Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Blaðsíða 8
Heima eítir 11 áraútivist
og flökkulíf
um tíma í Villta Vestrinu
va Benjamínsdóttir átti stutt samtal
við Lesbók fyrir 13 árum af mjög
svo sérstæðu tilefni: Hún hafði m.a.
lært hundasnyrtingar í Ameríku og
ætlaði að reka sérstaka snyrtistofu
í þessu augnamiði. Það var þá stað-
urinn í borg, sem bannaði hunda-
hald, enda varð þessi starfsemi
skammlíf. Raunar var þetta
aukabúgrein myndlistarkonu, sem
hafði af eðlislægum áhuga á tilver-
unni lagt stund á ýmislegt fleira
fyrir vestan; þar á meðal látbragðs-
leik og leiklist, jassdans, svissneska
strengbrúðugerð og rússneskar
bókmenntir - fyrir utan myndlist
og þar á meðal skúlptúr. Hún hafði
líka að námi sínu loknu efnt til
sýningar í Ásmundarsal og fengið
lofsamlega gagnrýni: „Hressilegur
blær yfír verkunum..." og „lipurt
yfírbragð, sem vitnar um lífsfjör
og leikandi hugarfar", sagði mynd-
rýnir Morgunblaðsins.
Eva er frá Bíldudal en fluttist
ung að árum með fjölskyldu sinni
til Reykjavíkur og ólst upp í Skeija-
fírðinum, þar sem hún komst í kynni
við óvenjulegan mann, sem iðkaði
gönguferðir í íjörunni. Þar var kom-
inn Þórbergur Þórðarson og varð
nú enn að Sobbegga afa, þegar
hann kenndi Evu þá kúnst að hlusta
á steina.
Hneigð tii myndlistar kom
snemma til sögu, segir Eva og
bætir við, að líklega sé hún bóhem
að eðlisfari. Eftir undirbúningsnám
í myndlist í Myndlistarskólanum í
EVA
BENJAMÍNSDÓTTIR
myndlistarkona tekin
tali í tilefni sýningar á
Miklubraut 50, þar sem
hún hefur opnað
sýningarstað, sem heitir
Gallerí Eva.
Náttúruhamfarir, 1988.
Reykjavík, þar sem hún naut leiðsagnar
Hrings Jóhannessonar, var hún um tíma við
frönskunám í Suður-Frakklandi, en hélt
síðan til Ameríku með eiginmanninum, Pétri
Pétursyni tónlistarmanni, sem fór í
tónsmíðanám. Þau dvöldu fyrst í New York,
þar sem Eva hafí raunar dvalið áður; það
var á hippatímabilinu 1967-69, „þá var ég
einn skrautlegasti hippinn í Greenwich Vill-
age,“ segir hún.
Þau Eva og Pétur fluttu sig síðan um set
til Boston, þar sem bæði innrituðust í nám
1976; Eva tók þar inntökupróf í School of
the Museum of Fine Arts. Þar lagði hún
stund á málverk óg skúlptúr og raunar
margar hliðargreinar, því um margt er að
Eva Benjamínsdóttir í vinnustofu sinni.
velja í svona stofnun; þar á meðal tók hún
ljósmyndun, svo og og ýmisskonar verklegt
nám, sem praktískt er fyrir listamann: Log-
suðu og rafsuðu, hömrun, meðferð trésmíða-
véla og fleira þessháttar.
Eva komst inn í skólann á síðari hluta
annars árs og þegar þar er komið sögu,
vinna neniendur sjálfstætt - Independent
Studies kalla þeir það- og nemandinn óskar
eftir því sjálfur, ef hann vill fá kennara til
að líta til sín. Þetta er mjög dýr einkaskóli
og kennir m.a. klassísk vinnubrögð; þar á
meðal þá málunaraðferð, sem kennd er við
meistara fyrri alda. Eva útskrifaðist þaðan
1984.
„Þegar verið er við nám í Bandaríkjunum,
má ekki samtímis vera í vinnu. Það var að
sjálfsögðu lifað á námslánum, sem nú er
verið að stritast við að borga af, en auk
þess seldi ég íslenzkar lopapeysur; við tókum
að okkur að gera upp gamlar íbúðir, ég
kenndi íslenzku og var módel í öðrum lista-
skóla“, segir Eva. Hún hafði loks fengið
rúmgóða vinnustofu í aflögðu vöruhúsi í
Boston; það var nauðsynlegt, því skólinn
gat ekki útvegað slíkt vinnuhúsnæði, en
gerði aftur á móti kröfur um stór verk, svo
sem lengi hefur tíðkast í Ameríku. Eftir að
Eva útskrifaðist flutti hún sig um set og
fékk vinnustofu í stórri hlöðu í New Hamps-
hire, þar sem hún hélt áfram að mála stór-
ar myndir og seldi nóg til að geta keypt
sendibíl, sem tekinn var í gegn og gerður
að íbúðarhæfri vinnustofu á hjólum.
„Þetta var mjög tilfinningahlaðið tíma-
bil,“ segir Eva, „því við hjónin vorum að skilja.
Mig langaði í meira nám; m.a. í mannfræði
og fomleifafræði, en til þess fékk ég ekki
styrk. Og alla ævina hafði ég þráð að leggj-
ast í ferðalög og láta hverjum degi næga
sína þjáningu. Nú sá ég færi á að láta þann
draum rætast, þótt raunar væri ég efnalaus
fyrir utan bílinn, sem kom í minn hlut. Mig
hafði lengi langað að flakka eitthvað um
vestanverð Bandaríkin; komast í Villta Ve-
strið og kynnast mannlífí þar, svo og mynd-
listinni, sem ég vissi að var sérstæð og ólík
því sem ég hafði kynnst í New York og
Boston.
Það er skemmst frá því að segja, að ég
lét þennan draum rætast. Hún Eva litla,
fyrrverandi hippi og alla tíð bóhem, bar inn
í þennan bíl fátæklegar föggur sínar, lítinn
kæliskáp, sængina að sjálfsögðu, svo og liti
og léreft. Þá var ekkert að vanbúnaði og
ég lagði íann vestur á bóginn. Um þessar
mundir dvaldi Hermína tvíburasystir mín
ásamt manni sínum og dóttur vestur í Ariz-
ona og ég var ákveðin í því að komast til
þeirra, en annars var engin ferðaáætlun.
Sem sagt: Ferð án fyrirheits. Samt hafði
ég með mér myndavél, dagbók og segul-
band, sem ég talaði inná í einverunni og
lýsti leiðinni og því sem ég upplifði.
Þetta var skemmtileg tilbreyting, sem
átti vel við mig. En vissulega flögraði stund-
um að mér, að svona ferðalag gæti verið
varasamt fyrir einsamla konu. Þegar vestar
kom í landið til Nashville í Tennesee, eignað-
ist ég talstöð í bílinn, sem reyndist ágætt
öryggis- og hjálpartæki, ekki sízt eftir að