Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Síða 5
hana hefur hann margt skrifað, meðal ann- ars eftirfarandi lýsingu: Granada elskar hið smágerða. íbúar hennar setja jafnvel smækkunarendingar á sagnorðin í málfari sínu. Hún kærir sig ekkert um að heimurinn sé svona stór né sjórinn svo djúpur. Hún verður að setja öllum hlutum takmörk, einnig hinu óendanlega. Granada fer ekki út á götu. Hún er ekki eins og aðrar borgir sem standa við sjó- inn eða á bökkum stórfljóta. Sem ferðast í burtu og snúa aftur reynslu og visku ríkari úr ferðum sínum til ókunnra staða. Granada, einsömul og hrein, beygir sig fyrir örlögum sinum og lokar að sér óvið- jafnanlegri sálu sinni. Hún kemst ekkert í burtu nema eigin veg til stjamanna. Granada er sköpuð til að sofa og láta sig dreyma. Rödd hennar læðist ofan af svöl- unum eða sveimar út um dimman glugga. Brothætt og ópersónuleg býr hún yfír ólýsanlegum, tiginbomum dapurleika. Til að geta greint hana er óhjákvæmilegt að vekja með sér vissar ljóðrænar kenndir. HlNIR DlMMU TÓNAR Federico García Lorca er eflaust þekkt- astur fyrir sígaunaljóð sín. En þar er samt ekki að fínna þann litskrúðuga heim sígauna með léttstígum dansmeyjum og glæsilegum nautabönum sem hrífur ferðalanginn á sól- arströndunum. í verkum Lorca, ljóðum og leikritum, má lesa djúpstæð og harmræn örlög spænsku þjóðarinnar og baráttu henn- ar við hin dimmu Iífsmögn, „el duende", er svo kallast, og Lorca víkur oft að er hann reynir að greina innsta eðli þjóðar sinnar — þjóðarsálina — og þau vandamál er hún á við að glíma. En þótt Lorca tali oft um Spán í þessu samband er þó ljóst að það er fyrst og fremst Andalúsía sem hann hefur í huga. I Andalúsíu fléttast saman siðvenjur og hefð- ir sem eiga rætur sínar að rekja langt aftur til ævafomrar menningar sem er að mestu útdauð alls staðar annars staðar í Evrópu. Menning þessi hefiir verið rakin til eyjarinn- ar Krítar og hins hellenska menningarsam- félags á Grikklandi forðum tíð. Þessum menningarstraumi, er staðnæmdist í jörð Andalúsíu, hafa síðan sígaunar haldið lif- andi framar öðrum. En þeir komu síðar til Spánar, blönduðu sínum eigin austræna uppruna hinni grísku menningu er á undan þeim hafði borist og uppháfu hana af aukn- um krafti. Þaðan má kenna list þeirra flam- encosönginn og einnig nautaatið, en fyrstu sporin um það fundust á eyjunni Krít. FVum- krafturinn í list sígaunanna, el duende, hinn skapandi kraftur jarðarinnar, bjó um sig í ftjóum jarðvegi Andalúsíu, þar sem svo mörgum menningarstraumum lýstur saman á þessum hálf-austræna skika Spánar á syðstu endamörkum Evrópu. En hvaðan kemur el duende — hinn þungi sláttur blóðsins og dimma seiðmagn lífsins? og fyirca segir: „í allri Andalúsíu tala menn stöðugt um „el duende" og fínna fyrir honum af næmri tilfinningu hvenær sem honum skýtur upp ... Og Manuel Torres, maður- inn með dýpstu menningu í blóðinu sem ég hef þekkt, sagði eitt sinn þessa stór- fenglegu setningu, er hann var að hlýða á Manuel de Falla: „Allt sem hefur dimma tóna hefur „duende". Og það finnst ekki meiri sannleiki. ... Þessir dimmu