Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Blaðsíða 14
Tókum engin laun og lögðum allt okkar undir Jónas heitinn Guðmundsson segir í ritdómi í Tíman- um 25.janúar 1978: Ég man ekki hvað það er langt síðan Lystræninginn fór að berast til mín í pósti og ég játa það hreinlega að mér fannst þetta ekki vera neitt sérstaklega hrifandi rit. Það var illa prentað, hirðuleysislega búið og allt hið vesældarlegasta í útliti. En það er liðin tíð. Satt að segja hélt maður að hér væru á ferðinni ungir menn, konur og menn, sem vildu frelsa heiminn vitandi ekki hversu oft það hafði verið reynt og hversu oft það hefur mistekist. Hver kynslóð færir nefnilega þjóðskránni örfá nöfn af frelsurum til krossfestingar. En Lystræninginn er ennþá á lífi þrátt fyrir daufa skoðun undirritaðs og fær maður nú ekki betur séð en þama sé að fæðast hið ágætasta rit og ég las 7. og 8. heftið mér til mikillar ánægju og ég reyndi að spila lög- in líka, vegna þess að maðurinn niðri er um þessar mundir úti í Danmörku að tala við dóttur sína. Það er samt margt einkennilegt við Lyst- ræningjann. Hann er t.d. gefmn.út í Þorláks- höfn, en ritstjóm annast Ólafur Ormsson, Vemharður Linnet og Þorsteinn Marelsson en þessi nöfn sjást nú öðm hverju — þeim bregður svona fyrir.“ Erfitt Að Standa í Skilum Aukinni tímaritaútgáfu fylgdi aukið íjár- málavafstur í bönkum og öðmm lánastofnun- um. Við slógum víxil í Landsbankanum að upphæð 65.000 krónur snemma árs 1977, áskrifendum fór fjölgandi skömmu eftir út- komu ijórða tölublaðsins — um eitt hundrað og sextíu. Aukinni útgáfutíðni fylgdi samt aukinn kostnaður. Blaðið fór í filmugerð og filmuvinnslu í Prentþjónustunni, fyrirtæki Útgáfusaga Lystræningjans — Síðari hluti Eftir ÓLAF ORMSSON I LOSTAFULLI ÆSISPENNANOI LOSTAFULLU LOSTAFULLU LOSTAFUUU LYSTRÆNINGJANS •|/«T. 1g75 IHHIH WDHAFAMWDTEAfA HAN DRITA FW>P IR Hér hét blaðið enn Lostafulli Lystræn- inginn Aukablað þegar fímm ára útgáfiiaf- mæli nálgaðist. Hermanns heitins Aðalsteinssonar, Haraldar S. Blöndal og Sverris Sveinssonar og þar skrifað uppá nokkra víxla þegar snemma árs 1977 sem reyndist svo oft erfitt að standa í skilum með, hafðist þó að Iokum á ein- hvem óskiljanlegan hátt og minnisstætt hvað eigendur Prentþjónustunnar sýndi lengi þol- inmæði og traust. Það gilti raunar einnig um aðila sem á þeim tíma sá um prentun blaðsins og bókband, Svavar Sölvason og Einar Egilsson í Félagsbókbandinu og enn síðar þegar út í umfangsmikla bókaútgáfu var komið, Þórólf Daníelsson í Hólum, Hrafn- kel Ársælsson í Guðjón Ó. hf. Þá fengum við snemma á ferli okkar sem umfangsmikl- ir tímarita — og bókaútgefendur góða fyrir- greiðslu í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn- is, og þá einkum fyrir velvild Baldvins Tryggvasonar sparisjóðsstjóra sem þrátt fyr- ir vissa vantrú á fyrirtækinu Lystræninginn sf. ákvað að veita okkur fyrirgreiðslu sem átti líklega stærstan þáttinn í því að útgáfu- fyrirtækið Lystræninginn sf. lét sannarlega verulega að sér kveða. Við þremenningamir veðsettum eignir okkar, íbúðir í þágu bók- mennta, íslenskrar menningar og lögðum