Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Side 7
KÖLLUN
EÐA KVÖÐ
Smásaga eftir
Brendan Gill
Þýðandi
Sigurlaug Björnsdóttir
Hún hafði slétt, ljóst hár
og ijóðan munn, og hún
var hölt. Hún lék golf á
hveijum degi og synti
mitt í hópi ungra pilta.
Charles horfði á hana,
þar sem hann sat hjá
móður sinni á hótelver-
öndinni, og kinkaði kolli, meðan móðir hans
endurtók: „Er það ekki skrýtið, að svona
stúlka? Ég get ekki skilið, hvað í ósköpunum
þeir sjá við hana.“ Charles tók að ganga fram
hjá sundlauginni á morgnana, þegar stúlkan
og piltarnir lágu þar hlæjandi hlið við hlið.
Hann veitti rödd hennar eftirtekt. Hún var
lág, róleg og einbeitt. Þannig var einnig tal
hennar. Honum fannst annað hvert orð, sem
hún sagði, vera „andskotinn" og „helvíti" eða
verra. Þegar hún talaði um Guð, sem Charl-
es var að búa sig undir að helga líf sitt, var
eins og hún ætti við kunningja í næsta húsi.
„Ég sver það við Guð,“ sagði hún. „Það veit
Guð, að ég hlýt að hafa sagt ykkur þetta."
Charles beið ekki eftir sögunni, sem kom á
eftir, heldur gekk burt. Charles var átján
ára, og hann var í sumarleyfí með móður
sinni í síðasta sinn, áður en hann byijaði í
prestaskólanum. Að átta árum liðnum yrði
hann prestur. Orð stúlkunnar fóru um huga
hans eins og leiftur. Aldrei á ævi sinni hafði
hann hvorki séð né heyrt neinn sem talaði
eins og hún.
Kvöld eitt að loknum snæðingi settist
stúlkan við hlið hans á veröndinni, meðan
móðir hans var uppi á lofti að taka inn pillu.
Stúlkan var með bros á vör, og augun voru
á litinn eins og bláa, opna blússan hennar.
„Við ættum að kynnast," mælti hún.
„Þú ættir að koma í hópinn til okkar við
laugina."
„Ég er með mömmu."
Stúlkan lagði höndina ofan á hans.
„Það veit Guð, að þú ert orðinn nógu gam-
all til þess að synda einn. Er það ekki?“
Charles fannst, að hann ætti að segja
henni eins og var, áður en það væri um sein-
an, svo að hún segði ekki eitthvað, sem hann
gæti aldrei gieymt.
„Ég ætla að verða prestur," sagði hann.
Stúlkan brosti enn. „Prestur? Með flibba,
sem er hnepptur að aftan og annað eftir því?“
Hann kinkaði kolli.
„Svo þú getur ekki komið að synda með
klíkunni."
„Það kemur því ekkert við. Mér fannst
bara, að ég ætti að segja þér þetta. Ég segi
það öllurn."
„Gætirðu komið á ball með okkur, ef þig
langar til þess?“
„Auðvitað."
„Gætirðu komið í bíó með mér, ef þig lang-
ar til þess?“
„Við komum ekki með bflinn okkar,“ sagði
hann feginn.
„Já.“
„Ég hef aldrei kynnst strák, sem ætlar
að verða prestur. Gætirðu komið í bfltúr í
kvöld, ef þig langar til þess?“
„Æ, helvíti, ég meinti á bflnum mínum.
Ég sagði þetta svona hinsegin, en ég segi
ekki, að ég ætlaði að fara með þér.“
Hún virti hann rólega fyrir sér frá hvirfli
til ilja. „Það væri skrýtið að fara með strák,
sem ætlar að verða prestur."
Til allrar hamingju mundi móðir hans koma
niður þá og þegar, hugsaði Charles með sér.
Hún yrði ekki lengi að binda enda á samtalið.
„Þú ættir ekki að halda áfram að blóta
svona,“ sagði hann.
Hann bjóst við, að hún skellti upp úr, en
hún gerði það ekki. Hún strauk hendinni upp
og niður beran, brúnan fótlegginn. Hann var
styttri en hinn. „Svona hvemig?" sagði hún.
„Þú átt ekki heldur að segja: „Guð veit!'
Það er að leggja Guðs nafn við hégóma. Það
er eitt af boðorðunum tíu.“
„Ég er agalegur andskotans asni,“ sagði
stúlkan. „Ég tala svona til þess að láta fólk-
ið ekki hugsa um fótinn á mér. Ég vissi ekki,
að þú ætlaðir að verða prestur."
Charles langaði til þess að losna við hana,
en hann vissi ekki hvemig. Hann stóð upp
og sagði: ,Ég held, að þú ættir ekki að hugsa
um það. Ég tók ekki einu sinni eftir því.“
Hún stóð einnig á fætur. Augu hennar
leiftmðu. „Æ, vertu ekki að ljúga, helvítið
þitt," sagði hún. „Auðvitað hefurðu tekið
eftir því. En fer það í taugamar á þér? Lang-
ar þig til þess að forðast mig vegna þess?“
„Nei,“ sagði hann. „Ó, nei.“
Hún smeygði hendinni undir arm hans.
„Þakka þér fyrir að segja þetta svona vin-
gjamlega og hiklaust. Eg hef engan spurt
um þetta lengi."
