Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Blaðsíða 3
V \ LESBOK M O R G U N B L A D 8 . N^V Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: AÖalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Myndin er af málverki Einars Hákonarsonar við Klukkukvæði Hannesar Péturssonar og er það mál- að sérstaklega fyrir íslenzku Hljómsveitina og tón- leikaröð hennar, Úr námum, og verður sýnt um leið og tónverk Johns Speights, sem einnig er við ljóð Hannesar, verður flutt. Vísast hér til ljóðsins og formála við það á bls 7. Eysteinn munkur Ásgímsson hefur orðið þjóðinni kunnur og hjartfólginn vegna Lilju, „sem allir vildu kveðið hafa“. En hitt vita færri, enda langt um liðið, að Eysteinn gat verið „beggja handa járn“: Annarsveg- ar friðsamur, en á hinn bóginn uppivöðslusamur. Um þennan merkilega mann skrifar Þorsteinn Ant- onsson. Hörður Karlsson er maður nefndur og hefur lengst af búið og starfað fyrir ættjörðina í Washingtón. Hann hef- ur lengi lagt gjörva hönd á myndlist; helgar sig því viðfangsefni alfarið nú og heldur sýningu á Kjarvals- stöðum eftir viku. Af því tilefni er rætt við hann. Ferðablaðlð Fjallar að þessu sinni m.a. um Thailand, sem til skamms tíma var næstum alveg utan þess hrings, sem íslendingar venja komur sínar á. En nú þykir ekki tiltökumál að ráðast í Thailandsferð og þar er margt að sjá, en einnig ýmislegt að varast. • s ■ i .7 ) JÓN HELGASON Til höfundar Hungurvöku Hér stíg ég enn mínum fæti á fold og fylli lungun í blænum, en þú ert örlítil ögn af mold undir sverðinum grænum. Þitt nafn er sandkorn í hafsins hyl og heimtist aldrei að landi. Þú vissir ekki að ég yrði til úr ættanna kynlega blandi. Ogþógetur verið ef þín trú varrétt að þig ég um síðir finni, en hæpnara miklu efmín trú errétt hvort mun það nokkuru sinni. Þaðféll íhlut minn að hyggja um sinn að handaverkunum þínum, mérfannst sem ættirþú arfinn þinn undir trúnaði mínum. Því ef til vill gæti ég eitthvað séð sem öðrum tekst ekki að finna, og ef til vill væri mér eitthvað léð sem ekki er í vörzlum hinna. Þótt enn sé margt sem er illa lest og aldirnar leifðu skörðu, erflækjan greidd sem éggat það bezt, gamli maður í jörðu. Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn var fæddur á Rauðsgili í Borgarfiröi 1899. Eftir stódentspróf i Reykjavík og nám i norrænum fræðum i Kaupmannahöfn, varð starfsvettvangur hans i Stofnun Árna Magnússonar. Ljóða- safn hans, Úr landsuðri, sem út kom 1939, skipaöi honum á bekk með öndvegisskáldum. Gömul saga og tilbrigði um stef Eg hef aldrei lagt það í vana minn að safna einu og öðru. Því veldur eink- um skortur á skipulags- gáfu en nógu erfiðlega gengur að hafa reiðu á nauðsynlegustu gögnum og gæðum. Þess vegna á ég enga grein, sem ég hef skrifað um dag- ana. Þær verða bara til eins og hvetjar aðrar dægurflugur sem hverfa og gleymast og vel má vera að þær séu flestar tilbrigði um sama stefið, sprottnar fram af sömu kveikju eða lífsskoðun. Þessi hugsun varð svolítið áleitin er gamla dægurflugu rak á ijörur mínar fyrir skömmu, og reyndist þar vera komin kveikjan að mörgum Rabb- greinum og öðrum greinum og ýmsum skoð- unum sem ég haf haldið fast við undanfar- in ár og áratugi. Þær eru ekki ættaðar úr heimspekiritum eða háleitum ljóðum heldur úr rússnesku skipi, sem lagði upp frá Reykjavík á haustdögum árið 1966 með rúmlega fjögur hundruð farþega, og Baltíka hét. Nú eru sjálfsagt margir, sem hafa ekki heyrt téðar Baltíku getið, en fyrir tuttugu og tveimur árum var hún á hvers manns vörum og sá saumaklúbbum og heitum pott- um fyrir æsilegu umræðuefni, um þær mundir er íslendingar tóku að gera víðreist út fyrir túnfót sinn og landsteina til