Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Síða 9
c) og mengar síðan svæðið sem úrgangurinn lendir á (t.d. hafið) d) um leið fer mikið magn lífræns áburðar forgörðum, sem eykur svo þörfina á gerviáburði e) mengun vegna framleiðslu gerviefnaframleiðslunnar eykst. Þannig heldur neikvæða keðjan áfram. Auðvitað má alltaf hreinsa sk'olvatnið aft- ur: liður f) kostnaður vegna óskynsamlegs kerfís. En skynsemin er fyrir löngu búin að segja: Er ekki best að safna úrganginum saman í lokað vistkerfí (sem vinnur sjálf- krafa úr úrganginum skaðlaust efni) strax í hverri byggingu fyrir sig og nýta hann síðan til áburðar? Gleymum því ekki að nátt- úran hefur búið til allan útbúnað til úr- vinnslu lífræns úrgangs. Við þurfum aðeins að læra aftur á hann og nota hann. Hér er alls ekki verið að segja frá neinu nýju því að síðastliðin 25 ár hafa svokölluð „þurr" salemi verið í notkun í hinum vestræna heimi, en fjöldi þeirra er enn hlutfallslega lítill. Stór þáttur vistkerfístengdra bygginga er orkuneysla þeirra. Hér er ekki verið að tala um orkuneyslu íbúanna, því að hún er þekkt stærð miðað við líkamshita og staðsetningu byggingarinnar á hnettinum (hiti) og miðað við venjulega sjón íbúanna (ljós). Nei hér er verið að tala um orkuneyslu hússins sjálfs. Umbúðimar utan um manninn, hitann og ljósið. Dæmið lítur þannig út í dag að því minni sem orkuneysla bygginga er þeim mun minni hætta er á umhverfísmengun vegna orku- framleiðslu. En stærstu hættur umhverfísm- engunar tengjast einmitt óhreinni orkufram- leiðslu eins og t.d. kjamorkuverum. Það er nóg að minnast á kjamorkuúrgang og glys af Chemobyl-taginu í þessu sambandi. En nú spyr lesandinn: Hvað kemur þetta okkur við, sem höfum hreina orku? Rétt, en við emm ekki ein í heiminum. Bæði geta kjamorkuslys náð til okkar: Hugsum okkur að fískurinn við strendur landsins mengaðist af geislavirkni í 10 ár. Og það er einnig skylda okkar að hafa áhrif á aðrar þjóðir í þessa vem í því skyni að minnka hættuna fyrir okkur. Við þurfum að ganga á undan með góðu fordæmi: Gera hús okkar þannig úr garði að þau spari orku, já nýti sér alla þá eðlisfræðilegu orkumöguleika sem um- hverfíð býður uppá. Aðeins með því móti getum við réttlætt það að aðrir taki upp Hluti afyfírbyggðum garði við garðbýlishús á ísafírði. Sjá nánar á teikningum. Garðbýlishús á ísafírði. Hvolfþakið nær bæði yfír húsið og garðinn. spamaðaraðferðir, sem endanlega munu fækka kjamorkuverum. Vistkerfistengdar byggingar em nauðsyn í arkitektúr, þ.e. arkitektúr sem tekur mið af ástandinu í heiminum í dag en ekki bara einhveijum prímadonnusjónarmiðum í tengslum við gamla dansinn í kringum gull- kálfínn, svo notað sé biblíukryddað orðalag. Fyrir um það bil 13 ámm birtist í Lesbók Morgunblaðsins stutt grein eftir undirritaðan um arkitektúr. Með fylgdi lítið riss (sjá teikn- ingu) af húsi, sem var skipt í veðurskerm annars vegar en undir honum var svo hins vegar einbýlishús. Það var langt frá því að undirritaðan gmnaði hvað þessi gamla hug- mynd innihélt í rauninni: Litið skref í átt að vistkerfístengdri byggingu. Þama er hvert vandamál fyrir sig leyst á einfaldan hátt rétt eins og náttúran sjálf ber sig að. Hennar lausnir em samansafh af ótal smáum „reddingum" þar sem ekkert gengur á móti: allt hvert með öðm. Við hús af þessari gerð vinnst eftirtalið: a) stærð: Orkuspamaður eykst eftir því sem stærð byggingar/hlutar verður meiri, b) straumlínulögun: vindkæling í lágmarki, c) innigarður: sem eykur nýtingarmöguleika hússins, d) innilokuð loftbóla: jafnvel óupp- hituð skilar hún einangmnargildi til einbýlis- hússins, e) Gler móti suðri: safna má sólar- Grunnteikning og sneiðmyndir af garðbýlishúsinu á ísafírði. GARDBÝLÍSHÚS ISAFJÖRÐUR 1986-87 Innan úr garðbýlishúsinu á ísafírði. orku úr garðhýsi, t.d. með þvi að dæla heitu lofti inní og undir einbýlishúsið. Því skal engan veginn haldið fram, að hér sé nema um blábyijun á viskerfistengingu byggingar að ræða. Það sama á við um þá byggingu sem tengist þessari hugmynd mest, en