allt undir, útgáfan hafði þrátt fyrir erfiðan fiárhag fengið byr í seglin, tiltrúnað margra góðra manna, stuðning og velvild skálda og listamanna. Nú er það alls ekki ætlunin að leggja nokkum dóm á efni í einstökum tölu- blöðum Lystræningjans enda málið mér skylt sem eins þriggja útgefenda blaðsins. Svona eftir á getum við þó hrósað okkur af að hafa birt margs konar efni eftir listamenn sem þá og enn í dag eru í fremstu röð. MargirSnjallir LISTAMENN Strax í fjórða hefti birtum við t.d. leikritið Vemdarinn eftir Guðmund Steinsson og ljóð eftir Birgi Svan Símonarson og í fímmta hefti atriði úr fmmgerð Púnktsins eftir Pétur LYSTRÆNINGINN AUKABLAÐ >•» tw-.ui. Umk.. Mrnninxulfnuntið l.)Urrnin|inn vndur briu fimm in. I unih.fi vu núð uncikildabbA mnúmiH uljui .IhM. wtn þá k(0tur höiuMhmiii i tS biru fmmumA tfni > n*ri hðfunda. Siðn og vandað afmclunl tr I und.rbúmn*i. LvatnaMnglnn Iwlur tomia Cfl aOMi U7& LrMrMMnglnn butir fjólbrayn .ýnwnorn al aMWakap Mdrl M. yngrl Lyafcraninotnn •> «na Wmka Umariua awn Mrilr ragHiúga Imkfaltl og tðrnrartL Lytraninglnn blrtlr gr«n.r um d|aaa og aSra MnHaL bðkmannilr. lalkliaL Lyatraninginn hlritr vðnduð vWiðl v* lalanaka aam artanda Halamam. afl 35% afaiin. mdtað *v> bðkMððurara. °* Kyralu hrfli Lyalrrnin^ara rru lún*u þrnún. «1 þrim arm *rraal iaknf- rndur ftrfum við koa. i að kaupa rvo i»umu iryan*., 8 —15. hrfti. i 5000 krðnur, mrðan uppta* md.«, þar að auki býóðum við þrun úififutxkur nkkar i afrvrtði. Smdið okkur Hnu rða hrimið f ainu (91)71719. millikJ.7JOo*9.00. LYSTRÆNINCINN PÓSTHÓLFI9061 REYKJAVlK 'kk,2 1 ^ v v- Forsíða fírá 1980. I YSTRÆNINGINN HMundar Askcll Miaaon Gunnu Majnúason Sigurður Jón Ólafaaon flergþörs Ingólfsdóitir Gunnu Sverriason Sjón Jens Kímileifsaon Slefán Snavarr J.D. Beraford Jón friPAImholli Sleinn Hjarki Bjómason leoruril Cohen Millhlit S Mufnúsaon Vigfús Andifuon Eirfkur Brynýólfsaon ÓUfur Engílbtmson þór Eldon OlaUT Ouðmundsnon Sigmundur Ermr Kunarsum þorocmn Ðjarnason Forsíða eftir Jens Kristleifsson frá 1981. Gunnarsson ásamt nýju ljóði eftir Þorstein frá Hamri og sögu eftir Ólaf Gunnarsson. í sjötta hefti leikrit eftir Odd Bjömsson, mynd- skreytta forsíðu eftir Guðrúnu Svövu, sögu eftir Guðlaug Arason, Sigurvonin með teikn- ingu eftir Tryggva Ólafsson. Í sjöunda hefti splunkunýtt ljóð eftir Jónas Svafár, Askja, sögu eftir Ólaf Hauk Símonarson, Sauma- skapur, blýantsteikningar eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur, í áttunda hefti ljóð eftir Sig- urð A. Magnússon, leikrit eftir Nínu Björk Ámadóttur, teikningar eftir Gunnar Om, nótur eftir Gunnar Reyni Sveinsson og þann- ig má lengi telja. Og meðal þeirra sem birtu efni í Lystræningjanum undir ristjóm okkar Þorsteins og Vemharðar, á áninum 1977—82, Birgir Sigurðsson, Jón Óskar, Anton Helgi Jónsson, Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson, Níels Hafstein, Bjami Bernharður, Þorkell Sigurbjömsson, Þorsteinn Antonsson, Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson, Atli Heimir Sveinsson, Þórarinn Eldjárn, Thor Vilhjálmsson, Kristinn Reyr, Hrafn Gunnlaugsson, Gunnar