Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 11
B I L A R M30 gerðin verður einnig fáanleg með blæjum. InBniii Q45 er hinn hefðbundni sportlegi bíll. Inflniti - lína lúx- usbíla frá Nissan Nissan verksmiðjurnar hafa um langt skeið undirbúið framleiðslu á nýrri línu lúxusbíla undir heitinu Infiniti. Hafa þessir bílar verið kynntir nýlega og verða fáanlegir með haust- inu. Hér er um að ræða Infiniti M30 sem er sprtbíll, einnig fáanlegur með blæjum og Q45 sem er “venjulegur" Qögurra dyra bíll. Sérstök deild hjá Nissan, Infíniti, sér um bílana og í Bandaríkjunum eru þeir til dæm- is aðeins seldir hjá sérstökum Infíniti- um- boðsmönnum. í nafninu felst kannski einna best hvað Japanir eru að fara með þessum bíl, infínity er eiginlega óendanlegt - þama er líklega um að fæða óendanlega góða og vandaða gripi. Mikill undirbúningnr í fímm ár hefur verið unnið að þróun þessarar línu og til þess hafa farið hundruð milljóna dollara og er þar átt við kostnað við hönnun, undirbúning framleiðslu og framleiðsluna sjálfa. Bflamir eru einkum ætlaðir Bandaríkjamarkaði og hafa japan- skir tæknimenn og hönnuðir dvalið mánuð- um saman meðal bandarískra fjölskyldna til að fá sem besta hugmynd um það hvers konar lúxusbíla þeir helst vilja. Forráða- menn Infíniti hafa kannað markaðsaðstæður í Bandaríkjunum og valið árið 1989 til að kynna bflinn og hefja sölu. Segja þeir að heimilum í Bandaríkjunum fjölgi um 10% til ársins 1994 en að þeim fjölgi hins vegar um 60% á sama tíma sem hafi tekjur yfir 50 þúsund dollara eða nærri 2,5 millj. íslenskra króna og það er hópurinn sem á að herja á með hina nýju bfla. Þessa þróun segja þeir einnig gerast á bflamarkaði. Búast megi við 5% söluaukn- ingu á næstu árum en um 23% aukningu meðal lúxusbfla. Svipaða þróun segja Japan- ir vera að gerast heima fyrir, þar sé eftir- spum eftir lúxusbflum sífellt að aukast og svar Nissan við því er Cedric, Cefiro og fleiri gerðir. Bjartsýni forráðamanna Infíniti byggist líka á því að Nissan kaupendur í Bandaríkjunum beri þeim vel söguna og vilji margir halda áfram að kaupa bfla frá Nissan - einnig stóra og vandaða bíla. Infíniti deildin hefur eytt miklu púðri í að undirbúa þessa markaðssetningu í Bandaríkjunum. Umboðsmenn hafa verið vandlega valdir, stefna Infíniti kynnt fyrir þeim en þar er ekki síður lögð mikil áhersla á sérstaklega vandaða þjónustu auk sölunn- ar. Þeim verður síðan gefíð tækifæri til að spreyta sig við söluna. Standi þeir sig ekki 100% að áliti stjómenda Infíniti fá þeir ekki annað tækifæri. Þijár gerðir Infíniti bílamir verða fáanlegir í þremur gerðum. Q45 gerðin er fjögurra dyra bfll með 4,5 1 og 32 ventla vél, V8 sem er 270 hestöfl. Bíllinn er með drifí á afturhjólum, búinn fjögurra þrepa tölvustýrðri sjálfskipt- ingu og hann verður aðeins 7 sekúndur að komast á 100 km hraða. Sætin em fáanleg með leðri eða ullaráklæði og er mælaborðið búið öllum nauðsynlegum tækjum og þæg- indum sem menn krefjast í sportbfl. M30 bfllinn er öllu meiri sportbfll í útliti. Hann er búinn 3 1 V6 vél, 165 hestafla og er annars að mestu leyti svipaður stærri bflnum, hinum “hefðbundna" sportbfl eins og Bandaríkjamenn hafa óskað eftir honum. Þá verður hann einnig fáanlegur sem blæjubfll en það verður þó ekki fyrr en á næsta ári. Sem fyrr segir hefst sala þessara bfla með haustinu og verður tíminn fram að því notaður til að kynna þá vítt og breitt um landið. Aukið rými er bæði ífram- ogaftursæt- um og var sérstaklega nefht að far- þegar högguðust lítt í sætunum þrátt fyrir “sveiflur" í akstrinum. 3,8 lítra sem gefur um 210 hestöfl. í eldri gerð var vélin 2.3 1 og náði 190 hestöflum og sögðu blaðamenn R&T hina nýju vél mun þýðgengari, sú gamla hefði átt það til Nýr Thiinder- bird frá Ford að nötra nokkuð við vissar aðstæður. Þá er sú nýja mjög hljóðlát en þeim fannst hins vegar heyrast um of frá pústkerfinu, sem væri þó kannski bara eðlilegt fyrir svo kraftmikinn bfl. Bfllinn er búinn 5 gíra bein- skiptingu ættaðri frá Mazda og var hún talin fullstíf. Er búist við að úr því verði bætt áður en framleiðsla hefst. Thunderbird SC er 7,5 sekúndur að ná 100 km hraða og er gefinn upp með hám- arkshraða upp á ríflega 230 km á klukku- stund. Það dugar trúlega hérlendis - og eins gott að löjgreglan eða Oli H. Þórðarson sjái ekki til. Utlit þessarar nýju gerðar er tals- vert ólíkt fyrri gerðum - minnti helst á Chuck Norris í sparifötum, sögðu banda- ríkjamennirnir. Hann er belgmeiri, lengra milli hjóla og rými er aukið bæði í fram- og aftursætum. Allar línur eru mjög ávalar eins og sjá má af myndunum og vissuiega er þetta hinn álitlegasti vagn. að er náttúrlega ekki ónýtt að fá að prófa 20 milljón króna bíl. Blaðamenn bandaríska bíla- blaðsins Road & Track gerðu það á dögunum er þeir skoðuðu Thunderbird Super Coupe frá Ford verksmiðjunum. Skýringin á verðinu er sú að þama var um frumgerð að ræða og hún á því eftir að taka einhveijum breyting- um áður en sala hefst. Þeim var líka sagt að bíllinn hefði orðið að þola margt, margir tæknimenn og blaðamenn hefðu hamast á bflnum í allt sumar og ekki sýnt neina mis- kunn. Þessi nýi Super Coupe er búinn V6 vél Mælar eru skýrir og þægilegir aflestr- ar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. JANÚAR 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.