tónar eru leyndar- dómurinn, rætumar sem grafnar eru djúpt ofan í jörðina sem við öll þekkjum en látumst ekki taka eftir, og gefur okk- ur samt það sem er grundvöllur listarinn- ar... leyndardómsfullt afl sem allir fínna en enginn heimspekingur getur út- skýrt... Einu sinni söng flamenco-söngkonan frá Andalúsíu, La Nifta de los Peines, á krá einni í Cádiz. Þessi spænska listakona og dökkleita náðargáfa Spánar stóð jafn- fætis Goya eða Rafael el Gallo, hvað snerti hæfileika og ímyndunarafl. Hún lék sér að dimmri rödd sinni, líkt og mosavax- inni að áferð, líkt og bráðið tin, og hún flækti henni í síða hárlokka sína eða bleytti í henni með eplavíni eða þyrlaði henni yfír íjarlægð og dimm holt og hæðir. En ekkert gerðist, það tókst ekki. Áheyrendur sátu aðeins þögulir í sætum sínum. Þá reis La Niá de los Peines á fætur, líkt og vitstola, úfín eins og grátkona frá miðöldum, og drakk í einum teig úr stóm glasi af anísbrennivíni, sterku eins og eldur, og fór að syngja án raddar, án hljóms, án blæbrigða, með logandi hálsinn — en með „duende“. Henni hafði tekist að svipta rödd sína öllu flúri og hleypa í gegn hinum ham- stola „duende", vini hinna sandijúkandi storma, sem fékk áheyrendur til að rífa í klæði sín með næstum sama takti og svartir íbúar Antillaeyju gerðu, saman- hnipraðir frammi fyrir táknmynd heilagr- ar Barböru. La Nifla de los Peines varð að ryðja úr vegi rödd sinni, því hún vissi að þeir sem hlýddu á hana voru sérstakir áhejrr- endur sem báðu ekki um form heldur kjama allra forma: hina hreinu tónlist." En það er þó einkum og sér í lagi í nauta- atinu sem þörf er á að náist til hins skap- andi anda jarðarinnar. Og enn sem fyrr eru það sígaunamir sem mesta frægð hafa get- ið sér í listinni. í þessari táknrænu trúarat- höfn, sem er eins konar díonisískt blót, mætast lífíð og dauðinn í nakinni baráttu á sandbomum vellinum inni í hringnum þar sem dauðinn bíður lægri hlut. Trúarlegar táknmyndir nautaatsins em greinilegar handan við sjálfar leikreglumar og haldast í hendur við listrænt markmið leiksins, en eins.og Lorca sagði, þá er ekki nóg að sýna fæmi, nautabaninn verður að gleyma sjálf- um sér til að hleypa að hinum hamslausa anda sköpunargáfunnar og öðlast snilli. — Gleyma því að brjóst hans er sífellt í örskots- fjarlægð frá banvænum homum nautsins. í allri tónlist arabanna, segir Lorca, er komu „el duende" heilsað með líflegum hrópum: „Alá, alá!“ Ö sem þýðir „guð minn, guð minn“, og er svo áþekkt „olé“ í nautaat- inu að hver veit nema það sé sami hlutur- inn. Og í öllum söng á Suður-Spáni er komu „el duende" fagnað einlæglega með hróp- inu: „lifi guð“, djúpu, mannlegu og bliðu hrópi, vegna sameiningarinnar við guð með aðstoð allra fímm skilningarvitanna, þökk sé „el duende" sem blæs lífi í rödd söngvar- ans og líkama dansmeyjarinnar. Og enn um nautaatið: „Það er heilög ritn- ing hinnar tæmstu stærðfræði, nautaatið er ögun og fullkomnun. Þar er allt lagt á mælistikuna, jafnvel angistin og dauð- inn...