Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 4
Víkingamir koma Hér er um að ræða langsamlega yfirgrips- mestu sýningu, sem sett hefur verið upp hér á landi á munum, sem tengjast lifnaðar- háttum á víkingatímanum. Svo margs hafa menn orðið vísari um daglegt líf norrænna Um sýningu í Norræna Húsinu og Þjóðminjasafninu, sem opnuð verður í dag á munum frá Víkingasafninu í Jórvík á Englandi og sýnir daglegt lif á víkingatímanum. Þessi sýning er upp komin fyrir frumkvæði Knuts Odegárds, forstjóra Norræna Hússins, og er síðasta sýningin, sem hann stendur fyrir í sinni stjómartíð. manna, sem settust að í Jórvík á Englandi, eftir uppgröft fomleifanna í Coppergate og víðar í bænum nú fyrir fáum árum. Norræn- ir menn á víkingatímanum hafa kannski nokkuð einhliða verið túlkaðir sem grimmd- arvargar, sem drápu sér til skemmtunar. Rétt er að stundum var slóð þeirra blóðug og grimmdarleg voru þeirra fyrstu spor á Englandi, þegar þeir gerðu árásina á Lindis- fame, sem markar upphaf víkingaferða í vesturveg. En uppgröftur á heilum götum í Jórvík hefur leitt í ljós, að norrænir menn voru kannski fyrst og fremst iðjusamir hagleiks- menn. Fjölskyldur bjuggu þröngt við kröpp kjör; miðað við nútímafólk voru þetta lág- vaxnir menn, meðalævin var stutt og hvim- leiðir kvillar eins og ormaveiki hijáði fólk. Á 250 árum frá upphafi víkingaldar til loka hennar, þróuðust Norðurlönd úr heið- ingjabyggðum, óþekktum og skipulagslaus- um undir stjóm héraðshöfðingja og smá- kónga, í þijú mikil veldi þjóðkonunga, full- gild ríki í kristinni menningu Evrópu. Ævintýraþrá norrænna manna á þessum tíma er talin vera einsdæmi í Evrópu og sú ævintýraþrá leiddi m.a. af sér innrásina í England og síðar landnám í Jórvík. Frá sjón- arhóli Engilsaxa hafa það verið skelfilegir menn, sem komu á skipum sínum úr austri. Svo segir m.a. í annál frá árinu 793: „Þetta ár birtust skelGleg teikn yfir Norð- imbralandi og skelfdu mjög fólkið. Þetta voru hræðilegir hvirfilvindar og eldingar og grimmir drekar sáust fljúga um loftið. Mik- il hungursneyð fylgdi rétt á eftir þessum teiknum og nokkru síðar, 8. júní sama ár, unnu heiðnir menn hin hörmulegustu her- virki og eyddu Guðs kirkju í Lindisfame með ránum og manndrápum. “ Það er svo rúmum 70 ámm síðar, árið 866, að Danir ráðast inn í Jórvík, hertaka bæinn og setjast þar að til langframa. Og hvað gerðu þeir þar, þessir skelfílegu menn? Eftir því sem bezt er vitað, gerðust þeir enskir í háttum, tóku upp rólega lifnaðar- hætti við handiðnir og kaupskap, enda varð Jórvík þýðingarmest verzlunarmiðstöðva. Þessir innrásarmenn urðu smám saman kristnir eða hálfkristnir, svo sem sjá má á legsteinum, þar sem krossmark er efst, en heiðnar skreytingar og fléttur neðantil. Hugmyndin að sýningunni varð til þegar British Council bauð forstjóra Norræna Hússins til Englands 1985. Þá ræddi hann málið við forráðamenn Yorkshire-safnsins og York Archeological Trust. Þegar ljóst var að verkefnið yrði ofvaxið Norræna Hús- inu einu, lá beinast við að leita samvinnu við Þjóðminjasafna íslands og niðurstaðan varð sú, að þessar stofnanir standa saman og eiga jafnan hlut í sýningunni og njóta auk Jiess raunarlegs framlags British Coun- cil. I tilefni sýningarinnar kemur út vönduð sýningarskrá, sem í rauninni er heil bók, og hefur Aðalsteinn Davíðsson haft umsjón með henni. Greinin sem hér birtist um Jórvík víkinga er fengin úr sýningarskránni; jafn- framt birtist hér hluti af skránni yfír sýning- armuni og bregður hún ljósi á, hversu geys- islega fjölbreytt þessi sýning er. Gísli Sigurðsson I J órv ík víkinga að var mikið áfall fyrir engilsaxneska kon- ungsríkið í Norðimbralandi þegar víkingar lögðu undir sig Jórvík 866 því að í Jórvík sátu bæði konungur Norðimbra og erkibiskup. Fall Jorvíkur sameinaði um tíma þá hópa sem Eini staðurinn þar sem nú er að finna hina fornu íbúa Jórvíkur er í kirkjugörðum borgarinnar þar sem bein þeirra hafa verið grafin upp. Þessi bein sýna að almenningur bjó við erfið kjör. Við sultarkjör varð fólkið lágvaxnara, meðalkarlmaður var 169.3 sm en meðalkonan 157.4 sm. Meðalævin var líka skemmri en nú, 27% íbúa í Jórvík dóu í barnæsku og aðeins 9% náðu 60-70 ára aldri. Eftir DOMENIC TWEEDLE höfðu barist um hásætið í Norðimbralandi, árið 867 tóku þeir