Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 15
Nýjasti vöUurinn heitir Parque da Floresta og þykir Qestum að þar sé fuli langt gengið með hUðarhaUa á brautum. Algeng spuming hjá ferðamönnum: Á að borga þjórfé eða ekki? Hverjir eiga að £á þjórfé? En vandamálið er oft hverjum á að borga? Oftast er nóg að borga aðeins þeim er kemur með farang- urinn upp á herbergi. í fata- gejmislum og almenningssalem- um er oft lúga fyrir ákveðna smá- mjmt. Herbergisþemur, dyraverð- ir, barþjónar og burðarmenn á hótelum eiga aðeins að fá þjórfé ef þeir veita mjög góða þjónustu. En þar sem þjónustugjald er ekki innifalið á að vera nóg að borga þeim er þjónar þér til borðs þjórfé. Ólíkar þjóðfélagsvenjur í löndum eins og Japan búast leigubflsljórar ekki við að fá þjórfé. Annars staðar eins og til dæmis í Belgíu, Danmörku, Hol- landi og Sviss er þjórfé oftast inn- ifalið. Oft er hægt að sjá hvaða „Þarf ég virkilega að borga þrautin þjmgri að lesa flatimar rétt. Um 20 km frá Paro og við ströndina er QUINTA DO LAGO einn af þeim ffægustu, alls þrír níu holu vellir. Sænska blaðið Svensk golf segir að þessi völlur sé yfirleitt í mestu uppáhaldi hjá þeim sem leika golf í Portúgal. Tekið er til þess hve brautimar em góðar og landslagið er fjöl- brejrtt og allsstaðar kemur skóg- urinn við sögu. Eins og yfirleitt á fjölfömum ferðamannastöðum er engin hætta á að týna bolta í kafgrasi milli brauta. Því er út- fymt, enda nóg af öðm til hindr- unar. Aðeins vestar á ströndinni, 24 km frá Faro, er VILAMOURA I„ eldri völlurinn með þessu naftii. Hann er langur, 6.331 m og parið 73. Brautimar þykja þröngar og víða kemur sjávarströndin við sögu. í námunda við þennan völl er spilavíti, tennisvellir og sund- laugar. Hér eins og á öllum þess- um völlum er góð æfíngabraut og hægt að fá tíma hjá kennara. Frægasti golfstaður á Algarve- ströndinni er þó líklega PEN- INA.lúxushótel, sem stendur nokkuð sér og er beinlínis hægt að ganga út úr hótelinu á völlinn, sem Henry Cotton teiknaði, og þykir góður, en fremur flatur og ekki mjög tilbreytingarríkur. Þar að auki em þar tveir 9-holu vell- ir. Suðurvöllurinn, sem svo er nefndur er 6.263 m á lengd, pa- rið 73. Vallargjöld er engin fyrir gesti hótelsins. Þetta er einn með öllu, lúxusgolfstaður, en verðlagið þar er líka samkvæmt því. Örlítið vestar er PALMARES, með fyrstu brautimar á sjávar- bökkum meðal sandhóla, en síðan er haldið inn í landið meðal fíkjutijámnna og verða þar háar hSBðir og djúpir dalir. Lengdin er 5.961m, par 71. Þá er siðast að telja þann völl, sem nýjastur er og vestastur á þessari strönd, PARQUE DA FLORESTA, 5.875 m, par 72. Sá heitir Pepe Gancedo, sem teiknaði hann og varð þessi golf- vallaarkitekt frægur fyrir Torrequebrada (Þorgeir bratta eins og landinn nefnir hann) á Costa del Sol. Þar hafði Gancedo mikið og fjölbrejtt landslag til að leggja völlinn í og það gildir einn- ig hér, en sumum fínnst, að hann hafí farið nokkuð offari í viðleitni sinni við að hanna vandasaman og sérstæðan völl. Víða er mikill hliðarhalli og reynist erfítt að láta boltann hafna á braut. Að þessum völlum ft-átöldum em 7 til viðbótar á svæðinu í kringum Lissabon, en þangað er alllöng leið. GS. „Ég hlusta ekki á svona vit- leysu — dettur ekki í hug að eyða mínum dýrmæta gjaldeyri i óþarfa," sagði ferðamaður á leið til Bandarikjanna. Hann fór með farangur sinn i gegnum tollinn í Los Angeles og merkti hann áfram til Chicago án þess að borga burðarmanninum þjórfé. Tveimur vikum seinna fannst farangur hans — i Miami! Viðkomandi ferðamanni hafði lærst, að i Bandarikjunum kemst enginn ferðamaður undan þvi að borga þjórfé. Nístandi augnaráð! Það er vægast sagt oft erfitt að gera sér grein fyrir, hvort á að borga þjórfé eða ekki. Hugsum okkur komu á hótel, þar sem dyra- vörður þýtur til og opnar djrmar á leigubflnum — annar hjálpar þér út úr honum — sá þriðji tekur töskumar — fjórði og fimmti að- stoðarmaður koma með farangur- inn upp á herbergi. Ekkert kemur þér meira úr jafnvægi en augna- ráðið sem þú færð — meðan þú hikar hvort á að borga viðkom- andi þjórfé eða ekki! Frekjulegt viðmót í nokkrum störfum er tengjast ferðaþjónustu hefur fólk vanið sig á ótrúlegustu framkomu og beinlinis heimtar þjórfé og rejmir að vekja sektarkennd hjá ferða- mönnum, sem em ekki nógu rausnarlegir. í flestum löndum, þar sem ferðaþjónusta er stunduð, er talið eðlilegt að borga þjórfé. Veitingahús bæta þjónustugjaldi við máltíðir og þjónustu, sem skiptist á milli starfsfólks — þessu gjaldi er bætt á reikninginn og kemur í stað þjórfjár. Þjórfé í Bandaríkjunum — ekki á Islandi íslendingar em frægir fyrir að vilja ekki þiggja þjórfé, sem ætti ef til vill að auglýsa betur, þar sem landið okkar hefur fengið orð á sig fyrir dýrt verðlag. Banda- ríkin aftur á móti em fræg fyrir að krefjast þjórfjár fyrir minnsta þjórfé að auki?