Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Blaðsíða 12
T E fJ L T MT 1
T I M I S O A R A
Svo tíl affir í flokkiHéð-
ins lMtfiki einkaþjáltara
Dagbókarbrot eftir Fríðu Ásbjömsdóttur
29. júlí.
éðinn lék undarlega í dag. Vinningur sýndist
vera á næsta leiti, þá virtist sem honum
væri öllum lokið. Hann lék skákinni niður
og andstæðingurinn fór að hlæja og hristi
hausinn. Ég fann, að ekki var allt með felldu.
Sagt frá síðari hluta
keppninnar á
heimsmeistaramóti
ungmenna í Timisoara í
Rúmeníu, þar sem þau
Héðinn Steingrímsson
og Guðfinna Lilja
Grétarsdóttir kepptu við
erfiðar aðstæður
Síðari hluti
Héðinn Steingrímsson með verðlauna-
gripi sína frá þvíhann varð heimsmeist-
ari ungmenna, 12 ára og yngri.
Héðinn var orðinn lasinn. Magaveikur og
með höfuðverk. Hér er sérslök læknavakt
allan sólarhringinn. Læknirinn gaf okkur
nokkrar tegundir af pillum.
30. júlí.
H éðinn tefldi í dag og skákin fór í bið.
íslendingamir þurfa ekki lengur að óttast
að lenda í biðskák. Aströlsku fararstjóram-
ir eru engir skákfræðingar en hafa komið
sér inn undir hjá Rússunum. Rússamir em
með fímm sérfræðinga á taflsviðinu og föð-
ur Kamski að auki. Mér fínnst á þeim, að
þeir séu hingað komnir til þess eins að sigra
og það verði og skuli heppnast. Ástralimir
sögðu mér að hafa samband við þá eða
Rússana beint ef keppendur mínir lentu í
biðskákum. Hollenski fararstjórinn er líka
tilbúinn að leggja okkur lið, ef þannig stend-
ur á, svo og fleiri ágætir menn. Héðinn á
biðskák á móti einhentum Júgóslava, Tratar
að nafni. Skákdómarinn spurði Héðin hvort
hann skrifaði undir jafntefli, en Héðinn
hafnaði.
í býti — eða kl. 9.00 — í fyrramálið á
Héðinn að mæta á skákstað. Eftir kvöldmat
börðum við að dyrum hjá Rússunum og
báðum þá að líta á biðskákina. Þótt þeir
virtust ekkert óðfúsir að gera það létu þeir
tilleiðast og töldu stöðuna jafntefli. Þar sem
Héðinn kvartaði um óþægindi í höfði og
maga ákváðum við að hafa tal af lækninum.
Þegar þangað kom leið skyndilega yfír
Héðin og féll hann á gólf Iæknastofunnar.
Læknirinn var sýnilega felmtri sleginn, flýtti
sér að losa um föt drengsins, þreifaði á
púlsi og hljóp í símann. Þegar Héðinn rank-
aði við sér og fór að jafna sig ákvað læknir-
inn að senda hann í sjúkrabíl á bamaspít-
ala. Fylgdi ég honum þangað og fékk að
dveljast þar, meðan frekari rannsókn fór
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, íslenzki
keppandinn í kvennaflokki á skákmót-
ininu í Timisoara í Riimeníu.
fram. Eftir 4 stunda dvöl á spítalanum var
okkur leyft að fara í leigubíl heim á hótel-
ið. Þegar Héðinn vaknaði morguninn eftir
var hann mun hressari. Fór á skákstað og
tefldi biðskákina, sem fór í bið öðm sinni.
Hafði þá hagur Héðins vænkast verulega
og vakti taflmennska hans athygli.
Síðdegis átti að tefla nýja umferð. Fór
ég þess á leit við skákstjórann, að Héðinn
fengi að fresta skákinni, enda hafði það
komið fram í rúmönskum dagblöðum, að
annar íslenzki keppandinn hefði veikst og
verið fluttur á sjúkrahús. Skákstjórinn taldi
ókleift að fresta skákinni, annaðhvort yrði
að gefa hana eða tefla.
Héðinn tók þann kost að mæta til leiks
og hefja taflið. Hann kvartaði fljótlega um
svima og rétti fram höndina til uppgjafar.
