Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Page 12
Frá setningarathöfninni. Fánaberinn Kylie O’Bree var jafnframt leiðsögumaður hópsins í Ástralíu miðborg Sydney: Fyrir þeim lágu löng og ströng fundarhöld. Við hin vorum flutt á stúdentagarða, sem heyra til háskóla New South Wales, og þar voru okkar bækistöðv- ar, meðan við dvöldumst í Sydney. Ástr- alskir stúdentar voru um þessar mundir í vetrarfríi og því fengum við að nýta okkur herbergi þeirra, meðan þeir voru heima hjá sér í leyfí. Ekki hefðum við íslendingar nú kallað það vetrarveður, sem mætti okkur. Á daginn fór hitinn upp í 18—20 stig, en að vísu var mun kaldara á nóttunni. Hafði og sitt að segja, að húsin eru ekki upphituð, svo að það gat orðið dálítið hráslagalegt. En þegar innfæddir voru að tala um frost og kulda (freezing cold, eins og þeir orðuðu það), hugsuðum við landarnir svona í hljóði, að þetta væri bara ágætis sumarveður. En fleira er öfugt í Ástralla-líu, eins og það hét í bragnum um Jörund hundadagakon- ung. Þegar morgunn er heima á Islandi er kvöld í Ástralíu, og svo skín sól i hánorðri í hádegisstað. Nú, svo vita allir, að svanimir eru svartir, en meira kom okkur á óvart, að herbergisnúmerin okkar voru af einhverjum ástæðum öll á hvolfi. Kannski var það bara áströlsk kímni. En viti menn, taka þá ekki barmmerkin okkar með íslenska fánanum líka upp á því að snúa sér. Fyrst í stað vor- um við að paufast við að koma merkjunum á réttan kjöl, en brátt gáfumst við upp á því og komum okkur saman um þá ekki alveg óröklegu skýringu að „fáninn sneri bara eins og hann hefði alltaf snúið, ísland væri þama niðri!“ 1+ Stærðfræði hinum megin á hnettínum r í lagi, þó að fjölskyldan sitji ekki saman? Við eigum ekki sex sæti í röð.“ „Já, já, það skiptir ekki máli. Annars erum við ekki fjölskylda, heldur erum við tveir stærð- fræðingar, sem eru á leið með þessa fjóra Ólympíuferð til Ástralíu Frásögn af ferð ólympíuliðsins í stærðfræði til Ástralíu t>ar sem 29. alþjóðlegu Ólympíuleikarnir í stærðfræði fóru fram á tveggja alda afmæli Ástralíubyggðar. Eftir ÁSTU KRISTJÖNU SVEINSDÓTTUR nemendur á ólympíuleikana í stærðfræði, sem em í Ástralíu að þessu sinni.“ Sannleikurinn var sá, að ekki var óalgengt að slíkur misskilningur sem þessi kæmi upp á ferð okkar fjórmenninganna. Síðan var venjulega beðist margfaldlega afsökunar á því, að viðmælanda okkar skyldi hafa dottið í hug, að þessir tveir háskólakennarar væru hjón og ættu að auki öll þessi böm. Þá vor- um við krakkamir skoðuð rannsakandi en jafnframt jákvæðum augum, en kannski mátti líka greina furðu í svipnum. Mér þykir líklegt að búist hafi verið við slánalegum drengjum með þykk gleraugu og húð, sem aldrei hefði komið út undir bert loft, en það sem blasti við sjónum vom þrír piltar, sem alveg eins hefðu getað verið á leið í íþrótta- keppni, og þar að auki ein stelpa. Þetta vom nýstúdentinn Sverrir Öm Þor- valdsson úr MR og menntaskólanemamir Guðbjöm Freyr Jónsson úr MA, Halldór Ámason og Ásta Kristjana Sveinsdóttir, bæði úr MR. Þeim til halds og trausts vom dr. Reynir Axelsson, dósent við Háskóla ís- lands, sem sat í dómnefnd keppninnar fyrir íslands hönd og dr. Kristín Halla Jónsdóttir, dósent við Kennaraháskólann, og var hún fararstjóri. FYRIRKOMULAG KEPPNINNAR Keppninni er þannig háttað, að nokkmm mánuðum fýrir hana sendir hver þátttökuþjóð inn eitt eða fleiri stærðfræðidæmi með lausn- um. Fulltrúar gestgjafanna velja síðan úr innsendum dæmum ein tuttugu-þijátíu dæmi, sem til álita koma sem keppnisdæmi. Einn fulltrúi frá hvetju keppnislandi er svo settur í dómnefnd, sem úrslitavald hefur um 6 keppnisdæmi. Hinir eiginlegu keppnisdagar em tveir og þar glímt við þijú dæmi hvom dag í fjóra og hálfan klukkutíma hvort skipti. Auðvitað tekur keppnin i reynd miklu lengri tíma, þar sem fararstjóri og dómnefndarfull- trúi þurfa fyrst að þýða lausnirnar á dæmun- um og útskýra þær fyrir dómnefnd hvers dæmis; það em nefnilega ástralskar