Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Qupperneq 5
einu sinni lesið Helgarpóstinn á undan-
fomum mánuðurn.
Hjörleifur Guttormsson hafði áður farið
með álíka fullyrðingar á Alþingi, og Ámi
Hjartarson endurtók þær í Helgarpóstinum.
Óttar Proppé, ritstjóri Þjóðviljans, spurði
síðan 30. apríl sl.: „Er hugsanlegt, að þrátt
fyrir alla sérþekkingu sína hafi Þór White-
head ekki vitað um þetta skeyti frá Mr.
Trimble [sem nú átti að hafa staðfest ásak-
anir Tangens] þótt það hafi birst í HP í
desember sl. og um það hafi verið fjallað
oftar en einu sinni hér í blaðinu á undanförn-
um mánuðutn?"
Víst hefði það verið einstætt að bíða álits-
hnekki af því að hafa ekki lesið Helgarpóst-
inn sáluga. En sannast sagna hef ég aldrei
átt undir viku- eða dagblöð að sækja um
aðdrætti bandarískra stjómarskjala. Allra
þeirra gagna, sem ofangreindir menn hafa
reynt að hampa til að blása lífi í dauðar
ásakanir Tangens og sínar eigin, hafði ég
aflað eftir eðlilegum leiðum mörgum ámm
áður en ég skrifaði álitsgerðina um málið.
Ef ég hefði hins vegar verið háður dag-
blöðum um þær heimildir, sem menn drótt-
uðu að mér að hafa aldrei augum litið eða
„stungið undan", hefði þeim verið nær að
álasa mér fyrir að hafa ekki lesið Þjóðvilj-
ann fyrir átta árum (sjá mynd til vinstri)
fremur en Helgarpóstinn fyrir tíu mánuðum.
Það gildir nefnilega sama um gögnin, sem
þessir menn báru á borð í vor til sönnunar
á ásökunum Tangens, og þau, sem hann
vísaði sjálfur til í fyrravetur og þóttist hafa
höndlað á ævintýralegan hátt: glefsur úr
þessum gögnum hafa birst á íslandi fyrir
löngu. Aftur á móti varð að bíða eftir því
í tæpan áratug eða lengur að leidd væri af
þeim sú frumlega ályktun, að Stefán Jóh.
Stefánsson hefði verið flugumaður banda-
rísku leyniþjónustunnar, eins konar agent
„007", sem leiddi ísiendinga inn í Atlants-
hafsbandalagið eftir fyrirmælum CIA í
Washington. Svona ganga hlutimir stundum
í fræðunum. Það þarf að bíða lengi eftir
því að nýir og hugkvæmir menn hristi ryk-
ið af birtum heimildum og finni í þeim æsi-
leg og áður hulin „sannindi". Þótt slíkir
pappírar gleymist flestum þess á milli, er
það tæplega nokkrum manni til álitshnekk-
is nema kannski þeim, sem eignuðu Helgar-
póstinum ellismelli Þjóðviljans og stað-
hæfðu, að heimildaöflun mín og sagnfræði-
legt mat hefði bmgðist vegna þess að ég
hefði ekki fylgst með handritaútgáfu helgar-
blaðsins.
SKÁLDAÐÍEYÐUR
En hvemig skyldi sú saga hafa komist á
kreik, að ég hefði tapað þannig af þessum
heimildum og hver er afstaða mín til þeirra?