“ Dauðinn í Umhverfinu Sagt hefur verið að á Spáni, einkum á Suður-Spáni, hafí allt fram á þessa öld ver- ið við lýði svokölluð menning dauðans sem skýrast megi sjá í ýmsum hefðum, svo sem nautaatinu og trúarathöfnum páskavikunn- ar. Meðal annars einkennist menning þessi af því að dauðinn og hinir dauðu eru í huga fólks meira lifandi þama suður frá en víðast hvar í Evrópu þar sem dauðinn er mönnum fyrst og fremst ógnvænlegur og óþægilegur og ýta ber út í dimmustu skúmaskot ef ekki helst gleyma með öllu. En Spánverjan- um er dauðinn ekki aðeins ótti, hann er líka stolt, hann er ekki aðeins einsemd, hann er líka heiður. Dauðinn gengur stöðugt manninum við hlið og maðurinn hugsar um hann eða hann gantast með hann. Það má jafnvel bægja burtu dauðageignum með því að vingast við hann: Hre sælt er að drelja með þér, dauði minn í dag sem aðra daga einsamall í Ijúfum andblæ Granada — / minni Granada. Saga Spánar er raunar full af ofbeldi og leik að dauða. En með því að ögra dauðan- um má sleppa frá honum með sæmd og öðlast á þann hátt yfírráð yfir honum. Það er ekki hægt að ögra þeim dauða sem heltek- ur líkamann í nafni sjúkdóms þótt bregðast megi við honum af andlegum styrk og fullri sátt. Áður en að því kæmi kysi Spánveijinn að leggja líf sitt í hættu, með því móti hæðist hann að dauðanum og gerir uppreisn gegn valdi hans. Að deyja á þann hátt er hann sjálfur kýs veitir honum sæmd og gefur dauðanum tilgang. Dauði hnífsins og kúlunnar er jafnframt einfaldari, skýrari, en sá dauði er tærir upp hold mannsins. En að baki þessari siðfræði, þessari grimmilegu kvöð að verða að deyja með sæmd, býr slík sorg og einsemd að mörgum verður dauðinn aufúsugestur. Þeim harm- leik kemur Lorca til skila af djúpri samúð og fegurð í sígaunaljóðum sfnum og leikrit- um. Og hann gerir næstum áþreifanlega „hina hreinu og ætíð einmana sorg“. En þótt Lorca verði svo mjög tíðrætt um dauðann í verkum sínum þá neitar hann því að hafa leitað hans sérstaklega eða að hann sé eigin hugarsmíð því hvarvetna verði hans vart: í sjálfu umhverfínu, í söngvum vinnu- fólksins; hann býr í andrúmsloftinu og menningararfleifðinni. Sú Andalúsía sem Lorca lýsir er ekki hugarburður hans heldur listræn endurgerð. Hann fæddist sjálfur af þessari mold og var öðrum næmari á eðli hennar og einkenni sem hann skilar svo skýrt með list sinni. Og með innsæi og þekk- ingu skapar hann sína Andalúsíu svo ljóslif- andi sem hún er. Fátækur landbúnaðar- verkamaðurinn sem stritaði á ólífuakrinum á fyrrí hluta aldarínnar skildi strax knappar ljóðmyndimar er lýstu gróðri jarðar og fyrir- bærum náttúru og mannlífs. Hann vissi strax hvað við var átt, enda hafði hann sjálf- ur séð það og skynjað á svipaðan hátt. Eða þá kynngi málsins sem sprottin var beint upp úr málfari alþýðunnar og Lorca hlust- aði grannt eftir. Og hann segir sem svo: „Eg elska einfaldleikann í öllum hlutum. Það að vera einfaldur lærði ég í bemsku minni, heima í þorpinu mínu. Öll mín bemska var eitt þorp: bændur, sveitir, himinn og einsemd. I stuttu máli sagt, einfaldleikinn sjálfur. Ég undrast alltaf jafnmikið er menn halda að það sem þeir finna í verkum mínum séu eigin uppátekt- ir og skáldleg