Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Síða 15
Að koma sér
upp aðstöðu í
jökulheimum
MARGIR af ferðalöngum þessa lands láta sér nægja sumarmánuð-
ina til iðju sinnar og þótt sumrin hér norður frá séu stutt og
stundum hálfgert svindi, þá má komast yfir mikið af því sem
landið heftir upp á að bjóða, sérstaklega ef skipulagning er góð
og timi til ferðalaga nokkur. En nokkur hópur þeirra sem ganga
með ferðabakteríuna sitja ekki auðum höndum á veturna og raun-
ar fer sá hópur sí stækkandi sem leitar eftir útrás fyrir áhuga-
máli sínu á vetuma og er svo fyrir að þakka, að tíl sögunnar
hafa komið sérbúnir jeppar, vélsleðar, æ betri skiðabúnaður og
síðast en ekki síst vaxandi reynsla margra sem segir alla sög-
una: Vetrarferðir á íslandi em heillandi svo fremi sem fyllsta
aðgæsla er viðhöfð. Það er með ólíkindum hvað hægt er að
bralla, sérstaklega ef samhentur hópur vina tekur sig til. Skal
nú greint frá einu dæmi og er fráleitt annað en að það gætí
orðið fyrirmynd að öðra eins.
„Við reistum okkur skála í Blá-
ijöllum fyrir nokkrum árum, en
það er orðið svo þröngt þar, að
við fórum að líta í kring um okk-
ur. Fyrir valinu varð staðsetning
milli Langjökuls og Þórisjökuls,
þar höfum við nú komið okkur
upp aðstöðu sem verður nýtt af
okkur á komandi árum, enda frá-
bær skíða- og göngulönd eins
langt og augað eygir. Þama getur
maður stundað það sem við köll-
um ijallaskíðamennsku og vél-
sleðaferðir," segir Siguijón Pét-
ursson aðstoðarframkvæmda-
stjóri hjá Sjóvá, en hann er einn
þrettán félaga sem stofnuðu
| hlutafélag og komu upp tveimur
| skálum í krikanum milli nefndra
: jökla. Skálamir, sem era 12 og
i 15 fermetrar, vora dregnir á jepp-
um að haustlagi, eftir að jörð var
freðin, en viðbygging sem tengir
þá og hýsir skápa, forstofu og
eldhús var smíðuð á staðnum.
Alls era 19 kojur í skálunum
tveimur.
Þessu fylgdi mikil vinna, en
innan félagsskaparins er að finna
fagmenn í flestum greinum bygg-
inga, þannig að aðkeypt vinna var
lítið eða engin. Skálamir, keyptir
frá Pósti og Síma kostuðu sitt,
en félagamir hafa lagt til alla
í vélsleðaparadís Langjökuls, Siguijón Pétursson er lengst tíl vinstri.
vinnu við að koma aðstöðunni á
fót án endurgjalds. „Þetta heitir
Slunkaríki," segir Siguijón og
bætir við að hann vilji ekki vera
spurður hvers vegna. Ekkert svar
sé til.
En Siguijón segir að lokum að
framtak þeirra félaga sé nokkuð
sem aðrir gætu leikið eftir sé
áhugi fyrir hendi. Hversu stórt
eða viðamikið fyrirtæki fari eftir
efni og aðstæðum. „Þetta býður
upp á óendanlega möguleika. Við
getum farið mjög skemmtilega
leið af Kaldadal og um Þórisdal,
farið af Lyngdalsheiði til þessara
slóða, farið í Skjaldbreið og einn
vina okkar sem á heils árs hús í
Húsafelli skýst til okkar á vélsleð-
anum yfir Langjökul. En svæðið
getum við nýtt okkur frá því að
það snjóar á haustin og svona
fram í mai eða svo, allt eftir
áferði,“ segir Siguijón. qq
Þeir sem elska blóm og garða-
gróður og eiga leið um Frankfurt
í sumar, geta hlakkað til að skoða
þar stórbrotna garðasýningu,
„Bundesgartenschau", en annað-
hvert ár era sýningar á blómum
og garðagróðri í þýskum borgum.
