Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 14
Vetrargolf í Portugal Á meðan skfðamenn flykkjast í Alpafjöllin, fara golfleikarar frá Norður-Evrópu í stríðum straum- um suður á bóginn til þess að komast á grænt gras og fyrsta flokks golfvelli. Sá straumur hef- ur að hluta til legið til Kanaríeyja eins og við þekkjum, en sá ann- marki er þar, að aðeins er um að ræða tvo velli og álagið á þá er gífurlegt, ekki sízt völlinn í Masp- alomas. Á vorin og fram eftir hausti er Mallorca og Costa del Sol sjálf- sagður valkostur með gnægð af frábærum golfvöllum, en mörgum fínnst hinsvegar, að vallargjöld séu komin yfír velsæmismörk. Yfír veturinn hefur ekki legið „golfstraumur" til þessara staða, enda er þá hægt að búast við rign- ingu og lægra hitastigi en við vilj- um hafa í sólarlandaferðum. Af einhveijum ástæðum hefur þriðji valkosturinn í Evrópu lítið verið á dagskrá hér; nefnilega Portúgal, þar sem allan veturinn er óskahiti golfleikara, svona um og yfír 20 stig, eða svipað og á Kanaríeyjum. Sólardagar eru um 360 ári, eða svo að segja hver einasta dag og þegar hitinn var lægstur nú um jólaleytið, var hann 18-20 stig. Þama má segja, að golf sé fyr- ir utan sólina og blíðuna eitt meg- in aðdráttaraflið, - svo og verðlag, sem hvergi er lægra í Vestur Evrópu. Það voru Bretar, sem fyrstir byggðu golfvöll í Portúgal 1890, en nú eru þar 20 vellir og 22 í byggingu, þar af sextán 18 holu vellir. Golf er orðið einskonar stóriðnaður í Portúgal og dregur að gesti í þeim mæli, að einungis á völlunum í Penina eru leiknir 140 þúsund hringir á ári. Það eru einkum Bretar, Hollendingar, Svíar og Þjóðveijar, sem flykkjst til Portúgal á vetuma. Ferðamannastraumurinn bein- ist einkum á Algarveströndina, sem er syðst í landinu og næst Afríkuströndum. Þar eru nú 7 meiri háttar golfvellir, tveir þeirra eru raunar 27 holur og á Penina er um 36 holur að spila. Völ er um hótel alveg við vel- lina, en sumum hefur þótt um- hverfíð full dauflegt þegar borið er saman við Mallorca eða Torre- molinos. Hægt er að ráða bót á því með því að vista sig á hótel- um, sem standa í þéttbýli við sjó- inn; þar eru gnægð veitingahúsa, verzlanir og annað, sem fólk vill hafa við hendina. Þaðan er líka fremur skammt að fara á golf- vellina og kostar lítið að taka leigubíla. Sjálfsagt er að taka bíla- leigubíl, ef á að fara í leiðangur og sjá meira af landinu en þama gefst, en sé verið á Algarveströnd- inni til þess að hvfla sig og leika golf, er ekki talið nauðsynlegt að vera á bflaleigubfl. Vallargjöldin eru mismunandi, en miklu lægri en tíðkast í Mar- bella á Spáni. Oftast eru þau sam- svarandi 1000-1200 ísl. krónum, en sé samið fyrir allan dvalartí- mann, er hægt að fá þau fyrir sem svarar 800 krónur. Verðlag á veit- ingahúsum er mjög lágt. Ferða- blaðið hafði tal af manni, sem var þar ásamt konu sinni um jólin og nefndi hann sem dæmi, að íburð- armikil jólamáltíð fyrir þau hjónin kostaði 700 krónur á mann, en venjuleg góð máltíð kostar helm- ingi minna. Hótelin eru líka ódýr. Um jólin kostaði Qögurra stjömu hótel við höfnina í Vilamoura 1000 kr á mann á dag, innifalinn var íjölbreyttur morgunverður. Samkvæmt upplýsingum þessa viðmælanda blaðsins, kostaði þriggja vikna ferð um jólin 50 þúsund á mann, þar með talið flug alla leið frá íslandi til Portúgal, gisting og morgunverður. Á Vilamoura I, einum fræg- asta vellinum á Algarve- ströndinni. Sá sem slær óná- kvæmt og lendir útaf braut, er oftast undir trjám, en gras sem boltinn týnist í er ekki til. Penina er lúxushótel með 18 holu völl og tvo 9 holu velli. Þægilegur lúxusstaður, en dálítið á afskekktum stað. Golfvellir á Algarve- ströndinni Flogið er til Faro þegar leiðin liggur á Algarveströndina og það- an em aðeins 15 km á VALE DO LOBO, sem sá frægi kappi Henry Cotton teiknaði. Cotton á mikinn þátt í að auka