Þegar ég í janúar sl. ræddi við fréttamenn-
ina tvo, sem einkum komu við sögu Tangen-
málsins, spurðu þeir mig, hvort ég ætlaði
að fjalla um „Helgarpóstsskýrslumar" í
væntanlegri álitsgerð minni. Ég svaraði
þeim eitthvað á þá leið, að ég hefði ekki
lesið helgarblaðið um skeið, en bað annan
fréttamanninn að lýsa lauslega fyrir mér
efni skýrslnanna. Þótt lýsingu hans skakk-
aði auðheyrilega, þannig að þar væri Stef-
áni Jóhanni gerð upp ný sök, kannaðist ég
strax við gögnin úr rannsóknum mínum,
en taldi að skekkjan gæti e.t.v. orsakast
af því lýsingin væri gerð eftir minni. Þessum
fréttamanni og félaga hans sagði ég, að
skýrslumar væra mér velkunnar, og öðram
þeirra og e.t.v. þeim báðum greindi ég frá
því, að Þjóðviljinn hefði birt útdrætti úr
þeim á áram áður. í þeim væri ekki að finna
neina stoð fyrir ásökunum Tangens á Stefán
Jóhann. Til vonar og vara gekk ég síðan
úr skugga um það, hvaða gögn Helgarpóst-
urinn hefði birt.
Mikil var því undrun mín, þegar Þorleifur
Friðriksson hóf þau brigsl í blaðaviðtali —
og það í Þjóðviljanum — að ég hefði litið
framhjá þessum „nýbirtu" gögnum í Helgar-
póstinum og þau væra mér jafnvel með öllu
ókunn. Undrunin stafaði af því, að Þorleifur
vísaði í samtöl mín við fréttamenn og var
engu líkara en hann væri orðinn eins konar
blaðafulltrúi þeirra. Það hafði hvarflað að
mér í símtölum við fréttamenn, að þeir
ætluðu að nota Helgarpóstsgögnin sem
síðbúna réttlætingu á mistökum sínum, og
nú var ljóst að svo var. Samtímis átti að
koma höggi á mig, þótt heldur væri klaufa-
lega að farið.
Eins og ég hafði skýrt fyrir útvarpsmönn-
um, hlaut álitsgerð mín einkum að beinast
að frásögnum þeirra af ásökunum Tangens
á Stefán Jóhann og heimildum, raunveraleg-
um eða ímynduðum, sem þar var vísað til.
Þetta helgaðist af því, að ríkisútvarpið hafði
kynnt tíðindamann sinn, Tangen, sem sagn-
fræðing, er lokið hefði margra ára heimilda-
könnun í Bandan'kjunum. Hvort tveggja var
rangt, en látum það liggja á milli hluta. Á
sviði sagnfræði er ein höfuðreglan sú, eins
Trimble, bandarískur sendiráösmaöur, lagöi til uiö Stefán Jóhann-
REKTU ERUNGI
OG TERESÍU!
Erhng Ellingsen flugmálastjóri oar rekinn — Teresía Gudmundsson veöurstofustjón í rannsókn
„oi.i.m. . nRisiiiofn unoir ioimbii Slelsni Johsnni
sheirmli
og ihelds
Helgarpósturinn hefur undir höndum leyniskjöl, sem sýna fram á,
að náið samband var á milli Stefáns Jóhanns Stefánssonar, þá forsætis-
ráðherra, og bandaríska sendiráðsins í Reykjavík. í skeyti, sem Will-
iam C. Trimble, annar æðsti starfsmaður scndiráðsins og staðgengill
sendiherra. sendi Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
kemur fram, að Bandaríkjamaðurinn gerði það að tillögu sinni 1948,
að tveir meðal æðstu starfsmanna rikisins væru leystir frá störfum
vegna gruns sendiráðsmannsins um, að þau væru höll undir komm-
únisma.
Um var að ræða Erling Ellingsen flugmálastjóra og Teresíu Guð-
mundsson veðurstofustjóra. í skeytinu kemur jafnframt fram, að
Hendrik Ottósson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, ,,óður kommúnisti"
eins og segir í skeytinu, hafi verið gerður óskaðlegur með því að færa
hann til i starfi innan stofnunarinnar.
