Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 8
er út frá er 10 milljónir punda. Seljandinn er ókunnur. Nái salan fram að ganga gæti þetta málverk Picassos orðið ein dýrasta mynd þessarar aldar. Listunnendur og venjulegir safnarar fylgjast agndofa með því hvemig listinni reiðir af í heimi fjármagnsins. Hinar fögru listir, áður fyrr samheiti fyrir munað borgarastéttarinnar, hafa komist í hendur ágjamra braskara. Listmarkaðimir em orðnir að spilavítum þar sem veltan skiptir milljörðum. í byijun nóvember seldi Sotheby-uppboðið í New York 792 verk fyrir 231 milljón dollara á fáeinum dögum. Christie seldi á svipuðum tíma safn William Goetz, Hollywood-keisar- ans, sem saman stóð af 28 impressjónískum og módemískum verkum fyrir 85,25 milljón- ir dollara. Salan tók innan við klukkutíma. Myndin „Móðirin" sem Pieasso málaði snemma á ferli sínum var slegin hjá Sothe- by „ónafngreindum Suður-Ameríkumanni“ fyrir 24,75 miljónir dollara. Þetta var nýtt heimsmet. Þetta var dýrasta Picassomál- verkið, þriðja dýrasta málverk sem selst hefur. NýríkirJapanir Hverjir taka þátt í þessum leik? Hvað veldur því að upphæðimar verða svona ótrú- lega háar? „Það er greinilega meira fjár- magn til staðar í heiminum en nokkm sinni áður," segir listaverkasalinn Stephan Hahn frá New York. Framar öllum öðmm sækjast nýríkir Jap- anir eftir vestrænni menningu. „Við viljum vera á sama menningarstigi og Evrópubúar og Ameríkumenn,“ segir Masao Nangaku, milljónamæringur frá Tókýó. Hinar ótrúlegu verðhækkanir skipta Japan engu, þeir kaupa án afláts. „Gullöld listaviðskiptanna rennur brátt upp,“ segir mesti listaverkasali Jap- ans, Tokushichi Hasegawa. Nær alla sérfræðinga í heimi listamarkað- arins gmnar að málverkakaup sé hagstæð leið til að hvítþvo svart fjármagn. Mynd Picassos, „Móðirin", sem einkennist af fróm- lyndi og tilfinningasemi „misnotaði mafían til að fela peninga sem fengust fyrir fíkni- efnasölu", segir listaverkasali nokkur frá New York. Sem dæmi um gífurlega verð- hækkun á málverkum má nefna að mynd eftir Auguste Renoir, „Kona að baða sig“, sem slegin var í nóvember 1985 fyrir 1,65 milljónir dollara var seld fyrir skömmu fyr- ir 8,5 milljónir dollara. „Við lifum á dýrleg- um tímum," segir Leslie Waddington, 53 ára gamall listaverkasali frá London, „gróð- inn hefur aukist gríðarlega". Á sama tíma og verðgildi dollarans fell- ur, hækkar verð á amerískri list. Nútíma- málarar, svo sem Jasper Johns sem að Pic- asso, Joseph Beuys og Andy Warhol látnum erfði titilinn „mesti núlifandi listamaður- inn“, fá stoltir en um leið skelkaðir fregnir af því hvemig verð á verkum þeirra fara úr öllum böndum. Fyrst hækkaði mynd Jasper Johns, „Hvítur fáni“, upp í 7 milljónir dollara á uppboði hjá Christie. Kaupandinn var sænskur auðkýfingur, Hans Thulin. Daginn eftir eignaðist Samuel I. Newhouse jr., bóka- útgefandi frá New York, mynd Jasper Johns, „Þjófstart", og gaf fyrir hana 17 milljónir dollara. Listaverkasalinn Leo Cast- elli minntist þess með eftirsjá að hann keypti þessa litfögru mynd árið 1960 fyrir 3.150 dollara. Listamaðurinn var þakklátur fyrir að fá um helming þeirrar upphæðar í sinn vasa. Yfírráð uppboðshúsanna yfír hinum fögru listum verða æ meiri. Listaverkasalar sem eftir PETER SCHILLE Listmarkaður í Köln 1988. Þetta fyrirkomulag þykir mjög hafa ýtt undir sölu á listaverkum. Á mörkuðum af þessu tagi eru galleríin með sýningabása. Dýrasta listaverk til þessa eru írisblóm van Goghs, sem seldust á uppboði hjá Sotheby’s á 2.695 ihilfjónir. Kaupandinn japanskt stórfyrirtæki og myndin mun vera geymd þar í skotheldum sýningarskáp. Listagyðjan á valdi Mammons Listaverk eftir látna stórmeistara seljast nú fyrir þvílíkar upphæðir, að það er utan og ofan við skilning venjulegs fólks. Og ekki bara eitt og eitt verk, heldur urmull. Á tæpri klukkustund seldust í New York 28 málverk fyrir samtals um 85 milljónir dollara. Myndlistin er ekki lengur munaður borgaranna, heldur eftirsóknarverð vara, sem braskarar með fullar hendur fjár sækjast eftir. Þar á meðal eru nýríkir Japanir, auðmenn sem hafa slæma reynslu af verðbréfamarkaðnum og jafnvel fíkniefnasalar. rið 1905 er Pablo Picasso var 23 ára gamall málaði hann „Loftfimleikamann og ungan trúð“. Þetta þunglyndislega málverk sýnir tvo unga menn sem horfa framhjá hvor öðrum. Sá til hægri, loftfimleikamaðurinn, er með iokuð augu. Hann safnar kröftum, ef til vill fyrir sitt síðasta atriði, dauðann. Sá til vinstri, sá yngri, hefur fyrir löngu úthellt öllum sínum tárum. Af þeim sökum er hann í litmiklum trúðsklæðum og andlit hans er næstum eins fölt og hálskraginn. Ungu mennimir tveir eru auk litanna einu hetjur myndarinnar. Árið 1911 var þetta málverk sem er frá bleika tímabilinu á listferli Picassos sett upp í þýska Von de Heydt-safninu í Wuppertal. Árið 1937, á brúna tímabilinu í sögu Þýska- lands, úrskurðuðu nasistar myndina tilheyra þeim flokki listar sem þeir álitu úrkynjaða. Árið 1939 var heimilað að myndin færi á uppboð í Fischer-galleríinu í Luzem, þar sem hún var slegin Roger Janssen, listaverka- safnara frá Briissel, fyrir 80 þúsund svissn- eska franka. Nú, 52 ámm eftir fordæmingu myndar- innar, býður Christie-uppboðið í London hana til sölu. Lágmarksverðið sem gengið M Jí-: ffigsam

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.