Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Side 3
T-FgHÉW S [o] Sl [ö| [u] [g Hl |l] h fs ® [n 0 ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstrœti 6. Sími 691100. Forsíðan Ragna Róbertsdóttir borgarlistamaður ársins er að opna sýningu á verkum sínum á Kjárvals- stöðum. í tilefni þessa tók Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins forsíðumyndina af Rögnu við eitt verka sinna og viðtal er við lista- manninn hinum megin á hnettinum. íslenska Ólympíuliðið í stærðfræði fór í mikla reisu á dögunum þeirra erinda að keppa fyrir íslands hönd. Keppnin var í Ástralíu. Einn þátttakenda, Ásta Kristjana Sveinsdóttir skrifar um ferðina. Ferðablaðið skellir sér að þessu sinni með lest niður í Neðra-Aust- urríki, sem svo er nefnt, nánar tiltekið til Krems við Dóná, þar sem skemmtilegt er að hjóla á bökkunum og á götunum. I Krems hafa gamlar byggingar varðveizt einna bezt í Austurríki að sögn kunnugra. ÞORSTEINN ERLINGSSON í landsýn Það tekst ekki, þoka, aðþúgerirossgeig, þó grúfírðu á ströndum og vogum; þú situr nú voldug, en samt ertu feig, því sól fer að austan með logum, og þá lyfta fjöllin mín bládimmri brún, sem bíða hér róleg og fögur, og dalimir opnast með engjar og tún og íslenskar fomaldar sögur. Og hér er nú ömggur árdegis blær, þó ekki sé léttar en svona; en dagurinn hinn var svo heiður og skær, því hættum við aldrei að vona; og þegar að myrkrið af f/öllunum fer, og færra i byggðinni að hræðast, ogþá verður skemmtun aðhorfa á þann her, sem hér er í þokunni að læðast. Þorsteinn Erlingsson orti f landsýn haustið 1896 og var það birt í fyrsta tölublaði Bjarka. Hvaða mál munu barnabörnin tala? egar ég rabbaði við ykk- ur, lesendur góðir, hér í Lesbók 30. júlí, lét ég þess getið, að vegna rúm- leysis hefði ég ekki komið að öllum hugrenningum mínum um það, hvað börnin okkar í þessu landi myndu erfa. Ég ætla nú helzt ekki að fara að skrifa neina framhaldssögu, en þó má ég til með að drepa á ýmislegt, sem útundan varð um daginn. Ég hef heyrt utan að mér, að ýmsum hafi þótt ég nokkuð stórorður, þegar ég sagði, að tungutak hrörnaði með aðstoð fjöl- miðlafólks, sem annaðhvort gæti ekki lag- fært eða nennti ekki að leiðrétta hina algeng- • ustu galla í texta sínum, hinar ömurlegustu ambögur, mállýti og málvillur sínar, síendur- teknar, þrátt fýrir stöðugar ábendingar í íslenzkuþáttum blaða og útvarps. Ég stend við þetta. Sömu villurnar heyr- ast og sjást aftur og aftur, einmitt oft hinar sömu, sem reynt hefur verið að laga árum saman í íslenzkuþáttunum. Þetta get ég sannað með fj'ölda dæma, sem ég hef skrifað hjá mér undanfama mánuði þó hlutsta ég aðeins á Rás 1, en horfi á báðar sjónvarps- stöðvar og les flest blöð. Þetta fer meira að segja hríðversnandi. Vera má, að fólkið, sem mest talar og skrifar í fjölmiðla, hlusti ekki á og lesi ekki íslenzkuþættina. Reyndar grunar mig fast- lega, að svo sé. Finnst þá sumum líklega skárra, að þessir sjálfsögðustu nemendur þáttanna, fjölmiðlungarnir, standi sig svona illa fremur vegna skrópa en heimsku. Reyni fjölmiðlafólkið að notfæra sér þættina, er sannarlega sorglegt, að það skuli ekki taka neinum framförum. Þá hlýtur íslenzkan að hafa verið svo slæm í upphafi, að of seint er orðið að laga hana hjá því. En af hveiju fór þetta fólk þá í fjölmiðlastarf, fyrst það hafði ekki betra vald á íslenzku, sjálfu at- vinnutækinu? Langar nokkum til þess að verða smiður, sem aldrei veldur hamrinum eða hittir