Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Síða 13
Tumi Magnússon við eitt af málverkum sínum. ívar Valgarðsson við áttstrending úr jámi, sem er hluti úr þrennu og myndar innsetningu. Myndina af Georg Guðna tók Einar Falur vegna Lesbókar. Hinar myndirnar tók Bjarni Eiríksson, einnig vegna Lesbókar. Georg Guðni og eitt af málverkunum hans á sýningunni. Iri tækni. lágmynd eftir miðaldakorti, sem sýnir hvíta- bimi á ísjökum við ísland. ÍVAR VALGARÐSSON myndhöggvari stendur á myndinni við áttstrendan hring úr jámi sem raunar er hluti úr samstæðu þriggja myndverka, sem öll em frístandandi á gólfi og mynda það sem nú er nefnt inn- setning (þýðing á innstallation). Hin verkin eru annarsvegar úr steinsteypu og hinsveg- ar úr timbri og einhverskonar plötum. Það em þessi ólíku efni, sem Ivar spilar með og það er eins og oft áður, að íslenzkuna skortir orð yfir þá stefnu í höggmyndalist, sem hér um ræðir. Hún er á málum ná- grannaþjóðanna kölluð konstrúktíf eða konstrúktífismi og felur í sér áherzlu á form- ræna uppbyggingu. Jafnframt list sinni starfar Ivar á Kjarvalsstöðum við uppheng- ingar sýninga og fleira. TUMIMAGNÚSSON listmnálari sýnir olíu- Hulda Hákon við lágmynd sína, sem hún nefnir Leikhús. málverk á þessari samsýningu og gefur myndin sem hér sést ásamt höfundi sínum allgóða hugmynd um þá leið, sem Tumi hefur valið sér. Líkt og hjá ívari fer naum- ast milli mála, að komseptlistin, sem við hátíðleg tækifæri er nefnd hugmyndalist, hefur haft sín áhrif, enda voru þeir báðir við nám, þegar hún var æði áhrifamikil í listaskólum. Tumi telur að sínar myndir séu frásagnarlegar, þótt ekki liggi alltaf í augum uppi hveiju hann er að segja frá. Jafnframt því að starfa að list sinni er Tumi kennari við Myndlista- og handíða- skóla íslands. JÓN ÓSKAR sýnir stór málverk, sem bera keim af tréristum, enda mestan part í svörtu og hvítu og aðeins örlítið ívaf af lit haft með. Þetta eru mannamyndir og andlits- myndir, unnar með tækni, sem Jón Óskar hefur verið að gera tilraunir með og sýnist henta honum vel. Árangurinn er í senn per- sónulegur og myndrænt séð sterkur. Tækn- in felst í því, að eftir að myndin hefur ver- ið teiknuð á dúkinn, eru hlutar hennar málaðir með bráðnu vaxi. Síðan er farið með lit yfir allan flötinn og hann er síðan að mestu leyti skafinn af, þar sem vaxið er undir. GEORG GUÐNI listmálari hefur vakið at- hygli fyrir sérstæðar myndir og þykir hafa synt gegn meginstraumnum í málverki, þar sem tízkan hefur snúizt um hröð vinnubrögð og grófleika í anda nýja málverksins, sem nú heyrir raunar sögunni til að mestu leyti. Miðað við ofsafengna tjáningu expressjón- istanna eru myndir Georgs Guðna allt að því meinlætafullar í einfaldleika sínum. Menn hafa þózt greina í þeim prófíl fjalla eða einhverra mishæða, en nú virðist þetta orðið nánast alveg abstrakt og flestar mynd- anna eru mjög dimmar yfirlitum. Um þennan málara má segja eins og Bjami Thorarensen kvað um Sæmund Hólm, að hann bindur eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Það kann að vera for- vitnilegt og áreiðanlega þarf til þess bæði harða sannfæringu og kjark. GÍSLI SIGURÐSSON UNGIR ENNANDI SI ÍSLANDS J LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. SEPTEMBER 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.