Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Side 15
á rúmu hálfu ári og bók Péturs á um það bil einu og hálfu ári. Það var ekki setið auð- um höndum, borgin kortlögð, skipt í hverfi, tekinn bflaleigubíll á leigu og ekið um borg- ina og varla nokkurt hús skilið eftir. Skipu- lagningin komst á enn hærra stig þegar fleiri bækur tóku að berast frá Lystræningj- anum. Árið 1978 gáfum við út fjórar bækur, ljóðabækumar Vindurinn hvílist aldrei eftir Jón frá Pálmholti og Stækkunargler undir smásjá eftir Jónas Svafár, leikrit Birgis Sig- urðssonar Skáld-Rósa og þýdda skáldsögu, unglingabókina Böm geta alltaf sofið eftir Janick Storm í þýðingu Vemharðar Lánnet. Ári síðar, 1979, gáfum við svo út sex bækur og þá heimsóttir vinnustaðir. Man ég að við Thor Vilhjálmsson heimsóttum Rafafl í Barmahlíðinni. Það árið gáfu Lystræningja- menn út Faldafeyki, greinasafn Thors, skáld- sögu mína Stútúngspúnga, Ferðina til Sæ- dýrasafnsins, bamabók eftir Jón frá Pálm- holti, Sjáðu sæta naflann minn, eftir Hans Hansen sem Vemharður þýddi úr dönsku og Ijóðabókina f klóm öryggisins eftir Vitu And- ersen í þýðingu Nínu Bjarkar Ámadóttur. Einnig leikritið Stundarfrið eftir Guðmund Steinsson. Man ég að við Thor fórum á bíl hans eitt sinn í miðri jólasölunni og heimsótt- um eins og fyrr segir Rafafl og einnig nokk- ur önnur fyrirtæki og t.d. í Rafafli reyndust vera margir áhugasamir bókaunnendur. Við seldum þar tíu til fimmtán eintök af bókum okkar og árituðum þær. Gerðumst Fulldjarfir Það árið má samt segja að við þremenning- amir gerðumst fulldjarfir og útgáfan kom út með miklu tapi sem síðan varð eins og hemill á öll frekari áform okkar í bóka- útgáfu. Fjölmiðlar veittu nú Lystræningjan- um aukna athygli. Gerðir nokkrir útvarps- þættir um fyrirbærið og einnig sjónvarps- þáttur sem tekinn var upp austur í Þorláks- höfn í umsjá Þráins Bertelssonar og Aðal- steins Ingólfssonar. Við Þorsteinn og Vem- harður skiptum með okkur verkum. Vem- harður sá um að skipuleggja bréfaskriftir og hafa alla umsjón með samskiptum við norr- æna þýðingarsjóðinn og árlega í ein, þrjú fjögur ár fengum við styrk úr þeim sjóði til þýðingar á íslenskt mál. Vemharður þýddi fjórar bækur Hans Hansen, Sjáðu sæta naf- lann minn, Klás og Lena, Vertu góður við mig og Einkamál og bók Janick Storm og Böm geta alltaf sofið. Hann sá um bréfa- skriftir við áskrifendur og ýmsa höfunda og ýmiss konar bókhald. Ég aftur um allt fjár- málavafstur í bönkum og lánastofnunum og sambönd við höfunda á höfuðborgarsvæðinu á meðan Vemharður var í góðu sambandi við ýmsa höfunda úti á landsbyggðinni. Þá sá ég einnig um auglýsingasöfnun fyrir tíma- ritin, Lystræningjann og síðar Tónlistartíma- ritið er við hófum að gefa út seint á okkar ferli. Þorsteinn hafði yfirumsjón með allri dreifingu bóka og tímarita i bókabúðir og til áskrifenda. Þá má ekki gleyma framlagi Vemharðar til erótíska ritsins sem við gáfum út í tveim heftum, þar var hann ritstjóri og yfirþýðandi. TlLEFNI TlL FAGNAÐAR Margs konar uppákomur voru í kringum útgáfur bóka Lystræningjans. Blaðamanna- fundur á Bárugötunni heima hjá Birgi Svan og konu hans Stefaníu þegar Gjalddagar og A Djúpmiðum komu út og man ég að einung- is Morgunblaðið og Þjóðviljinn sáu þá ástæðu til að senda blaðamenn á vettvang, frá Morg- unblaðinu kom Sighvatur Blöndahl