Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Qupperneq 9
að hún notaði bamahanska, hún hló jáfnan þegar hún ekki grét — og þegar hún hló, sáust spékoppamir í kinnunum og hvítar tenn- umar, eins og litlar perlur. Hún var aðeins blíða og ást en hún bjó ekki yfir heilli hugsun í sínu höfði. Faðir minn var stoltur yfir fegurð hennar; vitsmuna hafði hann aldrei vænst. Hann valdi fötin hennar, af því að hún hafði sjálf engan smekk, og hann fór með hana á dansleiki. Þegar hún fæddi honum fyrsta drenginn, var skotið af gömlu fallbyssunum í fagnaðar- skyni, vínið rann í stríðum straumum niður um þyrsta hálsa — það varð uppi fótur og fit á öllu óðalinu og allir tóku þátt í gleðinni. Þetta endurtók sig síðan á hveiju ári eða annaðhvert ár: sami fögnuðurinn, sömu hátí- ðarhöldin. Þegar það var yfírstaðið tók ein- hver annar að sér umsjón með litla baminu, og móðirin fór aftur á dansleiki. Hún var hvorki góð né slæm, þessi nýja mamma; hún var aðeins snotur. Hún leit út fyrir að vera bam, og hún vissi að hún ætti að líta út eins og bara, því einfaldari, þeim mun betra. Það fór henni vel. Hún var aldrei hranaleg við mig, en hún vék úr vegi fyrir mér, og það var eins og ég væri henni eldri af því að ég var aldrei glöð eða ræðin. Reyndar blygðaðist fólk sín fyrir klunnahátt minn og heimsku; ég fékk kennslukonu og var haldið afsíðis eins mikið og unnt var. Eg varð ennþá meira einsömul; en þess vegna varð augnaráð mitt ennþá skarpara. Ég öfundaði ekki stjúpmóður mína: ég þekkti föður minn alltof vel. Ég gat túlk- að sérhvem drátt í andliti hans og sérhvem tón í rödd hans. Það fór ekki framhjá mér, hversu takmarkalaus fyrirlitning lá á bak við alla aðdáun hans. Auðsveipni hans var einnig reist á fyrirlitningu. Og ósanngimi af hálfu eiginkonunnar hafði engin áhrif á hann — hann hafði aldrei búist við því að hún byggi yfir þeirri skynsemi að vera réttlát. Hann gat látið undan duttlungum hennar með brosi eða kossi á handarbakið, eða þá að hann gerði þvert á óskir hennar með sama brosi og sama kossi á hönd hennar. Umburðarlyndi hans gerði hana að lokum sjálfumglaða; hún fór að gorta, skipta sér af hlutum sem hún skildi ekki og tala alls kyns vitleysu. Faðir minn aðeins hló og lét það viðgangast; þegar falleg kona á í hlut þá skiptir svona lagað ekki svo miklu máli. En það var eins og að þetta legðist allt á mig. Allt þetta sem hún ekki einu sinni skynj- aði, það gróf sér leið inn í minn sjúka hug. Ég hafði lært að skoða heiminn með augum föður míns, ég sá allt frá sjónarhóli karl- ■ mannsins; hVáð”páð er'áð verá1cóná"T"við-" bjóðslegt, viðbjóðslegt, ein samfelld ógæfa allt frá fæðingu! Mér fannst ég sjálf vera eins og lúsugt hundkvikindi. Þá streymdi um mig þessi auðmýkt, sem er brennimerki minnar skapgerðar og mitt ólæknanlega lýti. Ó, þessi blettur á heilanum. Hann varð aum- ur og mjúkur þannig að sérhvert spjót sem þangað var beint gat þrengt sér þangað inn!“ Það varð andartaks þögn. Maðurinn sat áfram framlútur og starði hugsandi inn í glóð- ina. „Já, það kemur til af því að allt hefur lagt sinn skerf af mörkum til að gera þennan blett viðkvæman. Þetta vil ég að þú skiljir. Og ef þú hittir í annað sinn í lífinu konu sem einn- ig ber sams konar auðmýkt og ég — þessa auðmýkt sem þú hefur alla tið viljað visa frá og sem þú hefur átt svo erfítt með að skilja — þá átt þú að geta skilið, að hún stafar af skömm — skömm yfir því að vera kona. í þínum augum hef ég hvorki verið maður né kona, aðeins lifandi vera; og þess vegna hefur þú orðið vinur minn. Hefði ég verið kona í þínum augum, þá hefðir þú einnig fyrirlitið mig.