Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Síða 10
UR GLATK I STUNN I Aldahrollur Sigurðar málara Sigurður Guðmundsson málari (1833-1874) orti nokkur ljóð í þágu íslenskra þjóðræktarmála og sjálfstæðis. Metnaðarfyllst er Aldahrollur, heift- úðug ádrepa sem hann hlóð til höfuðs dönskum stjómvöldum er svo mótdræg reyndust vilja söglisrolla eða sögubrot yfir tímabilið 1550- Um menningaráhuga og brautry ðj andastarf Sigurðar málara á sviði myndlistar vita flestir. Hitt vita færri, að Sigurður orti einnig; þar á meðal heiftúðuga ádrepu, sem hér birtist. Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON hans til að móta sjálfsmynd íslenskrar þjóð- ar. Vitað er um ijögur ljóð eftir Sigurð sem að öliu eða einhveiju leyti hafa komist á grent til þessa, auk millispils Sigurðar í Útilegumönnum Matthíasar Jochumssonar sem er að nokkru í bundnu máli. „Skáld- hvöt“ birtist í tímaritinu Eimreiðinni 31. ágúst 1925, rúmlega hálfri öld eftir lát Sig- urðar. Kvæðið er lofgerð og hvatning, en misheppnað er það um allt sem gefur kvæði gildi. „Faldafestir" hans fylgdi ritgerð hans um íslenskan faldbúnað sem birtist í Þjóð- ólfi 26. apríl 1862 og er skárra. Kvæðisins „Skurðskálar" getur Guðrún Borgfjörð í Minningum sínum og segir það eftir Sigurð málara. Kvæðið birtist í tímaritinu Baldri og fjallar um fjárkláðamálið, menn greindi þá á um hvort lækna skyldi kindur eða skera. Höfundur nefnir sig Skurð-Grím. Sigurður undirritaði Aldahroll „Einn Austanvéri“. Kvæðið ber undirtitilinn Ber- 1871. Það var birt að hluta í Almanaki Þjóð- vinafélagsins árið 1924, fyrir rúmum 60 árum; fyrsti og annar þáttur (ekki „Skottið“ sem Ólafur Davíðsson kallaði svo). Kvæðinu var lætt inn í kafla með yfirskriftinni „Inn- lendur fræðabálkur" — líklega í tilefni af að hálf öld var þá liðin frá láti höfundarins. Sjálft ber það ekki yfirskrift í almanakinu en stutt greinargerð um það og höfund fylg- ir. Hvað sem kveðskapargildi líður er kvæð- ið til marks um aldarfar og hugsunarhátt, tilfínningalíf, ekki eins manns aðeins heldur einnig þjóðar, sem um aldir hefur þróast búandi í einangrun og við áníðslu annarrar ólíkrar þjóðar, búandi í löndum tveim sem svo ólík eru sem framast getur orðið á jarð- kringlunni. Ef svipmót hinnar dönsku og hinnar íslensku þjóðar er hið sama nú og þegar kvæðið var ort þá hefur skotið undar- lega skökku við, þá hefur um alda skeið þjóð blæbrigða, mildi, samlyndis, hóglegra lífsnautna, sem við nútíma-íslendingar þekkjum af þessum lyndiseinkennum, beitt ofriki þjóð einstefnu, hörku, sérsinnis og Iífslystarleysis; okkar eigin. Kannski að þjóðimar hafí haft stakkaskipti síðan sam- bandsrofín urðu, langvarandi umhugsun 19. aldar íslendinga um Ovininn hafi gert okkur á 20. öld honum líkan, slíks er dæmi. Og kann þá Óvinurinn að hafa skapast fyrr á tíð af ytri skilyrðum fremur en þjóðaróvild Dana í garð íslendinga þótt „helvískur Danskurinn" hafí verið kvaddur einn til ábyrgðar. (Það eru dapurleg örlög að þurfa að hata Dani, sagði Gísli Brynjúlfsson eftir að hafa farið um Klampenborgarskóg.) Víst er að Danir voru af mörgum á ís- landi hataðir af slíku steigurlæti sem fram kemur í eftirfarandi kvæði og að hatrið var raunverulegt og að það hefur orðið lífseigt þótt ekki sé lengur Dönum bundið. Sögur segja að eftir árið 1863 hafi á lofti dómkirkjunnar við Austurvöll bókavörður- inn Jón Árnason stundum hastað á umsjón- armann þjóðminjasafnsins inn af er gestir voru komnir á skörina til Jóns. Var þá Sig- urður að kveða sér til hita, hið ytra ef ekki hið innra. Ekki er ólíklegt að sjálfur Alda- hrollur hafi, þrátt fyrir aðvaranir Jóns sagnasafnara, smeygt sér inn í hlustir safn- gesta meðan þeir veltu fyrir sér lúðum skræðum frammi hjá Jóni: I. Islands hrömun allir sjá; ei þess dylja nokkur má, það er mannleg þrælaverk og þursaráð, í illu sterk. En að hreyfa úldin sár ódaun vekur, pest og fár, eins og helvísk eiturglóð allra við það storknar blóð. Stjóm í landi öfug er, aular þverir bauka sér, valdstjóm rotin, kirkju kvöld? Kierka rannin smánaröld. Umsjón vantar alla hér, ærist ráðlaus dónaher. Æðisgengin yfirvöld aulum gefa ráðin köld, stjómarþrældómsþoku í þvættist sjónlaus, eins og mý. Eftirdæmi ærið lök af sér gefa þvílík hrök; mistraust allra og sjálfra sín sótkum drambum út úr skin. Ritstjóramir rýta hátt, reka trýnin fram í gátt, sannleiks flýja sólskin blítt, saurgum dindli beija títt. Þjóðarsómi allur er út úr hrakinn landi hér, flærðarvanir furtar þá íjandmönnunum sníkjahjá. Eins og bleyða ámátlig, ofaní’ saurinn leggja sig. Sómann fyrir selja staup; sámar fyndum þvílík kaup. Flest samdauna orðið er, allt að níða og lofa hér. A bamsvana allt er byggt; enginn finnur skítalykt. Tunga bjöguð, trú er dauð, tryggðum horfin bijóstin snauð, föðurlands ei finna ást, fjöndum reynast allra-skást. Dónum skipað dáðlaust þing danska hyllir svívirðing. Eigingimi ærir þá allri sjón og viti frá. Roðatíkur réttnefndar, rassasleikjur þurftugar beran maga bjóða stjóm; boðlegust sú þykir fóm. Sundrang drepur lýð og land, lausung slítur hvert eitt band. Öfund kúgar alla dáð; ættjörð nídd og föntum smáð. Summa (samandregið) Eins og fölnað eram strá, eyðimörku vaxið á, jökulhlaup sem hratt í kaf, hörðum jökum lamað af. Er um fölan ægisand aftur og fram og veit ei grand hrekst fyr stormi, straumi og vind stjómlaus „pöpuls" eftirmynd. II. Harðindi með heljarbrand heija gjörði þetta land eldi, frosti, ösku, snjó. Allt svo magn úr flestum dró. Drepsóttir með dauðasigð dijúgum eyddu flesta byggð. Kaþólsk ágimd, klerkavald, klækjalausnir fyrir gjald, ólifnaðar- æstu -bál illra munka hræsnistál. Brennuvarga báls var neytt, baka gerði mörgum heitt; þeir ei svika þýddust trú, þrælum páfa lutu nú. Þetta allt var englaklapp, ástavottur, sæmd og happ, gagnvart danskri dónaöld, djöflar þegar fengu völd, þeir er sugu lýð og land, líkir Niflheims eiturgand.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.