dirfska. Nei, þetta em sann- ar staðreyndir sem mörgum fínnst vera furðulegt." Það er ótrúlegt að þama hafí Lorca látið lífíð með þeim hætti sem varð, blórabögg- ull blindra afla, fómarlamb sjálfur þess sama dauðaritúals sem leitaði svo ákaft og af svo mikilli ógn á hug hans í lifanda lífí. HINN DJÚPISÖNGUR Þau ljóð þar sem fjölskrúðugur og marg- slunginn en þó einfaldi sígaunaheimur Lorca nær hátindi sínum, er að fínna í bókinni EI cante jondo, eða Hinn djúpi söngur, og í bókinni Sígaunaljóð. í þeirri fyrri nýt- ir Lorca sér tónlistargáfu sína og þekkingu á flamencosöngnum og lögmálum hans. Hann sækir einnig í gnægtabrann þjóðlegs kveðskapar i ríkum mæli. Hinn djúpi söng- ur er ástríðufullur óður um reisn Andalúsíu og niðurlægingu í senn. Þar leiðir Lorca sígaunana fram á sjónarsviðið sem fulltrúa fyrir hið stórfenglega sem býr í Suður- Spáni, en einnig fyrir hryllinginn, blóðið og gjörvallt stafróf hins andalúsíska sannleika sem er jafnframt sannleiki alheimsins. Sem fyrr segir sækir Lorca ríkulega til fanga i þjóðlegan kveðskapararf, en ekki í því skyni að endurtaka eða líkja eftir, held- ur til að endurskapa. Hann dregur fram hið sérstæða sem býr í andrúmsloftinu er hann sjálfur ólst upp við; alþýðuvísumar, hjátrúna og siðvenjur fólksins, auk ævintýralegra sagna af stigamönnum og alþýðuhetjum sem allt var morandi af í Andalúsíu á síðustu öld. Og í ljóðabókum Lorca birtist þessi heimur af stigvaxandi þunga og viðhorf höfundar til hans er fullt af hlýju og líka ógn. En vegna hlýju höfundar í garð við- fangsefnis síns gengur ógnin sjaldan of nærri lesendum og hið skelfílega jaðrar oft við að vera fegurðin ein. Sígaunaljóð er eflaust sú bóka Lorca sem þekktust er. Þar gætir einnig hinna þjóðlegu áhrifa, jafnvel í nafni bókarinnar á spænsku er vísað til eldri gerðar hefðbundinna kvæða. í ljóðunum fléttast saman rómantísk við- horf og oft á tíðum óvægin leit að innsta kjama veraleikans, ásamt myndrænni skynjun og vissri íjarlægð sem gerir það að verkum að ljóðin „sjást" eins og myndir á tjaldi eða sviði. En í kvæðum þessum verður ógn hins andalúsíska heims jafnframt berari, dauðinn seytlar út úr ljóðunum í mynd hins hvíta mána er sækir til sín allt sem dauðlegt er á jörðinni og að baki hans glittir í ofbeldið sem er jafnan fylgifískur dauðans. Þetta er dulúðugur heimur, fullur af táknmyndum og fomri alþýðutrú, er býr að baki hins sjá- anlega og röklega heims. Þar sem ímyndun- araflið staðfestir og veitir lífi í brot af þeim ósýnilega heimi sem maðurinn hrærist einn- ig f. Með skáldskap sfnum tekst Lorca að færa í orð „hina dimmu tóna, leyndardóm- inn sem allir fínna fyrir en enginn getur útskýrt". Eða eins og hann sagði eitt sinn sjálfun „Með hjálp skáldskaparins kemst maðurinn nær þeim sannleika sem heim- spekingurinn og stærðfræðingurinn þegja um.“ „Vesalings Granada ...