Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 12
Andlit á þili, 1976. 140x200 sm. Skipsflak, 1976. 140x200 sm. er forsenda þess að verkin séu unnin af heiðarleika og heilindum. En þessar til- raunir mínar með manneskjuna er eðlilegt að sjá í samhengi við það að ég kynntist popptónlistinni í London 1964 og þessi skyldleiki kom fram í myndum sem ég sýndi í Bogasalnum 1969. Málverk af þe'ss- um toga lá í loftinu á þessum árum, þó ég liti alls ekki á mig sem dæmigerðan popplistarmann. Minn vandi í þessum til- raunum mínum um 1970 var svo nátengd- * ur því hve það var gífurlegt átak og erfítt að yfírgefa abstrakt-málverk og mála fígúratívt málverk. Ég komst að raun um að ég kunni lítið fyrir mér þar í sveit og var ókunnur svo mörgu. Það var t.d hrika- legt að uppgötva að ýmislegt sem ég raun- ar hélt að væri auðvelt og að ég kynni reyndist erfítt að leysa. T.d. ætlaði ég aldr- ei að geta komist inn úr myndfletinum. Hvað varðar þær merkingar sem mann- eskja hefur í þessum myndum, þá er það ekki ávallt meðvitað frá upphafí. Hún .gengur inn í ákveðið litrænt samhengi, sem liggur fyrst ljóst fyrir þegar málverkinu er lokið eða að það rennur upp fyrir manni löngu seinna. Tengslin við abstrakt-verkin birtast í þessum fígúratívu myndum, ekki aðeins í formgerðinni heldur einnig hvað varðar þann ásetning, sem í abstraktinu gekk út á að yfírfæra tilfínningalega reynslu frá náttúrunni, þá hafði ég einnig þann ásetn- ing að fígúrumar eða manneskjumar hefðu ákveðið inntak, sem væri samofíð því litræna samhengi, sem þær ganga inn í. Þessar merkingar em ef til vill ekki þess eðlis að hægt sé að setja á þær ákveðna merkimiða heldur eru það fremur ákveðin hugrenningatengsl, sem verða til við skoðun myndanna. -i DULDAR MERKINGAR Nú verður þróunin sú í verkum þfnum á þessum áratug, 1970—80, að framsetningin verður raunsærri. Samtimis leiða þessi myndefni stundum hugann að því hvort í þessa raunsæju framsetningu sé ofíð táknrænum merk- ingum, verkin hafí á stundum tvöfalda miðlun. T.d. „Skipsflak“, frá árinu 1976. Þá mynd, sem sýnir skipsflak og mann í stól, má vel túlka sem táknræna fram- setningu eða líkingu um mannleg örlög. En þetta leiðir samt sem áður hugann að því að siíkar merkingar eru ekki ávallt meðvitaðar frá upphafí og það sýnir mér. að margir málarar eru eins konar miðlar. Sköpunarferlið er ekki meðvitað í heild sinni og maður er ekki ávallt meðvitaður um hvers vegna maður gerir ákveðinn hlut eða velur ákveðna leið. Það kemur ef til vill fyrst í ljós eftir á. Þannig að í sjálfri sköpuninni er maður alls ekki alltaf með- vitaður um slíkar táknrænar merkingar. Þetta samspil milli hins ósjálfráða og vit- undarinnar er mikilvægt í sjálfri sköpun- inni vegna þess að ef hinu ósjálfráða er ekki hleypt að er viss áhætta að framsetn- ingin verði í senn stíf og hátíðleg, alltof .úthugsuð. Ég er ekki í vafa um að hluta af sköpunarferlinu má helst líkja við trans eða ósjálfráða miðlun, sem ekki lýtur vit- undinni. Nú er í myndinni „Skipsflak“, sem þú minntist á hér að framan, samlfking- in nokkuð augljós, en það má spyrja Farfuglar, 1980. 