Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 5
/ íslenzka samfélaginu á 19. öld var engin gjá á milli presta og bænda og því var engin félagsleg forsenda fyrir trúarlegri vakningu meðal bænda, sem beind- ist gegn veldi presta. Þessi teikning eftir erlendan ferðamann er af prestinum á Þingvöllum 1844-78. Öll áherzlan var lögð á að sameina og fylkja þjóðinni undir merki sjálfstæðis- baráttunnar og að sýna hver þjóðarviljinn væri í þjóðfrelsismálinu. Teikningin er af fólki á áheyrendapöllum Alþingis, þar sem konur jafnt sem karlar fylgd- ust með umræðum. ef ekki til skaða. Það hefði farið illa ef menn hefðu eytt orku sinni í það að deila um trúmál í stað þess að standa saman um stefnu leiðtoganna. Það er mikilvægt í þessu sambandi að það voru einmitt þessir leið- togar sem áttu eða ritstýrðu þeim blöðum og tímaritum sem alþýðunni bárust. Trúar- legar vakningahreyfingar, eins og þær gerð- ust á hinum Norðurlöndunum, hefðu hæg- lega getað beint sjónum manna frá mikil- vægi hinnar pólitísku og þjóðemislegu vit- undar sem sjálfstæðisbaráttan byggði á. Pólitískar og þjóðréttarfræðilegar for- sendur þessa viðhorfs voru að sjálfsögðu að íslenskir stjómmálamenn og jafnvel emb- ættismenn viðurkenndu ekki gildi gmndvall- arlaganna dönsku á íslandi. Þetta þýddi að trúfrelsisákvæðin í stjómarskránni höfðu ekki lagagildi samkvæmt skilningi _þeirra. Menn héldu í einveldi konungs á Islandi, þó svo að hann hefði lagt það niður og vildu semja við hann beint um þjóðréttindi til handa íslendingum. Konungur var verndari hinnar einu sönnu lúthersku trúar og Al- þingi kolfelldi tvisvar sinnum bænaskrár um trúfrelsi á íslandi þar til konungi þóknaðist að innleiða það með stjómarskránni 1874. íslendingar vom þá svo uppteknir af þjóð- réttarlegum ákvæðum að þeir tóku vart eftir þessu atriði varðandi trúna og Alþingi skirrðist við að koma trúfrelsi í framkvæmd með sérstökum lögum þangað til að lög um utanþjóðkirkjusöfnuði vom sett árið 1886. En það er einmitt á níunda áratugnum sem viðhorfín breytast að þessu leyti og ýmsir af heitustu þjóðfrelsissinnum fara að gagn- rýna kirkju og trú. Má hér nefna Jón Ólafs- son, Þorstein Erlingsson og leiðtoga frelsis- hreyfíngar Þingeyinga. Engin Gjá Milli PrestaOgBænda Hitt atriðið sem lokaði íslensku samfélagi fýrir nýjum trúarlegum straumum var þjóð- félagsgerðin. í bændasamfélaginu urðu íslenskir prestar tengiliður milli leiðtoga sjálfstæðisbaráttunnar í Kaupmannahöfn og bænda á íslandi. Til þess vom þeir að flestu leyti vel fallnir. Prestastéttin var langfjöl- mennasta embættismannastéttin og því í nánum tengslum við alþýðuna. Það var eng- in gjá milli presta og bænda eii^s og Gunn- ar Karlsson benti réttilega á í fyrirlestri sínum hér fyrir viku. Það var því engin fé- lagsleg forsenda fyrir trúarlegri vakningu meðal bænda sem beindist gegn veldi presta. Það má aftur á móti tala um gjá milli presta annars vegar, og mikils hluta bænda og verkafólks í landbúnaði hins vegar, á hinum Norðurlöndunum. Prestar vom þar betur settir efnahagslega og undantekningarlítið háskólamenntaðir og mynduðu þar greini- lega yfírstétt. En á Islandi var hins vegar lítill eða enginn munur á presti í lélegu brauði sem hafði útskrifast úr heimaskóla og vel menntuðum bónda. ; Fram um 1880 vom prestar. í forsvari fyrir flestum framfaramálum í sveitum landsins, svo sem bindindisfélögum, búnað- arfélögum, verslunarfélögum o.s.frv. Öll miðuðu þessi félög að sama marki og pólitíska þjóðemishreyfingin, að leggja efnahagslegan og félagslegan gmndvöll