Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 2
L LUNDUNAP I S T I L L Sardínur í jámormi Af æðibunutímanum, goðkynja tónleikum,, Camden-markaðnum, skrýtnum klúbbum og neðri maga borgarinnar, þar sem lífið er iðandi. Eftir BIRGITTU JÓN SDÓTTUR g hrökk upp einn sólbjartan morgun við há- væra sprengingu, skjálfta í húsinu og sírenu- væl. Mér flaug í hug að þetta hlyti nú bara að vera smá jarðskjálftakippur og ætlaði að snúa mér yfír á hina hliðina og blunda aðeins lengur. Hugsaði svo: nei, nei, varla heyrist sprenging þó kippi í jarðskorpu. Sá svo í fréttunúm að þetta var IRA- sprengja sem skók norðurmagann á borg- inni svo harkalega fyrir hanagal. Uff, frem- ur ógeðfelid tilhugsun, einn hermaður dó og svoleiðis, ojbarasta. Engum fannst þetta neitt ægilega tiltakanlegt nema mér, ég var hreinlega hrærð. Fannst þetta óþægilega nálægt. MIÐMAGAFERÐIR í JÁRNORMI Þegar ég ferðaðist í jámormi (neðanjarð- arlest) reyndi ég fyrst að skoða fólkið, það er gaman að skoða fólk. Komst seinna að því, að það er hin argasta hótun að kíkja í hvít augu þess. Þannig að ég tók bók með mér næst, en ég sá að fólk laumaðist til að kíkja á hina. Kannski sumir hafi klippt gægjugat á risa- stóru blöðin sin!! Ef maður ætlaði sér að fara eitthvað inn í miðmagann eða annað, þá þurfti að skipu- leggja og skipuleggja. Skelfing pirrandi. En þetta eru mikil ferðalög í lestum og strætó og svo er víst ansi hættulegt fyrir stelpur að ferðast einar á kvöldin, allskyns krókódílamenn í öllum homum. Strákar fylgja alltaf stelpum heim, svolítið halló, en nauðsyn í sumum skuggahverfum. í Lundúnum er fjölbreytt úrval klúbba, fyrir allar manneskjusortir. Eg skoðaði nokkra, þar sem fremur skoplegt var að fylgjast með fólkinu (þar eð það er áhuga- mál). Þetta eru staðir sem svartklætt fólk með mikla málningu ög hörð andlit sækir, mána- böm, hálfgerðir pönkarahippar og allskyns furðufuglar. Tónlistin var mjög góð í þessum klúbbum. Einn staður átti hjarta mitt, ósköp lítill og hét The Psychadelic Jungle: Fólk í marg- litum fötum, svartklæddar verur fáar og örfáir pönkarar, mjög fín blanda, engin spenna I loftinu né rifrildisseggir. Annar klúbbur var stórgóður, hann hét Loose og þar var spiluð þung psychadelia og furðuleg kvikmynd sýnd á einum veggn- um, hinir vom baðaðir marglitum munstmm og ljósum sem breyttust í sífellu. Reykur flaut á gólfinu og já, alger sýra. Ekkert hip hop þar, bara hopp og hí og trall la la. Markaðir án Landa- MÆRAÍCAMDEN Ég sem sagt bjó í norðurhlutanum, ekki langt frá var Camden. Um helgar er þar geysistór markaður, þar sem úir og grúir af öllu á milli himins og jarðar. Ég fékk vægt sjokk þegar ég fór þangað, maður hreinlega óð í fólksflaumi. Þegar út af jámormastöðinni kom, mætti mér þétt röð af fólki báðum megin við gang- stéttina. Það rétti öðru fólki bréfmiða með boðum og afslætti á tónleika og í klúbba. Þegar ég var komin með fullt fang af þess- um ósköpum, tókst mér loks að bijótast út úr þvögunni við illan leik. Camden-markaðurinn er í raun margir stórir markaðir, sem renna saman án landa- mæra. Þama vom til sölu klósettsetur úr furu, arinstæði, málverk og antíkmunir, fatnaður, skartgripir, bækur, drasl og hljóm- plötur, ég gæti talið endalaust. í raun þarf maður að fara eldsnemma á morgnana ef ætlunin er að finna eitthvað til að kaupa, flestir eru annars komnir til að sýna sig og sjá aðra, óskaplega mikið fólk þama strax upp úr hádegi. Það var alls staðar, fyllti gangstéttir, götur og hvem krók. Ég fór oft á virkum dögum til Camd- en til að labba meðfram síkjunum sem finnast þar, litlir húsbátar lágu við festar og kettir lágu makindalega á stöfnunum. Svo eru líka í Camden bestu bóka- og hljóm- plötubúðimar í bænum, ef maður vill ná í eitthvað sem ekki fæst á íslandi. Þessar búllur voru hálfgert ævintýri, létu lítið yfir sér frá götunni séð, en þegar inn var kom- ið voru þær stútfullaf af íjársjóðum. SKOTGLAÐIMÁLARINN Það verður að viðurkennast að ég fór ekki á nein stór söfn, enda leiðast mér túr- istar með leiðsögumönnum þegar ég vil sökkva inn í eigin veröld, innan um falleg og fom listaverk, þama varð ég háfleyg. Fór þó í eitt gallerí, Októbergalleríið, á málverkasýningu með verkum eftir William S. Burroughs. Þar gaf að líta