúga sömu flugleiðina, sama morguninn, til borga í V- Evrópu? Sennilega væri starf- semi þeirra beggja fyrir löngu liðin undir lok. Þessi lærdómur á að sjálf- sögðu við um allan fyrirtækja- rekstur, en í grundvallaratriðum á hann líka við um landkynningu okkar. Með þessum orðum er alls ekki fullyrt, að svipað sé komið fyrir henni, en framan- greint hlýtur að hvetja til nok- kurrar varfæmi og um leið nauð- synjar á auknu átaki. „ísland veit á gott“ Samkvæmt upplýsingum Út- flutningsráðs er fyrirhuguð vax- andi notkun á slagorðinu, „Island veit á gott“. Áður hefur verið skýrt frá sænskri notkun þess „Island - Kállan til det goda“ og ekkert mat lagt á gildi þýð- Vikutöf á farangri uppákomur verða aldrei að fullu bættar, þar sem einstakt ferðalag kemur aldrei aftur — en eru samt þess eðlis, að hægt er að brosa að þeim eftir á. Margir íslendingar sækja ráð- stefnur erlendis og hafa ábyggilega lent í vandræðum, vegna seinkunar á flugi, erfið- leikum með tengiflug eða ann- Margt óvænt getur komið upp í ferðalögum. Oftast eru óvæntu atvikin — skemmtileg — fræðandi — lærdómsrík — en ferðamaðurinn verður líka að búa sig undir óvæntar uppá- komur, sem geta valdið miklum óþægindum og jafnvel tölu- verðu tjóni, ef ferðatrygging er ekki i bakhendinni. Sumar að. Kannski hefur einhver lent í svipaðri uppákomu og þessi ráðstefnufari. Við skulum gefa honum orðið. Undirbúningur fyrir ráð- stefnuferð — Ég leit á dagskrána, sem var vel framsett með tilliti til klæðnaðar við hin ýmsu tækifæri — pakkaði samviskusamlega nið- ur — kvöldkjól — sundbol — göngufatnaði og tilheyrandi skó- búnaði, og að sjálfsögðu öllu sem tilheyrði vinnudegi. Seinkun á flugi Á brottfarardegi lá þétt þoka yfír Keflavíkurflugvelli, sem or- sakaði þriggja tíma seinkun á flugi. Mikil óvissa kom upp — skyldi ég missa af tengiflugi á ráðstefnustað? Ég gat tekið kvöld- vél sama dag — áætlunarflug er tvisvar á dag á milli staðanna — en vildi hvorki missa af áhuga- verðri dagskrá né heldur bíða í marga klukkutíma á flugvellinum. Ég bað þess vegna um að haft 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.