að sjálfstæðri þjóðmenningu. íslensk menning á þessum tíma tilheyrði sveitunum og þá gegndu prestarnir lykil- hlutverki ekki aðeins varðandi trúmálin heldur og flest mál sem tengdust viðgangi og viðhaldi þess samfélags. Félagslegt taumhald var að miklu leyti í þeirra verka- hring, þeir höfðu eftirlit með að lögum um fræðslu bama væri fullnægt, gáfu vottorð um hegðun vinnuhjúa, ferðir lausafólks, bólusetningu og samningu verðlagsskrár svo eitthvað sé nefnt. Oft komu fram tillögur, jafnvel á Alþingi að þeim sem lærðu til prests yrði gert að taka námskeið í lækning- um áður en þeir fengju vígslu. Það er því skiljanlegt að leiðtogar sjálfstæðisbarátt- unnar skyldu í upphafi hafa það sem eitt af aðalstefnumálum sínum að koma á fót innlendum prestaskóla; sem og varð árið 1847. Guðfræðileg réttlæting þessa samfélags birtist e.t.v. hvað skýrast í fræðum Lúthers hinum minni sem hvert mannsbam var lát- ið læra utanað. Þar er lögð áhersla á hlýðni og undirgefni við hin veraldlegu yfírvöld, hina andlegu stétt, þ.e.a.s. prestana og hús- bænduma og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst bóndann — bústólpann. Sérstök áhersla var lögð á að innræta vinnuhjúum og bömum þessa trúrænu siðfræði. ÁHRIF FRÁ BRANDES OG FLEIRA NÝTT Upp úr 1880 fara forsendur þessa sveita- samfélags að bresta. Fólki fjölgar en prest- um fækkar. Þeir geta ekki sinnt öllum þeim hlutverkum sem löggjafinn og staðbundnar félagshreyfingar gáfu þeim. Það verður verkaskipting og sérhæfing sem kemur skýrast fram í þéttbýlinu. Við sjávarsíðuna rísa upp ný samfélög, oft utan við eða í lausum tengslum við hið hefðbundna félags- lega taumhald kirkju og presta. Þjóðfélagið opnast fyrir margvíslegum og oft mótsagn- arkenndum áhrifum utan frá, gömul gildi og verðmæti em tekin til endurskoðunar. Mörgum finnst að grundvöllur samfélagsins og siðmenningarinnar sé að riðlast og að kirkjan gegni ekki hlutverkum sínum sem skyldi. Ef dæma má af blöðum frá þessu tímabili, þá virðist frá því um 1880 að þeirri skoðun vaxi fylgi, að það ríki ófremdar- ástand í andlegum málum á íslandi. Við þetta bætist að íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn verða fyrir miklum áhrif- um af Georg Brandesi, en hann hélt fram algjörlega andstæðum skoðunum við þau gildi sem kristin sveitamenning á íslandi byggði á. Brandes heillaði íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn síðustu tvo áratugi 19. aldar og hafði mikil áhrif á lífsskoðanir þeirra. Hann hafði farið lofsorðum um forna menningu íslendinga og bókmenntir ogjafn- vel sagt á stúdentasamkomu að hann vildi fremur vera Islendingur en Dani. Þetta gátu íslenskir stúdentar ekki staðist og Brandes varð átrúnaðargoð þeirra. Auk þess var hann erkióvinur dönsku íhalds- stjómarinnar sem var hemill á allar kröfur íslendinga til aukins sjálfræðis. Á þessum tíma voru við nám í Kaupmannahöfn menn eins og Jón Helgason og Haraldur Níelsson sem báðir urðu prestaskólakennarar svo og Friðrik Friðriksson leiðtogi KFUM. Ætla má að þessir menn hafi ekki farið varhluta af þeim andkirkjulegu áhrifum sem frá Brandesi stöfuðu þó þeir brygðust við þeim hver á sinn hátt eins og síðar kom fram. En það er athyglisvert hve lítið var gert tvo síðustu áratugi 19. aldar af hálfu presta og guðfræðinga til þess að takást á við nýjar aðstæður og undirbúa guðfræðileg átök við nýjan tíma, sein fólu í sér nýjar spurningar og vandamál. í guðfræðinni var reynt að halda í horfinu allt fram undir alda- mótin, þrátt fyrir allt tal um ófremdar- ástand. Matthías