Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 7
Á Víkingasafhinu í Jórvík er reynt að bregða upp lifandi umhverS með því að myndir af fólki eru settar á svið eins og hér sést og bregður það Ijósi á búninga fólksins og hvað það hafði í kringum sig. Það er hinsvegar til lýta á þessu safhi, að mannamyndirnar eru ólistrænar og viðvaningslega gerðar. Þetta form er þó ekki haft á sýningunni hér. af spónum. Meðal þess sem fannst þar voru verkfæri rennismiðsins, hálfsmíðaðir gripir, kjamar renndir innan úr bollum og skálum og jafnvel hlutar úr rennibekk. En við Coppergate bjuggu einnig aðrir handverksmenn, menn sem bjuggu til marg- litar og gljáandi perlur úr rafí og svartarafi. Smiðir sem smíðuðu kamba úr hjartarhom- urr aðrir gerðu skó, belti og hvers konar fatnað úr leðri. Þar vom einnig smiðir sem smíðuðu alls konar eggvopn, hamra, axir, skæri, sköfur og skólpa jafnt sem hvers- daglega hluti eins og hjarir, lása, lykla og suðupotta. Þama vom gullsmiðir sem smíðuðu brjóstnælur, fíngurbauga og arm- bauga úr gulli, silfri, kopar og tini. Mesta athygli vekja myntsláttumennimir — tveir myntsteðjar (stansar) hafa fundist og svo nokkrir blýrenningar sem hafa verið notaðir til prófunar á steðjunum áður en farið var að slá með þeim mynt. Til að fullnægja þörfum handverksmanna varð að flytja alls konar hráefni til borgarinn- ar: málmgrýti, rádýrshom, húð af nautgrip- um og sauðfé, raf og svartaraf og hvers konar við: eik, elri, ask og víði. Sumar vömr bámst um langan veg: gimsteinar, vín og kvemsteinar frá Rínarlöndum, heinarbrýni frá Noregi, raf frá ströndum Eystrasalts, gimsteinar frá Skotlandi og írlandi, silki frá Mikiagarði (Konsantínópel?) eða af fjarlæg- ari slóðum og jafnvel gljáskel frá Rauðahafí og mynt frá Samarkand. Það hefur verið margt um kaupmanninn á markaðstorgunum í Jorvík. Gjaldmiðillinn var silfur vegið á litlar vogir sem menn bám ,í pússi sínu. Jafnvel silfurpeningamir, sem slegnir vom við Coppergate, vom vandlega vegnir og metnir. Flestar stundir dagsins, sem verkljóst var, hafa íbúar Jórvíkur þurft að vinna hörðum höndum til þess að framfleyta sér því að persónulegir munir, sem fundist hafa við uppgröftinn, hafa ekki bent til neinna vem- legra auðæfa þótt margir hlutir hafi fundist og sumir stásslegir. Engu að síður höfðu menn tíma til þess að rétta úr bakinu. Bók- menntir og sagnfræðiheimildir votta að íþróttir og útivist eins og hlaup, stökk, róður og siglingar nutu vinsælda. A vetuma var skemmtun að hlaupa á skautum á ísi lögðum stöðuvötnum og tjömum sem hafa verið margar í nágrenni Jórvíkur. Margir ísleggir hafa fundist í Jórvík. Sem ísleggir vom notað- ir leggir úr nautum og hrossum. Boltaleikir vom vinsælir og ekki er ósennilegt að menn hafí þreytt kappreið eða leitt saman hesta sína í hestaati utan við borgina. Tvímæla- laust hafa menn veðjað óspart um leikslok. Dýraveiðar og fiskveiðar vom skemmtun auk þess að færa björg í bú. SÖGU- OG Uóðamenn Margar tómstundir gáfust um löng vetrar- kvöld og þá lá betur við að skemmta sér heima. Að sögn vandlætingarfullra kirkjunn- ar manna vom norrænir menn drykkfelldir, matgráðugir og kvensamir. Það var ef til