Þá kemur einnig fram, að utanríkismálanefnd Alþingis kom mjög
sjaldan saman vegna þess, að í nefndinni átti sæti Einar Olgeirsson,
þingmaður sósíalista og formaður Sameiningarflokks alþýðu. Þess í
stað hafði verið sett á laggirnar óformleg neind stjórnarflokkanna til
að gegna hlutverki utanríkismálanefndar — og um leið án þátttöku
Einars.
Skeytið bendir ótvírætt til þess, að á árum þessarar ríkisstjórnar,
undir forsæti Alþýðuflokksins, hafi bandaríska sendiráðið nánast gef-
ið fyrirmæli um brottvikningu æðstu embættismanna ríkisins úr
embættum, sem voru hernaðarlega eða pólitískt mikilvæg.
Skjölin eru fengin fyrir milligöngu Árna Hjartarsonar jarðfræðings.
Iiri« OlAI MANNIIAlSiON OG MAIIOO* MAUDO«SSON
I öllum þeim þremur tilvikum,
sem um er að ræða. ler Eysteinn
Júnsson meö ríöherravald og sér
um Iramkvæmd tillagna eða fyrir-
tnæla eltir þvi *em unnt reynist við
íslenskar aðstæður og ná þessar að-
gerðir Ijans ylir Ijðgurra ára timabil.
Hendrik Ottósson fréttamaður,
sonur Otlós N. Þorlákssonar, lyrsta
lorseta Alþýðusambands íslands.
var einn Irumherja kommúnista-
hreylingarinnar á íslandi. Hann var
alburðasnjall málamaður og var
ráðinn al Brynjólli Bjarnasyni. þá
menntamálaráðherra. til Ríkisút-
varpsins 1947. Eltir byltinguna í
Tékkóslóvakiu I febrúar 1943 var
n sakaður um aö hala vitnað til
Irétta Moskvuútvarpsins af þeim al-
burðum. Þáverandi menntamála-
ráðherra, Evsteinn Jónsson. hafði
samband við samllokksmann sinn
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóra og
var Hendrik lærður til i starfi og
lengið það verkelni að skrila sógu
útvarpsins. Ber heimildarmónnum
HPsaman um að Hendrik hafi verið
..settur i salt“ um eins árs skeið, þar
lil honum voru altur lalin fyrri störl.
enda .einstaklcga aðgætinn um
hlutlæga Irásógn al atburðum". eins
og einn lyrri samstarlsmanna hans
orðaði það. Saga Rikisútvarpsins
mun enn óskriluð.
Erling Ellingsen verkfræðingut
Erlmg tllingften —
hana halla undir kommunista og
vitdu að hanni yröi vikið fré. Rann-
ftOknamafnd var »• tt til hófuðft hannl
1952 — én arangurs.
hans skipt og Agnar Kofoed-Han-
sen settur honum jalnlætis og siðan
stolnað flugráð undir lormennsku
kommúnisti Irá unga aldri og Agnars. sem lók við llestum verk-
skeið lontjóri Nafta. oliu- rfnum Erlings Ellingsen. Tveimur
árum siðar var Erling sagl upp og
embætti hans lagt niður með lög-
um Hann lór i mál við ríkíð vegna
þessa og vann það og lékk miklar
miskabætur.
léresfa Guðmundsson veðurlræð-
lélags á snærum kommúnista
einnar helstu Ijáruppsprettu llnkks-
slarfseminnar. Ilann er lyrsli llug-
málasljöri íslands 1945—51. Pegar
Eysteinn lekur við flugmálunum i
sljórn Stefáns Jóhanns er embætti
HELGARPÓSTURINN
ingur var norsk að uppruna og eig-
inkona Barða Guðmundssonar.
prófessors og alþtngismanns. sam-
llokksmanns Stcfáns Jóhanns og á
þessum tima lorseta neðri deildar
Alþingis. Mágur fians, Bernharð
Stelánsson. kvæntur Hrelnu systur
Barða. var á sama tiina lorseli elri
deildar. (H-gar Áki Jakobsson skipar
Teresiu veðurstolustjóra lannst
Iramsóknarmönnum Ireklega geng-
ið Iram hjá Jóni Eyþórssyni. sem var
Teresiu jirem árum eldri i slarli.