Jochumsson, sem farið hafði víða og var næmur fyrir nýjungum, varð t.d. að þola áminningu kirkjuyfirvalda fyrir guðfræðilegar skoðanir sem ekki sam- rýmdust réttrúnaðinum. Þó verður það að segja guðfræðingunum og kirkjunni til máls- bóta að ísland var enn bændasamfélag. Aldamótaárið bjuggu enn yfír 80% þjóðar- innar í dreifbýli. Einhæfni og einleitnin var enn áberandi einkenni á menningu og and- legu lífí þjóðarinnar. En byltingin var á næsta leiti. Nýjar Hreyfingar Þegar við athugum hvenær hinir nýju straumar og stefnur í trúmálum sem skutu rótum í íslensku samfélagi, koma til lands- ins er athyglisvert að það er á 15 ára tíma- bili sem þetta gerist. Ég mun hér takmarka mig við Reykjavík, en þar var grundvöllurinn bestur fyrir hinar nýju hreyfingar. Árið 1895 komu kaþólikkarnir aftur til landsins og settust að í Landakoti. Þeir stofnuðu skóla og sjúkrahús, en söfnuðurinn var lítill fyrstu áratugina og stór hluti hans útlendingar. Sama ár kom Hjálpræðisherinn og vakti töluverða athygli með framferði sínu. Herinn átti erfitt uppdráttar ekki síst vegna þess að liðsforingjamir vom danskir og náðu sjaldan valdi á íslenskri tungu. Herinn náði aðallega til fólks af verkalýðs og sjómanna- stétt og þeirra sem vom á einhvem hátt utanveltu við samfélagið. Árið 1896 kom sænski aðventistatrúboð- inn David Östlund sem gerðist mjög at- hafnasamur og lagaði sig fljótt að íslenskum aðstæðum.Um tíma leit svo út að aðventist- um yrði töluvert ágengt í Reykjavík og starf- semi þeirra hagnaðist af þeirri fríkirkju- hreyfíngu sem var í bænum á þessum ámm. En atvikin höguðu því þannig að söfnuður- inn_ klofnaði og einangraðist. Árið 1897 kom svo Friðrik Friðriksson frá Kaupmannahöfn með þann ásetning að stofna kristileg unglingafélög... Georg Brandes heillaði íslenzka stúd- enta í Kaupmannahöfn síðustu tvo ára- tugi 19. aldar og hélt fram skoðunum, sem voru algjörlega andstæð gildum kristinnar sveitamenningar á íslandi. 1899 var fríkirkjusöfnuðurinn stofnaður í Reykjavík, lútherskur söfnuður, sem sagði sig úr lögum við Þjóðkirkjuna. Sama ár fór Jón Helgason að birta greina- flokk þar sem hann setti fram sjónarmið ftjálslyndu guðfræðinnar þýsku og biblíu- gagnrýni. Á nokkmm ámm náði þessi stefna miklum áhrifum meðal íslengkra presta. Þessi stefna varð einnig fyrir áhrifum frá Englandi sem gerði það að verkum að hún varð ekki eins gagnrýnin á það yfimáttúm- lega í Biblíunni og kristnidómnum. Hér komu einnig til óbein áhrif frá spíritisman- um. 1901 kom Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason heim frá árs dvöl í Danmörku þar sem hann hafði kynnt sér starfsemi Heimatrúboðsins. Var hann styrktur af Dönum til þess að koma slíku starfi á hér heima, en varð lítið sem ekket ágengt í því efni. Hann hafði þó töluverð áhrif ekki síst sem ritstjóri kristi- legs tímarits, Bjarma, um áraraðir. 1904 hcfyast svo sálarrannsóknir með stofnun Tilraunafélgsins eins og ég get nánar um hér á eftir. Þar með var hinni áhrifamiklu spíritísku hreyfíngu hrundið af stað. 1912 var fyrsta guðspekistúkan stofnuð í Reykjavík og árið 1922 höfðu um 270 menn og konur gerst félagar, sem var heimsmet miðað við höfðatölu. - NIÐURLAG í NÆSTU LESBÓK. Höfundur er doktor i félagsfræði og kand. the- ol. Hann er kennari við guðfræðideild háskól- ans í Lundi i Svíþjóð. Grein þessi er erindi, sem hann flutti á málstofu Heimspekideildar Há- skóla íslands 19. febrúar 1987. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. SEPTEMBER 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.