vill eitthvað til í þessu en Jorvíkingar nutu þess einnig að hlusta á sögur og ljóð, sitj- andi við snarkandi eld á vetrarkvöldi, og þeir lögðu vísnagátur hver fyrir annan. Söng- ur og dans naut vinsælda og mörg hljóðfæri hafa fundist í borginni. Einföldustu hljófærin em litlar flautur úr vængbeinum gæsa og álfta en þau em hol frá náttúmnnar hendi. Viðameira hljóðfæri er flauta, röð af götum í harðviðarkubb, sem enn má ná tónum úrí Strengjahljóðfæri þekktust einnig. Strengja- stóll úr viði, sem fundist hefur við Copper- gate, var hluti hörpu eins og þeirrar sem sjá má á myndskreytingum (lýsingum) í handrit- Borðtöfl vom vinsæl, einkum svokallað hnefatafl. í þeim leik reyndi hnefínn eða kóngurinn að sleppa af miðju borði út á hom borðsins. Hnefínn var varinn með töflum sem vom í sama lit. Andstæðingur, sem hafði töflur S öðmm lit, reyndi að hindra hnefann og króa hann af. Hluti af hnefatafli, borð og töflur úr hjartarhomi og kalksteini, _sum- ar málaðar rauðar, hafa fundist í Jorvík. Teningar úr beini hafa e.t.v. verið notaðir við einfaldasta teningaspil eða við eitthvert annað tafl en hnefatafl. Víkingamir sem lögðu undir sig Jórvík vom heiðnir en langflestir Engilsaxar þar vom kristnir. Þá eins og á síðari öldum var það dómkirkjan mikla sem setti svip sinn á borgina, setur erkibiskups. Það var mikið klaustur handan við ána Ouse og margar smærri kirkjur hér og hvar um borgina. Norrænir landnemar virðast mjög fljótlega hafa snúist til kristni. Það er enginn stór heiðingjagrafreitur í Jórvík eins og er í Dyfl- inni og það er ekki unnt að benda á nema tvær víkingagrafir. Við báðar þær beina- grindur lágu munir en þannig var aldrei búið um lík kristinna manna. Engu að síður fundust þessi bein í kristnum reit eða í kirkju- garðinum við St. Mary Bishophill Junior. Raunar risu margar kirkjur á víkingatí- manum í Jórvík. Uppgröftur leiðir í ljós að kirkjumar St. Mary Bishophill Senior og Junior og St. Clement, Clementhorpe, suð- vestan við ána Ouse og kirkjumar St. Mary Castlegate, All Saints Peaseholm Green og St. Helen-on-the-Walls og St. Ólafskirkja norðvestan við Ouse vom allar reistar eða endurreistar á 10. og 11. öld. Þar að auki benda heimildir til þess að kirkja Krossins helga, St. Cuthbert, AU Saints Pavement, St. Andrew og St. Martin le Grand hafí allar verið komnar til sögunnar við lok víkinga- tímans og sumar þeirra vom e.t.v. reistar af víkingum. Mjög fáir hlutir úr borginni benda til heið- innar trúar. Mikilvægastur þeirra er mynt- steðji frá Coppergate sem á er ritað Sankti Péturs peningur. Þetta gæti tengst dóm- kirkjunni í Jórvík, sem helguð var Pétri post- ula, en þvert yfír miðjan peninginn er víking- asverð og undir því þórshamar. StíllinnVar ensk-Norrænn í list sinni vom víkingar eins og í trú sinni undir miklum áhrifum Engilsaxa sem þeir Silkihúfa, hluti af kvenbúningi frá 10. öld, eitt af því sem uppgröfturinn í Jórvík leiddi í fjós. höfðu lagt undir sig og stjómuðu. í ættlönd- um sínum stunduðu víkingar háþróaða skrey- tilist, skreytingar þeirra fólust aðallega í hlykkjuðum, samvöfðum og samfléttuðum furðudýmm. Plöntuskreytingar vom sjald- séðar og fáar