í ár er það Frankfurt, sem verður
„Mekka" fyrir blómaunnendur,
frá 28. apríl til 15. október. Sýn-
ingin verður í stóra listigarðinum,
■Niddatal í norðvesturhluta borg-
arinnar. Fyrir utan breytilegt
blómaval, vor, sumar og haust er
líka boðið upp á margskonar
skemmtan allan sýningartímann.
„Paradís á svigskíðum“
nálægt Salzburg
Allir svigskíðamenn láta sig
dreyma um að geta sveiflað sér í
nýjum brekkum daglega — allt
skíðafríið — en sleppa jafnframt
við að eyða dýrmætum skíðatíma
í ferðalög á milli staða. Dalimir
sjö, út frá Salzburg, sem margir
íslendingar kannast við, gefa
gestum sínum nú kost á að kaupa
lyftukort, sem gildir á og samein-
ar eftirtalin skíðasvæði: Wagrain,
Flachau, Kleinarl, St.Johann/-
Pongau, Altenmarkt-Zauchensee,
Flachauwinkel, Radstadt, Eben
og Flizmoos. Skíðasvæðin bjóða
sameiginlega upp á 120 lyftur og
320 km af vel búnum svigbraut-
um. Hægt er að kaupa lyftukort
frá hálfum degi upp í 14 daga.
5 daga lyftukort kostar 4.400
krónur — 12 daga kort kosta
8.880 krónur.
Jámbrautir 1993
undir Ermarsundi
Stærsti kostur brautarkerfís
undir Ermarsundi eru beinar lest-
arferðir frá París eða Brussel til
London, segir talsmaður bresku
jámbrautanna og hinir stórkost-
legu möguleikar sem opnast með
hraðlestum til annarra evrópskra
höfuðborga, era augljósir. Opnun
ganga um Ermarsund 1993, þýðir
aukna þjónustu við ferðamenn —
engar skiptingar á flugvöllum eða
feijustöðum — aðeins bein, þægi-
leg lestarferð, sem gefur kost á
hvíld eða undirbúningsvinnu á
leiðinni. Leiðin á milli Parísar og
London mun taka 150 mínútur!
Bresku járnbrautimar era að at-
huga möguleika á nýrri hraðlest
frá Folkestone, sem er rétt hjá
opi Ermarsundsganganna, til
<r
oAndtrsm
Ulie.K&vfrae
Sfiliqoín^ stronq
■ ’N/ duitatuuZ.
Það sem heillar ferðamenn mest til Danmerkur — að matí Dana.
Waterloo-brautarstöðvarinnar í
London. Vinna er þegar langt
komin meðað sameina mjög hrað-
skreiðar lestir, sem verða sérstak-
lega hannaðar til að mæta kröfum
ferðamanns, sem kemur langt að.
Árið 1993 verður líka tekin í
notkun ný hraðlest milli Padding-
ton-brautarstöðvarinnar í vestur-
hluta London og Heathrow-flug-
vallar, sem mun stytta leiðina (17
mflur) um 20 mínútur. Lestir
verða á 15 mínútna fresti, frá því
snemma morguns til seint að
kvöldi.
Dönsk ferðaþjónusta
100 ára
17. janúar 1889 hélt hópur
framsýnna manna stofnfund
ferðamálasamtaka Danmerkur.
Stofnendur vora 200 og hlutaféð
var litlar 7.000 krónur danskar.
Síðan hefur mikið vatn rannið til
sjávar, en ótrúlega mörg dönsk
ferðafýrirtæki eiga rætur að rekja
til þess tíma, eins og fram kemur
í bók Hans Joakims Schultz,
„Dansk Turisme i 100 ár“. Danir
segja um þetta af sinni alkunnu
gamansemi: „Auðvitað vora sum-
ar hugmyndimar góðar, en við
höfum unnið við þær áfram af
því við höfðum ekkert annað að
gera!“
íslenskir ferðamenn í Kauþ-
mannahöfn munu sjá 100 ára af-
mælisins minnst víða — í minja-
gripum og ferðabókum — á póst-
kortum og plakötum — og öragg-
lega munu tfskufrömuðir og veit-
ingahús notfæra sér það í auglýs-
ingaskyni. Margar sýningar verða
líka í tengslum við afmælið og
tilboðsferðir um Danmörku. Leitið
upplýsinga í Upplýsingamiðstöð
danskra ferðamála á Ráðhústorgi.