Fjórum árum siðar en mr. Tremble
átti tal við Stelán Jóhann „fól sam-
gónguráðuneytið „samkvæmt
krolu fjármálaráðuneylisins" tveim-
ur mönnum ,að gera athugun á
skipulagningu og starfsemi Veður-
stolu íslands til þess að komast að
raun um. hvort ekki er unnt að starl-
rækja hana á hagkvæmari hátt en
nú er gcrt" (Brél.samgöngumála-
ráðuneytisms:i0.ágúst l952.|Rann-
sókn þessi leiddi ekki til neinnar
niðurstöðu. Fjármálaráðherra þá
var Eysteinn Jónsson.
KÆRLEIKSHEIMILI
„KOMMA" OG ÓLAFS
THORS
Þegar dró að lokum seinni heims- ]
styrjaldarinnar og stolnun lýðveldis
á islandi læróist nær varð meiri
samslaða með Sjállstæðisflokknum
og sósialislum um það mál en i
arra flokka mönnum
Þetta leiddi til þess að Ólafi Thors
tókst að mynda „Nýskópunarstjórn"
sina2l.okt. 1944 með lulltingi Sósi-
alistallokksms og Alþýðullokksins.
auk Sjálfstæðisflokksins. sem gekk
þó ekki alheill lil þess leiks, þar sem
limm þingmenn hans neituðu að.
styðja stjórnina.
Tæpt slóð einnig með það að krat-
ar lengjusl til samstarfsins Það var
að lokum samþykkt í miðsljórn
llokksins með eins alkvæðis mun.
Formaður flokksins. Stefán Jóhann
Stelánsson. var andvígur aðild |
flokksins að stjórninni. „Fór ég
aldrei dult með þá skoðun. að ég
lengi vart til þess hugsað. að llokk-
urinn tæki þátt i stjórn með komm-
únistum." Taldi hann háskalegt og
vart sæmandi lýðræðislkikki e
og Alþýðuflokknum að „rugla s;
an reytum" við knmmúnista. og seg-
ir. að vantrú sin. ..ég vil segja ógeð"
á samstarli við þá hafi átt sér djúpar
rætur i langri og ömurlegri reynslu.
al óheilindum þeirra og vinnu-
brógðum. eins og Stelán Jóhann
/ Helgarpóstmum 17. og 22. desember sl. voru þessi sömu skjöl birt í ísleuskri
þýðingu og fylgdu þeim fullyrðingar, sem fíallað verður um í síðari hluta þessar-
ar greinar. Ami Hjartarson stóð fyrir birtingu skjalanna í þetta sinn og var hún
liður í málsvörn hans fyrir Dag Tangen, sem þá var orðinn uppvís að því að
hafa borið Stefán Jóhann Stefánsson ósannri sök um tengsl við bandarísku leyni-
þjónustuna CIA.
Stefán Jóhann
Ráðgast við Kanann
I bandarískum skjölumfrá 1948 kemurfram aðforsœtisráðherra íslendinga rœddi við
starfsmann bandaríska sendiráðsins um brottrekstur embættismanna tneð
óceskilegar pólitískar skoðanir
Forsætisráöherrann (Stefán Jó-
hann Stefánsson) sagöi einnig
| að tiltölulega fáir fundir hefðu
| verið haldnir í utanríkismála-
nefnd Alþingis undanfarna
j marga mánuði þar sem hr. Einar
Olgeirsson, einn af þingmönnum
kommiinista, v*ri í nefndinni. I
staðinn hefði verið sett á fót 6-
formleg þingnefnd sem saman-
stæði af fulltrúum ríkisstjórnar-
flokkanna þriggja, stjórninni tU
ráðuneytis um crlend málefni.
