Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Side 3
LESBOK a ® n @ m n ® e ® © ® m ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 691100. Menningar- bylting á íslandi, heitir grein eftir Pétur Pétursson í Lundi og flallar um þá breytingu á trúarlífi landsmanna í kring- um síðustu aldamót, þegar nýjar trúmálahreyfingar náðu loksins fótfestu: Kaþólikkar, aðventistarm hvíta- sunnumenn og loks KFUM undir forustu séra Friðriks. Á 19. öldinni var lengst af eins ogtrúmálahræringar álfunnar finndu engan hljómgrunn á íslandi. Ferðabiaðið fjallar að þessu sinni um borg í næsta nágrenni, sem íslendingar hafa til þessa ekki sýnt verðugan áhuga. Þegar betur er að gáð, kemur í ljós, að Osló býður ferðamönnum uppá margvísleg tækifæri. Forsíðan Nýr ferðamannastaður með verulegt aðdráttarafl hefur myndast af manna völdum á Reykjanesinu: Bláa lónið við veginn til Grindavíkur. Það er ekki sízt blái liturinn í vatninu, sem gerir lónið ævintýralegt og þegar heiðríkt er, verður blái lituinn mjög yfirgnæfandi á himni og jörðu eins og sést á myndunum. Þarna er þó flest með æði frumstæðum brag, sem ugglaust stendur til bóta og væri hægt að útbúa þama fallega baðströnd. Sýningar í myndlistarsölum Reykjavíkur eru nú að fara á fullt eftir hægagang yfir sumarið. Hausttímabilið í Lista- safni íslands hefst með samsýningu fimm ungra mynd- listarmanna, sem voru myndaðir sérstaklega af þessu tilefni. ÖRN ARNARSON íbn Bíllinn rennur um ruddan veg, rambar og skelfur stundum, hoppar sem andríkt andaborð á andatilraunafundum. Bíllinn er fullur og fólkið kátt, því fullur er allur skarinn, bílstjórinn fullur og fullur er ég og fullur er goodtemplarinn. Hver láir þeim brotlega bróður það, þótt bindindiseiðnum hann gleymi, ef andana langar í öl og vín í öðrum og betra heimi? Og andarnir drekka eins og svin á æðra tilverustigi. Annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lygi. Örn Arnarson, 1884-1942, hét réttu nafni Magnús Stefánsson og var upprunninn af Langanesströnd. Hann átti lengst af heima i Hafnarfirði og er þekktastur fyrir sjómanna- og siglinga- kvæði, svo sem Stjána bláa og Hrafnistumenn. Kvæðasafn hans, lllgresi, kom út 1924. Pabbinn er ekki lengur refsivöndur eða sparifígúra Norrænt kvennaþing sem haldið var í Ósló nýlega leiðir ósjálfrátt hugann að upphafi kvennabar- áttunnar, sem hófst hér á landi um 1970, og afrakstri hennar. Nú var undirrituð í hópi þeirra sem hreifst með í byijun en sveigði fljótt af leið, að sumu leyti vegna skorts á baráttugleði en að öðru leyti vegna þess að jafnréttisbaráttan var ekki eins sára einföld og hún virtist í fyrstu. Lausnin var ekki sú að koma börnunum í gæzlu frá átta til sex, taka upp millimetralýðræði á heimavelli og beijast til valda og áhrifa úti í þjóðfélaginu. Dæmið gekk bara ekki upp. Þegar íslenskar konur kvarta yfir því, að treglega miði í jafnréttisátt, benda þær einatt á, að það vanti fleiri konur á þing, í bæjarstjórnir, ráð og nefndir á vegum hins opinbera, stjórnunarstörf og forstjórastóla. Allt er þetta satt og rétt, en við verðum að sjá skóginn fyrir tijánum í allri ákefð- inni og viðurkenna, að framfarirnar hafa orðið gríðarlegar og einmitt á þeim vett- vangi, sem rauðsokkurnar lögðu áherzlu á í upphafi — á heimilunum. Áð sjálfsögðu ríkir þar óvíða fullkomið jafnrétti, og konum hefur gengið misvel að losna úr þjónustu- hlutverkinu. Það skiptir þó mestu máli, að umönnun barna er nú ekki lengur einkamál kvenna. Pabbinn er ekki lengur refsivöndur eða sparifígúra eins og algengt var fyrir um það bil tuttugu árum, heldur er hann virkur aðili við umsjá og uppeldi barnsins frá fyrstu tíð. Heilbrigðisstéttum á sviði ungbarnaeftirlits ber saman