og frá Þjóðviljanum Ingibjörg G. Guðmundsdóttir og tóku viðtöl og skáluðu við okkur í kampavíni. Pétur Hafsteinn áritaði til mín á bók sína á Djúpmiðum, „Til Ólafs Ormsson- ar, forstjóra með lítillátri kveðju". Þá var svolítið hóf heima hjá Birgi Sigurðssyni og konu hans, Elsu Stefánsdóttur, á Spítal- astígnum, 9. júní 1978 á útkomudegi Skáld- Rósu, í glaðasólskini og undir miðnætti leiddi Birgir hópgöngu samkomugesta niður Ing- ólfsstrætið og áleiðis að Þjóðleikhúskjallaran- um þar sem enn var haldið áfram að fagna útkomu Skáld-Rósu. Þá héldum við eitt sinn blaðamannafund í félagsheimili stúdenta við Hringbraut, síðsumars árið 1979 og kynntum þar útg- áfubækur Lystræningjans það árið. Við þre- menningamir sátum fyrir svörum ásamt Thor Vilhjálmssyni og Jóni frá Pálmholti og voru kaffiveitingar, hvítvínsdrykkja og ijó- matertur, allt á kostnað uppvaxandi fyrirtæk- is. „Glaðar og góðar stundir", eins og segir í dægurlagatexta og í endurminningunni eitt samfellt sólskin og heiðskír himinn. MYNDLISTARMENN LÖGÐU SittTil Og þá aftur að tímaritaútgáfunni. Við birt- um ítarlegar fréttir af starfsemi leikfélag- anna á Iandsbyggðinni í Lystræningjanum eftir að við Þorsteinn og Vemharður tókum að okkur útgáfuna. Og leikrit, áður er getið um leikrit eftir Odd Bjömsson og Guðmund Steinsson, einnig birtust leikrit eftir Þorstein Marelsson, Þórdísi Richardsdóttur og Hlín Agnarsdóttur, Kristin Reyr, Ásu -Sólveigu og Hilmar Jónsson. Fjölmargir myndlistarmenn tóku að sér að gera forsíðu Lystræningjans, t.d. Tryggvi Ólafsson í Kaupmannahöfn oftar en einu sinni, Ámi Laufdal Jónsson, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Sigurður Þórir Sigurðs- son, Magnús Kjartansson, Valdís Óskars- dóttir, Sigurður Órlygsson, Gylfi Gíslason og Ásgeir Lárusson. Á tímum Lystræningjans rak Bragi Kristjónsson Fombókhlöðuna á Skólavörðustíg 20 og þar var afgreiðslumað- ur Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, skáld, sem stundum rétti yfir borðið efni í blaðið eftir sjálfan sig eða aðra höfunda og þar komu stundum Einar Guðmundsson, kallaður „Litla skáld“, og Alfreð heitinn Flóki, Úlfur Hjör- var og aðrir listamenn og lögðu til gott inn- legg í útgáfumál Lystræningjans. Bragi bauð í nefið, allra manna skemmtilegastur og þekkti fmmskóg peningamála þjóðarinnar út í gegn. Studdi okkur með heilsíðu auglýs- ingum þegar þannig lá á athafnamanninum og fyrst ég er farinn að ræða auglýsingamál þá er rétt að geta þess að með fjórða tölu- blaði hófum við að birta auglýsingar í Lyst- ræningjanum. VELGJÖItt)AMENN Augiýsingamáttur Lystræningjans var svo sem ekki mikill og hver auglýsing beinn stuðningur við útgáfuna. Upplag þietta frá 500 eintökum frá 1.—5. tölublaðs, síðan allt upp í 1.500 eintök þegar best gekk og áskrifendur flestir í kringum 300—400 sem borguðu reglulega. Því má segja að þeir sem vildu auglýsa hafi raunar haldið blaðinu úti. í hópi þeirra sem vom ósparir á að láta okk- ur hafa auglýsingu, t.d. heilsíður eða baksí- ður sem fékkst nú mest borgað fyrir, vom fyrst og fremst Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi og þá daga framkvæmdastjóri bó- kaútgáfunnar Iðunnar sem hvað eftir annað augiýsti á baksíðu Lystræningjans. Þá reynd- ist okkur vel Víglundur Þorsteinsson, for- stjóri BM Vallá. Ég varla fyrr kominn í dyrag- ættina