Þannig cru í íslenskri þýðingu
lokaorðin í skcyti scnt William C.
Trimble, annar æðsti maður i
bandaríska scndiráðinu á Islandi,
scndi„Dean Acheson utanríkis-
ráðherra Ðandaríkjanna þann
23. mars 1948.
í gær birtist í Helgarpóstinum
grein cftir Áma Hjartarson jarð-
fræðing um bandarisk lcyniskjöl
og Stefán Jóhann Stefánsson en
þau mál hafa vcrið nokkuð til
umræðu að undanförnu vegna
Tangen-upphlaupsins svo-
ncfnda. Með grcininni birtist
fyrmefnt skeyti Trimblcs til
Áchcson og endursögn á öðru
skcyti scm fór milli. sömu aðila
29. mars 1948.
1 skcytunum kemur fram að
Trimble þessi hefur setið á rök-
ræðum við Stcfán Jóhann forsæt-
isráðherra íslendtnga og að þctm
hafi farið sitthvað flcira á milli cn
kurteislcgt hjal um fegurð lands-
ins.
Samkvæmt frásógn Tnmbles
hefur Stcfán Jóhann látið í ljos
áhyggjur við hann vegna þess hve
margir kommúnistar störfuðu hjá
þvt' opinbera. P6 hefði Hendrik
Ottósson, öður kommi. vcrið
látinn hætta sem frcttamaður hjá
útvarpinu og menntamálaráð-
herrann (Eystcinn Jónsson) væri
að leita að manni nicð heilbrigðar
hugmyndir til að gegna stöðunni
Trimblc segist hafa notað tæki-
færið og bent á að fa þyrfti nýtt
fólk fyrir Erltng Ellingsen flug-
málastjóra og Teresíu Guð-
mundsson. forstjóra Vcðursto-
funnar. Tnmblc telur og að
bandaríska utanríkisráðhcrran-
um þyki fréttnæmar skýringar
Stefáns Jóhanns á því hvc sjaldan
sé fundað í utanríkismálanefnd
alþingis.
Þjóðviljtnn hafði í gær sam-
band við Árna Hjartarson og
spurði hann hvaðan þessi skjöl
væru komin.
„Elfar Loftsson sagnfræðingur
fékk þau frá Washington þcgar
hann var að vinna aö doktorsrit-
gerð sinni. Hún kom út í Gauta-
Daginn eftir fyrri skjalabirtingu Helgarpóstsins úutti Þjóðviljinn ofangreinda
frétt um „nýju tíðindin" helgarblaðsins og spurði Árna Hjartarson, hvaðan skjöl-
in væru komin. Svarið var: frá Elfari Loftssyni! Hringrásinni var lokið. Nú áttu
þessi skjöl að vera orðin einhvers konar síðbúin staðfesting á ásökunum Tang-
ens um samband Stefáns Jóhanns við CIA 1947-49, en þeim hafði Þjóðviljinn
óspart hampað nokkru fyrr. Þá var vitnað í „ný !eyniskjöl“, sem Tangen átti
að hafa komist yGr á ótrúlegan hátt vestra, en voru í raun gögn, sem prentuð
höfðu verið í skjalaútgáfu Bandaríkjastjórnar fyrir röskum áratug og birst höfðu
í Reykjavíkurblöðunum, þ.á m. í Þjóðviljanum 1976. Þar var ekki vikið auka-
teknu orði að Stefáni Jóhanni.
og í öðram greinum vísinda, að sérhver stað-
hæfing fræðimanns skuli dregin af til-
teknum heimildum, sem gerð skuli skýr
grein fyrir, svo aðrir geti sannreynt. Frétta-
ritari útvarpsins í Ósló hafði og eftir Tang-
en þá ótvíræðu fullyrðingu, „að menn innan
bandarísku leyniþjónustunnar [Central In-
telligence Agency] hafi haft náin persónuleg
tengsl við Stefán Jóhann Stefánsson, fyrram
forsætisráðherra". Þessu til sönnunar var
vísað í ákveðna heimild: leyniþjónustuskýrsl-
ur í Traman-safninu um vamir íslands.