“ Árin á undan borgarastríðinu breyttu mörgu í þjóðlífí Spánar. Á þessum tíma vaxandi ókyrrðar meðal lágstéttar er krafð- ist breytinga á högum sínum skiptist gjör- vallur Spánn í andstæðar pólitískar fylking- ar: L því stríði var tekist á um ólfka hug- myndafræði og þess krafíst af mönnum að þeir tækju afstöðu. Lorca var oft ásakaður fyrir það að vera ekki meðvitaður fylgismað- ur ákveðinna pólitískra kenninga þótt ljóst væri að hann var einlægur lýðveldissinni. Sjálfur vísaði hann annaðhvort á bug að hann tilheyrði ákveðnum skoðanahópi eða hann kvaðst vera í flokki hinna fátæku, án þess að skilgreina nánar hvaða flokkur það væri. En þó má hiklaust telja að Lorca hafí verið næmari á þau féiagslegu vandamál sem þjóð hans átti við að etja en margur sá af hans kynslóð sem bæta vildi um betur í spænsku samfélagi. Með Lorca bjó ævin- lega róttæk samkennd með hinum fátæku og auðmýktu, allt frá því hann var bam. Síðustu mánuðina er hann lifði tók Lorca, ásamt fleiri listamönnum, þátt í ýmsu and- ófi gegn stefnu fasista er létu æ meir að sér kveða eftir því sem nær dró borgarastríð- inu. Meðal annars stóð hann að opnum fundi um ferð félaga síns, Rafaels Alberti, til Rússlands. Hann skrifar undir yfirlýsingu heimsfriðarráðs, ásamt fleiram, fyrir hönd Spánar. Þann 1. maí birtir hann stutta áskoran til verkalýðs Spánar. Og 22. sama mánaðar tekur hann þátt í að skipuleggja samkvæmi sem haldið var til heiðurs sendi- mönnum úr frönsku alþýðuhreyfíngunni. Skömmu síðar var Lorca drepinn. Systir hans Concha lýsir atburðum svo: „Að morgni 22. ágústmánaðar lá ég í rúminu heima hjá mér í Granada. Ég var veik. Og hvers vegna skyldi ég ekki hafa verið veik? Tveimur dögum áður höfðu þeir drepið eiginmann minn. Við voram öll veik þessa angistarfullu daga. Fed- erico hafði í öryggisskyni farið heim til vina sinna, sem vora ágætisfólk enda þótt þeir væra falangistar. En hvaða máli skipti það? Gat ekki líka verið til gott fólk meðal þeirra? Það hafði Fed- erico sjálfur sagt... En þar sem fólk vildi meina að hann væri kommúnisti töldum við best að hann feldi sig heima hjá Rosales-fjölskyldunni því þar væri öraggasti staðurinn í allri Granadaborg. Um morguninn þann 22. ágúst kom faðir minn inn í herbergið til mín. Hann staðnæmdist á . þröskuldinum og sagði ekki eitt einasta orð. Hann var hvítur sem kalk í framan. „Federico?“ spurði ég. „Federico," svaraði hann. Jafnvel hann höfðu þeir drepið og guð veit hvert þeir fóra með hann. Faðir minn ól með sér veika von í þijá mánuði en ekki ég. Ég vissi mjög vel að þeir höfðu drepið hann eins og þeir höfðu drepið eiginmann minn. Federico sást aldrei meir.“ Sá sem best hafði sagt frá harmi og ógn dauðans stóð að lokum sjálfur andspænis handbendum dauðans. Fasistar skutu hann í upphafí borgarastríðsins árið 1936 í heima- héraði hans. „Glæpurinn gerðist I Granada, vesalings Granada, hans eigin Granada. “ (Antonio Machado) Byggt að mestu á bók Franciscos García Lorca um bróður sinn: „Federico og heimur hans“, 1981 og ftar- legum inngangi að (jóðasafni sem hefur að geyma bækumar „E1 cante jondo“ og „Romancero gitano". Einnig ritum um hina svokölluðu 27-kynsl6ð og „hið hreina ljóð“. Höfundur er skáld og spænskukennari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. FEBRÚAR 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.