ekki á naglann? Verði maðurinn samt smiður, ætti hann að sjá sóma sinn í því að hafa verkfærin í lagi og læra að nota þau á réttan hátt. Því miður er því ekki allt- af að heilsa hjá fjölmiðlungum, og er það furðu mikið virðingarleysi við sjálfan sig, starf sitt og þjóðina, sem er væntanlega að lesa og hlusta. Svo étur hver eftir öðrum alla vitleysuna, og verst eru áhrifin á bömin, sem eiga ekki aðeins að erfa landið, heldur einnig íslenzka menningu. Orðkækir breiðast hratt út meðal fjölmiðlunga, því að hver apar eftir öðmm í hugsunarleysi og andleysi, og em mörg dæmi þess á síðustu ámm. Ein orsök þessa aumingjalega og ruglaða tungutaks virðist mér blátt áfram vera sú, að fólkið hafi lesið svo lítið á og í íslenzku, áður en það hefur störf, nema þá einhveija lítilfjörlega texta, (og á eftir er það um sein- an vegna tímaleysis), og á ég þá ekki endi- lega við gömlu bamaskólamálfræðina, hvað þá hið sígilda rit og hina miklu meistara- smíð dr. Björns Guðfinnssonar, íslenzka málfræði handa skólum og útvarpi, heldur hið almenna lestrarefni hvers þess, sem Is- lendingur vill kallast, svo sem fornsögur, Sturlungu, Biskupasögur, fornaldarsögur, þjóðsögur, kveðskap og t.d. Þúsund og eina nótt í þýðingu Steingríms J. Thorsteinssonar. Verst er þó sú tilhugsun, að hér sé ekkert hægt að gera; engin íslenzkukennsla komi að gagni úr því, sem komið er. Hið slappa tungutak og aulalega málfar virðist sumu fjölmiðlafólki svo eðlilegt og inngróið, að lækning sýnist útilokuð. Hnignunin stafar af því, að tilfinningin fyrir málinu hefur sljóvgazt ört á undanfömum árum. Þegar auðheyrt er af framburði eða greinilegt af afbökun á orði eða orðasambandi, að mæl- andi eða skrifandi veit ekki, hvernig málið er hugsað, em það augljós dauðamerki á hveiju tungumáli, — eða eigum við að segja forstigseinkenni. Orð em notuð í rangri merk- ingu, af því að þau em ekki lengur gagnsæ. Uppmni þeirra em fallinn í fyrnsku og gleymsku, svo og fmmmerking, samsetning, orðsifjatengsl og tenging við önnur orð. Hvað á að segja um blaðamenn, atvinnu- blaðamenn, sem mgla sífellt saman merking- um orðanna „eintak“ og „tölublað"? Þegar ég sá þetta fyrst fyrir fáeinum ámm, hélt ég, að um mistök í eitt skipti hlyti að vera að ræða, en síðan hef ég bæði heyrt og séð þennan undarlega mgling flölmiðlunga á ein- földum hugtökum, sem ættu að vera þeim töm. Það em raunar fleiri en blaðamenn, sem kunna ekki á verkfærin sín og sýna sérgrein sinni litla virðingu. Skákfréttamenn og skýr- endur segja oft frá því, að skákmaðurinn hafi „leikið þessum leik“ (í þágufalli). Til skamms tíma vissu allir, lærðir sem leikir, að leik er leikið í þolfalli („ég lék þennan leik“), en hins vegar er taflmanni leikið í þágufalli. Þarna er verið að gera móðurmál- ið fátækara og flatara. Þeir, sem skrifa mest á móti kjarnorku- sprengjum, þekkja ekki allir óvin sinn (og reyndar okkar allra hinna líka, takk) betur en svo, að þeir kunna ekki að beygja hann, þ.e. vita ekki, hvemig beygja á orðið „sprengja" í öllum föllum. Er það svona erfitt? Einkennilegt er það og, að sumir (flestir?) þeirra, sem hamast nú um mundir mest gegn sifjaspellum, virðast ekki betur að sér en svo, þótt með háskólapróf séu í fræðum þess- um, að þeir vita ekki, hvað orðið þýðir, og fara að auki rangt með það. Þeir halda nefni- lega, að þetta sé eintöluorð, helzt alltaf með greini („sifjaspellið"!), viðhaft um hvers kon- ar kynmök gamalla karlhrúta og smátelpna. Og