“ Hann færði stólinn úr ljósrákinni, flutti hann nær legubekknum; og úr myrkrihu sótti hann fínlega, sjúklega magra hönd og þrýsti henni að vörum sínum, án þess að segja orð. Hún skildi hvað hann átti við og þakkaði honum það með þvi að stijúka létt yfir handar- bak hans, áður en hún dró sína eigin hönd til baka. Síðan hélt hún frásögninni áfram, með sinni sorgmæddu og brostnu röddu. „Ég hélt út í heiminn og ég sá konumar einmitt með sömu augum og faðir minn hafði kennt mér. Sjón mín bjó yfir óhugnanlegri skerpu; hvorki hin smæstu mistök né minnsta lýti fór framhjá mér. Hugleysið, falsið, smá- munasemina... alla þessa lúalegu eiginleika sá ég hjá konunum í miklu ríkari mæli en meðal karlmannanna. Ég var ekki blind á galla karlmannsins; en sjálfur gallinn lá yfír- leitt í einhveijum skapgerðarbresti; það var ekki þetta útþynnta, blóðlausa tóm eins og hjá okkur konunum. Hjá karlmönnum er það dugnaður sem gildir, starfshæfni, útsjónar- semi, sannleiksást, heiðarleiki; hjá konunum varð allt þetta að engu í samanburði við það eina sem skiptir þær máli: að bijóta aldrei gegn siðareglunum. Verður karlmaðurinn eitthvað síður heiðarlegur þótt hann hafi eina eða fleiri erótískar syndir á samviskunni? Nei. En fyrir konuna skiptir það öllu. Og sektin liggur ekki hjá karlmanninum — eins og sagt er — heldur hjá konunni sjálfri, "í hugl’eysi hennar, og skapgerðarbresti. Fyrir konunni er sjálf siðsemin — útlitið — allt. Þeirra dyggð liggur ekki í skapgerðinni, hún situr utan á, eins og markið á húsdýrinu. Þess vegna er þessi samstaða með öllu kyn- inu, sem varpar ábyrgðinni af gjörðum einnar konu yfir á allar hinar. Hún er ekki álitin vera einstaklingur; hún er aðeins hluti af sínu kyni. Hversu oft hef ég ekki upplifað það! Mér hefur svo oft liðið þannig að sekt allra hinna hefur hvílt á mér einni, eins og að auðmýkt mín væri friðþæging fyrir grunn- hyggni allra hinna, fyrir blint mont þeirra, drottnunargimi eða sjálfselsku! Heilinn í mér hafði sinn veika blett, og allt það sem lífið kenndi mér varð næring fyrir þennan eina punkt. Faðir minn vildi ekki að égyrði gömul jóm- frú, svo að hann gifti mig. Ég vissi að eina ráðið fyrir konu að stíga í samfélagsstiganum var að gifta sig manni, sem steig. Ég gifti mig og steig — steig þegar ég sýndi ástarlot þeim manni sem mér fannst viðbjóðslegri en skríðandi, margarma lirfa. Ég var falleg á þeim tíma... það er langt síðan. Að vera faileg og ung er það eina sem konan þarf ekki að skammast sín fyrir. Maðurinn minn var ánægður — það heitir víst svo. En á tveim- ur árum getur maðurinn auðveldlega orðið saddur á einni konu. Hann var metnaðargjam og vildi komast áfram; og til þess þurfti hanh á öðrum að halda, einum öðrum að minnsta kosti, og sá heimsótti okkur oft. Það var vin- ur okkar, utandyra var hann í félagsskap með manni mínum, innandyra með mér. Mér þótti vænt um hann; mitt daglega líf varð eins konar grímuleikur til að sýna ekki hversu mikið. Dag nokkum kom hann og vildi færa mér gjöf, svo dýra gjöf, að jafnvel þrúðgumi færir tæpast brúði sinni slfka gjöf. Óttaslegin sagði ég nei og móðgaði gefandann. Maðurinn minn komst að þessu. Og veistu hvað hann gerði? Hann þreif í handlegginn á mér og sagði: „Þú hrindir honum burt með einu neii. Taktu við gjöfínni. Þú hefur rétt á að segja að hún hafi komið frá mér.