það er garðbýlishús þeirra Elíasar og Asthildar á ísafirði, sem margir þekkja, en þar em undir sama straumlínulagaða þakinu bæði íbúð og 100 fermetra garður. Stærri garðbýlishús af svipaðri gerð em í hönnun bæði hér heima og erlendis. En það hefur verið langur vegur að þess- um fyrstu hálf-vistkerfístengdu byggingum hér á landi. Þar að baki liggur átta ára þró- un á vegum einkarannsóknarstofu: Tilrauna- stofu Burðarforma, sem hefur sjálf staðið undir öllum kostnaði við þróunina. En hvert verður svo framhaldið? Það er nú þegar unnt að sjá fyrir sér náttúmbyggð: Hverfí samansett af eins kon- ar garðbýlishúsum. Þar sem hver lóð er ekki minni en 2500 fermetrar og 10 til 15 þeirra mynda þyrpur í góðri fjarlægð hver frá annarri. Gera má ráð fyrir allt að 300 fermetra stærð veðurhjúpsins en undir hon- um geta verið íbúðir allt frá 50-150 fermetr- ar að stærð. Einn kosturinn við þetta fyrir- komulag er að stækka má og minnka íbúðar- hlutann auðveldlega þar sem hann inniheld- ur enga veðurhúð og er nánast innrétting byggingarlega séð. Að sjálfsögðu em úrgangsmálin í þurr- kerfí. Slíkt eykur líka möguleika á staðsetn- Hugsanlegt skipulag náttúrubyggðar. ingu slíkrar náttúmbyggðar, sem hugsan- lega gæti orðið 10 til 50 kílómetra frá byggðu bóli. Að síðustu má gera ráð fyrir tvöþúsund fermetra sameiginlegri byggingu með hverri þyrpu til þarfa eins og verkstæða, samkoma og þess háttar. Og hveijir em svo íbúamir? Náttúrafólk- ið, sem vill skapa gróðummhverfí í kringum sig. Fólk með hesta og hunda. Og allir þeir sem em orðnir leiðir á borgarlífinu, en finnst of stór biti að setjast að á eyðijörð. En tökum nú aftur til við blákaldan vem- leikann: An efa em margir þeirrar skoðun- ar, að vandamál húsbygginga séu þegar orðin nógu mörg og tengist allt öðm en vist- fræði: „Höfum við ekki byggingar í dag, sem hafa gefíð okkur heilbrigt líf og lífshætti síðustu 70 árin eða svo? Em byggingar okk- ar ekki allt of dýrar nú þegar? Manni gæti svona -dottið í hug, að vistkerfistengdar byggingar yrðu enn dýrari en þær núverandi. Svarið við þessu er einfalt: Þær þjóðir sem ekkert land hafa til þess að moða úr, neyð- ast til þess að setja strangari kvaðir á borg- ara sína vegna mengunarmála á næstu ámm. Þær setja þá líka fé í að þróa nýjar lausnir, vegna þess að nauðsynin brennur á þeim. Og auðvitað getur lesandinn getið sér til um framhaldið því að þetta er gamla sagan um litlu gulu hænuna og brauðið: Aðþrengda landið uppsker laun erfíðis síns með því að selja nágrannalöndunum, sem eiga við sömu vandamál að stríða, tæknina, sem þeir þróuðu. eða hví halda menn að hámark skógræktarinnar sé í Danmörku en ekki í Kanada? Hér er því ekki eingöngu um að ræða aukinn kostnað við húsbyggingar heldur þróun bygginganna sjálfra. Slík þróun verð- ur söluvara og á því (skyldu menn ekki vita það) lifa allar iðnaðarþjóðir. Þeir sem em nógu fljótir að sjá hvert-stefnir njóta hagnað- arins. Sé litið á undansagt, mætti benda á það að óhagstætt íslenskt veðurfar hefði fyrir löngu átt að vera búið að neyða okkur til þess að þróa nýja húsagerð, sem við gætum svo selt nágrannalöndunum. Það sem hins vegar hefur staðið í veginum er tvennt: Patentlausnin heita vatnið, sem hefur verið hliðstætt „ótæmandi" skógum Kanada- manna og komið í veg fyrir skógrækt þar. Hitt er svo skortur á leiðsögn í byggingar- málum almennt, m.a. engin deild við háskól- ann í hugmyndafræði byggingarmála: Öðm nafni arkitektúrdeild. Að endingu: Heildrænt séð og án stundar- hagsmuna sjónarmiða, höfum við í raun og vem ekki efni á því að taka ekki fyrirbyggj- andi áðgerðir í okkar þágu. Hliðstæðan er manneskja sem veit að hún verður að hætta að reykja, en treinir sér það í lengstu lög. Við vitum að við eigum ekki nema um tvennt að velja: Að hætta nógu snemma til þess að „líkaminn" geti hreinsað sig sjálfan á ný eða ótímabæran dauða. Spumingin um kostnað verður því að aukaatriði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. FEBRÚAR 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.