“ viðvik — þar þurfa dollaraseðlam- ir að fjúka eins_ og skæðadrífa, ef vel á að vera! í Bandaríkjunum er ætlast til að þú greiðir 10-20% af verðinu í þjórfé, sem færir þjón- ustuliðinu oft hærri tekjur en þeim sem em með hærri tekjur á skatt- seðlinum! Reglur til hliðsjónar Nokkrar undirstöðureglur er vert að hafa í huga í sambandi við þjórfé — sama hvað land þú heimsækir. Gættu þess að taka ávallt ákveðið magn af smámjmt um leið og þú tekur út gjaldeyri eða að skipta í fyrsta banka, þeg- ar þú ert kominn til landsins. Þetta getur sparað bæði fyrirhöfn og um leið óþarfa eyðslu. I Þýska- landi er gott að hafa eitt mark handbært, í Bretlandi 10 pens, í Bandaríkjunum 20 sent eða doll- araseðil. Smámyntin er fyrir þjón- ustu á almenningssalemum, minnstu seðlar fyrir dyraverði og þjóna. regiur gilda á ljósaborði hjá leigubflstjóranum. Um 10% af verði leigubflsins er mjög algengt. Finnskir leigubflstjórar búast við að fá um 2-3 finnsk mörk og fólk sem vísar til sætis í leikhúsum á Norðurlöndum býst flest við að fá eitthvað smávegis. í Svíþjóð a.m.k. eru borgaðar um 6 krónur fyrir fatageymslu, ef ekki er fast verð. í veitingahúsum á Norður- löndum er þjónustugjald oftast innifalið. Önnur þjónusta er krefst þjórijár í mörgum evrópskum veitinga- húsum em hljómsveitir er koma að borðinu til þín — um 50-100 krónur er meðalverð til hljóm- sveitarstjórans. Hin gullna meðal- regla er að borga fyrir góða þjón- ustu — og láta það koma fram, ef þér finnst þjónustan léleg með því að borga ekki fyrir hana. En borgaðu burðarmönnum í flug- höfnum og jámbrautarstöðum alltaf fyrir þeirra þjónustu — þeir fá ekki aðra greiðslu. í miðju fuglabjargi. mannastaði, sem em byggðir í kringum áhugasviðið. Göngumað- ur fínnur alltaf eitthvað við sitt hæfí. Alltaf er að bjóðast meira- úrval af stuttum og löngum náms- ferðum í tengslum við landkynn- ingu — námskeið í ljósmyndun í mjmdríku umhverfí, í mjmdlist, leiklist, tónlist, skáldskap, tungu- málanám, handiðnaði; ferðir um sögusvið, áhugaverð jarðfræði- svæði, dýraríkið skoðað og fleira. Atorkusamur ferðamaður getur tekið þátt í fomleifauppgreftri, landbúnaðarstörfum eða lært sigl- ingar. Að kynnast íbúunum Fáir ferðamenn eiga þess kost að kynnast íbúum viðkomandi lands. Þeir sjá aðeins yfírborðs- mynd af gamalli menningu á söfn- um, í kirkjum, höllum og kas- tölum. Margir eru líka á varð- bergi og vilja aðeins sjá hliðar- mjmdir út um bflrúðuna. Vissu- lega er fróðlegt að sjá hvemig þjóðmenning hefur byggst upp, en ennþá fróðlegra er að skjmja þróun nútímans. Ferðamaður, sem flakkar um á eigin bíl, gistir á litlum fjölskylduhótelum eða bændabýlum, hlýtur að kjmnast íbúum betur en sá sem gistir stór- ar alþjóðlegar hóteleiningar. Vel upp byggð söfn geta gefið mjög góða þjóðfélagsmjmd og fróðleiks- fúsir ferðamenn ættu að kjmna sér þau, áður en landið er skoðað. Hér á landi vantar vel upp byggt safn, sem sýnir þróun frá fortíð til nútíðar — sýnir allar þær þrengingar, sem Islendingar hafa gengið í gegnum vegna óblíðrar veðráttu og eldgosa — okkur vant- ar hraun- eða eldfjallasafn! Hafið er hindrun Aðstæður íslenska ferða- mannsins eru ólíkar aðstæðum þeirra, sem búa á meginlandi Evrópu. Þeir þurfa aðeins eina flugferð jrfír til Asíu og Afríku eða eina ferð með lest eða bfl til nágrannalanda. Við þurfum aftur á móti alltaf að komast jrfir hafíð, áður en við hefjum ferðir út frá meginlandi Evrópu. Þess vegna eru ferðir til Egyptalands, Thai- lands, Indlands eða Marokkó ekki eins sjálfsagðar fyrir okkur og þá, en ferðamátinn er alltaf að breyt- ast. Við getum fagnað því hvað mörg flugfélög sýna áhuga á að koma hingað, þó að það kunni að skapa tímabundna erfiðleika fyrir íslensk flugfélög. Með aukinni tíðni flugferða hlýtur ferða- mannastraumur til íslands að aukast — landið opnast meira — tengist meira meginlandi Evrópu — fargjöld hins almenna ferða- manns verða stöðugt ódýrari og heimurinn skreppur saman. Ferðatilboðin eru alltaf að verða skemmtilega fjölbrejrttari. O.Sv.B. í loftbelg yfir Afríku. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. JANÚAR 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.