Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Side 3
TFgPáW H @ H ® ® S S S S: ;ö! ® S !S E Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son Ritstiórn: Aöalstrœti 6. Sími 691100. Listagyðjan á valdi Mammons, heitir þýdd grein um verðlag á þessari svokölluðu heimslist, sem búið er með ýmsu móti að gera fræga. Mörgum þykir nóg um þessa þróun og enginn endir virðist á því, hvað listaverk frægra manna geta lengi hækkað í verði. Dýrast til þessa er blómamynd eftir van Gogh, sem fór á nærri 3 milljarða íslenzkra króna. Ferðablaðið er að þessu sinni á sjóræningjaslóðum. Nú er hægt að fá að sigla á gömlum sjóræningjaskútum milli eyja í Karabískahafínu. Forsíðan er af málverki eftir Leif Breiðfjörð og nefnir hann það „Kvöld í Róm“, það er málað með olíulitum á striga, 120x105 sm, 1989. Leifur er umfram allt kunnur sem glerlistamaður og hefur sem slíkur fengið glæsileg verkefni í kirkjum í Skotlandi og Þýzkalandi. Jafnframt hefur Leifur lengi fengizt við málverk og nú efnir hann til málverkasýningar í Gallerí Borg og myndin á forsíðunni er eitt af þeim, sem þar verða. Heimskauta svæðin í norðri og suðri eiga sitt viðkvæma lífríki og náttúru, sem okkur er ekki með öllu ókunn. Hitt vita færri, að íslenzkur jarðfræðingur, Ólafurlngólfsson, sem starfar í Svíþjóð, hefur verið við rannsóknir á báðum heimskautasvæðunum og frá því segir hann nú í Lesbók. GRÍMUR THOMSEN Huldur Djúpt í hafí En í kalda í höll af rafí er kvikar alda, Huldur býr, kreppist glær, bjart er trafíð, hærri galdur blæjan skír. Huldur slær: Oft í logni Strengir hlymja, á ljósu sogni hrannir glymja langspilið hún knýr, hvítar nær og fjær. sindrar silfurvír. rymur sollinn sær. Raular undir Trúi ég leiki Rán í blundi Faldafeyki rótt og vægt. fíðlan snjöll. Lognið sprundi Eru á reiki ljúft er þægt. rastafjöll. Og í draumi Ægis dætur undirstraumur fíma fætur ymur stillt og hægt. fíytja um báruvöll. Haf er fagurfægt. Byltast boðaföll. Grímur Thomsen f.1820, d.1896, fæddist á Bessastöðum og nafn hans er órjúfandi tengt staðnum, því hann geröist bóndi þar á síöari hluta aevinnar eftir að lauk ferli hans ( dönsku utanríkisþjónustunni. Grímur er eitt af þjóð- skáldunum, sem svo hafa veriö nefnd. Ljóð hans þóttu lengi vel nokkuð strembin, en þau hafa staöizt tímans tönn vel og vinsældir hans jukust jafnvel eftir hans dag. Vont er minni á veður og pólitík Fyrir skömmu sagði orð- heppinn veðurfræðingur eitthvað á þá lund að veð- urminni fólks væri álfka traust og pólitískt minni. Það eru orð að sönnu. Eft- ir nokkra snjólétta og þægilega vetur virðist okk- ur hafa gleymzt, að ekki er svo ýkja langt síðan við þurftum að moka okkur út úr húsum á morgnana og inn aftur á kvöldin. Sveitarfélög landsins hafa ekki farið var- hluta af þessari gleymsku því að þau hafa hætt að taka til handargagns ríflega fjár- muni til snjómoksturs, vegna þess að undan- farin ár hefur ekki verið þörf fyrir slík út- gjöld. Sumir voru jafnvel famir að halda að snjóhjólbarðar væm óþarfír, svo og kuldaskór, en hvort tveggja hefur selzt illa undanfarin ár. Jafnvel elztu menn eru orðn- ir svo góðu vanir og gleymnir að yfirstand- andi fimbulvetur á sér enga hliðstæðu í hugum þeirra. Það sama má segja um hið pólitíska minni. Undanfarin veltiár með stöðugri þenslu, vinnuaflsskorti, litlum