um, að hér hafi orðið á mikil og gleðileg breyting á skömmum tíma og hún sé öllum til heilla, börnum og foreldrum. Eftir því sem foreldraábyrgðin verður jafnari eykst að sjálfsögðu frelsi konunnar og hún getur betur en áður notið sín á vinnu- markaði, í félagsstörfum, stjórnmálum og víðar. Að vísu er þar mikill þrándur í götu hversu seint hefur gengið að byggja upp sómasamlega dagvistarþjónustu og aðlaga skólana atvinnulífí, sem byggir á þátttöku allra verkfærra manna, karla sem kvenna. En dagvistar- og skólamál eru ekki lengur sérhagsmunamál kvenna, heldur málefni allrar fjölskyldunnar og snerta raunar þjóð- félagið í heild. Það er því röng baráttuað- ferð, þegar konur einoka ákveðna mála- flokka, sem þeim hefur loks tekist að fá karlmenn til að bera einhveija ábyrgð á. Og þótt konur hafi nú komizt að annarri niðurstöðu en rauðsokkurnar á sinni tíð, þ.e. að talsverður munur sé á konum og körlum — fyrir utan þennan líkamlega sem allir þekkja — er vafasamt að ala á þessum mismun, því að það veldur togstreitu og getur fælt okkur frá sameiginlegum mark- miðum. Við konur getum ekki firrt okkur ábyrgð á leiðinlegum efnahags- og utanrík- ismálum og slegið skjaldborg um okkur sjálfar með mjúku málin í farteskinu. Þá erum við ekki lengur að leita eftir jafnrétti. Og þá snýst kvennabaráttan upp í and- hverfu sína, þegar konur reyna að einoka það dýrmætasta sem hjónin eiga, þ.e. böm- in. Ungir feður, sem hafa gengist fagnandi undir ábyrgð og umönnun bama sinna, hafa stundum þurft að sæta því, að þau séu notuð sem vopn gegn þeim sjálfum. í krafti móðurréttar hafa konur mun betri aðstöðu en feður, þegar deilt er um forræði yfir börnum. Þá getur móðir gert fyrrverandi maka sínum ókleift að nýta sér umgengnis- rétt við börn þeirra — ákvæði sem er í þágu barnanna. Þess eru svo dæmi að mæður skrökvi því að börnum að faðir þeirra hafi engan áhuga á umgengni við þau. I þágu hverra skyldi slíkt vera? Stundum heyrist kvartað yfir því að ung- ar stúlkur hafi lítinn áhuga á jafnréttismál- um. Þó mun leitun að þeirri unglingsstúlku, sem hyggur ekki á fulla þátttöku í atvinnu- lífínu, og flestar fara þær í framhaldsskóla með það fyrir augum að afla sér menntunar og réttinda. í hugum þeirra er þetta svo sjálfsagt, að það á ekkert skylt við baráttu- mál. Bæði stelpum og strákum þykir nú eðlilegt að þau séu jafnvíg til félagsmála og trúnaðarstarfa í skólum en fyrir 25 árum þótti það fáheyrð bíræfni hjá stelpu að bjóða sig fram til embættis skólafélagsformanns. Flestir unglingar eru orðnir því svo vanir, að báðir foreldrar vinni að heimilisstörfum og uppeldi, að varla hvarflar að þeim að það geti verið öðruvísi. Baráttumálin frá 1970 hvetja ekki lengur til dáða. Að mati margra unglinga er jafnréttisbaráttan orðin að eins konar sérréttindabaráttu kvenna. Um það get ég vitnað eftir að hafa kennt unglingum í nokkur ár. Til eru líka margir unglingar sem hafa orðið að sæta því að móðurrétturinn er sterkari en réttur föður og skipti þá engu máli hveijir voru hags- munir þeirra sjálfra. Konur munu áfram vinna að auknum áhrifum sínum í þjóðfélaginu af einurð og festu, en tæplega af þeirri ólgandi ákefð sem einkenndi baráttu þeirra snemma á síðasta áratug. Þótt stundum sé á brattan að sækja, einkum þegar seilst er til áhrifa í gamalgrónum yígum karla, þarf ævinlega að beita heiðarlegum vinnubrögðum. Kvennaþing og jafnréttisráðstefnur gegna talsverðu hlutverki við að stappa stálinu í konur en mestu skiptir þó, að jarðvegurinn, sem var grýttur fyrir átján árum, hefur verið plægður vel og það veit á góða upp- skeru. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. SEPTEMBER 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.