Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Qupperneq 8
/ I B Helen Franenthaler er í fámennum stjörnuhópi bandarískra myndlistar- kvenna og myndir hennar eru á öllum listasöfhum vestra. Þetta málverk henn- ar heitir „ Utmánaðaskuggar“ og er frá síðasta ári. MU Mary Cassat (1844-1926) Portret af Alexander J. Cassat. Mary Cassat náði því að verða þekkt og virt myndlistarkona á sinni tíð. Þjóðlistasafn kvennaí Bandaríkjunum ví hefur verið haldið fram og ugglaust með réttu, að til þessa að minnsta kosti hafi konur átt mjög undir högg að sækja í listum og að framlag þeirra hafi ekki verið tekið jafn alvar- lega og þá er karlar áttu í hlut. Skáldkonan Germaine Greer hefur skrifað merkilega bók og athyglisverða, sem sýnir og sannar, að á síðustu öld og fyrriparti þessarar aldar, voru til frábærir málarar úr röðum kvenna, bæði í Evrópu og Ameríku, en þeir sem skrifuðu listasöguna, virðast hafa vinsað þær úr, svo aðeins örfá nöfn eru kunnug. I samræmi við þetta er listaverkaeign flestra safna að yfírgnæfandi hluta eftir karla, enda öll ofurstimi listasögunnar karl- kyns, frá Giotto og da Vinci til Picassos og Salvadors Dali, sem nú mun elztur frægðar- manna á þessu sviði. Það er að vonum, að konum hafí þótt sér misboðið að þessu leyti og einmitt það er ástæðan fyrir því að nú er komið á laggimar sérstakt listasafn í Washington DC í Bandaríkjunum, sem hýs- ir einvörðungu myndlist kvenna: National Museum of Women in Arts. Það er til húsa í virðulegri höll, steinsnar frá Hvíta Húsinu, og mun sú höll áður hafa verið aðsetur frímúrara og er virðuleikinn uppmálaður. Ekkert skortir því uppá umgjörðina. Safnið var stofnað 1981 og markmiðið var ekki aðeins að safna þangað famúrskar- andi myndlist eftir konur, heldur og að vinna að því að leiðrétta margra alda mat á list kvenna. Það var svo í mai 1987, að safnið var formlega opnað. Strax í upphafi hafði safnið eignast 500 verk og eins og tíðkast í Bandaríkjunum, er reksturinn tryggður með því, að safnað hefur verið hluthöfum; þeir em 83.000 og lágmarkshlutur er 25 dalir. Þar að auki er bakhjarl 500 einstakl- inga sem heitið hafa eða látið af hendi rakna stórar upphæðir. Eins og nærri má geta hafa verið skiptar skoðanir um þetta framtak og sumir spyija, hvort konum sé nokkur greiði gerður með þessum dilkadrætti. Umræðan leiddi ýmis- legt athyglisvert í ljós; m.a. það, að 95-98% af listaverkaeign bandarískra safna er eftir B Rauð rós, 1927, eftir Georgiu O 'Keeffe, sem að öllum líkindum er frægust og hæst metin allra bandarískra kvenna í myndlist. í bandarískum sölhum eru myndir hennar jafn sjál&agðar og myndir eftir Jackson Pollock, de Kooning ogAndy Warhol. En Georgia O ' Keeffe er ein afhinum örfáu undantekningum. M Kvennalist fyrri tíma & veggjum Þjóðlistasafhs kvenna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.