að kanna siðu og háttu erlendra þjóða, í raun- ini var þetta ósköp venjulegt rússneskt áætlunarskip sem íslenzk ferðaskrifstofa og karlakór tóku í sameiningu á leigu til skemmtisiglingar um Miðjarðarhaf og Svartahaf. Farþegar voru líka ósköp venju- legir íslendingar, hvorki betri né verri en aðrir en sumir voru þó öllu fjáðari en gekk og gerðist á þeim tímum enda kostaði fímm vikna sigling að sjálfsögðu dijúgan skilding að viðbættu skotsilfri til ferðarinnar. Undirrótin að flestum Baltíkusögunum var trúlega hin rótgróna sagnaskemmtun íslendinga enda sóru þær sig sumar í ætt við lygisögurnar, sem fornir konungar höfðu mesta skemmtun af, en öfund þeirra, sem heima sátu, mun einnig hafa átt sinn hlut að máli. Við lestur fyrmefndrar greinar rifjaðist samt upp heldur skrumskæld þjóðlífsmynd, sem bar fyrir augu ungs blaðamanns um borð í þessu nafntogaða skipi — hálfgert „kúltúrsjokk" sem aldrei hefiir greiðst al- mennilega úr. Þar segir m.a. frá því er farþegar gerðu áhlaup á verslanir um borð í skipinu og keyptu þaðan upp allan vaming á á örfáum dögum — allt frá dýrindis grávöru ofan í sniðljótar léreftsblússur. Það segir frá undr- un rússneska afgreiðslufólksins sem taldi allan þennan atgang benda til langvarandi kreppu og vöruskorts á íslandi. Það segir frá hamstri á drykkjarvöru, þegar spurðist að einhveijar tegundir væm á_ þrotum og þrásetum við barinn, eins og íslendingum hefði aldrei verið skammtaður deigur dropi. Og svo rifjuðust upp æðisgengnar ferðir um menningarborgir Miðjarðarhafslanda, þar sem mörgum þótti einu gilda hvað staðurinn hét, ef það var bara hægt að komast í versl- anir. Upp í hugann komu slóttugir farand- salar, sem seldu auðtrúa mörlanda pjátur fyrir gull og gamlar konur sem týndust eða féllu í öngvit af kaupæði. Eftir skoðunarferðir um Alexandríu, Aþenu, Damaskus og Miklagarð komu farðeþegar himinsælir á svip, klyfjaðir kopp- um, kirnum, styttum, húsgögnum og álna- vöru. Og einhvers staðar slógust uppstopp- uðu úlfaldarnir í förina. Þeir fengu þó ekki að nema land á Fróni. Heilbrigðisyfirvöldum hér heima bárust þær fréttir af því að þeir væru morandi í óværu og sendu skeyti um borð í skipið þar sem farið var fram á að þeim yrði tafarlaust varpað á sjó út. Einn eigandinn þráaðist þó við og kvaðst sjálfur mundu skella sér útbyrðis ef úlfaldi hans hlyti vota gröf, en einhveijum tókst að koma í veg fyrir svo dapurleg málalok. Þegar happafleyið okkar tók að nálgast Island að nýju voru sumir farþeganna orðn- ir rauðeygðir af svefnleysi þvi að kojur þeirra voru yfirfullar af austurlensku góssi. Aðrir höfðu komist að raun um ósigur sinn í skiptum við arabíska kauphéðna, og fíla- beinið var ekki fílabein og smargarðamir aðeins grænt gler. Ánægðastir voru þeir, sem lítið höfðu verzlað og notið ferðarinnar á annann hátt, skoðað sig um í glæsiborg- inni Beirut, þar sem nú stendur ekki steinn yfír steini, eða eytt dagstund í gömlu Jerú- salem, sem hefur gerbreytt um svip. Og hópurinn sem lét verslunarferð um Áþenu Iönd og leið en hélt þess í stað á slóðir vé- fréttarinnar í Delfí á sér ýmsar perlur í sjóði minninganna, sem hvorki týnast né verða dæmdar óekta. Vegna alls þessa hef ég ímugust á stjóm- lausu kaupæði og verslunarferðum til út- landa. Þær minna mig jafnan á undmnar- svip rússneska afgreiðslufólksins um borð, flærðarlegt augnaráð farandsalanna í Alex- andríu og gömlu konuna sem týndist í borg- inni eilífu án þess að hafa hugmynd um hvar hún var stödd með úttroðið peninga- veski og án þess að kunna annað erlent orð en Baltíka. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. DESEMBER 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.