Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Side 19

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Side 19
j þtJU n iKéW ií.,, HUIUS — > ; t Gamla gufuskipið, Markowitch að sigla eftir Dóná Náttúrufegurð Austurríkis heillar jafnt með skíðasnjó á veturna sem og fjölbreyttu blómskrúði á sumrin. í ökuferð um landið er oft erfitt að ákveða sig hvar á helst að nema staðar: Við vatn eða í fjalli - kastala eða klaustri - hlýlegu þorpi eða gömlum miðbæjar- kjarna - njóta listalifs eða þeirra fjölbreyttu iþróttaiðk- ana, sem landið býður upp á. Kortið „Austria from the inside“ aðstoðar ferðamanninn við leiðaval, en þar eru merktar inn á eftirtaldar leiðir: Frá kastala til kastala; frá höll til hallar; klaustur og kirlgur; í fótspor mikillar tónlistar; eða leiðin „líka fyrir bömin“, sem gæti höfðað tíl fjölskyldufólks. Ferðaritari staðnæmdist i litla vinekrubænum KREMS, sem stendur við Dóná i Neðra- Austurriki og undi sér að hjóla um „póstkortalandslagið“. Að sameina hjólreiðar- og lestarferðir Lestin frá Vín bar okkur á klukkutíma niður í mjúkt landslag Neðra- Austurríkis. Það er tvimæ&laust meiri hvíld -og ódýr- ara- að sitja í lest en að taka bíl á leigu og auðvelt að hoppa út, ef maður vill skoða eitthvað nán- ar. Ferðamátinn að sameina lest og hjól er bæði ódýr og skemmti- legur. Hjól er allsstaðar hægt að fá leigð, en þau fylgja líka oft með á gististað. Hægar, öruggar hjólreiðabrautir liggja meðfram vegum og maður nýtur hressandi útiveru um leið og landslagið rennur hjá. Hlýlegt umhverfi, umvafið blómum Á „Am Förthof“ í útjaðri KREMS mætir heimilislegt við- mót hótelgestum - sérkennandi fyrir austurrísk fjölskylduhótel. Gamlir „safngripir" og ekta teppi njóta sín vel í gömlu veiðihöllinni hans Jósefs II., sonar Maríu Ther- esíu keisaraynju. Umhverfíð er umvafíð gróðri: grænar stofup- löntur - kastanSutré í garði - blóm- strandi begóníur á trésvölum - blómamynstur í stólsetum og veggfóðri. Setu- og borðstofa renna saman í eitt þar sem hér er geysimikil alúð lögð við hvíla hugann um leið og borðað er, en hótelið er þekkt fyrir matargerð- arlist. Að njóta lífsins í KREMS Ferðamaður í hvíldarfríi vill náttúrufegurð og listaverk; blóm og gróður; kyrrð og frið til að njóta lífsins - og helst að landslag- ið búi yfir sögum og sögnum í gömlum byggingum til að hægt sé að gleyma sér við að lesa gamla tímann. Allt þetta og meira til fær hann í KREMS. Hjólið stendur og býður við útisundlaugina. Og síðan er hjólað niður með Dóná eftir litlum hjólreiðastígum með tijágreinum slútandi yfir. Stór útisundlaug með sólbaðsaðstöðu - Syngjandi og dansandi eftir strætunum Hjólað meðfram Dóná í litla bænum Krems ODDNÝ SV. BJÖRGVINS skrifar um ferðamál

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.