“ Og þetta varð til þess að ég tók á mig skömmina að vera fráskilin eiginkona. Ég þoldi það ekki að vera meðhöndluð eins og verslunarvara. Þess vegna féll skömmin á mig — skömmin yfir því að vera eiginkona án eiginmanns. Fyrir konu er allt skömm, því að hún er ekkert sjálf, hún er aðeins hluti af sínu kyni. Ég vann meðal krakka, þeir kölluðu mig kyn- lausa og hæddust að kulda mínum. Ég trúði næstum því sjálf að ég væri hvorugkyns, jafn- vel það var skömm. Eg óttaðist að mér færi ’að spréttá grön og áð mennimir myndu háeð-‘ ast að því. En svo einn dag fann ég að ég var kona, af því að ég elskaði. Það var eins og ég hefði allt mitt líf vaðið í for, í þykkri vetrarþoku með þá tilfinningu að hafa aldrei séð vorið og aldrei koma tii með að upplifa það ... og svo dag einn sjá sólina bijótast í gegn og finna að allt hefur spírað og skotið rótum undir napurri þok- unni, og allt muni nú verða grænt og blómin murii springa út... í sól, sól! Ég hefði gefið ltf mitt fyrir það að geta orðið vinur hans, en það gat ég ekki — að- eins vinkona hans .. . Heyrir þú ekki hversu andstyggilegan hljóm þetta orð hefur: vinkona hans! Það klístrast skömm og grunsemdir við það!“ „Það kvelur þig að tala,“ sagði maðurinn og hljómfallið var þrungið samúð. Hann tók enn á ný í hönd hennar og kyssti hana hægt, næstum því auðmjúklega, án orða. „Æ, leyfðu mér einu sinni að tala,“ hélt hún áfram. „Mér finnst ég hafa þagað og þagað ár eftir ár, áratug eftir áratug, kyn- slóð eftir kynslóð, — og nú er svo komið að mér finnst ég vera allt kvenkynið. Ég er jafn gömul og gyðingurinn gangandi og á herðum mínum ber ég alla sekt kynsystra minna. Ég finn fyrir henni með taugum konunnar og sé hana með augum karlmannsins. Þú veist hvað ég var í höndum hans. Hann afhjúpaði heilann í mér til þess að sjá hvem- ig hann starfaði, hann rótaði í mínu innra með sínum krufningshníf til að auðga þekk- ingu sína á manninum, og hann særði hjarta mitt — eins og fávíst bam — aðeins af því að hann sá það slá. Og þegar hann gat ekki sært mig frekar án þess að bana mér — þá fleygði hann mér frá sér. Ekki af því að ég væri slæm við hann, grimm eða ósannsögul, hálf eða huglaus eða tvöföld — því að ég var ekkert af þessu! Heldur aðeins af því að ég var kona. Ekki vinur, aðeins vinkona!" Hún þagnaði og um myrkt herbergið lék þjáningarfullur skjálfti. Löngu síðar heyrðist þessi sama tilbreyt- ingarlausa og hljómsnauða rödd segja, þó með dálítið dýpri blæ: „Að vera kona er eins og að vera utangarðs- maður, sem getur aldrei hafið sig upp úr þeirri stöðu. Að ég skuli vera kona hefur verið bölvun lífs míns. Ég hef aldrei átt neina móður, föður minn missti ég áður en hann dó og son hef ég aldr- ei átt...“! Orð hennar dóu út í táralausu kveini. Það var myrkur. Andlit mannsins sást ekki leng- ur... og hann hefði engu að svara. Þeirra fyrstu fundir ótt þeir væru saman á vígstöðvunum í síðari heimsstyrjöld, þá háðu þeir tveir þó ekki sama tríðið:það stríð sem bandaríski hershöfðinginn George S. Patton háði, fólst í margslungnum, þaulhugsuðum sóknarlotum og herbrögðum, þar Um bandaríska skopteiknar- ann Bill Mauldin og orðaskak hans við Patton hershöfðingja Eftir NANCY CALDWELL SOREL H.Vilhj. þýddi. sem han tefldi fram frábærlega vel þjálfuð- um liðssveitum til að ná vissu hernaðarlegu markmiði. Leiftursókn að persónulegri veg- semd á meðan hann samtímis tefldi til sig- urs. Það stríð, sem bandaríski liðþjálfinn Mauldin háði, var á hinn bóginn hörkubar- átta upp á líf og dauða í ausandi rigningu, seigfljótandi eðju og forarvilpum og svo