Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Side 16
Passat GL er nýr og breyttur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg inni en víst myndi maður treysta sér til að aka þessum bíl milli Egilsstaða og Reykjavíkur án þess að á oft á leiðinni - og jafnvel til baka daginn eftir. Allt mælaborð er skýrt og greinilegt og ökumað- ur nær á augabragði til allra stjórntælq'a. Klukka í mælaborði er kannski óþarflega stór og hefði verið eðlilegra að setja þar snún- ingshraðamæli. Miðstöð er fjögurra hraða og er fljót að bregðast við nánast hvaða óskum sem vera skal. Enn verður þó að taka fram að ekki voru þær aðstæður að reyndi á kælingu hennar á heitum sumar- degi! Speglar báðum megin veita mikla hjálp eins og reyndar alltaf enda skyggja farþegar í aftursæti og höfuðpúðar alltaf eitthvað út- sýni með baksýnisspegli. Höfuð- púðar eru hins vegar nauðsynleg- ir og hef ég sannreynt að þeir gera sitt gagn hjá Passat. Svo aftur sé vikið að akstrinum sjálfum er í raun ekkert nema gott hægt að segja um hann. Gírskipting er sérlega góð og vinnsla bílsins með ágætum, hann bregst fljótt og vel við hvort sem um er að ræða vél eða stýri og Passat GL Nýr bfll frá grunni og handhafi Gullna- stýrisins í flokki bflameðlSOl — 2000 rúmsm. vél Passat kom í iiýrri og breyttri mynd á markað í haust og er fáanlegur sem skutbíll og fólksbíll. Þó hann sé aðeins íjórum sentimetrum lengri en fyrirrennarinn virðist hann þó mun stærri og allur rúmbetri hið innra. Hér er um nýjan bíl að ræða í flestu tilliti og í aug- lýsingum verksmiðjunnar í haust var sagt að allt væri nú nýtt hjá Passat nema nafnið. TVúlega er það ekki langt frá sannleikanum. Passat hefur enda verið vel tekið og fékk viðurkenninguna Gullna stýrið í Þýskalandi nú fyrir áramótin. Við lítum nánar á Passat GL fólksbílinn í dag. Passat er nýr frá grunni. Fljótt á litið virðist hann kannski í útliti minna á marga aðra bíla þar sem áhersla hefur verið lögð á mjúkar línur fyrir bíl sem hafa skal sem minnsta loftmótstöðu í hrað- brautabruni. Víst eru mjúku línumar fyrir hendi hér og loft- mótstaðan lítil en þar fyrir utan sker bíllinn sig úr fyrir laglegt útlit. Framendinn er fremur lágur sem gefur um 15% stærri framr- úðu og hefðbundnu grilli hefur nú verið sleppt. Þetta gefur bílnum mjög sérstakan svip. Framstuðarinn er voldugur en fellur vel inn í heildarmyndina og línur út frá honum aftur með hlið- unum í afturstuðarann. Að aftan er bíllinn fremur hár enda tekur farangursrýmið nú 578 lítra eða 50 lítrum meira en eldri gerð. Gullna stýrið Sem fyrr segir hlaut Passat þýsku viðurkenninguna Gullna Mælaborðið er vel úr garði gert. stýrið í flokki bíla með 1501 til 2000 rúmsentimetra vélar. Með því að athuga nánar hvað felst í þeirri viðurkenningu fæst nokkuð góð mynd af því hvað Passat hef- ur upp á að bjóða en það eru bíla- blaðamenn og ýmsir sérfræðingar úr bílaiðnaði sem veita hana. Passat var númer tvö hvað snerti útlit og í þriðja sæti hvað verðið áhrærir. Hins vegar var hann í fyrsta sæti hvað varðar flest innan stokks, fyrir hversu rúmgóður hann er, fyrir þægindi í akstri, fyrir alla meðferð og umgang um bílinn og fyrir sparneytni svo og fyrirkomulag og hagkvæmni varðandi viðhald. Helstu mál og tölur eru sem hér segir: Lengd 4,57 m, breidd er 1,70 m og hæð 1,42 m. Lengd milli hjóla er 2,62 m og beygju- hringurinn er 10,7 m. Bensintank- ur tekur 70 lítra og bíllinn er á 14 þumlunga hjólbörðum. Vélin er 1,8 1 og 112 hestöfl og fímm gíra kassi, hið sama í skutbíl og fólksbíl. Bíllinn vegur 1.150 kg og 1.660 fullhlaðinn. Hámarks- hraðinn er sagður vera 169 til 206 km á klst. og hröðun í 100 km er 11,3 sekúndur. Eyðsla í borga- rakstri er gefin upp 11.9 lítrar á hundraðið en getur farið jafnvel niður fyrir 6 lítra sé ekið á jöfnum og hæfilegum hraða við bestu skilyrði. Verð fólksbfls er 1.186 þúsund kr. og skutbílsins 1.244 þús. kr. miðað við staðgreiðslu. Báðar gerðir eru með vokvastýri og samlæsingu. Farangursými tekur 578 lítra og hefur verið stækkað talsvert. Leggja má niður hluta aftursætis og auka rýmið enn. Lokið opnast vel og auðvelt er að hlaða inn í það dóti. Aksturinn Passat GL fer með með farþega sína sem ökumann. Bíllinn er sér- lega hljóðlátur og þægilegur í akstri. Ókumaður situr vel undir stýrinu og það er vel búið að hon- um í sætinu. Það er auðstillanlegt og gott að laga það að óskum ólíkra ökumanna. Útsýni er gott Allt innan stokks er vandlega úr garði gert og á þann hátt að vel á að fara um ökumann og farþega. og eins og hið ytra er allt innan stokks með nýju sniði. Mjög gott rými er í aftursætum og má hik- laust telja Passat með rúmb- estubílum hvað það snertir jafnvel bílum sem hafa þótt stærri og eru dýrari. Gildir þetta um fætur, handleggi, rýmið er nóg og menn geta látið fara vel um sig enda eru sætin stillanleg og mönnum eru líka búin þar lesljós ef ferðin gerist leiðigjörn. Hönnuðum var falið að hafa galdra fram gott vinnuumhverfí ef svo má segja - þeir áttu að hafa í huga að öll stjórn bílsins reyndi sem minnst á ökumann. Það var að vísu ekki hægt að sannreyna við tveggja daga akst- ur á stuttum leiðum í höfuðborg- ekki þarf að kvarta yfir dugleysi hans í ófærð. Eftirtekt vakti hversu hljóðlátur bíllinn er. Að lokum Passat GL er áhugaverður bíll fyrir margra hluta sakir. Hann er skemmtilegur í akstri og þægi- legur, rúmgóður, hljóðláturogþað er óhætt að fullyrða að hér sé í alla staði um vandaðan bíl að ræða. Viðkynningin vekur traust manns og gerir bílinn eftirsóknar- verðan og vekur þær vonir að hér sé á ferðinni bíll sem dugar vel jafnt á hraðbrautum heimalands- ins sem íslensku vegakerfi. Vissu- lega kostar hann sitt og þar verð- ur hver og einn að meta fyrir sig hvað hann leggur í mikið í krónum Og aurum. Jóhannes Tóniasson. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.