spýtur sem gamli maðurinn hafði skotið í gegnum með skammbyssunni sinni og svo málað þær og límt litlar myndir á að lokum. Það voru líka þó nokkuð mörg virkilega góð málverk þama eftir hann. Þau vom með' djúpum, fallegum og hvössum litum. Mjög sterk litasamsetning. Form vom ávöl eða skörp með samfelldum munstmm. Svo sannarlega hreifst ég. En þau vom sko dýr, alltof dýr. Kannski út af því að hann er þekktur og virtur á bókmenntasviðinu og sannkallaður uppá- tækjamaður. Kramdar Sardínur í SVITASÓSU Mín fyrstu kynni af æðibunutímanum, „msh hour“, vom einmitt á leið heim frá þessari málverkasýningu þegar ég þurfti að ferðast með svörtu línunni. Norðurlínan, elsta lína neðanjarðarkerfis- ins og sannkallaður svartur sauður, er alltaf að bila á verstu tímum og auðvitað bilaði hún þegar ég þurfti að fara um magann á háannatíma. Engin lest kom og ég heyrði eitthvert skringilegt tuldur í hátalarakerfinu, fólkið límdist saman í kæfandi hitanum, slæmar lyktir byijuðu að láta vita af sér. Og alltaf fleira og fleira fólk, sífellt streymdi það niður í þetta helvíti eins og graggug á, þar sem allir fiskamir em ná- kvæmlega eins. Loks kom ein lest eftir einn og hálfan tíma og sjá; þetta var lestin mín. Ég ætlaði að láta mig fljóta inn, en það var svo troð- ið að helmingurinn af mér varð eftir úti, ég hreinlega nennti ekki að ná í hann seinna svo ég tróðst út úr lestinni. Ennþá bið og jafnmikið fólk ef ekki fleira. Lögregla blokkeraði innganginn svo fleiri træðu sér ekki á pallana; ég bjóst þess vegna við að sjá fólk byija að hrynja niður á tein- ana. Jæja, Ioks eftir annan einn og hálfan tíma, þegar ég var endanlega farin að trúa því að ég væri bara kramin sardína í svitasósu, kom tilkynning í hátalaranum; uhum, herrar mínir og dömur, það er tóm lest á leiðinni til að bera ykkur alla leið heim... Oj, oj, oj. Þvílíkar fagnaðarstunur, hver rödd var veikluleg en niður gleðinnar mikill. Mér hafði tekist að troða mér alveg fremst, enda hafði ég beðið svo skelfilega lengi, hætti þar með lífi mínu því fólk slóst um bestu stæðin. Þessi tóma lest var svo önnur tilraun til að sjá hversu mörgum sardínum má koma fyrir í einn lítinn jám- orm. En eftir fjögurra tíma hrollvekju þá loks heim heim og í ferskt loft. Ég var ekki lengi að kveikja mér í sígarettu enda bannað að reykja alls staðar í undirheimum. Úff, svooo gott þetta hreina loft í Lundúnum! GÓÐKYNJA TÓNLEIKAR MEÐ Slæmum Fræjum A sumrin er svo sem ekki mikið að gerast í tónlist, en mér tókst þó að komast á eina góða tónleika, fór líka á nokkra hundfúla. Fínu tónleikamir vom með Nick Cave and the Bad Seeds, hans fyrstu í heimalandinu í ein þijú ár og þeir einu um nokkurt skeið. Eins og von er, þá var húsið kjaftfullt (ég er einstaklega lagin við að lenda í fólks- flaumi eins og mér leiðist það). Stemmning- in var með því besta, einhver tilhlökkun lá í loftinu og tja, jafnvel gleði, svei mér þá. Cave var bara hress, hvorki borinn inn né út af sviðinu eins og heima forðum. Þétt og góð keyrsla allan tímann, ný og gömul lög. Blixa stóð sem steingervingur og lamdi gítar, hinir vom líflegri, sér í lagi Cave. Hann hoppaði og skoppaði eins og unglingur í hamingjukasti í sumum lögum, eða þá að hann varð dramatískur og þung- lyndislegur með tilþrifum í öðmm. Skemmti mér mjög vel. NlÐURSTAÐA AÐ LOKINNIMAGASKOÐUN Á yfirborðinu, þ.e.a.s. í efri maganum, er London grá og fremur leiðinleg borg, en komist maður alla leið í neðri magann, þá er hún litrík og iðandi af lífi. Það er hægt að lifa hlægilega ódýrt þama ef maður gefur sér tíma til að læra af mis- tökunum og spyr innfædda ráða. Mjög hjálp- fúst fólk, gefi maður sig á tal við það. Eitt ber að taka fram; flestir Englending- ar em sjúklegir krikkett-, tennis- og fót- boltaáhugamenn, þó þeir taki sjaldan þátt í slíku sjálfir. Svo em þeir líka bjór-, mat- og sjónvarpssjúkir, en gleymi maður þessu má njóta Lundúna út í ystu æsar, því hún hefur upp á svo marga möguleika að bjóða. Best er að kynnast réttu fólki, þá gengur allt mun hraðar fyrir sig. Bara að halda sig frá miðmaganum því þar er allt helmingi dýrara, ef áhugi er fyrir að vera lengur en eina helgi. Höfundurinn er ung slúlka og býr nú í Dan- mörku. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.