raunsæislegar myndir með mönnum. Þegar víkingar komu til Englands komust þeir í snertingu við auðuga listhefð. Engilsaxar skreyttu hluti úr málmi, beini og tré rétt eins og víkingar og þeir höfðu íburðarmikil veggteppi og útsaum en þeir gerðu einnig lýst (myndskreytt) handrit og veggmyndir og þeri skám út og máluðu glæsilegar myndir úr steini. Þetta var allt áður óþekkt meðal víkinga. Engilsaxar höfðu dálæti á skreytingum með furðudýmm en þeir höfðu einnig blómafléttur og margbrotn- ar myndir (?) í málverkum sínum og á högg- myndunum, einkum til þess að myndskreyta sögur úr biblíunni. gröfturinn í Jórvík hefur leitt í fjós, að svona hafa búningar fólks verið. í Jórvík er mjög lítið um hreina víkinga- list — þess í stað var þar frábær sameining hugmynda Engilsaxa og víkinga og upp kom ensk-norrænn stíll. Til dæmis gerðu mynd- höggvarar steinkrossa og legsteina fyrir nýja höfðingja en skreyttu þá með furðudýmm þeim, sem norrænir menn höfðu svo mikið dálæti á, og stundum með myndum úr norr- ænni goðsögu og áletmnum allt eins og með biblíusögum. Á Norðurlöndum vom brátt gerðar steinmyndir að enskri fyrirmynd. Illu heilli er mikið glatað af list víkinga- tímans í Jórvík. Horfnar em bækur dóm- kirkjusafnsins, dómkirkjan frá víkingatím- anum eins og flestar kirkjur þess tíma í Jórvík og með þeim veggmyndimar, steindu gluggamir og allur sá búnaður í veggtjöldum og skrautmunum sem kirkjumar vom fullar af. Dauði Eiríks blóðaxar merkti endalok víkingakonunga í Jórvík. Eftir það stýrðu Norðimbrajarlar Jórvík í umboði engilsaxne- skra konunga sem sátu í Winchester syðst í landinu. Flestir þessara jarla vom reyndar norræn- ir að kyni og íbúar borgar þeirrar, sem þeir ríktu yfír, vom áfram blanda af norrænu kyni og ensku. Verslunartengslin við Norðurl- önd vom enn sterk og raunar burðarásinn í efnahag borgarinnar. í rauninni skipti ekki um neitt nema stjómendur borgarinnar og þessi ensk-norræna borg lifði og blómstraði allt fram til þess að Normannar brjóta undir sig England 1066. Atburðir í Ig'ölfar sigurs Normanna bundu enda á ensk-norræna tímann í Jórvík. Borg- arbúar gáfust upp fyrir Vilhjálmi konungi eftir uppreisn, sem fór út um þúfur 1068, og konungur kom upp virki í borginni. Næsta ár risu borgarbúar upp aftur og réðust á virkið. Vilhjálmur konungur kom til baka, sigraði uppreisnarmenn og reisti annað virki í borginni. Síðar á árinu kom danskur innrás- arfloti upp í mynni Humm og enn risu borg- arbúar gegn Vilhjálmi. Virkin tvö vom lögð í rúst en í bardögunum var kveikt í borginni og brann mikill hluti hennar. Vilhjálmur kon- ungur sneri norður, tók Jórvík enn einu sinni og bældi niður uppreisnina með mikilli hörku og vægðarleysi. í þetta sinn vom ýmist drepnir eða sviptir löndum sínum flestir norr- ænir höfðingjar sem áður höfðu fengið að sitja að búum slnum. Ensk-norræna byggðin var rækilega brotin á bak aftur og lögð í rúst. Borgin sem Normannar reistu var allt öðmvísi en Jórvík áður. Höfundur er forstöðumaður Víkingasafnsins í Jórvík. Millifyrirsagnir eru blaðsins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. JANÚAR 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.