Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Blaðsíða 19
Löng áramóta- helgi í óbyggðum Allir viija gera sér dagamun um áramót, þegar litið er yfir atburði liðandi árs og horft á móti nýju tímabili. Nokkrir láta skemmtanafiknina keyra úr hófi fram — allt fyrirgefet um áramót — en aðrir gerast hljóð- ir og hugsi; vilja leita að kyrrð og fegurð til að finna frið í sálinni. Margvísleg afþreying er í boði; bæði á íneiiningar- og skemmtanasviði. En ein er sú skemmtan er sameinar margt í senn: Fagurt landslag, kyrrlátt umhverfi, heilbrígða útiveru og kvöldvökur að göml- um íslenskum sið í kátum fé- lagsskap — að dvelja yfir ára- mótin í Þórsmörk; inni á milii íslenskra jökla. fslensku útivistarfélögin eru bæði með áramótaferðir í Þórs- mörk. Ferðafélag ísiands er árris- ult og leggur af stað klukkan sjö að morgni föstudaginn 30. desem- ber, en Útivistarmenn eru aðeins morgunsvæfari og fara ekki af stað fyrr en klukkan átta! Bæði félögin koma aftur til Reykjavíkur mánudaginn 2. janúar. Góðir skál- ar eru hjá báðum félögum; með rúmgóðu gistirými, eldhús og stofum, þannig að ekki ætti að væsa um ferðafólkið. „og alltaf koma nýir hópar í skörðin" Ferðafélag íslands fór sína fyrstu áramótaferð til Þórsmerkur árið 1971 og aðeins tvær ferðir hafa fallið úr síðan, vegna ófærð- ar. Útivist er yngra félag, en hef- ur verið með áramótaferðir þang- að frá 1981. Ferðirnar hafa verið fjölsóttar og oft fer sama fólkið ár eftir ár, en hóparnir endurnýj- ast á löngu tímaskeiði. En hvað sækir fólk inn í óbyggðir íslands í svartasta skammdegi? Við skul- um gefa Þórarni Reykdal, Þórs- merkur-áramótafara orðið, en Þórarinn hefur verið þátttakandi í mörgum Þórsmerkurferðum. „Hefaldrei séð ' neitt fallegra" „Mörkin er allt annar heimur Stakkholtsgjá í klakaböndum. að vetrarlagi en á sumrin og miklu fallegri að mínu mati. Birtan sýn- ir undraheim, þegar snjófeldurinn klæðir — klettar standa skarp- mótaðir út úr hlíðum og allar landslagslínur verðaeins og teikn- aðar eða málaðar. Ég hef verið í áramótaferð með ferðafélögum af 11 þjóðernum, það var gaman að heyra með hvaða augum þeir horfðu á landslagið. Einu sinni tók það okkur 25 tíma að komast til Reykjavíkur út af snjóþyngslum og við fórum í leiki við ána á meðan við biðum eftir bílnum — ævintýralegt! Einn morgun gekk ég út í birtu fyrstu sólargeisla. Það hafði aðeins snjóað um nótt- ina og snjófölin sat á trjánum — fallegri sjón hef ég aldrei séð." Kertaljós - fjósaiuktir eða rafmagnsljós Óbyggðafarar eiga það sameig- inlegt, að^ flestir vilja rómantíska birtu. „Áður voru engin raf- magnsljós til að villa um fyrir þér — aðeins kertaljós og fjósaluktir! Núna er komin ljósarafstöð, knúin af vindmyllu. Það er ekki eins rómantískt, en auðvitað minni eid- hætta. En tunglsljósið og stjörnu- skinið úti breytist ekki og skemmtilegast, þegar næturljósin lýsa leiðina heim að skálanum." Að vera einn með hvítri auðninni og sjálfum sér. Þegar allar landslagslínur verða eins og á málverki. Áramótabrenna - álfadans og söngur Og það er sungið við bálið - dansað í kringum eldinn í ríkjandi óbyggðakyrrð og myrkri — og kvöldvökur haldnar að gömlum íslenskum sið. Dagsbirtan nýtt í lengri gönguferðir og tunglsljósið í þær styttri. En ekki er víst, að sól eða tungl sýni sig og betra er að vera við öllu búinn. Vasaljós er góður förunautur; snjóþota til að draga farangur, ef allt kemst ekki fyrir í bakpoka og að sjálf- sögðu svefnpoki og nesti. Fyrir- hyggja er aðalsmerki góðs ferða- manns, ert-mörgum hættir til að gleyma vályndri íslenskri veðr- áttu, þegar hugsað er til ferðar í stofunni heima! Hentugur vetrarklæðnaður til útivistar Góðir vetrarskór (göngu- skór), snjóhlífar yfir buxur og skó, ullarsokkar, ullarnær- föt, hlýjar síðbuxur (ekki gallabuxur), ullarpeysa, góð kuldaúlpa, regnföt, húfa, vettlingar og trefill. Vara- fatnaður er nauðsynlegur. Smáskrýtin landafræði Eitthvað er bogið við landa- fræði- og málakunnáttu þess, sem skrifar dálítinn pistil í Lesbók Morgunblaðsins hinn 12. nóvem- ber sl.: Úrval leiðarlýsinga um Þýskaland. f honum er, vægast sagt, farið heldur klaufalega með nöfn fylkja og héraða, því að þau eru grautur úr þýsku, íslensku og ensku! Það er að vísu hefð fyrir því að íslenska sum þýsk borga- og héraðanöfn að nokkru eða