á skrifstofu Víglundar í Nóatúninu að málin vora frágengin. Baksíða eða heils- íða frá BM Vallá í Lystræningjann með auka- hefti sem við gáfum stundum út eða Tónlist- artímaritið TT. Víglundur með uppbrettar skyrtuermar og reiknivélar fyrir framan sig á skrifborðinu, önnum kafinn, hafði þó alltaf tíma til að ganga frá viðskiptum við Lystræn- ingjann með bros á vör. Hrólfur heitinn Halldórsson, fyrrverandi forsljóri Menningar- sjóðs, fylgdist alltaf af áhuga með Lystræn- ingjanum og studdi útgáfuna, bæði keypti af okkur bækur og einstök tímarit og vildi auglýsa bækur Menningarsjóðs í Lystræn- ingjanum, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Á ég margar góður endurminningar um komu mína í hús Menningarsjóðs við Skáiholtstíg í erindagjörðum fyrir Lystræningjann og sér- staklega minnisstætt hversu alúðlegur og viðfelldinn maður Hrólfur heitinn var. Hann varð ekki gamall, lést á sextugsaldri í fyrra. Ingólfur Olafsson, fyrmrn kaupfélagsstjóri í KRON, taldi víst alltaf ekki nema sjálfsagt að láta okkur hafa auglýsingu í tímaritin og sama gilti um Sigfús Daðason, skáld, for- stjóra Ljóðhúsa hf. sem studdi okkur eins og hann framast hafði tök á með heilsíðu- auglýsingum, af og til. Það er of langt mál að telja upp alla þá sem auglýstu í Lystræn- ingjanum, eða TT, Tónlistatímaritinu, vil þó geta þess að Öm Jóhannsson, skrifstofii- stjóri Morgunblaðsins, samþykkti nokkum veginn reglulega frá sjötta tölublaði og til þess tuttugasta, síðasta tölublaðs, að birta auglýsingar frá Morgunblaðinu. Þá vom einnig í þessum hópi sem auglýsti reglulega í Lystræningjanum Óskar Gunnarsson, for- stjóri Osta- og Smjörsölunnar, Hilmar heitinn Helgason, forstjóri Týlis, Ámi, skrifstofu- stjóri hjá Sól hf., Gunnar Vilhelmsson, for- stjóri Litljósmynda, Aðalsteinn Hallsson, for- stjóri Híbýlaprýði í Hallarmúla, og Skúli Thoroddsen sem var framkvæmdastjóri Fé- lagsstofnunar stúdenta og Stúdentakjallar- ans við Hringbraut. BANKAÐUPPÁHJÁ Merkismönnum Þá var nokkur hópur áskrifenda Lystræn- ingjans sem ég tel helst að hafi talið það skyldu sína að kaupa flestar ef ekki allar útgáfubækur Lystræningjans. Það var sama í hvemig veðri var komið og fiautað á dyra- bjölluna eða bankað á útidyrahurðina á heim- ili þeirra, alltaf sömu elskulegheitin og ekki nema sjálfsagt að versla við Lystræningjann og nokkrir buðu oft til stofu, upp á vindil eða kaffisopa. Á Laufásveginum Sigurður Líndal, lagaprófessor, sem fékk flestar bæk- ur okkar áritaðar, einnig Gils Guðmundsson, fyrrverandi alþingismaður, á Haðarstígnum Vilmundur heitinn Gylfason, við Tjamargötu Sveinn Einarsson, fyrrverandi Þjóðleikhús- stjóri, Baldvin Halldórsson, leikari, og vestur við slipp í gömlu timburhúsi, nýuppgerðu, Vésteinn Ólason, cand. mag., í Grænuhlíðinni Bjami heitinn Vilhjálmsson, í Laugamesinu Helgi Skúta, piltur rétt rúmlega tvítugur, bjó í gömlu húsi, ljósskolhærður með sér- kennileg kringlótt gleraugu og burstaklippt- ur, og Guðmundur Daníelsson, loftskeyta- maður, sem mér er nær að halda að hefði keypt af okkur meira að segja vélritunar- pappír, hefði hann verið til sölu. I tengslum við útgáfuna um tíma fólk sem tók aldrei neina greiðslu fyrir unnin störf, Ingis Ingason, Harald G. Haralds, Einar Haki Þórhallsson, Bjarni Ólafsson, Bjami Ragnar Háraldsson, Guðni Már Henningsson og Óm