„Disneylönd“ utan
Bandaríkjanna
Walt Disney-samsteypan er að
heija viðræður við ungversk yfir-
völd um byggingu á „Disney-
land“-skemmtigarði nálægt
Búdapest. Talað er um að hluti
garðsins verði tilbúinn fyrir
heimssýninguna — Búdapest —
Vín — sem verður árið 1995.
Ungverska Disneylandið verður
það þriðja í röðinni utan Banda-
ríkjanna. Hin eru í Tókýó og París.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. FEBRÚAR 1989 15
Fyrri skálanum komið fyrir á festíngum sínum. Myndin er tekin
síðast liðið haust.
að þau vísi réttu leiðina, en villi
ekki fyrir. Vafalaust era stundum
villur í leiðakortum, en oftast era
það þín eigin mistök ef þú villist
af réttri braut! Nýleg Gallup-
könnun á meðal níu þjóðlanda,
leiddi í ljós, að Bandaríkjamenn
vora þeir þriðju verstu í almennri
landafræðiþekkingu — 55% þeirra
gátu ekki staðsett New York-fylki
rétt á landabréfinu — 45% gátu
ekki fundið Mið-Ameríku á heims-
kortinu og 75% gátu alls ekki fund-
ið Persaflóa!
Áttaskyn er allt annað mál og
virðist að nokkru leyti meðfætt.
Það er sérstök náðargáfa að rata
um ókunnar stórborgir — að þurfa
ekki að ganga hring eftir hring
eftir hring, til að finna út að þú
ert stödd á nákvæmlega sama stað
og þú lagðir upp frá! Stórar safn-
byggingar geta líka verið mjög vill-
andi — nógu þreytandi getur verið
að skoða stór söfn, þó að þú villist
ekki i þeim — eins gott að verða
sér úti um uppdrátt og glöggva sig
vel á honum, áður en lagt er upp.
Safnverðir benda aðeins og segja
„þetta margar dyr, þetta mörg þrep
og þá ertu kominn"! Það getur jafn-
vel verið betra að rata um í fram-
skógi eða skóglendi, þar sem hægt
er að hafa sólargang eða áttavita ,
til hliðsjónar!
Áttaskyn er mikilvægt, einkum
í skóglendi og á siglingu. En við
akstur á vegum, bindum við okkur
meira við hægri og vinstri — og
það getur orðið mjög flókið fyrir
þá, sem era jafnvígir á báðar hend
ur og eiga í erfíðleikum með að
skynja muninn — eins og undirrit-
uð! Má kannski líkja þvi við að
vera vinstri handar maður (eða
oddamaður) í hægri handar heimi.
Það var ekkert grín að þurfa að
merkja hægri og vinstri hönd (í
laumi), áður en farið var í píanó-
tíma, sem bam! Ég vil ráðleggja
þeim, sem eiga við slík vandamál
að stríða, að tala um „bílstjórameg-
in“ eða „farþegamegin", þegar
ekið er eftir vegakorti!
Sumir geta alls staðar villst, en
öðram tekst að halda sér á réttri
braut! Munið — að leiðakort er
aðeins tæknilega útfærð, smækkuð
mynd af hinu raunveralega og upp-
lifunin kemur þér alltaf skemmti-
lega á óvart — hvað vel sem þú
skipuleggur ferðalagið. Þeir sem
oft era búnir að brenna sig á villu,
bera meiri virðingu fyrir hinu
óþekkta og halda sig á hinni einu,
'sönnu, beinu braut! Þeir sem elta
ævintýrin, beygja gjaman út á hlið-
arbrautir. O.Sv.B.
Hvað er í ferðafréttum?