Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 17
Ferðamenn að kaupa íslenska minjagripi. ingar fyrir sænska málkennd. Á þýsku hljóðar slagorðið „Island, hoch im Norden, hoch im Nive- au“ og er óneitanlega nokkuð frjálsleg þýðing, þar sem þýska slagorðið segir allt annað en slagorðið sem sigraði. „Gæðavörur“ undir sam- eiginlegu merki Útflutningsráð gefur öllum útflytjendum íslenSkra „gæða- vara“ tækifæri til að auglýsa undir sameiginlegu merki. Ekki er ljóst hvað átt er við með „gæðavörur". Eru einhveijar vörur útilokaðar frá notkuninni? Komið hefur fram, að ferðaþjón- ust.uaðilar nota hvorki merkið né slagorðið í sínum kynningum. í bréfi Útflutingsráðs til Ferðablaðsins segir meðal ann- ars: „Slagorðið á að vekja eftir- væntingu og draga fram það besta og jákvæðasta um ísland og íslenskar vörur og þjónustu". Það hlýtur að orka tvímælis, ef allir aðilar í útflutningi, að ferða- þjónustu meðtalinni, taka ekki höndum saman og markaðssetja, undir þessu slagorði eða öðru. Er ætlunin að hafa slagorðin eða merkin fleiri? Ef svo er væri fróð- legt að heyra hver áformin kunna að vera, ef einhver! íslandskynning í Berlín. Rætt um útflutningá íslenskri ferðaþjón- ustu. yrði samband við „Service Air“ eða þjónustulið á tengiflugvelli til að koma mér eins fljótt og hægt væri í gegnum um bókun. I besta falli átti ég 10-15 mínútur tii að ná í tengiflugið. Tafir á ferðatösku Ljóst var að ferðataskan hlaut að verða eftir. Ég þóttist hafa gripið fegins hendi, að stöðvar- stjóri á tengiflugvelli var um borð í íslensku flugvélinni og gaf hon- um nákvæma lýsingu á ferða- tösku minni — lit — lögun — merkingu. Loforð var gefíð um að' taskan skyldi tekin af færi- bandi og komið um borð í næstu vél. „Service Air“ Þjónustustúlka frá „Service Air“ beið mín við lendingu. Ég get virkilega mælt með þessari þjónustu, sem er til staðar á öllum stærri flugvöllum. Á 10 mínútum bjargaði hún mér í gegn og tengi- flugvélin beið í 5 mínútur eftir mér. Allt virtist smella saman, en einhvers staðar var pottur brot- inn. Klæðnaður minn var þykkt sítt pils — jakki — blússa — há- hælaðir skór. í „streitutöskunni" voru ráðstefnublöð og pappírar, greiða og varalitur. Þetta þurfti ég að láta mér nægja í heila viku. Týnda ferðataskan Taskan kom ekki með kvöldvél- inni, né heldur næstu daga. Ekki náðist í stöðvarstjórann, þó reynt væri. oft á dag. Sérstök nefnd inn- an ráðstefnunnar, sem sá um skoðunarferðir og hagræðingu fyrir gestina, tók málið að sér. Símhringingar — skeytasending- ar- „telex“ gengu fram og til baka, en hvorki gekk né rak. Ráðstefnan var á litlu sveitahót- eli, utan við verslun — enda lítill tími til innkaupa, að auki komu helgidagar inn í dæmið. Óþægindin Ég reyndi að láta farangurs- leysið ekki hefta mig — fór í gönguferðir — yfir gijót og klung- ur á háhæluðum skóm — var að stikna í sólarhita á sandströnd — mætti í rykugri ferðadragt í fínustu kvöldverðarboð, innan um smókinga og silkikjóla. Ég var fjúkandi vond og ferðin að hluta eyðilögð. Taskan kom í leitimar sama dag og ég flaug heim til íslands. Hvað gerði ráðstefnugesturinn okkar vitlaust? Trúlega hefði þjónustulið „Service Air“ séð bet- ur um töskuna, en hún treysti stöðvarstjóranum. Hver var ábyrgur fyrir óþæg- indum og hvemig voru þau bætt? ------- HÓPFERÐABÍLAR - ALLAR STÆRÐIR SÍMAR 82625 685055 __________J TÖLVUPRENTARAR er liótel fyrir þig Velkominá éSJIvHQTEL *3 ODK HVERAGERÐI _______ sími 99-4700. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. MAl 1988 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.