Dal, Ása Sólveig, Steinar Sigutjónsson, Stefán Snævarr, Haf- liði Vilhelmsson, Áskell Másson, Sjón, Þór Eldon, Gunnar Gunnarsson yngri og Guð- bergur Bergsson auk íjölda annarra höfunda sem birtu frumsmíðar sínar á síðum Lystræn- ingjans. Þá birti höfundur undir dulnefninu Adolf Ólafsson bæði ljóð og sögur og þýðing- ar, hæfíleikamaður sem vann sín störf í kyrr- þey og án.uppákomu í fjölmiðlum eða ann- ars staðar á .opinberum vettvangi. í efnis- könnun var oft komið við á Mokka, Hótel Borg, Óðali eða heima hjá Birgi Svan og Stefaníu á Bámgötunni og síðar Þingholts- stræti, Ólafi Hauk Símonarsyni á Óðins- götunni, Pétri Hafsteini og Sigurveigu í Hjónagörðum við Suðurgötu eftir að þau fluttu úr bakhúsinu við Hafnarbíó. Það var oft gestkvæmt hjá Pétri og Sigurveigu í íbúð þeirra í Hjónagörðum og minnisstæður Öm Karlsson, myndlistarmaður, ljúfur drengur, feitlaginn, nokkuð hávaxinn, síðskeggjaður með hár aftur á bak, sem hafði sagt skilið við neysluþjóðfélagið, með heimspekilegar vangaveltur um lífið og tilvemna og tók öllu með ró og spekt, ljómandi góður kokkur sem nú starfar vestur á Búðum. Samkomustaður Skálda Þá söfnuðust oft skáldin saman um helgar við. borð eitt í homi á upphækkuðum palli í Þjóðleikhúskjallaranum. Olafur Gunnarsson var þar stundum eins konar veislustjóri, át smurt brauð með áleggi og drakk hvítvín eða eitthvað sterkara með matnum. Húmorinn svo smitandi að dauðvona maður hlyfi að hafa risið úr rekkju og fagnað því að vera enn á lífi hefði hann mátt vera viðstaddur þegar nafni sagði frá mönnum og málefnum á sinn sérstæða hátt. Geirlaugur Magnússon var þar einnig oft og reykti franskar sígarett- ur, Gauloises, ftjór og skemmtilegur. Þá man ég eftir Jóni Pálssyni, ungum pilti, ljós- hærðum sem birti stundum ljóð í Lystræn- ingjanum, stundaði háskólanám og feikna- lega áhugasamur um bókmenntir, yfirleitt stilltur og prúður; rétt dreypti á glasi. Pétur og Sigurveig létu sig sjaldan vanta við þetta borð. Þá kom Guðlaugur Arason stundum og heillaði kvenfólkið upp úr skónum, húmor- isti, góður drengur sem ávallt var gaman að hafa einhvers staðar með þegar tímarita- útgáfa var á ferðinni eða bókaútgáfa í deigl- unni. Eyjólfur Halldórsson bankamaður var líka stundum mættur, spekingslegur á svip eða spámannslegur, með alskegg og gler- augu, einhver helsti stuðningsmaður bóka- og tím.aritaútgáfu Lystræningjans, miðaldra maður, örlítið eldri en flest skáldin og rétti oft til okkar einhveija upphæð þegar lög- menn voru í startholum vegna fallins víxils. Eyjólfur var þannig gerður og er að þegar skáldin eru í einhveiju basli þá réttir hann til þeirra af litlum efnum kannski upphæð fyrir kaffibolla eða máltíð. BÓKAÚTGÁFA HEFST Þegar Lystræninginn sf. hóf bókaútgáfu með útgáfu á tveim ljóðabókum fyrir jólin 1977, Gjalddögum eftir Birgi Svan Símonar- son og Á Djúpmiðum eftir Pétur Hafstein Lárusson, gerðust sumir vantrúaðir og héldu að nú ætluðu „Ræningjamir" að kollsigla sig. Bækumar voru gefnar út í fimm hundr- uð eintökum og bók Birgis Svans seldist upp

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.