og stómm kringlum og stórauknum bifreiðakosti virð- ast hafa rænt okkur allri vitund um óstöð- ugt efnahagskerfí. Þrengingar, samdráttur, landflótti og kollsteypur, sem áttu sér stað fyrir fáum ámm, virðast svo gersamlega liðin okkur úr minni að við sitjum eins og nátttröll undir fréttum um yfírvofandi at- vinnuleysi og minnkandi þjóðartekjur. Það er því ekki að undra, þótt fólk viti ekki hvaðan á það stendur veðrið, þegar saman fara vetrarhörkur og óáran í at- vinnu- og efnahagslífí. Engu líkara er en að veðurguðir hafí gengið til liðs við okkar misvitru stjórnvöld. Þegar ekki gefur á sjó dögum saman, hafa menn síður áhyggjur út af naumt skömmtuðum aflakvóta. Þegar fólk þarf að veija tíma sínum og þreki til að moka snjó og ýta bílum til að geta sinnt daglegum störfum er síður hætta á að það blási í herlúðra til að mótmæla kjaraskerð- ingu, skattahækkunum og öðrum álögum. Menn taka þessu eins og hveijum öðrum náttúruhamförum, sem enginn fær rönd við reist fremur en hæðum og lægðum á veður- kortinu. Einu sinni var talað um móðuharð- indi af mannavöldum, þegar illa gekk í efna- hags- og atvinnumálum, en það er liðin tíð. Til skamms tíma hentu menn svolítið gaman að stjónmálamönnum og hneyksluðust á þeim ef svo bar undir en því hafa nú allir gleymt. Menn láta sér jafnvel lynda, þótt landsfeður segi ósatt upp í opið geðið á þeim, fullyrði eitt í dag en framkvæmi hið gagnstæða á morgun. Pólitíski vinsældalist- inn er helzt til marks um gleymsku þá og sinnuleysi, sem hér ríkir, því að hann breyt- ist lítið hvað sem á dynur. En sagan okkar geymir marga vonda vetur og miklu verri en þann sem innan t.íðar hlýtur að renna sitt skeið. Hún segir frá hafís og jarð- bönnum fram á vor og bændum og hús- freyjum sem lögðust í þunglyndi á útmánuð- um þegar ósýnt var hvort vetrarforðinn dygði fyrir menn og skepnur. Hún segir líka frá leysingum i nóttlausri voraldar veröld þegar fólk hristi af sér vetrardrungann og tókst á við ótæmandi verkefni af endurnýj- uðum lífsþrótti. Sum þjóðskáldin, sem sungu dug og dáð í mannskapinn á erfiðum tímum, töldu að vetrarhörkur og óblíð kjör þjónuðu þeim tilgangi að herða hann og efla til átaka. Þótt kveðskapur þeirra sé eilítið hjá- róma í eyrum sumra á tímum tækni og vísinda, felur hann í sér mannleg verð- mæti, sem stöðugt eru í fullu gildi. Kannski eiga athafnaþrá okkar, dugnaður og orka sér einmitt rætur í köldum og dimmum vetri en spretta fram þegar sól vermir jörð og sál. Og áður en varir verðum við visast öll komin á stjá í vorverkin og spýtum í lóf- ana. Þá verður aflinn farinn að aukast, sölu- horfur að glæðast og atvinnulífið tekur íjör- kipp til lands og sjávar. Þá fara bjartsýnis- menn kannski að bollaleggja um nýjar kringlur og arkir og bæjarfélögin veita auknu fé til framkvæmda því að óðum stytt- ist í kosningar. Landsfeður guma af afrek- um sínum en stéttarfélögin fara á stúfana og heimta kjarabætur, að minnsta kosti félagsmálapakka. Kímnigáfan lifnar við, menn þrasa út af óstjórninni og krefjast þess að loks verði tekið í taumana. Áður en varir verða kuldaskómir komnir inn í skáp, snjóhjólbarðarnir í geymslu og vetur- inn gleymsku hulinn. guðrún egilsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. MARZ 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.