ekki þreytast íþróttafréttaritarar á að tala og skrifa um allar keppnimar. Stundum heyrist, að ekki eigi eða megi spoma við þessari „þróun" málsins niður á við. Málið verði að lifa „eðlilegu og óhindr- uðu“ lífi, eins og villidýr í skógi. Vitanlega breytast tungumálin, en það er skylda núlif- andi Islendinga að stuðla að því, að sú þróun verði eðlilegt og lifandi framhald af tungu forfeðranna, því að hvernig eiga böm okkar og afkomendur þeirra að réttlæta sjálfstæða tilvist sér-íslenzkrar þjóðar með eigin menn- ingu, ef við glutmm móðurmálinu niður? Látum alltaf undan lágkúmnni? Á þvi stend- ur og fellur íslenzk menning. Glatist tungan, hverfur mikill hluti íslenzkrar menningar um aldur og ævi, og þá er ekkert sjálfsagt leng- ur að halda hér uppi sjálfstæðu ríki með eig- in lögum og þjóðskipulagi, enda líklega þá heldur engin löngun til þess lengur. Bezt að hnýta sig fastan í taglið á feitasta og frek- asta hrossinu, sem þá verður að traðka um heiminn. Ábyrgð fjölmiðlamanna er mikil, því að þeir em fyrirmynd og uppalendur, hvort sem þeim líkar betur eða verr (eða gera sér það ljóst), ekki sízt hjá þjóð, sem les jafnmikið af blöðum og tímaritum og við gemm, að ógleymdri mikilli notkun á útvarpi og sjón- varpi. Hinni lélegu málkennd þeirra veldur innri meinsemd, sem er málinu miklu hættulegri en hmflur og skurfur af völdum skandínav- ísku eða skammlíf sníkjudýr af enskum ætt- um. Það er eins og málið sé að leka niður af sjálfu sér. Sumir málvísindamenn virðast telja það „eðlilega þróun", en þeir hafa líka látið sig fljóta með tímabundnum tízku- straumi í fræðunum og halda, að þeir eigi aðallega að vera á móti málfræði. Ég skýt því hér inn, að þrátt fyrir mikið tal nú um ensk áhrif á tunguna, sé ég ekki betur en skandínavísk áhrif séu meiri og hættulegri, þótt skrítið sé. Úr enskunni koma eignarfallarunumar og nafnorðafjöldinn (á kostnað sagnorða) í þýðingum og endursögn- um fjölmiðlunga, en þannig talar sem betur fer varla nokkur maður. Skandínavísku áhrif- in eru auðsæ bæði í talmáli og ritmáli, en ef til vill er þetta sjálfstæð þróun í íslenzku, sem hefur áður gengið yfir á Norðurlöndum. Ekki er það betra. Ofan á allt þetta bætist, að mikið af „vönd- uðu“ ritmáli er svo stirðbusalegt og tilgerðar- legt, að engu tali tekur, einkum þegar sér- fræðingar skrifa um sérgrein sína, eins og lesa má í mörgum tímaritum. Þeim er ósýnt um að skrifa íslenzku, hefði einhvern tíma verið sagt, en það er því miður eitthvað miklu meira að. Mönnum sést yfir það, hve tungumál eru fljót að týnast. Hafi menn lesið mannkyns- sögu, sjá þeir ekki oft minnzt á slíka hluti, því að það þykir ekki frásagnarvert, þótt nokkur tungumál hverfi algerlega og gleym- ist á hverri öld. Samt er það staðreynd, sem gildir jafnvel um bókfestar tungur fyrrum fjölmennra og voldugra þjóða. Þær hurfu úr sögunni með þjóðtungu sinni. Slíkar sögur eru alltaf og alls staðar að gerast í heimin- um. Fari illa hér, getur svo farið, að íslenzka verði annað hvort að víkja fyrir flatri „ný- -íslenzku" (sbr. ný-grísku), sem líkist skandínavísku, eða heimsmálinu ensku, sem virðist vera íslendingum auðlærð. Hræðilegir atburðir í heimsmálum gætu líka leitt til þess, að af pólitískum ástæðum yrði hér enn önnur tunga ráðandi (sbr. dauðastríð eist- nesku, lettnesku og jafnvel úkraínsku). Magnús ÞÓRÐARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. ÁGÚST 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.