öllu leyti, t.d. Hamborg í stað Hamb- urg, Slésvík og Holtsetaland í stað Schleswig-Holstein, en það er engin hefð fyrir því að tyggja þau uppá ensku, enda verða þau með því fáránleg og sum illskiljanleg. Áttar venjulegur lesandi sig t.d. á því, hvað átt er við með Efri Bavaríu? Væntanlega er átt við Oberbayern, þ.e. suðausturhluta Bayern-fylkis, sem stundum er kallað Bæjaraland á íslensku. Til þess að auðvelda mönnum að átta sig á því, hvernig fylkja- skipan er í Sambandslýðveldinu Þýskalandi (Bundesrepublik De- utschland), hafði ég uppá yfírlits- korti um fylkin (Bundeslánder, et. Bundesland) og höfuðborgir þeirra. Þau eru: 1. Schleswig-Holstein, áður oft nefnt Slésvík og Holtseta- land, m.a. í titli konunga ís- lands og Danmerkur áður fyrr. 2. Hamburg, á fslensku nefnd Hamborg. 3. Niedersachsen, á fslensku oft nefnt Neðra-Saxland. 4. Bremen, áður oft nefnd Brimar. 5. Nordrhein-Westfalen. -* 6. Hessen. 7. Rheinland-Pfálz. 8. Saarland, á fslensku oft nefnt Saar-héraðið. 9. Baden-WUrttemberg. 10. Bayern, á fsiensku oft nefnt Bæjaraland. Auk þess eru innan fylkis hér- uð, sem of langt yrði upp að telja hér, enda auðfundin á góðu landa- bréfi. Rétt er að geta þess, að höfuðborg Sambandslýðveldisins er Bonn. Svo að vikið sé aftur að grein þeirri, sem er nefnd í upphafi þessa máls: Holstein á greinilega að tákna Schleswig-Holstein, Lægra Saxony á væntanlega að tákna Niedersachsen, West- phalia á vfst að tákna Westfalen. Rhine/Eifel er ekki vel skiljan- legt, en virðist eiga að tákna ána Rín, sem heitir Rhein á þýsku, og Eifel-héraðið, sem margur fslenskur ferðamaðurinn hefur ekið í gegnum á leiðinni milli Lúxemborgar og Kölnar. Norð- ur-Hesse er ótvfrætt norðurhluti Hessen-héraðs, Saar/Palatin- ate stendur væntanlega fyrir Sa- arland og Pfalz, sem er hluti fylkisins Rheinland-Pfalz. Franconía á vfst að tákna Fran- ken-hérað, sem skiptist nú milli fylkjanna Baden-WUrttemberg og Bayern. Svárti Skógur er væntanlega sama og Svörtuskóg- ar, Schwarzwald á þýsku, og Efi-i Bavaria sama og Oberbay- ern, sbr. það sem áður segir. Það er tekið fram, að Þýska ferðamálaráðið, á þýsku Deutsc- he Zentrale flir Tourismus, hafi gefið út tíu mismunandi leiðar- lýsingar um ofannefnd fylki og héruð. Það var eins gott að láta ekki sömu leiðarlýsinguna gilda um þau öll! En það er fleira, sem skolast til og þörf er á að leiðrétta. Til dæmis er iðulega ruglað saman Bayern og héraði í Norður- Tékkóslóvakíu, sem heitir Böh- men á þýsku og Bæheimur á íslensku. Það heitir hins vegar Cechy á tékknesku. Auðvelt er að átta sig á þessu með því að líta á gott landakort. Þó tekur steininn úr, þegar er ruglað saman Bayreuth-borg í Bayern og Beirút-borg í Líbanon. Ég hef alltaf haldið, að Bayreuth væri alþekkt borg vegna tónlistar- hátfða, sem þar eru haldnar og kenndar við Richard Wagner (í guðanna bænum ekki Ritsjard Wogner!) og taldar með meiri háttar menningarviðburðum f álf- unni. Nýlega heyrði ég konu fræða áheyrendur sína um það í barn- atfma útvarpsins, að Frankfurt væri yið ána Mein, sem hún nefndi svo. Ég hélt, satt að segja, að varla væri hægt að komast hjá því að vita, að borgin heitir Frankfiirt am Main, fram borið Mæn, ekki sfst eftir að beint flug- samband þangað komst á. Að lok- um: Ósköp er það lágkúrulegt að gera ráð fyrir, að íslendingar viti ekki í hvaða landi Rómaborg er, og tala um Róm á ítalíu, eins og stundum sést í blöðum. Það eru líklega sömu mennirnir, sem álfta nauðsynlegt að taka fram að Stokkhólmur sé höfuðborg Svfþjóðar og að Hamborg sé hafn- arborg. Enn eitt: Er ekki tími til að skera upp herör gegn þessu hvim- leiða Júró-stagli og fslenska orð eins og Jurókard og segja Evró- kort, einnig að segja Evróvísjón í stað Jijróvísjón og svo fram- vegis. Orð af þessu tagi eru dreg- in af nafni Evrópu, sem allir kunna að bera fram á fslensku. Mig langar að biðja þá, sem sjá um þættinaHm-daglegt mál f út- varpinu að taka að sér að kveða Júró-drauginn niður með því að lemja í hausinn á honum í lok hvers þáttar fyrst um sinn. Sömu mönnum tókst 6 furðuskömmum tíma aðkveða niður ég-mundi- segja-púkann með þvf að benda nógu oft á betra orðalag. Baldur IngóUsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. DESEMBER 1988 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.