Næsta dag reyndist „sagnfræðingurinn"
ekki geta afhent neina skriflega sönnun
fyrir fullyrðingu sinni, þegar eftir var leit-
að. Er þá komið að kjarna málsins: í stað
þess að skýra hlustendum frá þessum heim-
ildabresti, lét fréttamaður svo heita, í sam-
ráði við fréttaritarann í Ósló, að Tangen
hefði framvísað réttri heimild. Þetta segist
fréttamaðurinn hafa gert í þeirri trú, að
heimildin hlyti senn að koma í leitimar hjá
fræðimanninum. Yfir þetta meginatriði var
síðar vandlega breitt í greinargerð frétta-
stofunnar um málið. Það eitt sýnir, að könri-
un utanaðkomandi aðila var nauðsynleg til
að leiða í ljós, hvemig hér hafði verið að
verki staðið af mönnum, sem eiga reglum
samkvæmt að vanda heimiidir sínar í
hvívetna.
Þegar reynt er að réttlæta meðferð út-
varpsins á Tangen-málinu, hlýtur sú spum-
ing að vakna, hvemig viðkomandi frétta-
menn og málsvarar þeirra vilji að fréttastof-
ari starfi? Mér virðist auðsætt, að eigi að
líða vinnubrögð eins og hér vora viðhöfð
með því að skírskota til málfrelsis, verði að
afnema hefðbundnar starfsreglur útvarpsins
og gefa fréttamönnum þess skáldaleyfi.
Óska þeir eftir slíku leyfi? Vilja þeir fá að
gerast fréttaskáld, þegar þeim býður svo
við að horfa? Ég efast ekki um að sú hugs-
un væri flestum þeirra framandi, en spum-
ingin er leidd beint af málflutningi Þorleifs
Friðrikssonar og félaga og úrsögn útvarps-
manna úr siðanefnd Blaðamannafélagsins í
mótmælaskyni við úrskurð nefndarinnar í
málinu. Þótt allar síðbúnar „sannanir" á
ásökunum Tangens hefðu við rök að styðj-
ast, en því fer fjarri, breyta þær engu um
skáldskapinn, sem menn leyfðu sér að hafa
frammi í fréttatímum.
Tangen í Fimmta Veldi
Þegar upp komst um pretti Tangens í
nóvember sl. vora hann og útvarpsmenn
orðnir fjórsaga um heimildir hans. Lýsing
fréttaritarans í Ósló á skjali því, sem Tang-
en bar fyrst fyrir sig, sýnir ótvírætt, að
hann hafði í huga skýrslu Þjóðaröryggisráðs
Bandaríkjanna um öryggishagsmuni þeirra
á íslandi, dags. 29. júlí 1949, þótt í þessu
skjali væri í raun' ekki stafkrók að finna
um Stefán Jóh. Stefánsson og það væri
ekki frá leyniþjónustunni komið. Haft var
eftir Tangen, að skýrslan væri í þremur
hlutum alls 10 blaðsíður, og það stemmir
nákvæmlega við blaðsíðufjölda Þjóðarör-
yggisráðsskýrslunnar og fylgiskjöl hennar.
Skýrslu þessa afhenti Tangen síðan frétta-
ritaranum, þegar falast var eftir sönnun á
ásökunum hans. Nokkra síðar ræddi Am-
þrúður Karlsdóttir við Tangen í sjónvarpi,
en Steingrímur Hermannsson, utanríkisráð-
herra, hafði þá flett ofan af vinnubrögðum
hans. Þá neitaði Norðmaðurinn því að hafa
sakað Stefán Jóhanri um tengsl við CIA,
en bar á hann aðra og óljósari sök:
[Amþrúður:] „Hvaða íslendingar era
nefndir í skjölunum?" Tangen: „í þeim
skjölum, sem ég hef, eitt er ekki hér, það
er á íslandi, þar era Stefán Jóhann Stef-
ánsson og Bjami Benediktsson nefndir.
