Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Blaðsíða 11
itt af málverkum Harðar á sýnmgunni á Kjarvalsstöðum, sem opnuð verður eftir viku: Myndin er nokkuð dæmigerð rir þann stíl, sem Hörður hefur tileinkað sér og mætti skilgreina sem abstraksjón eða stílfærslu byggða á landslags- rirmydum. — Ferðu mikið á söfn og skoðar myndlist? Nei, ég forðast það. Mér finnst að ég eti smitast. Ég hef fundið inn á _það hjá ér og vil ekki eiga það á hættu. Eg sæk- ; þá heldur eftir að skoða myndlist sem ólík minni. Og þó að megi kannski kalla :tta áhrifagimi eða næmi eða hvað, þá :t ég ekki nefnt neina sérstaka málara sem ifa haft meiri áhrif á mig en aðrir. Pic- so fínnst mér samt sem áður toppurinn. ugmyndaflug hans svo taumlaust. Ef ég tti að nefna íslenskan uppáhaldsmálara það tvímælalaust Kjarval. Hann ber af, eði sem listmálari ogsvo var hann ógleym- ilegur persónuleiki. Ég man eftir því þeg- ég var pjakkur, þá vann ég sem sendill >ókabúð hér í Reykjavík. Þá kemur Kjarv- inn til að kaupa afmælisgjöf handa vini num. Gjöfínni er pakkað inn og ég á að ndast með hana úr miðbænum og uppá lufásveg. Kjarval tekur sig til og teiknar nhveijar fígúrur utaná pakkann. Það var /intýri að fylgjast með honum. Ég man .ð var rigning á leiðinni og ég hafði mikl- áhyggjur af þessu listaverki og reyndi i fela pakkann sem best undir úlpunni inni. ington. — Og svo hefur þú fengist talsvert við frímerkjagerð? — Ég hef gert frímerki fyrir Sameinuðu þjóðimar og CEPT. Það er hörð samkeppni í þessum bransa og mikil kúnst að fást við frímerkjagerð. Yfirleitt eru þetta verkefni sem þarf að túlka á einn eða annan hátt. Maður fær kannski verkefni sem getur heit- ið Hungur. Þá þarf það að vera sterkt, ein- falt — og maður verður að taka tillit til leturs og lita og vita töluvert um prentun. Svo eru frímerkjasafnarar mjög sérstakir menn og nákvæmir. Ég fæ stundum bréf — jafnvel tíu árum eftir að frímerki hefur komið út þar sem ég er beðinn um lista- mannsferil o.þ.h. Þeir skrifa þá fyrst til Sameinuðu þjóðanna til að fá að vita deili á mér og síðan til íslensku póststjómarinnar til að fá heimilisfang. — Nú ertu búinn að búa lengi í stórborg. Hvemig áhrif hefur stórborgin á listina? — Ég er ekkert hrifinn af stórborgum, og það þó ég hafi búið öll þessi ár í stórborg. En ég er búinn að koma mér vel fyrir og orðinn vanur. En ég verð alltaf að fara uppí sveit með nokkurra daga millibili. Til að skoða fjöllin. En það er náttúmlega ekki eins frábært útsýni og á íslandi. — Finnst þér erfitt að selja myndirnar þínar? — Mér er ekki alveg sama hvert þær fara. Ég hef helst ekki viljað selja þær er- lendis. Nú er mikið um að allskonar stórfyr- irtæki, einsog IBM og Xerox, sækist eftir listaverkum í stofnanir sínar, sem er auðvit- að gott og gilt. Til þess hafa þau menn á sínum snæmm, sem heita því fína nafni list- ráðgjafí í stað þess að heita einfaldlega sölumaður. Þeir eru með langa lista af lista- mönnum og oft undarlegt verðmætamat. Ég er ekkert hrifinn af þessu og vil ekki láta veggfóðra með myndunum mínum. Það var mjög gaman þegar ég sýndi hér heima síðast — fyrir tíu ámm á Kjarvalsstöðum, —seldust allar myndimar á fyrsta degi. jEin myndin seldist meira að segja tvisvar. Það var fyrir einhvem misskilning. Konan sem varð af myndinni var alveg eyðilögð, þannig að ég tók mig til og tók græjur og léreft og lagði undir mig eldhúsið hennar mömmu í nokkra daga og málaði eins og vitlaus. En ég get varla lýst því hvað konan varð glöð þegar hún tók við myndinni. Það er ómetanlegt að geta glatt fólk á þennan hátt. En fólk spyr oft furðulegra spuminga á sýningum og kemur með undarleg við- brögð. Mjög algeng spurning er: Hvað tók þetta langan tíma? Ég svara stundum: Það tók mig alla ævina. Tíminn er svo afstæður þegar um vinnu við list er að ræða. Nú þegar þú ert búinn að vera svona lengi erlendis, hvemig kemurþérþá íslenskt listalíf fyrir sjónir? - Það