Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 8
Mynd eftir ÓlafM. Jóhannesson Smásaga eftir Önnu Maríu Þórisdóttur Eg var að koma frá jarðar- förinni hans Sigurgeirs gamla frænda. Ekki var nú líkfylgdin fjölmenn, þrír gamlingjar af elli- heimilinu fyrir utan mig og prestinn. Hann átti ekki aðra nána ættingja svo lengi sem ég vissi en Þorgeir bróður sinn, sem dáinn er fyrir sex árum. Sjálf er ég skyld honum lengst frammi í ættum og kallaði hann frænda meira í gamni en alvöru. En sem tilvonandi rithöfundur langaði mig til að kynnast þessum gamla sérvitringi og reyna að hafa upp úr honum sögu hans og eitthvað varð ég að gera til þess. Og mér tókst að fá hann til að segja mér frá leyndarmáli lífs síns, leyndarmálinu, sem varð svo örlagaríkt í lífi þeirra bræðra. En ég lofaði honum að segja engum frá þessu fyrr en hann væri kominn í gröfina. Nú er svo komið og megi hann hvíla í friði. Þeir bræður voru frægir að minnsta kosti í sjö sýslum fyrir einkennilega sambýlis- hætti sína. Báðir voru ógiftir og bjuggu á allsæmilegri jörð í háreistu bárujámsklæddu timburhúsi frá því löngu fyrir stríð. Þorgeir stundaði að vísu fleira en búskap, því að hann var barnakennari þama í sveitinni. En hann vann kappsamlega við heyskapinn á sumrin og sinnti gegningum um helgar og í jóla- og páskaleyfum. En þótt þeir bræður byggju í sama húsi, höfðu þeir lítið sem ekkert samneyti. Húsinu var skipt uppúr og niðurúr með dyralausum vegg og bjuggu bræðumir hvor í sínum helmingi þess. Sagt var að þeir töluðu aldr- ei saman. Sveitungar og fólk utan úr þorpi gerði sér margvíslegustu erindi til að heim- sækja þá bræður og forvitnast um hagi þeirra og enginn hafði heyrt þá yrða hvom á annan, jafnvel þótt þeir gengju til úti- verka saman. Menn veltu fyrir sér þessu einkennilega háttalagi og settu það í samband við kvenna- mál. Kvennamál hjá þessum harðsvímðu piparkörlum! En suma rámaði í að kaupa- kona hefði verið hjá þeim bræðmm eitt sólríkt sumar endur fyrir löngu. Hér fer á eftir það sem Sigurgeir sagði mér: „Þetta byijaði allt þegar Þorgeir fór í Kennaraskólann. Forekirar okkar vom þá bæði látnir. Hann hafði alltaf langað til að ganga menntaveginn, en ekki komist að heiman frá lasburða foreldmm fyrr. Alla sína peninga hafði hann lagt á sparisjóðinn í þeirri von að geta látið menntunardraum- ana rætast. Eg var allt öðmvísi. Eg var hesta- og kvennamaður, hugsaði bara um líðandi stund, reið út og skemmti mér um helgar, var ábyrgðarlaus eða lítill, ábyrgðin lenti því á Þorgeiri þannig að honum fannst hann ekki geta farið til náms fyrr en foreldrarnir vom látnir. Þá var hann kominn hátt á þrítugsaldur. Einhvem veginn skrönglaðist ég af við búskapinn vetuma, sem Þorgeir var fyrir sunnan. Hann kom líka heim um jólin og kom öllu í sæmilegt stand þann tíma sem hann dvaldist heima. Á sumrin vann hann eins og víkingur við heyskapinn og viðhald húsa og ég gerði svo sem mitt þótt ég skemmti mér um helgar. Vorið sem Þorgeir kom heim eftir loka- prófið vom örlög okkar ráðin. í síðasta bréfí sínu til mín áður en hann kom heim, bað hann mig nú að hafa allt í sem bestu standi við heimkomu sína, því að hann kæmi með konuefnið með sér, skólasystur sína, sem ætlaði að vera kaupa- kona hjá okkur þá um sumarið. Hún héti Helga og hann kallaði hana konuefnið sitt þótt hún vildi ekki í raun lofast honum að fullu fyrr en eftir eitt sumar til reynslu sem kaupakona á bænum. Ja héma, Þorgeir bróðir hálftrúlofaður. Þama hafði hann aldeilis skotið mér ref fyrir rass. Þetta gat hann þótt hlédrægur og óframfærinn væri. Og hvemig skyldi svo kærastan vera? Líklega einhver ólagleg lær- dómspía, sem ekki átti margra kosta völ. Þorgeir var svo sem ekki óásjálegur maður, bara nokkuð snotur, en óttalegur þumbari og leiðindagaur samanborið við mig, fannst mér, sem var allra manna kátastur á manna- mótum. Oðum leið að komudegi Þorgeirs og Helgu. Ég lagaði til í húsinu eftir bestu getu og beið með hangikjöt