höndum saman og réð- ust á víkinga. Leikar fóru þannig að Engil- saxar voru gjörsigraðir, konungsefnin tvö voru drepin og engilsaxneskt konungdæmi í Norðimbralandi leið undir lok. í staðinn kom konungdæmi víkinga utan um Jórvík; margir danskir víkingar settust þar að og þama ríktu höfðingjar af norsku konungs- ættinni. Fomleifar benda til þess að víkingar hafí endurskipulagt borgina. Þeir virðast hafa afmáð verslunarbyggð Engijsaxa á eystri bakka ármóta Foss og Ouse. í staðinn reistu þeir nýja byggð þar sem fyrir stóð dómkirkj- an og konungshöllin utan við gamla róm- verska virkið. En hvemig var daglegt líf í Jórvík? Nýlegar fomleifarannsóknir með uppgreftri, einkum við Coppergate 16-22, hafa varpað algerlega nýju ljósi á víkinga- tímann í Jórvík og í fyrsta sinn er hægt að vænta svars við ofangreindri spumingu. Hjarta Jórvíkur lá milli ánna Ouse og Foss en til suðvesturs var síðan önnur meg- inbyggð, handan við Ouse. Þessi tvö megin- hverfí borgarinnar vom tengd með timbur- brú sem stóð á um það bil sama stað og núverandi brú á Ouse. Þetta var eina brú á ánni innan borgar. KOPPARAGATA OG Guðrúnargata Hvomm megin árinnar var gatnanet sem lá niður að brúnni. Götur frá víkingatíma má oft þekkja aftur á nafninu því að mörg nöfn koma af fomum norrænum nöfnum. Til dæmis er nútímaheitið Coppergate mnnið af fomu, norrænu nafni, Kopparagata, en Brot af skreyttum söðulboga frá 10. öld. við þessa götu störfuðu rennismiðir (kopp- ari=rennismiður). Aðrar götur vom kenndar við einstaklinga, t.d. Goodramgate (Guðrún- argata) eða við eitthvert sérkenni sitt; Mickle- gate, Miklagata, sem væntanlega hét svo fyrir það að vera breiðari og meiri en aðrar götur. Bestu dæmi um venjuleg hús í Jórvík em frá uppgreftrinum í Coppergate. Hér vom fyrstu skákimar afmarkaðar um 935. Þær vom um 7 metra breiðar og stefndu frá göt- unni á ánni Foss. Tágagirðingar vom á milli lóða. Á hverri lóð var rétthymt hús með veggjum sem fléttaðir vom með tágum (undnir tágum) og sneri gafl út að götu. í miðju húsi var rétthymt eldstæði í gólfí, af- markað með steinum, tígulsteini úr róm- verskum rústum eða jafnvel með spýtum. Þessum húsum úr tágafléttum var haldið við eða þau endurbyggð þangað til um 975 þegar í stað þeirra komu hús úr stöfum með liggjandi plönkum. Enn sem fyrr snem húsin göflum út að götu en vom nú að nokkm niðurgrafin. Oftast stóðu tvö hús á hverri lóð. Húsið nær götunni var líklega íbúðar- húsið en verkstæðið stóð þá fjær götunni. Þessi hús héldust í sama stíl fram til 1100. Á tímum víkinga vom bakgarðamir, sem lágu niður að ánni, fullir af sorpgryfjum og rotþróm, misjafnlega stómm, sumar gryfjur vom jafnvel klæddar innan með tágum. Þama vom líka vatnsbmnnar og sorphaug- ar heimilisins(?) Hins vegar vitum við lítið um hús höfð- ingja eða hallir konunga. Nafnið Konung- storg (King’s Square) bendir til þess að á þeim slóðum hafí búið konungurinn í JÓrvík. Við vitum að jarlar, sem eftir 954 stýrðu Jórvík í umboði konunga Vestur-Saxa, bjuggu á svæðinu Jarlsborg (Earlsborough) norðvestan borgarveggja. Þar stendur enn kirkja Ólafs helga á grimni kirkju sem jarl- inn Siward (? Sigurður) reisti 1050. Þessar hallir vom líklega byggingaklasar með óreglulegri skipun utan um húsagarða, sumar byggingar hafa t.t.v. verið úr steini en flestar líklega úr timbri. Einu steinhús önnur vom kirkjumar sem vom að stærð allt frá dómkirkju erkibiskupsins í JÓrvík niður í litlar sóknarkirkjur eins og St. Hel- en’s-on-the-Walls. Af 10-15 kirkjum víkinga- aldar í Jórvík stendur nú aðeins uppi tum St. Mary Bishophill Junior, en sú kirkja var byggð um miðja elleftu öld. Þegar víkingar lögðu undir sig Jórvík hjuggu þeir ekki niður íbúana fyrir úlf og öm heldur tóku þeir einfaldlega stjóm borg- arinnar sér í hendur. Norrænir aðkomumenn bjuggu innan um Engilsaxa og tóku sér engil- saxneskar konur. Þetta gekk snurðulausar vegna þess að víkingar og Engilsaxpr skildu hvorir aðra, tungumálin tvö vom náiskyld og hvort tveggja málið hefur hljómað á götum Jórvíkur. SultarkjörOg MANNSÆVIN STUTT Eini staðurinn þar sem nú er að fínna hina fomu íbúa Jórvíkur er í kirkjugörðum borgar- innar þar sem bein þeirra hafa verið grafín upp. Þessi bein sýna að almenningur bjó við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.