sem ég hef séð er mjög gott. Ég var að koma úr Listasafni íslands, sem mér leist mjög vel á. Fallegt hús og góður arki- tektúr. Þar var sýning sem hét Fimm ungir íslendingar. Þetta vom menntaðir ungir menn, sem greinilega em að reyna sig og gera tilraunir. Það finnst mér virðingarvert. En þetta em ekki verk sem maður kaupir inná heimili. En þessir ungu menn em að leita að sjálfum sér. Hér á íslandi er líka mikið um listafólk og yfirleitt finnst mér fólk á íslandi ótrúlega duglegt og áhuga- samt, og stórkostlegt að sjá hvað fólk er að gera í þessu kalda, fámenna og af- skekkta þjóðfélagi. Ég er búinn að sjá mjög mikið af fyrsta flokks vinnu á ýmsum svið- um. Og yfirleitt uppgötva ég eitthvað nýtt í hvert skipti sem ég kem hingað. — Hefur myndlistin kennt þér að finna sjálfan þig — eða heldurðu að maður Fmni sjálfan sig einhverntíma alveg? — Það er svipað því þegar maður klifrar uppá fjall, þá tekur næsta fjall við og mað- ur vill fara þangað og þannig fjall af fjalli. Konan mín hefur einmitt gagnrýnt mig fyr- ir þetta að vilja geysast áfram og geta aldr- ei verið kyrr. Við emm að fara núna til Lúxemborgar og ég er búinn að lofa henni að kyrr þar. — En myndlist þín, er hún svar við ákveðnum umhverfisáreitum, — því sem þú upplifir í umhverfi þínu? — Ég held að það sé erfiðara að mála eitthvað úr huganum en eitthvað sem er til. Þegar maður er að mála eitthvað úr huganum, er maður að prófa. Annars er verið að túlka. En ég held að það sé bara í mér að mála, eitthvað sem ég losna ekki við. Og mér hefur aldrei verið meiri alvara en núna. KRISTJÁN HREINSSON Svefndrykkja Fyrir andlega Ijósið ég stunda veraldleg störf mitt stafróf er hringrás þess lífs sem allir þekkja. Eg er Ijóðskáld í álögum þegar skálda er þörf og þess vegna finnst mér ég vera tímaskekkja. I tilverunni held ég að mér höndum og hugsun mín fær styrk frá góðum öndum. Þegar staurínn á götunni ýtir Ijósinu inn þá elska ég lífið sem birtist mér á skjánum og í svefndrukknum huga fegurð lífsins ég fmn þó fóma ég höndum og læðist um á tánum. I náttmyrkrinu guðað er á gluggann og geislarnir þeir hoppa inn í skuggann. Þegar hljóðið í ísskápnum gefur kyrrðinni gaum þá geng ég í hringi og reyni' að yrkja stöku, eins og bráðlátur graðfoli drekk ég fljótandi draum og dansa um loftið á milli svefns og vöku. Og draumar þið á svörtum vængjum svífið er svefninn hefur yfirbugað lífið. Höfundurinn er Ijóðskáld í Reykjavík og var áður Hreinsmögur. GEIR G. GUNNLAUGSSON Ástin Ástin er lífsins rauðasta rós reynslunnar stærsta gaman, hún kom og færði mér lífsins ljós við lifðum og glöddumst saman. Við siglum á fannhvítri eilífðarörk í umheimsins víðu geima. Lífið á engin endamörk, ekkert sem hægt er að gleyma. Það skelfa ekki ástina skuggans þil hún skærustu litina málar, það er enginn dauðlegur dagur til í draumheimum mannlegrar sálar. Til vinar míns Þó að aldur þyngi spor þú mátt aldrei gleyma að við áttum eitt sinn vor og undurfagra heima. í samkeppninnar svartabyl sumir deyja af kulda en mig hefur lengi langað til að lifa og deyja án skulda. Eg hefi þá raunhæfu reynslu átt og reiknað mér það til gamans að trúin og vonin á meiri mátt en myrkrið og dauðinn til samans. Þó vinir hverfi er sá aldrei einn sem yrkir af nægtabrunni. Hann er fjallsins hljóðasteinn á heimsins sterkasta grunni. Höfundur er bóndi í Lundi við Nýbýlaveg í Kópavogi. ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR Styx I dag hefði hún haldið í örmum sínum á sakleysi því sem deytt var í krafti sjálfselsku og fórnaðir á altari hverfulla vona um veraldleg gæði. Hún vaknar við grát um nætur en vaknar ein sorgin og samviskan fylla nóttina svo óendanlega löng og full af tárum sem streyma fram líkt og blóðið er skolaði lífinu burt úr móðurkviði. Höfundur er skrifstofustúlka í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. DESEMBER 1988 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.