Karlsson. „Erum Óhugnanlega Þrjó- SKIR“ Þrátt fyrir áfallið árið 1979 þegar við gáfum út sex bækur það árið og verulegt tap varð á útgáfunni vqram við hreint ekki á því að gefast upp. Árið 1980 kom út á vegum Lystræningjans unglingabókin Vertu góður við mig, eftir Hans Hansen, framhald af Sjáðu sæta naflann minn, árið eftir Haltu kjafti og vertu sæt, smásagnasafn eftir Vitu Ándersen, Klás og Lena eftir Hans Hansen og árið 1982 Einkamál, unglingabók eftir Hans Hansen og leikritið Garðveisla eftir Guðmund Steinsson sem sama ár var frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu. Þá komu tímaritin Lystræninginn, TT, Tónlistatímaritið og erótíska ritið Lostafúlli Lystræninginn út nokkuð reglulega þó mjög hafi dregið úr útgáfunni þegar kom fram á árið 1981. í viðtali sem birtist í Vfsi við Þorstein Marels- son undir fyrirsögninni „Emm óhugnanlega þijóskir", einhvem tíma undir lok áttunda áratugarins, segir hann meðal annars: „Við emm alveg sæmilega hressir með ganginn á tímaritinu (Lystræninginn). Viðgangur blaðs- ins byggist á því að við ritstjóramir gefum alla okkar vinnu og sama er að segja um alla sem hafa lagt okkur til efni. Við höfum semsagt ekki getað greitt nein ritlaun enn sem komið er. Það er auðvitað mjög slæmt' og við vonumst til að geta bætt úr því á næstunni. Áskrifendum §ölgar jafnt og þétt og upplagið er nú 1.500 eintök (nóvember— desember 1979). Við getum eiginlega sagt að blaðið hafi ritstýrt sér sjálft. Við höfum tekið og birt það efni sem hefur borist. Það hefur aftur á móti komið niður á heildargæð- um blaðsins. Núna eram við að byija að hafa sjálfir frumkvæði og leita til manna um efni. GertUppVið Alla Lánardrottnana Og það er mikið rétt, við áttum það vissu- lega sameiginlegt að vera óhugnanlega þijóskir og héldum útgáfunni áfram raunar lengur en fjárhagur ieyfði. Þegar við hættum um áramótin 1982—83 höfðu komið út tutt- ugu tölublöð af Lystræningjanum, þrjú af Tónlistartímaritinu, tvö af þeim Lostafulla og auk þess tuttugu bækur á fimm ámm. Við áttum góð samskipti við ýmsa sem tóku að sér verkefni fyrir útgáfuna, t.d. Áma og Halldór í Leturvali, Birgi Fredriksen í Prents- míði, Knút Signarsson og Þorgeir Baldursson í Odda, Þórólf í Hólum, Hrafnkel hjá Guð- jóni Ó., Svavar Sölvason, Hermann heitinn Aðalsteinsson, Harald S. Blöndal og Einar Egilsson í Félagsbókbandinu og ekki má gleyma Sveini Skorra Höskuldssyni sem var okkur innan handar varðandi Norræna þýð- ingarsjóðinn. Við emm stoltir af því að hafa gefið út fjölmargar bækur og tímarit og í endurminningunni er bjart yfir þessu tíma- bili þegar Lystræninginn sf. lét vemlega að sér kveða á ámnum 1975—82. Þegar upp var staðið höfðum við gert upp við alla lánar- drottna. Mest munaði um að þegar skulda- súpan var orðin næstum óviðráðanleg þá gerði Anton Öm Kjæmested fyrir hönd Bóka- klúbbs Almenna bókafélagsins okkur tilboð í stóran hluta bókalagersins sem enn var óseldur og við gerðum endanlega upp skuld við Iðnaðarbankann að upphæð um tvö hundmð þúsund krónur. Útgáfusaga Lyst- ræningjans er ef til viil efni í heila bók. Hvort hún verður nokkum tímann skrifuð er svo annað mál... t' Höfundur er rithöfundur og næturvöröur Reykjavik LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. OKTÓBER 1988 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.