Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Síða 6
U R SOGU HVERF I SGOTUNNAR
Verslað á hverju horni
H
verfisgata hefur aldrei verið jafn mikil versl-
unargata og Laugavegurinn og er ástæðan
meðal annars sú að þegar árið 1931 var sett
einstefna á götunni í austurátt jafnframt því
sem Laugavegur fékk einstefnu í vesturátt.
Verslun Ingvars Pálssonar á Hverfísgötu 49 (tv.).Húsið er nú horfíð. Til hægri
er húsið Hverfísgata 51 sem enn stendur.
Ljósm.: Carl Nielsen/Ijósmyndasafítið.
Dæmigerður verzlunarhjallari fyrir Reyhjavík á fyrri hluta aldarinnar. Hér á
Hverfísgötu 84 voru lengi matvöru- og nýlenduvöruverslanir. Verslunin Varmá
var hér frá 1936 og fí-arn til 1980. Þá var enn hægt að £á steinolíu á fíösku
úr handdælu frá tunnu í búðinni, en nú eru slíkir verslunarhættir með öllu af
lagðir. Ljósm.Lesbók/Bjami.
Eftir GUÐJÓN
FRIÐRIKSSON
3. grein
Vilhjálmur S.
Vilhjálmsson sagði að
stundum, er hann fór
framhjá Hverfisgötu 50,
hafi honum fundist sem
hann upplifði aftur
lestaferðirnar á
Eyrarbakka. Þar hafi
verið mergð
sveitamanna, vagnar,
hestar, ullarballar,
pinklar, reiðtygi og
bókstaflega allt, sem
hann þekkti frá
lestaferðunum.
Kaupmönnum þótti betra að næla í við-
skiptavini sem voru á leið niður í bæinn en
út úr honum og tóku því Laugaveginn fram
yfir. Engu að síður hefur töluverð verslun
verið við Hverfisgötu og verður hér rifjað
upp eitt og annað viðvíkjandi henni.
HÁMARK BJARTSÝNINNAR
Segja má að Garðar Gíslason stórkaup-
maður sé eins konar brautryðjandi í verslun
við Hverfísgötu og hann og hans fyrirtæki
hafa haldið tryggð við götuna allt til þessa
dags. Garðar byggði timburhúsið Hverfísgötu
30 árið 1906 og kallaði það Garðarshólma.
A neðri hæð hússins hafði hann skrifstofu,
sýnishomasafn og vörugeymslu en hann var
einn af frumkvöðlum innlendrar heildverslun-
ar. Sjálfur bjó hann á efri hæðinni ásamt
fjölskyldu sinni. Árið 1909 réðst Garðar
Gíslason í það að opna glæsilega fataverslun
á þessum stað er hann kallaði Dagsbrún.
Fékk hann rúmlega tvítugan mann, Harald
Ámason, sem var nýkominn frá námi á Eng-
landi til að veita henni forstöðu. Dagsbrún
á Hverfísgötu 30 þótti bæjarprýði og auglýs-
ingar frá henni voru nýtískulegri en hjá öðr-
um verslunum en hún var of langt út úr
bænum til þess að hún gæti gengið. Gatan
var enn nær óbyggð og eitt forarsvað á þess-
um stað og engar gangstéttir. Það var því
hámark bjartsýninnar að ætla sér að lokka
bæjarbúa þangað í verslunarerindum. Dags-
brún var því lokað von bráðar en það er af
Haraldi Amasyni að segja að hann átti eftir
að verða þekktasti fatakaupmaður landsins
um áratugaskeið (Haraldarbúð í Austur-
stræti). Garðar Gíslason seldi húsið árið 1913
en færði sig þá innar við Hverfísgötuna eins
og kemur fram hér á eftir.
HÖLLIN í SKUGGAHVERFI
Einhver frægasti kaupmaður á Hverfís-
götu á fyrri tíð var Guðjón Jónsson á númer
50. Hús hans, sem enn stendur, var upphaf-
lega byggt af Sveini Sigfússyni kaupmanni
árið 1904 og þótti það svo tilkomumikið að
það var almennt kallað Höllin í Skugga-
hverfí. Síðan bjó þar títtnefndur Garðar
Gíslason um margra ára skeið en Guðjón
keypti húsið árið 1917 og rak þaðan umsvifa-
mikla verslun, einkum við sveitamenn, um
áratuga skeið. Séra Gísli Brynjólfsson minnt-
ist hennar svo:
„ ... hér var einu sinni ein mesta sveita-
verslun Reykjavíkur, bæði átímum hestvagn-
ana og í upphafí bflaaldarinnar. Það var þeg-
ar hinn bjartsýni fyrirgreiðslumaður, Guðjón
Jónsson, rak sína blómlegu verslun á Hverfis-
götu 50 með afkastamiklum og trúuðum
starfsmönnum sínum eins og t.d. Guðlaugi
Lárussyni og Hróbjarti Ámasyni, svo að ein-
hveijir séu nefndir. Þá var hesthús og hesta-
rétt við Höllina og svo margt um manninn
á stundum að vagnalestin náði frá Klapp-
arstíg og inn fyrir Frakkastíg. Svo hurfu
vagnamir og bflamir komu í þeirra stað —
„kassar" og „hálfkassar". En viðskiptin héldu
áfram hjá Guðjóni því hann tók að sér af-
greiðslu þeirra og afgreiddi langa pöntunar-
lista með bílunum til bænda austur um allar
sveitir."