og rauðgraut eftir þeim en von var á þeim um kvöldmatar- leytið. Ekki var kominn bílvegur heim til okkar en áætlunarbíllinn stansaði við næsta bæ og þangað var aðeins tíu mínútna gangur. Mér þótti ekki taka því að leggja á þijá hesta til að sækja þau þennan spöl. Ég sat úti í bæjardyrum og beið, klæddur hreinum vinnugalla. Ég held ég muni ekki fegurra vorkvöld nokkru sinni í sveitinni okkar. Sólin var enn hátt á lofti og glamp- aði á ánni og tjörnunum í blæjalogni. Samt var kominn skuggi af fjallsöxlinni á milli bæjanna fram á engjarnar, þar sem gatan lá. Og þarna í fjallskugganum var nú álfa- kletturinn sem hún amma mín hafði svo oft sýnt mér og talað um. Hún var sannfærð um að þar byggi álfkona, ekki veit ég þó gjörla hvort hún sá hana nokkurn tíma. Ég lét hugann reika yfír alla þessa feg- urð og var sannfærður um að þessar slóðir myndi ég aldrei yfirgefa. Þá sá ég þau allt í einu koma úr fjall- skugganum út í sólskinið. Eg held ég hafí aldrei nokkurn tíma séð meiri hamingju skína út úr nokkrum manni en Þorgeiri bróður þama sem hann gekk fram í kvöldsólskinið klæddur dökkum jakka, ljósum pokabuxum og með ljósa der- húfu. Bros lék um varir hans og hann var svo undurléttur á fæti þar sem hann gekk heim traðirnar með töskurnar þeirra sína í hvorri hendi. Og Helga. Aldrei á ævi minni hef ég séð neitt fallegra en gullnu hárbylgjurnar henn- ar undir bláu spanjólunni, þegar kvöldsólin lýsti þær skyndilega upp eftir að þau komu fram úr skugganum. Hún var klædd dökk- bláum pokabuxum og dumbrauðum að- skornum jakka, sem sýndi vel fagran vöxt- inn. Ástæðan fyrir því að ég sá allt svona skýrt var sú að ég var með gamla eineyga kíkinn hans pabba sáluga. Ég skemmti mér oft við að horfa í gegnum hann á kvöldin að loknu dagsverki, athuga kletta og steina, fugla og blóm. Og nú gat ég alls ekki stillt mig um að kíkja á þau tvö, sem þama komu gangandi, þótt ég vissi að það telst dóna- skapur að kíkja á fólk, sem ekki er í meiri fjarlægð en þetta. Undarlegar tilfinningar þutu um huga minn: Undrun, hrifning, afbrýði. Hvemig í ósköpunum hafði Þorgeiri tekist að ná í svona ljómandi fallega stúlku? En það var sem hvíslað væri að mér: „Þetta gengur aldrei." Þau komu nú í hlað og ég heilsaði þeim á minni glaðhlakkalega hátt. Ég skynjaði sorg í augnaráði Helgu og líka undrun og jafnvel hrifningu, þegar hún leit á mig. Á þessu fékk ég skýringu undir lokin. Sumarið leið við störf og annir. Ég held ég hafi aldrei verið kátari né skemmt mér meir. Allar stúlkumar í sveitinni voru vit- lausar í mér. Ég hafði úr nógu að velja í útreiðartúrum og á einu eða tveimur böllum, sem haldin voru í þinghúsinu. Þorgeir fór með Helgu á böllin og hún vakti hrifningu og aðdáun. Sveitapiltamir kepptust um að dansa við hana og hún virt- ist skemmta sér vel. Mér fannst þeir taka ómakið af Þorgeiri, hann var ekki svo mik- ill dansmaður. Þorgeir hafði lánað Helgu herbergið sitt uppi á lofti við hliðina á mínu. Sjálfur svaf hann niðri í stofu. Auðvitað var hann oft uppi hjá henni frameftir kvöldi, en alltaf skyldi hann þó fara niður í stofu til að sofa. Ja, ekki hefðu nú allir gert slíkt hið sama. Svo var það upp úr miðju sumri að Þor- geir fékk tilkynningu um ábyrgðarbréf. Við höfðum hirt af túninu kvöldið áður og hugð- umst hefja engjaslátt von bráðar. Þennan dag var glaðasólskin og þurrkur og án efa hefði Þorgeir ekki farið að sækja bréfíð á slíkum degi, ef enn hefði verið taða á tún- inu. En hann var svo drengjalega spenntur og glaður, hélt að þetta væri setningarbréf í kennarastöðuna, sem það og var. Hann dreif sig því af stað ríðandi til bréfhirðinga- stöðvarinnar, en það var a.m.k. eins og hálfs tíma ferð fram og til baka. Helga dreif sig aftur á móti í að þvo þvott, en það hafði setið á hakanum undan- fama heyskapartíð. Ég hjálpaði henni við að kveikja undir þvottapottinum á útihlóðun- um, sem við notuðum við ullarþvottinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.