Charles vissi ekki fyrr en hann var farinn
að ganga um veröndina við hlið stúlkunnar.
Hann hafði ekki ætlað sér það, heldur gerði
það eins og í hugsunarleysi. Ljóst hár henn-
ar straukst við öxlina á jakkanum hans.
Þegar horft var niður á hana, bar ekki á
því, að hún var hölt.
Hann beygði sig ofan að henni og andaði
að sér ilmi hennar.
,Segðu mér, hvað þú gerir,“ mælti hann.
,Hvað ég geri? Þetta er eins og skothvell-
ur.“
„Þú þarft ekki að segja mér það.“
„Jú, ég má til. Ég er bara ekkert sér-
stakt. Ég er ekki falleg, og ég bý ekki yfir
soig — ekki mikilli sorg. Ég geri ekkert. Ég
er búin í skólanum og það var haldin veisla,
og ég býst við, að ég verði laus og liðug I
tvö eða þijú ár. Á endanum kemur líklega
einhver og biður mín, og þá gleypi ég agnið
eins og þorskur. Ég vona, að ég verði svo
skynsöm að gera það. Og þegar allt er komið
í kring, verð ég alsæl. Ég ætla að lofa honum
að hafa síðasta orðið í flestum deilum okk-
ar. Ég ætla að reyna að veita honum fullnæg-
ingu, eins og stendur í þessum andstyggilegu
bókum, ala honum góð böm og allt það.“
Charles fannst hann vera kominn að niður-
lotum. Hún hafði sagt honum allt um sjálfa
sig. Hún hafði sagt honum sannleikann, sem
hann vildi ekki heyra. Þau vora komin út á
enda á veröndinni og stóðu og horfðu inn í
dalinn á milli Qallanna. Tveir gamlir menn
léku krokket í húminu, sem var að færast
yfír. Lágir smellir kváðu við, þegar kylfumar
hittu kúlumar. Hvítar buxur hreyfðust eins
og vofur um grasflötina. Neðan úr eldhúsinu
bárast þreytulegar raddir frammistöð-
ustúlkna og diskaglamur, því að verið var
að þvo upp.
,Talaðu nú um þig,“ sagði stúlkan. „Þú
heldur, að þú viljir verða prestur."
,Já, eins og ég sagði."
,Það er þá ekki bara heit, sem móðir þín
vann, meðan hún gekk með þig?“
Charles hló. Hann var hissa, hvað hlátur-
inn kom sjálfkrafa.
„Jæja,“ sagði hann. „Ég held, að mömmu
hafí alltaf langað til, að ég yrði prestur, sér-
staklega eftir að pabbi dó. Við mamma fóram
þá til útlanda. Við voram í Róm um suma-
rið. Við fengum áheym hjá páfanum — þess-
um gamla. Hann er lítill maður með þykk
gleraugu og stóran hring. Við fóram í kirkju
og gengum meira að segja til altaris á hveij-
um degi. Þegar við komum aftur hingað til
landsins, fór ég í kaþólskan skóla. Ég kunni
vel við mig þar. Ég varð stúdent í vor. Ég
ætla í prestaskólann í haust. Ég býst við,
að ég kunni líka vel við mig þar.“
„En er það nóg? Þarf ekki meira?" spurði
stúlkan. „Ég er ekki kaþólsk — ég er hvorki
það né annað. Þarf maður ekki að fá eins
konar kall, heyra klukknahringingu eða eitt-
hvað svoleiðis?“
„Þú meinar köllun. Jú, ég held, að ég
hafí fengið köllun."
„Hvemig var það? Hvemig geturðu verið
viss?“
Charles greip um handriðið á veröndinni.
Hann hafði aldrei getað svarað þeirri spum-
ingu. Hann mundi, hvemig hann var vanur
að kijúpa við rúm móður sinnar mánuð eftir
mánuð, ár eftir ár. „Finnurðu það ekki elsk-
an?“ hvíslaði hún. „Finnurðu ekki, hvað það
verður-dýrlegt? Finnurðu ekki, að Guð vill
þig?“ Charles hafði að lokum sagt við sjálfan
sig, að hann gæti svarað. Daginn eftir sagði
móðir hans, um leið og hún þerraði augun:
„Héma er drengurinn minn, faðir Duffy. Ég
gef yður hann.“ og faðir Duffy mælti: „Þér
erað írskum mæðram til fyrirmyiidar. Éruð
þér viss um það, drengur minn, að þér viljið
koma til okkar?"
„Já, faðir, ég er viss," sagði Charles og
horfði á móður sína. Hann var búinn að gefa
svarið, bæði skrifa það og lifa, en hann hafði
aldrei trúað því. Nú heyrði hann sjálfan sig
segja í fyrsta sinn:
„Nei, ég er ekki viss.“
Stúlkan sagði: „Þá verður þú ekki prest-
ur. Þú mátt það ekki. Hvers vegna ertu svona
helvíti hræddur við að viðurkenna sannleik-
ann?“ Charles sá móður sína koma gangandi
eftir veröndinni. Hann virti hana fyrir sér,
eins og hún væri ókunnug. Hvílíkur feikna-
skörangur var þessi gamla kona, hversu
sterk, og hvemig hún hafði knúið hann
áfram. Hann tók í hönd stúlkunnar. Hún
svar svöl og hreyfingarlaus. Hann fann gólf-
ið titra undan fótataki móður sinnar.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. OKTÓBER 1988 7