150x240 sm. hvort í þessa raunsæju framsetningu sé fléttað duldri merkingu, sem er ekki eins aðgengileg fyrir áhorfandann. Mér dettur íhug t.d. málverkið „Farfuglar“ frá 1980, þar sem heiti myndarinnar gefur tilefni til slíkrar tilgátu um dulda merkingu. Mig langar mikið til að flétta saman í þessari mynd ákveðna lífsafstöðu sem ég hef og mynd af móður minni. Við fæð- umst í þennan heim og förum og komum aftur, því ég trúi á endurholdgun. Við komum hingað æ ofan í æ og við eru reynslunni ríkari í hvert sinn og þessa mynd af móður minni gerði ég þegar hún var orðin öldruð og rúnum rist. Heiti mynd- arinnar, „Farfuglar", skírskotar til farfugl- anna, sem koma og fara. ElNING NÁTTÚRUNNAR Á undanfömum árum hefur mynd- efnið náttúran og manneskjan verið þér hugleikið og þá er gjaman teflt saman smæð manneskjunnar andspænis stærð náttúrunnar. Birtan er sterk / mörgum þessara mynda, sem umbreytir veru- leikanum í óraunverulega veröld. Hvers eðlis er þessi upphafni veruleiki? Þessi umjöllun um náttúrur.a og mann- eskjuna er síður en svo ný í málverkinu. Þetta gerðu eldri málarar oft, að vinna þannig með þetta myndefni og þá aðallega til að upphefja náttúruna. í mínum huga er náttúran í stærð sinni svo umlykjandi og rík, ekki aðeins það sem við sjáum heldur býr hún einnig yfír margvíslegum duldum kröftum sem við verðum í misjöfn- um mæli vör við. Ég hef tilfínningu fyrir þessu öllu sem einni órofa heild, allt frá hinu smæsta til hins stærsta. Þessa tilfínn- ingu hef ég, sem kalla má mystíska eða dulspekilega, og það er eðlilegt að hún komi sjálfkrafa inn í verk inín á sama hátt og þessi afstaða mótar allt mitt dag- lega líf. Þessi afstaða birtist einnig með nokkuð öðrum hætti í verkinu „Andlit á Þili“, frá árinu 1976. Aðdragandinn að þessari mynd sem þú nefnir var dálítið sérstakur. Mótívið er frá Grindavík, sviðið er mjög þröngt með nokkrum húsakofum. Þegar ég var að mála húsgaflinn í myndinni og fannst ég vera búinn með myndina, þá kemur yfir mig mjög einkennileg tilfínning og ég var ekki í rónni fyrr en ég var búinn að mála þessi furðulegu andlit á þilið. Svo gerist það, þó nokkuð löngu seinna, að til mín kemur Tómas Þorvaldsson úr Grindavík, sem þekkti strax staðinn á myndinni og sagði mér að þegar hann var ungur hafí orðið skipsskaði þama í vörinni og þeir sem drukknuðu hafí verið bomir inn í þetta hús. Þannig getur mýstísk upplifun eða reynsla birst með ýmsum hætti. Nú er það áberandi í þínum síðustu myndum, sem þú munt hafa á sýning- unni, að hin kvika og hvatlega pensil- skrift, sem svo mjög einkennir eldri abstrakt-myndir þínar, er komin aftur. Er liturinn enn á ný að fá aukið gildi og ertu enn á ný að gerast túlkandi hughrifa augnabliksins? Það er alveg ljóst að þessi raunsæi stíll, sem ég hef fengist við undanfarið ár, hent- ar mér ekki lengur. Sú framsetning er í mínum huga ekki nógu „malerískt" sterkt. Litnum var í raun haldið niðri í þeim verk- um til að ná því fram, sem ég vildi í þess- um stíl. Nú er aftur á móti áhersla á litinn með þeim hætti sem var í abstrakt- myndunum og þessi efnistök leyfa mér einnig djarfari vinnubrögð gagnvart náttú- runni, ef svo má segja, ég get í senn leyst það upp og þjappað því fastar saman. Þessi framsetning gefur mér meira svigr- úm og er í raun aukið frelsi til tjáningar. En þrátt fyrir þessa breytingu, þá fínnst mér þegar ég lít til baka að ég sé ávallt að fást við það sama í grundvallaratriðum, túlkun á náttúrunni og manneskjunni í náttúrunni. Framsetningin og áherslumar hafa hins vegar tekið miklum breytingum á listferli mínum frá geómetríunni á sjötta áratugnum fram til dagsins í dag. En stíllinn eða framsetningin má aldrei verða aðalatriðið, aldrei markmið í sjálfu sér heldur aðferð til að gera sýnilega ákveðna upplifun. Þess vegna hef ég aldrei verið hræddur við að kasta fyrir borð einhverjum stíl ef hann hentar mér ekki og tileinka mér nýja framsetningu sem betur samrým- ist markmiðum mínum. Þess vegna hef ég ávallt verið mjög opinn fyrir þeim hrær- ingum sem eru að gerast í samtímanum hveiju sinni. Höfundur er doktor (listfræði. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.