straum kylfínga til Portúgal eftir langa veru sem golfkennari á Penina eftir að lauk keppnisferli hans. CQtton er nú nýlega látinn. Vale do Lobo er einn af frægari völlun- um, samtals þrír 9 holu vellir, auðkenndir með gulu, appelsínug- ulu og grænu. Frægasta holan og mikið ljósmynduð er sjöunda holan á gula vellinum, 170 metra flug yfír klettótta skominga. Ann- ars em flestar brautimar innan- um eikur og appelsínutré. Golfbfla er alsstaðar hægt að fá. Ennþá nær, eða 10 km frá flug- vellinum er VILAMOURA 2, í nálægð við bátahöfn með sama nafni. Þetta er 6.o20 m langur völlur, par 72. Flatimar á seinni hlutanum þykja smáar og erfítt að hitta þær og þama eins og yfírleitt á þessum völlum er Bermúdagras og reynist mörgum Með allt á hjólunum. með allri hugsanlegri íþróttaað- stöðu, afþreyingu og ævintýra- legri lúxusaðstöðu — sem kostar líka sitt! Út frá þessum vemduðu gististöðum eða lokuðu þorpum hættir ferðamaðurinn sér í skoð- unarferðir um næsta nágrenni, en oft má segja, að hótel og sér- hæfð ferðamannaþorp séu ekki i tengslum við umhverfí sitt (ef loft- slag er undanskilið) og gætu þess vegna verið hvar sem er! „Hitabeltisímynd“ í Evrópu-loftslagi Hollendingar hafa sýnt ein- staka hugkvæmni við að nota sér þá möguleika, sem gróðurhúsin gefa. Undir glerþaki hafa þeir skapað sundlaugarparadís, með hitabeltisgróðri í tengslum við lítil sumarhús — óskastaður §öl- skyldu, sem vill skoða sig um á þessum slóðum, en jafnframt dvelja á „sólhlýjum" hvíldarstað. Hugmynd þeirra, að losa sig við þá annmarka, sem óstöðug veðr- átta hlýtur að hafa í för með sér til að laða að sér ferðamenn — er í hraðri sókn um alla Evrópu og á trúlega eftir að koma hingað. Að hvíla sig í skoðunarferðum Næst kemur sá ferðamaður, sem vill sjá og skoða sem mest — vera á stöðugri ferð, en hafa lítið fyrir því. Sá hinn sami vill kannski sitja í rútu og sjá landslagið líða hjá og hlusta á fróðleiksmola leið- sögumanns — eða vera á stöðugri siglingu allt fríið og koma við á mörgum höfnum. Frændur okkar Danir eru frægir fyrir að vilja hafa lítið fyrir fríinu, en aftur á móti finnst Norðmönnum að líkamleg árejmsla sé ómissandi hluti af fríinu. Unga fólkið kýs að flakka um Evrópu í ódýrum lestarferðum „Eurorail" eða um Bandaríkin með „Greyhound"- rútunum. En meira af eldra fólki kýs skipulagðar rútuferðir eða Iúxussiglingar, um gríska Eyja- hafíð, Miðjarðarhaf, Karabíska hafíð, jafnvel upp Nfl í átt að Viktoríufossum eða sigla eftir lengsta fljóti í Kína. En það er Iíka hægt að fá lúxuslestarferðir eins og með Parísar-hraðlestinni, „Höllinni á hjólum" í Indlandi og víðar og unga fólkið getur líka fengið ódýrari siglingar, eins og „Barefoot Cruises" á gömlum skútum út frá Flórída. Eitthvað fyrir alla. Inuit-indíáni í Kanada við tjald sitt. Ævintýraferðir Ferðamaður, sem leitar að æv- intýraferðum, á kannski erfitt með að velja — úrvalið er svo mikið. Honum bjóðast safaríferðir með jeppum um eyðimerkur Afríku til að skoða villta dýrarík- ið; heimsóknir til hellisbúa eða fólks í moldarkofum, í Lappatjöld, til Inuit-indíána í Kanada; svifflug yfír eyðimerkur með loftbelg; fjallgönguferðir í Himalayafjöll- um; skoðunarferð í.stærsta fugla- varpsvæði Afríku í gömlum eldgíg í Kenýa; að þjóta yfír snjóauðnir Lapplands í hreindýrasleðum — fara um Grænlandsjökul f hunda- sleðum; áhættusigling með kajök- um um vatnsmiklar ár, t.d. í Kanada; útsýnisflug með þyrlum yfir fegurstu staði í Bandaríkjun- um, Ástralíu og víðar; lax- og sil- ungsveiðar í Klettafjöllum allt upp til Alaska; leikhúsferð í Bolshoj- leikhúsið í Moskvu. Farartækin eru óteljandi, yfír snjóvíðáttur, láð og lög og alltaf verið að reyna að hafa þau sem frumlegust eða sem nýtískulegust. Sá sem stundar íþróttir eins og golf eða skíði, finnur víða ferða-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.