Samúð ýmissa áhorfenda duldist ekki. Duffl-
as Woód, ástralskur kunningi minn, ók okk-
ur Héðni á bamaspítalann, en Héðinn átti
að mæta þar að tafli loknu.
Á mótsstað hafði ég kynnst nokkuð Vic-
tor Frias, fyrirliða bandarísku sveitarinnar.
Sýndum við honum einnig biðstöðuna.
Bauðst hann Ijúfmannlega til að koma upp
á herbergi okkar og skoða hana nánar, sem
hann gerði, ásamt Ilian, sem þá var efstur
í flokki drengja undir 16 ára aldri. Töldu
þeir báðir, að Héðinn ætti að geta unnið.
Álit Rússanna morguninn eftir var sam-
hljóða. Annars var Héðinn, þegar hér var
komið sögu, heldur rislágur. Vinningslíkur
á biðskákinni voru því kærkomin uppörvun.
Júgóslavinn hafði einnig pælt heilmikið í
skákinni og vissu báðir hvað helst var til
sóknar og vamar. Svo fór að Héðinn vann.
Hann ákvað að reyna að tefla síðdegisskák-
ina. Hlaut hæglátan og hógværan andstæð-
ing, enskan pilt, Woods að nafni, og vann.
4. ágúst.
Nú virtist létta til hjá okkur. Góður svefn.
Lilja virtist leika á als oddi — hafði góðan
félagsskap á kvöldin og taflmennskan í
góðu lagi.
. Við Héðinn fengum heimsókn í gærkvöldi
frá rúmenskri konu, sem er dóttir prófess-
ors í eðlisefnafræði, starfsbróður
Steingríms, mannsins míns. Steingrímur
hafði skrifað honum og sagt honum frá
okkur. Dóttur hans, sem einnig er eðlisefna-
fraeðingur, tókst að hafa uppi á okkur.
I Rúmeníu leggur ríkið þær skyldur á
herðarþeim, sem Ijúka háskólanámi, að þau
vinni þar, sem ríkið ákveður næstu þrjú
árin. Nú vildi svo til, að þessi rúmenska
kona var gift eðlisefnafræðingi og átti hann
eftir hálft ár af þessum þrem ámm, sem
hann varð að ósk stjómvalda að vinna í
allt annarri borg en kona hans. Að loknu
þessu hálfa ári bjóst konan við að fá mann-
inn til sín. Þau vom búin að festa sér íbúð
í blokk. Von var á barni eftir 4 mánuði.
Þau vom búin að ákveða að bömin yrðu
bara tvö í framtíðinni. Daglegt lff fólks er
mjög fyrirhafnarsamt í Rúmeníu. Það þarf
að standa í biðröðum frá því kl. 4.00—5.00
á morgnana til að fá nauðsynjavömr. Hún
sagðist ekki geta séð fyrir sjálfri sér, ef
ekki kæmi til aðstoð foreldra hennar við
að afla nauðsynlegra hluta. Það væm ekki
peningar, sem þau vantaði. Ég spurði, hvort
hana langaði ekki til að flytjast vestur fyrir
tjald og freista gæfunnar þar. Hún sagði,
að Vesturlönd mgluðu hana í ríminu —
úrvalið væri þar allt of mikið — hún kynni
ekki að velja og hafna. I sínu heimalandi
vissi hún hvar hún hefði hlutina. „En hvað
um framfarir á vísindasviðinu — er þér ekki
hugleikið að fá að fylgjast betur með á
þeim vettvangi?“ spurði ég. „Jú, að vísu.
Framfarir eiga örðugt uppdráttar hér eins
og er.“ Síðustu þijú orðin sagði hún með
breyttum áherzluróm.
Það var áberandi hve fólkið notaði mikið
almenningsvagna og hve ódýrt var að nota
þá. Fáir bflar vom á götunum. Trabantar
og Lödur vom aðalfarkostimir. Þau feðgin
fylgdu okkur fótgangandi báðar leiðir til
og frá hóteli.
5. ágúst.