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson sagði að stund-
um er hann fór fram hjá Hverfísgötu 50
hafi honum fundist sem hann upplifði aftur
lestaferðimar á Eyrarbakka. Þar hafí verið
mergð sveitamanna, vagnar, hestar, ullar-
ballar, pinklar, reiðtygi, bókstaflega allt sem
hann þekkti frá lestaferðunum og síðar flutn-
ingabifreiðir og mikið af fólki. Hann sagði að
í kringum Vaðnes á Klapparstígnum og við
Hverfísgötu 50 hefðu oft verið eins og sér-
stök þorp í borginni, næstum því lítil kauptún
utan af landi í miðri borg og sveitafólk sækti
inn í þau úr ýmsum áttum.
Guðjón Jónsson var einn af fjölmörgum
sveitamönnum austan úr sveitum sem freist-
uðu gæfunnar við kaupmennsku á Laugavegi
eða Hverfísgötu. Nú verslar tengdadóttir
hans, Bára, í Höllinni í Skuggahverfí og er
allt hljóðlátara í kringum hana en hjá tengda-
föður hennar forðum.
Gyðingurinn Gangandi
Og þá er enn komið að Garðari Gíslasyni.
Þegar hann vék fyrir Guðjóni á Hverfisgötu
50 keypti hann nýbyggt stórhýsi sem dular-
fullur útlendingur hafði reist á besta stað
við götuna; á Hverfísgötu 4, rétt fyrir ofan
Lækjartorg. Útlendingurinn hét Obenhaupt
og var dansk-þýskur gyðingur. Mikill völlur
var á honum og auk þessa stórhýsis reisti
hann eitt glæsilegasta einbýlishús bæjarins,
síðar kallað Esjuberg við Þingholtsstræti (það
hýsir nú Borgarbókasafn Reykjavíkur). Vil-
hjálmur Finsen, stofnandi Morgunblaðsins,
skrifaði um feril Obenhaupts á íslandi. Hann
sagði m.a.:
Obenhaupt fór vitanlega undir eins að
versla; „kaufen und verkaufen" (kaupa og
selja) er orðtak gyðinga hvar sem þeir eru
á hnettinum. Hann flutti með sér stórt sýnis-
hom af alls konar þýskum vamingi, leigði
stóra íbúð í Thomsenshúsi, þar sem síðar var
Hótel Hekla, og barst mikið á. Hann drakk
nær ekkert sjálfur en hann veitti meira en
almennt gerðist í Reykjavík þá. Þegar kaup-
menn komu að skoða sýnishomin var þeim
ævinlega boðið inn í stofu og flaskan þá
dregin upp. Svo var farið að tala um „busi-
nessinn" ...
Honum vegnaði ágætlega, hann auðgaðist
áreiðanlega þrátt fyrir íburðinn...
Þegar stríðið skall á kom eitthvert æði eða
órói yfír Obenhaupt, en enginn vissi hvað
olli því. Ef til vill hefír það verið vegna þegn-
réttar hans. Var hann þýskur eða var hann
danskur? í æðiskastinu vildi Obenhaupt fyrir
alla muni selja bæði verslunarhúsið og „vill-
una“. Magnús Sigurðsson, síðar landsbanka-
stjóri, annaðist söluna fyrir Obenhaupt, og
hann var sá eini sem vissi hina raunverulegu
ástæðu til þess að Obenhaupt seldi húsin af
svo miklum skyndingi; verslunarhúsið var
ekki einu sinni alveg fullsmíðað.
Annars var þessi Obenhaupt undarlegur
maður, öðmvísi en fólk flest. Hann gat t.d.
aldrei átt húsgögn sín nema stuttan tíma.
Einu sinni eða tvisvar á ári skipti Obenhaupt
um húsgögn, seldi önnur og keypti hin. Og
hann var svo sem ekkert að leyna þessari
sölu fyrir almenningi... Flestum okkar þyk-
ir því vænna um stólinn okkar sem við eigum
hann lengur ef stóllinn hefir á annað borð
verið fallegur og þægilegur í fyrstu. En Oben-
„HöIIin í SkuggahverGHverGsgata 50. Hér rak Guðjón Jónsson kaupmaður
umsvifamestu sveitaverslun höfuðstaðarins, bæði á tímum hestvagna og í upp-
hafí bUaaldar. Nú verslar tengdadóttir hans, Bára, í húsinu.
Ljósm.:Pétur Brynjólfsson/Þjóðminjasafnið.
6