Það er ekkert undarlegt, því bandarísk
yfirráðastefna byggir mikið á aðilum eða
tengiliðum sem þeir treysta."
„í tengslum við hvað?“
„í tengslum við að þetta skjal er frá 29.
júlí 1944 [svo] og þá óttuðust menn mjög
uppreisn kommúnista á íslandi." (Mbl.
25. nóv. 1987.)
Enn var það skýrsla Þjóðaröryggisráðs-
ins, sem Tangen var að vísa til, en hún var
dagsett sem fyrr segir 29. júlí 1949, en
ártalið '44 era augljós mismæli eða prent-
villa Mbl.
Nokkra síðar dró Tangen enn í land í
viðtali við fréttastofu útvarps:
Ég hef ekki sagt, að ég hafi séð skjöl,
sem sýna samband milli CIA og Stefáns
Jóhanns Stefánssonar. Ég sagði: Ég hef
undir höndum skjöl, þar sem vísað er í
samtöl í Washington milli utanríkisráð-
herra á íslandi í mars 1949 um mögu-
leika á byltingu kommúnista. Skjalið, þar
sem nafti Stefáns Jóhanns stendur, er
ómerkileg orðsending, sem segir, að full-
trúar Bandaríkjanna skuli ræða við hann.
Annað hefði auðvitað vakið mikla athygli.
Ekki fer á milli mála, að Tangen var að
tala um sömu heimild og fyrr (notaði meira
að segja bögumælið, sem fyrir kemur í fram-
texta skýrslunnar, „Icelandic Foreign Min-
isters“), en hafði snúið við blaðinu síðan
Amþrúður Karlsdóttir rakti úr honum gam-
imar, og hélt því ekki lengur fram að nafn
Stefáns kæmi fyrir í skýrslu Þjóðaröryggis-
ráðsins. Bréf eða orðsendingu, sem hann
hafði áður sagst hafa fundið um ráðherr-
ann, hafði hann nú einnig lýst fánýta, en
aðrar heimildir, er vitnað hafði verið til í
frásögnum um málið, vora hugarsmíð út-
varpsmanna (ein frá fréttaritara en önnur
frá fréttamanni).
Eftir að ég hafði lýst þessum málavöxtum
ítarlega í álitsgerð til ráðherra, snerist Ámi
Hjartarson til vamar Tangen í Helgarpóstin-
um. Stóð það honum nærri. Ámi mun hafa
verið viðtakandi að skjölum, sem Tangen
sendi til íslands, og þannig hafði það atvik-
ast, að hann varð eins konar fræðilegur
umboðsmaður hér á landi fyrir hinn „kunna
norska sagnfræðing og sérfræðing í utan-
ríkissamskiptum Bandaríkjanna“ (sbr.
kynningu Áma á Tangen í Helgarpóstinum
í desember sl.). Aðferð Áma var sú að nota
röksemdafærslu mína til að sýna fram á, að
í skýrslu Þjóðaröryggisráðsins fyndist ekk-
ert til stuðnings ásökunum Tangens á Stef-
án Jóhann. Þetta var honum síðan opin-
beran þess (þvert á málsgögnin lauslega
rakin hér að framan), að norski fræðaþulur-
inn hefði aldrei stuðst við þessa skýrslu.
Það væri því Þór Whitehead en ekki Dag
Tangen sem væri sökudólgur í þessu máli!
Ég hefði reynt að leiða menn afvega, með
því að rekja ásakanimar á Stefán til hald-
lausrar skýrslu: Tangen hefði einkum verið
með aðra og pottþétta heimild í huga og
S
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. OKTÓBER 1988 5