við gaddavír, en einmitt þetta voru hin ömur- legu hversdagseinkenni sóknarinnar inn í Italíu. HannKom IllaViðKauninn Sú staðreynd, að Bill Mauldin hafði þá ekki enn náð 25 ára aldri og bar á sér penna og teikniblokk, í staðinn fyrir riffil og kúl- ur, gerði hann engan veginnn glámskyggn- ari á staðreyndir stríðsins. Skopmyndir eftir hann, sem birtust í bandaríska hermanna- blaðinu Stars and Stripes, voru skilgetin afsprengi þessa stríðs, og andhetjur hans Willie og Joe, voru órakaðir, druslulegir kónar. Mauldin sýndi aftur á móti æðstu yfírmenn hersins og herlögreglumennina óaðfinnanlega gljástrokna og stæriláta. Af þessum sökum var hann ákærður fyrir að grafa undan hinum rétta hemaðaranda og stálaga í hersveitunum. En það sem gerði Patton hershöfðingja æfan af bræði var útgangurinn á þeim Willie og Joe. Tötralegir, grómteknir með margra daga skeggbrodda í fésinu. Hans eigin sveitir úr Þriðja hemum vom allt gljá- rakaðir fyrirmyndardátar í gljáburstuðum stígvélum og með snyrtileg hálsbindi; hrein- ir og fínir. Patton gat ekki á sér setið að bera fram kvörtun við æðstu herstjóm Bandaríkjahers og spurði hvers vegna her- mannablaðið Stars and Stripes ætti að hampa alveg sérstaklega þessum dijólum hans Mauldin þeim Willie og Joet ÓMISSANDIÖRY GGIS VENTILL Málið fór í nefnd hjá yfírherstjóminni. Svo var það snemma árs 1945 að Mauldin flæktist norður til Parísar, þar sem yfir- stjóm bandaríska heraflans fékk veður af ferðum hans og lét þegar í stað senda hann til aðalstöðva Þriðja hers Pattons í höll erki- hertogans í Lúxemborg. Þar var ætlunin, að Mauldin „ræddi málið" við hershöfðingj- ann, sem var vopnaður glæsilegri skamm- byssu með perlumóðurskefti og hnitmiðuð- um áfellisdómi yfir þessum teiknaragepil, réðst beint til atlögu gegn Mauldin og þessa andskotans drullusokka sem hann væri að skapa í teikningum sínum. Ekki fyndist þar snefill af virðingu fyrir hemum eða væri Mauldin kannski að reyna að koma af stað einhverri andskotans uppreisn gegn heraga og herboði innan hersveitanna? Þessu næst fylgdu svo langar útlistanir á þýðingu for- ingjatignar og virðingu fyrir yfirmönnum í hemum, en þessi atriði ættu sér fjögur þús- und ára hefð í sögu hernaðar og styrjaldar- reksturs. Þá var Mauldin veitt hálf önnur mínúta til þess .að skýra nánar málið frá sínum sjónarhóli og koma fram vömum fyrir sig. Hann hélt því óhikað fram, að teikningar sínar væm í reynd eins konar öryggisventill fyrir þá innri, niðurbældu óánægju og vanlíðan, sem hver og enn ein- asti meðalhermaður finndi til. En Mauldin komst ekki mikið lengra í varnarræðu sinni áður en hershöfðinginn sárreiði gerði aðra atlögu gegn honum og hundskammaði hann fyrir að láta þessar teiknifígúrur „flangsa og hangsa, skakklappast og skjögra um með skeggbrodda eins og skúnkar“. „Ég býst við, að núna skiljum við hvom annan,“ lauk svo Patton hershöfðingi máli sínu og vísaði Mauldin út. Auðvitað varð þetta samtal þeirra ekki til þess að breyta einu né neinu, en svo kom að því að hilla tæki undir lok styijaldarinn- ar. í marzmánuði 1945 hélt Patton hers- höfðingi með hersveitir sínar yfir Rínarfljót. I maí sama ár vann Mauldin hin eftirsóttu bandarísku bókmenntaverðlaun Pulitzer. í júní voru þeir báðir komnir aftur heim til Bandaríkjanna og á forsíðu fréttatímaritsins Time blasti hann Willie við allra augum. Hann var þá líka kominn heim. F LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. ÁGÚST 1988

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.