undir- dómnefndir fyrir hvert dæmi. Flokkur manna hefur sumsé um nokkum tíma fyrir keppnina legið yfir hverju dæmi og reynt að finna all- ar hugsanlegar leiðir til að leysa það. Það kemur þó fyrir að mönnum yfírsjáist lausnir; meira að segja hefur það komið fyrir, að dæmi hafi verið send inn í keppnina í þeirri von, að einhver þessara ungmenna finni lausnir. í fullskipuðu liði em 6 keppendur. Með þeim er svo dómnefndarfulltrúinn og farar- stjórinn. íslendingar hafa aldrei sent fullt lið í keppnina, en vonandi kemur að því áður en langt um líður. „ Allt Er Öfugt í ÁSTRALÍU" Eftir langt og strangt ferðalag, fyrst til London, síðan um Delhi og Bangkok, lentum við loks í Sydney að kvöldi 8. júlí. Reynir var strax tekinn og settur í einangmn með hinum dómnefndarfulltrúunum á gistihúsi í Operuferð Opinberlega hófst keppnin ekki fyrr en mánudaginn 11. júlí og við fimmmenningam- ir neyttum því færis og skoðuðum okkur um í Sydney á eigin spýtur helgina 9. og 10. júlí. Við gripum tækifærið og keyptum okkur miða á Vald örlaganna eftir Verdi, sem sýna átti í ópemnni strax fyrsta kvöldið okkar. Við hugsuðum sem svo, að þetta yrði líklega eina tækifærið okkar í lífinu að koma í þetta margfræga ópemhús. Okkur varð nú hugsað til Reynis, sem er ákafur ópemunnandi, en honum var ætlað að sitja eitthvert hátíðlegt kvöldverðarboð einmitt þetta kvöld. Og þó að hann kunni vel að meta góðan mat, þótti okkur líklegt, að Verdi hefði enn meira að- dráttarafl í þetta sinn! Þegar í ópemna kom og við settumst nið- ur í þessu stórglæsilega og mjög svo um- rædda húsi, og ljúfír tónar fyrsta þáttar fóm að óma, fer þá ekki skyndilega ferðaþreytan að segja til sín! Eftir 28 tíma flug og 10 tíma mun á því, hvort nótt er eða dagur, taka ekki augnalokin upp á því að verða svona óttalega þung! í hlénu vom stuttar vitnale- iðslur, og þá kom í ljós að við höfðum reynd- ar meira eða minna dottað. Einhveijir höfðu að vísu vaknað við skothvelli og annan dra- matískan hamagang á sviðinu. En það má segja, að menn velji sér ólíka svefnstaði! Eftir að hafa innbyrt nokkra kaffibolla í hlénu, vom okkur þó allir vegir færir og nú höfðum við miklu meiri skemmtun af. Eða em allar bestu aríumar og dúettamir í seinni partinum? Síðar kom í ljós, að Reynir hafði laumast úr matarboðinu til að komast í óper- una. Og meira að segja hann varð að viður- kenna, að hafa átt í erfiðleikum með að halda sér vakandi. Reyndar hittum við hann ekki fyrr en honum var sleppt úr einangmninni eftir keppnina; þá kom í ljós, að hann hafði setið þama nokkmm bekkjum fyrir framan okkur allt kvöldið. Sjónvarpið Og Dýragarðurinn Á mánudeginum hófust leikamir. Setning- arhátíðin fór að vísu ekki fram fyrr en nokkr- um dögum síðar, í Canberra, en þennan dag fengu liðin hvert sinn leiðsögumann og skipu- lögð dagskrá hófst. Farið var í skoðunarferð- ir í grenndinni, ýmist hvert lið fyrir sig eða í stærri hópum. Einn daginn var ferðinni heitið í dýragarðinn. Dýragarðurinn í Sydney er sérlega vel í sveit settur og þar hefur verið hugsað vel, áður en honum var valinn staður. Hann stendur á iítilli hæð og þaðan er hið fegursta útsýni yfir fjörðinn. Þama sést óperan frá enn einu sjónarhominu. Dýra- garðurinn sjálfur er líka mjög snyrtilegur og ekki var annað að sjá, en betur færi um dýrin en tíðkast í öðmm görðum. Stöð 10 í Ástralíu ætlaði að gera þátt um keppnina. Fyrirkomulagið átti að vera þannnig, að sjón- varpsmennirnir ætluðu að „hittá fyrir tilvilj- un“ hóp stærðfræðinema í dýragarðinum og taka nokkra þeirra tali. í þennan sjónvarps- hóp vom valdir þrír írar, tveir Bandaríkja- menn, allt ástralska liðið og svo við Islending- amir. Spumingarnar, sem við áttum að svara, vom misgáfulegar, allt frá „Hvers vegna stærðfræði?" til „Af hveiju em svona fáar stelpur í keppninni?" Steipur í keppninni vom nefnilega innan við 10% Já, hvers vegna vom þær svona fáar? Eg var búin að koma

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.