Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Page 11
 7=H ■%«i B i L A R Hliðin getur opnast öll, - rennihurðir opnast fram og aftur og enginn dyrastafur á milli. Framsætin geta snúizt, farþegasætið jafhvel svo það snýr aftur. Megane frá Renault - forsmekkur að 21. öldinni Megane - framtíðarbíllinn frá Renault er einungis búinn þvi sem tæknilega mögulegt er eins og sakir standa og umgjörð- in utan um alla þá hátaekni er bseði frönsk og framúrskarandi. \ • I t. er á hnapp og út kemur skúffa með farangurinn í skottinu. , .-r. .«r~ Stýri og mælaborð úr Megane. Hér er engin geimskipafantasía og það vekur athygli, að á mælaborðið koma ekki tölrænar tölvuupplýsingar um hraða og annað sem ökumaður þarf að vita, heldur eru kunnuglegir og kringlóttir mæl- ar. Þeir hafa einfaldlega reynst bezt. Framtíðarspámenn bílaiðn- aðarins sýna okkur annað veifið svo háfleygar hug- myndir, að framkvæmd þeirra hlýtur að vera langt utan við sjóndeildarhring- inn á hafi tímans. Þótt þróunin sé nokkuð hröð, var búið fyrir 25 árum að spá bílum fyrir annó 1989, sem ekki hafa orðið að veru- leika. í annarri deild spámennskunnar hjá bílaiðnaðinum eru svo þeir, sem smíða „pró- tótýpur", sýningareintök, þar sem kynnt er nýjasta mögulega hátækni - og framúr- stefnuútlit. Þetta er tækni og útlit, sem telja verður að sé á næsta leiti; aðeins er eftir að þróa framleiðsluaðferðir þannig að boðlegt verð náist. í þessum flokki er sýningarbíllinn Megane frá Renault, sem telja verður að sé vel mögulegt þróunarskref og trúlega er þama raunhæfur forsmekkur að 21. aldar bflnum, - að minnsta kosti eins og hann gæti orðið í upphafi aldarinnar. Megane sýnir, að Fransmenn hafa ekki hugsað sér að láta deigan síga i samkeppn- inni við Japani og aðra risa í bflaiðnaðinum. Hér er hönnunin lykilatriði og Megane sýn- ir, að Fransmenn eiga góða bflahönnuði. Hitt er svo annað mál, að þeir gætu alveg eins verið ítalir, sem hafa getið sér mikið orð á þessu sviði. Á Megane er útlitið eitt út af fyrir sig frumlegt og listrænt. Líkt og löngum tíðkaðist á Citroen er langt á milli öxla og það hefur sérstaka þýðingu hér, því Megane er með rennihurðum og enginn dyrastafur á milli þeirra, svo hægt er að opna alla hliðina uppá gátt eins og myndin sýnir. Vilji aftursætisfarþegar hafa rúmt um sig, er hægt að renna sætinu um 29 sm aftur og færist þá afturrúðan sem því nemur aftur á skottið. Til þæginda er skúffa dregin aftur úr skottinu þegar far- angur er settur í það - og tekinn út. Framúrskarandi þægilegt er að setjast uppí Megane að framan, því framsætin snú- ast í 90 gráður og vísa þá út. Jafnframt er hægt að snúa farþegasætinu að framan um 180 gráður, ef farþeginn vill snúa að þeim, sem sitja ( aftusætinu. Beltin eru fest í sætið og verka jafn vel, hvemig sem sæt- ið snýr. Jafnframt er mjög fullkomið stilli- kerfi á sætunum og að sjálfsögðu með „minni" ef fleiri en einn aka bílnum. Megane er með 6 strokka, 250 hestafa vél og forþjöppu. Drif er á öllum hjólum og stýring sömuleiðis. Fjöðrunin er rafeinda- stýrð, búin nemum sem greina ávallt hvað framundan er og búa fjöðrunarkerfið undir holur eða aðrar ójöfnur. Til er sjálfskipt útgáfa og önnur með venjulegri gírstöng, sem jafnframt gegnir hlutverki kúplingar. Ekkert óvænt gerist þótt ekið væri á nagla á fullri ferð. Megane er með Michelin ATS kerfi, sem byggist á samþjöppuðu frauði næst felgunni. Þegar springur þenst frauðið út á sama andartaki og fyllir út í dekkið. Megane er tilraunabfll, þar sem unnið er með nýjustu hátækni, en merkustu nýmælin eru í raun og veru í umgjörðinni; í hönnun og útliti ásamt rennihurðunum og lengingar- möguleikanum að aftan. GS. „Gróðurhúsið“ nefha þeir hjá Renault afturrúðuna, sem rennur um 29 sm aftur á skottið, ef aftursætisfarþegar vilja hafa rúmt um sig. í glerinu er sérstök vörn gegn sólarhita. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. MARZ 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.