Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 8
Akseli Gallen-Kallela: Sjálfsmynd. Fyrir réttum 100 árum málaði Gallen- Kallela þessa fyrirsætu i París, en á því ári hafði hann á leigu vinnustofu á Montmartre. Eirðarlaus hamhleypa og þjóðlegur heimsborgari Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu á teikningum og bókarskreytingum AKSELI GALLEN-KALLELA í Norræna Húsinu. Myndimar em við kvæðabálkinn Kalevala. Því miður em engin málverk eða önnur meiri háttar verk listamannsins á þessari sýningu, en af tilefninu er hér smávægileg kynning á þessum þjóðarlistamanni Finna. Norðurlönd hafa ekki alltaf verið áhrifalaus útkjálki í myndlist eins og verið hefur nú um marga áratugi, þegar vissara þykir að ein- blína á þær hræringar sem fæðast með stærri þjóðum og eru gerðar frægar þar og síðan um allan heim í krafti tímarita og sölumennsku. Sameinuð hafa Norðurlönd allt sem þarf til þess að eiga frumkvæði með því að líta í eigin barm, vinna úr eigin arfi, mannlífi og náttúru. Sá myndlistarmað- ur sem fer mesta sigurför núna með yfírlits- sýningu í mörgum borgum Bandaríkjanna, Þjóðveijinn Anselm Kiefer, er einmitt norr- ænni en flestir Norðurlandalistamenn og hefur m.a. sótt hugmyndir í norræna goða- fræði. í þessu sambandi er vert að minnast þess, að á 19. öldinni og um síðustu aldamót áttu Norðurlönd fleiri framúrskarandi menn í listum en síðar hefur orðið og nægir að benda á Munch, Strindberg, Ibsen, Grieg, Sibelius, Söndergaard - og að sjálfsögðu Akseli Gallen-Kallela, sem hefur orðið eins- konar þjóðarlistamaður Finna á myndlistar- sviðinu. Meðal almennings hér mun hann þó næsta óþekktur og hefði verið vel við hæfi, að Norræna Húsið kynnti hann hér með myndarlegri yfirlitssýningu. Því er nú ekki að heilsa. Aftur á móti hefur fengizt hingað sýning á bókarskreytingum , sem hann vann á sínum tíma við Kalevala- kvæðabálkinn; hann þekkja íslendingar í frábærri þýðingu Karls ísfelds blaðamanns. Segja má, að það sé betra en ekki neitt, en hér hefði Norræna Húsið þurft að standa að verki með meiri metnaði. Það er mikið og alvarlegt íhugunarefni fyrir samtímann, að vægi Norðurlanda skuli í raun hafa minnkað frá dönsku Skagamál- Úr Kalevala-myndröðinni: Móðir Lemmink&in ens,1897. urunum á síðustu öld og öðrum þálifandi listamönnum svo sem Helene Scherfbeck, Christian Krogh, Gallen-Kallela og Munch. Enginn skyldi samt villast á því, að þetta fólk leit á sínum tíma mjög upp til ákveð- inna fyrirmynda, sem þá var einkum að finna í Berlín annarsvegar og París hinsveg- ar. Þessar borgir voru einskonar pólar með franska skólann á öðrum vængnum en germanska arfinn með sagnhefð, táknrænt inntak og expressjónisma á hinum. Sumir fóru og önduðu að sér þessu ólíka listalofti á báðum stöðunum; Munch þar á meðal. Hann hafði verið í París og málað búlevarða- myndir samkvæmt tízkunni, þegar hann kom til Berlínar á miðjum síðasta áratugi aldarinnar. Þá var symbólskt eða táknrænt inntak mjög f hávegum haft og höfðaði meira til Norður-Evrópubúa en Fransara, ftala og Spánveija. Meðal listamanna sem Munch kynntist í Berlín, var ungur Finni, Akseli Gallen- Kallela og tókst með þeim og Strindberg góður kunningsskapur. Raunar hét þessi ungi Finni Axel Wal- úut Wuulln tiiUvat, -* yu*t|t rtjttv.ll fAUM'Airjll, yí thtruti'H* Kúpcptftit h/inttijAAtx, íWTr^ista tniÝáU^___________________ jflpa Uman ^ J f>AV(II,u«iiNtUr liírva, . flTlMHiiM*ÍA J3rt im»tei>lGi Iiman júiUitlii (ííMokíá. 1*n(trWA._______ Ouo?í»ií riamSfán*.! /t|»ta vti*in olU.’íAittsa lntpfrta J f|H3H ttÍMlÍIM pítvtill *», /tVArg'iliA 3tfliOUI»\.............. oy' on MUtUiiteft .tieuuná., •.tfiÞ.iiu! (tiVMHn. ___________ Úr Kalevala-kvæðabálkinum. Mynd- skreytt siða eftir Gallen- Kallela.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.