í gær tefldi Héðinn hvítum gegn Robert
Selzer, vini sínum frá Bandaríkjunum. Héð-
inn hafði haft orð á því við mig kvöldinu
áður, að ekki væri svo gott að tefla við vin
sinn. „Hann er alls ekki vinur þinn á tafl-
borðinu á meðan á skákinni stendur. Bara
á eftir,“ sagði ég. Það skrýtna var, að það
sama hafði Robert (Bobby) sagt við sína
foreldra kvöldið áður og pabbi hans hafði
svarað á sömu lund og ég hafði gert. Héð-
inn kom með óvænta byijun, sem Bobby
réð ekki við. Hann var alla skákina í
klemmu, komst aldrei út með sína menn til
virkrar andstöðu. Bobby var sáraóánægður
með skákina, sem lauk með vinningi Héðins.
í gær var nýr rúmenskur læknir á vakt.
Hann gaf mér „glucosa minerals“-duft ti
að setja út í vatnsglasið hjá Héðni. Héðni
snarbatnaði í höfðinu og sviminn hvarf í bili.
Undanfarna daga hefur Kamski Gata
verið í fyrsta sæti en hann tapaði sinni
fyrstu skák gegn Eran Liss frá Israel, vini
okkar. Nú þegar tvær umferðir em til leiks-
loka em 10 drengir nefndir, sem hugsanlega
gætu orðið sigurvegarar. I þessum hópi er
Héðinn talinn með (bjartsýni).
Héðinn tefldi næst við Kamski Gata en
sú skák fór illa. Héðinn hafði svart og var
kominn með fallega uppbyggða sóknarstöðu
og Gata var sýnilega farið að líða illa.
Augnaráðið, sem hann sendi pabba sínum,
lýsti spurningu og smá ótta. Pabbi Gata
gerðist órólegur, sló hnúum í lófa sér hvað
eftir annað og sló líka í handriðið. Hann
benti á mig og síðan á Héðinn. Ég skildi
ekki hvað hann meinti. Við höfðum ekkert
tungumál til að geta talað saman. Svo kom
afleikurinn hjá Héðni og Gata komst að
baki árásarliðs Héðins og brytjaði það nið-
ur. Þessi afleikur var Héðni í rauninni ljós,
áður en hann lék, en Héðinn var ekki með
fulla krafta þama og lengi á eftir gat hann
ekki fyrirgefið sér þetta og vildi ekki um
það ræða. Það var ekki fyrr en að mótinu
loknu eða tveim dögum síðar, að Héðinn
ræddi við Kamski. Þeir hittust þá í anddyri
hótelsins. Kamski var með allt sitt hafúr-
task á heimleið. Héðinn og Gata töluðust
við í miklu bróðerni og kvöddust sem vinir.
Mér virtist Kamski indæll piltur. Hann talar
nokkuð góða ensku. Kamski sagði við mig
„your son is a very good player" (sonur
þinrr' er mjög góður skákmaður). Ég þakk-
aði honum fyrir falleg orð og sagði það
væri ekki sama fyrir mig, hver segði þetta.
Það var áfall fyrir Kamski að ná ekki fyrsta
sætinu en raunar virtist áfallið mest fyrir
föður hans. Hann var með jarðarfararsvip.
Það er svo mikill, mikill munur út í frá að
ná fyrsta eða öðru sæti í heimsmeistara-
keppni.
7. ágúst.
Síðasta umferðin var tefld í dag. Héðinn
tefldi við smávaxinn, þeldökkan dreng frá
Quatar, Mohamed Ahmed. Hann hafði tölu-
vert af alþjóðlegum skákstigum og mætti
þamá með tvo skákfræðinga með sér. Þess-
ir náungar voru líka í Puerto Rico í fyrra.
Annar aðstoðarmanna hans fylgdist mjög
náið með Héðni frá byijun — ritaði niður
byijanir hans og reyndar hjá fleirum vænt-
anlegum mótheijum. í fyrstu skák Héðins
var þröng á þingi umhverfis hann — það
vildu svo margir skrá niður byijunarleikina
hjá honum. Héðinn vann skákina og endaði
þar með 7 vinninga af 11 mögulegum. Héð-
inn hafði orð á því að skákinni afstaðinni,
að hann gæti vel hugsað sér að tefla eina
skákina enn. Honum var farið að vaxa ás-
megin.
Eran Liss vann Sundrshan Kumaran í
12
t
1