Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 9
M Þjóðlistasaih kvenna í Banda- ríkjunum - aðeins steinsnar frá Hvíta Húsinu. karla, þótt fyrir liggi, að 38% af núlifandi listamönnum þjóðarinnar séu konur. Og í því merka safni, Museum of Modem Art í New York, eru aðeins 12% listaverkanna eftir konur. Allt um það hafa forráðamenn þessa nýja þjóðlistasafns kvenna (konur að sjálfsögðu) gætt þess að setja ekki pólitísk- an merkimiða á safnið. Fyrsti safnstjórinn, Wilhelmina Cole Holladay, hefur einnig átt mestan þátt í að hugmyndin komst til fram- kvæmda. Hún og eignmaður hennar áttu gott einkasafn með verkum eftir konur, sem þau höfðu safnað á 20 árum og gáfu á einu bretti hinu nýja listasafni kvenna. Frú Holladay þykir heldur betur hafa sýnt stjómunarhæfíleika og tök á viðskipta- heiminum, því henni tókst að fá 128 stórfyr- irtæki til að gefa hvert um sig upphæð sem nemur um 300 þúsund ísl. krónum. Og til þess að tryggja reksturinn og uppbyggingu safnsins hefur hún ráðið því, að í stjóm em eiginkonur sumra auðugustu manna lands- ins, þar á meðal kona Adnans Khashoggis, sem er jafnvel talinn vera auðugasti maður heimsins, ef frá er talinn einn Japani. Sumir gagnrýnendur þessa framtaks hafa haldið því fram, að það sé út af fyrir sig ósköp aulalegt, að þurfa að koma upp safni, sem hýsir bara list kvenna, en kannski sé það þó tímabundin nauðsyn, unz tekizt hef- ur að rétta hlut kvenna. Eftir það sé þetta safn tímaskekkja og verði lagt niður. Sumir halda því og fram, að þetta sé tímaskekkja gagnvart nútíðinni. Robert Hughes, gagn- rýnandi Time, bendir á, að „engin hæfileik- arík kona sé lengur í minnstu vandræðum með að koma verkum sínum á framfæri hjá vel metnum gallerium." Aðrir halda því fram, að kona hafí altaf þurft að vera mun betri en flestir karl-listamennirnir - Georgia O’Keefe til dæmis - til þess að vera tekin jafn alvarlega og þeir. Um þetta eiga áreið- anlega eftir að verða skiptar skoðanir, en íslendingum á ferðinni í Washington skal hérmeð bent á að skoða þetta safn. GS. M Wilhelmina Cole Halladay, aðal- hvatamaður að stofnun Þjóðlistasafhs kvenna í Bandaríkjunum og núver- andi saúistjóri. Sveaborg eða Suomenlinna eins og Finnar segja réttilega er sögufrægur eyjaklasi suður af Hels- inki. Þar var á sínum tíma eitt stærsta og mesta strandvirki í sænsk-finnska ríkinu. Virkið var upphaflega byggt á 6 eyjum og átti að vera I Sveaborg eru gestavinnustofur fyrir norræna listamenn og þar hafa nokkrir íslenzkir listamenn dvalið og starfað. Einn var þar þegar höfundurinn skoðaði sig um á Sveaborg: Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari. vamarvirki gegn Rússum, þó svo Rússum tækist að hertaka það fljótlega' og héldu þeir því allt til 19Í8 eða stuttu áður en Finnar fengu sjálfstæði. Þá var virkið skírt upp á nýtt og kallað Suomentinna. Núna eru eyjamar fjölsóttur ferðamanna- staður á sumrin og síðan 1978 hefur Nor- rræna menningarmiðstöðin stjómaraðsetur þar og sýningaraðstöðu í mjög vel upp- gerðum „rómantískum" herskálum. Auk þess hefur miðstöðin þama á sínum vegum fímm gestavinnustofur fyrir norræna lista- menn, nokkrar gestaíbúðir og bókasafn. Það tekur 10 mínútur að fara með feij- unni frá Helsinki yfir í eyjamar og sú báts- ferð er sannarlega þess virði vegna þess hve útsýnið er fallegt, hvort heldur litið er til hægri eða vinstri eða farið er að vorlagi eða hausti. Ég dvaldi þama í nokkra daga fyrir stuttu og var þá svo heppin að hitta Stein- unni Þórarinsdóttur myndhöggvara sem var að búa sig til brottferðar eftir tveggja mán- aða dvöl þama í einu gestavinnustofunni sem ætluð er fyrir myndhöggvara, en hinar fjórar henta betur fyrir málara. Steinunn var nýbúin að senda til Englands í brons- steypu gríðarstóran skúlptúr — konumynd sem hún hafði verið að vinna að þama og er hluti af útiverki, — minnisvarða um sjó- menn, sem hún er að vinna fyrir Gmndar- fjarðarbæ. Og þó hún væri önnum kafín við að pakka því sem eftir var og undirbúa heimförina féllst hún á að svara nokkmm spumingum viðvíkjandi vera hennar þarna á eyjunni. — Hvað þurfa íslenskir listamenn að gera til þess að komast hingað? Það em ákveðin umsóknareyðublöð sem hægt er að fá á skrifstofu SÍM (Samband íslenskra myndlistarmanna) sem síðan em send útfyllt beint hingað til Sveaborgar. Hér er síðan haldinn fundur og valið úr umsóknunum og þær sendar því næst aftur til heimalands umsækjandans og þar er að ég held ákveðin nefnd sem tekur loka- ákvörðun og skilst mér að þetta sé gert í einhverri forréttindaröð. Það fer víst eftir því hvað listamennimir hafa sýnt mikið, hvað þeir hafa unnið mikið í félagsmálum o.s.frv. Það em 2 ár síðan ég sótti um og ég veit að t.d. dönsku og norsku listamenn- imir sem dvelja hér núna þurftu að bíða jafn lengi eftir að komast að. Maður sækir i i- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. JANÚAR 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.